Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 56
Náttúrufræðingurinn 276 Ritrýnd grein / Peer reviewed auki kannað leiðir þaðan upp á jökul.5 Hann fór í ævintýralegan leiðangur við áttunda mann frá Kálfafellsstað síðla júnímánaðar 1902 inn eftir Staðardal og upp á Miðfellsegg með efni í land- mælingavörðu, fjögurra álna háa, sem þeir byggðu á egginni „með gínandi hengiflug til annarrar handar, en hjarn- brekkuna á hina“.4 Á flatlendinu norðan við Hestgerðiskamb áttu verbúðir Norðlinga að hafa staðið. Heitir þar Kambstún, og sér þar enn marka fyrir tóftum. Þar segir þjóðsagan að verið hafi 18 búðir handa 18 skipshöfnum og við Hálsaós sáust fyrrum leifar af fornum byrgjum og torfgarði sem not- aður var til fiskþurrkunar. Við Hálsaós höfðu vermenn skipauppsátur og á þar að hafa sést vottur til nausta. Sigurður Gunnarsson segir í grein sinni um Miðlandsöræfi Íslands frá 1877:22 Hefi jeg heyrt gamla munnmæla- sögu um það, að Norðlendingar – Þingeyingar og Eyfirðingar – hafi um mörg ár í fyrndinni farið til vers í Hornafjörð – lögðu inn frá Mývatni eða frá Möðrudal inn til jökuls, svo austur innan við Snæfellsháls, suður Kollumúlaheiði, yfir Jökulsá á Norð- lendingavaði, svo í Hornafjörð og vestur til Borgarhafnar. Heita þar enn Eyfirðingabúðir skammt út frá bæj- unum. Þaðan sóttu þeir sjóinn. Hátt- semi þeirra gjörðist hin versta þar í sveitinni, svo Borgarhafnarmenn og aðrir óskuðu þeim ills. Einn góðan veðurdag reru allir. Þá gerði norðan- veður ofsalegt ofan af jöklunum. Rak vermenn til hafs og fórust allir. Töldu menn það maklega hegningu. Eptir það lögðust niður verferðir Eyfirðinga hingað. Hér er eflaust vísað til verbúð- anna sem aðrir nefna Kambstún, og til skipsskaðans mikla við Hálsa- höfn 1573. Hjá vermönnum í Kambstúni átti oft að hafa verið glatt á hjalla og ekki alltaf sem siðlegast. Þar af er máltækið runnið: „Kom þú í Kambstún, ef þér þykir langt.“ Það er ekki ósvipað við- lagi við vikivaka, enda mun þá óspart hafa verið dansað, eins og tíska var enn á þeim öldum. Af Norðlingum sem ílengdust í sveitinni geta sagnir um þrjá: Skarða, Teit og Bjarna, og áttu þeir að hafa búið í kotum sem nú eru fyrir löngu komin í eyði og hétu Skarða- hraun, Teitshraun og Bjarnahraun. Öll eru þessi örnefni vel þekkt, nema Teitshraun kallast nú Teigshraun.C Við Skarðahraun hefur fundist fornbýli og það verið kannað með rannsókn.23 17. mynd. Flugsýn vestur yfir Skálafellsjökul og botn Staðardals með Hálsatind við jökul- rönd. Til vinstri á myndinni má sjá Sultar- tungnajökul greinast frá. Þverártindsegg og Öræfajökull í fjarska. – View over Skálafells- jökull and the bottom of Staðardalur with Hálsa- tindur summit close to the glacier. Sultar- tungnajökull branching left. Þverártindsegg and Öræfajökull far behind. Ljósm./Photo: Snævarr Guðmundsson. 18. mynd. Hálsatindur (um 1000 m). Fjær eru Miðfellsegg og Birnudalstindur (1326 m). Birnudalur og Miðbotnstindur (1061) til vinstri. – Hálsatindur (1000 m) with Miðfellsegg and Birnudalstindur (1326 m) behind. The valley Birnudalur and Miðbotnstindur (1061 m) to the left. Ljósm./Photo: Snævarr Guðmundsson. C Þorbjörg Arnórsdóttir, Þórbergssetri. Tölvuskeyti til höfundar 28. nóv. 2020.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.