Mosfellingur - 01.04.2021, Qupperneq 4

Mosfellingur - 01.04.2021, Qupperneq 4
Umhverfis- og auðlindaráherra, Guðmund- ur Ingi Guðbrandsson, hefur skrifað undir stækkun á friðlandinu við Varmárósa í Mosfellsbæ. Með stækkuninni er svæðið sem frið- lýsingin tekur til um 0,3 ferkílómetrar að flatarmáli (30 hektarar), sem er um þrisvar sinnum stærra svæði en áður var, og hefur það markmið að vernda náttúrulegt ástand votlendis og sérstakan gróður sem á svæð- inu er að finna. Varmárósar voru fyrst friðlýstir árið 1980 og friðlýsingin svo endurskoðuð árin 1987 og 2012, en svæðið hefur verið á náttúru- minjaskrá frá árinu 1978. Verndargildi svæðisins Verndargildi svæðisins felst fyrst og fremst í því að þar er að finna fágæta plöntutegund, fitjasef (Juncus gerardii), sem vex þar í þéttum breiðum. Stækkað friðland Varmárósa nær einnig yfir mikil- vægt fæðusvæði ýmissa fuglategunda og búsvæði sjaldgæfra plöntutegunda. Varmárósar eru annar af tveimur þekkt- um fundarstöðum fitjasefs hérlendis en tegundin hefur verið á válista Náttúru- fræðistofnunar Íslands frá 2018. „Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur fylgst náið með þessu verkefni og stutt tillögur og vinnu umhverfisnefndar í hvívetna. Vernd- un og endurheimt votlendissvæða eru mikilvæg verkefni á sviði umhverfismála og samvinna Mosfellsbæjar við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og umhverfisstofnun í þessi verkefni hefur verið mjög farsæl.“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mos- fellsbæjar. „Votlendissvæði hafa átt undir högg að sækja undanfarna áratugi. Ég tel mikilvægt að við náum að tryggja vernd þeirra og endurheimt og fagna því að finna hve ríkur vilji hefur verið af hálfu Mosfellinga til að stuðla að vernd þessa einstaka svæðis. Friðlýsing svæðisins hefur fram til þessa og mun enn frekar hér eftir stuðla að því að íbúar og gestir svæðisins geti notið þess fjölskrúðuga lífs sem finna má í fjöru og á landi við þessa fallegu árósa,“ sagði Guð- mundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra við undirritun friðlýsing- arinnar. Viðstaddir voru fulltrúar bæjarstjórnar og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar, ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins og fulltrúum Umhverfisstofnunar og ráðuneytisins, en stækkunin hefur verið unnin í góðu samráði og samvinnu fulltrúa þessara aðila. www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu Vikna - Bæjarblaið í Mosfellsbæ4 Hlé verður gert á safnaðarstarfi lágafellssóknar vegna ástandsins í þjóðfélaginu næstu 3 vikurnar. Páskahelgihald, sunnudagaskóli, æskulýðsstarf, og kórastarf fellur niður í kirkjunni en verður auglýst sérstaklega ef það verður á netinu. Prestar kirkjunnar hafa svo samband við foreldra fermingarbarna varðandi útfærslur á næstu athöfnum. Fylgist endilega með á heimasíðunni okkar og á samfélagsmiðlum. Guð gefi ykkur gleðiríka páska. lagafellskirkja.is Hugmyndasöfnun í Okkar Mosó til 6. apríl Ertu með góða hugmynd? Hvað vantar í hverfið þitt? Hvað gerir bæinn betri? Nú styttist í að hugmyndasöfnun vegna Okkar Mosó 2021 ljúki. Megin markmið verkefnisins er að virkja íbúa til þátttöku í lýðræð- islegri umræðu og ákvarðanatöku. Íbúar Mosfells- bæjar eru hvattir til að senda inn fjölbreyttar hugmyndir að góðum verkefn- um í bænum. Hugmyndirnar geta tengst því að gera Mosfellsbæ betri, skapa eitthvað nýtt, efla hreyfingu, hafa jákvæð áhrif á umhverfi og íbúa til útivistar og samveru, bættrar lýðheilsu eða aðstöðu til leikja- og skemmtunar. Gert er ráð fyrir að verja allt að 35 milljónum króna í þau verkefni sem hljóta brautargengi í kosningunni sem fer fram. Hver hugmynd þarf að vera vel útskýrð og með nákvæma staðsetningu. Það auðveldar fólki að meta hugmyndina og hvort þau vilja gefa henni atkvæði. Íbúar fá að kjósa dagana 31. maí til 6. júní um hugmyndir sem fara í framkvæmd. Öryggisreglur þver- brotnar í Sunnukrika Öryggisreglum var ekki fylgt og verkferlar þverbrotnir við byggingu nýbyggingar í Sunnukrika í fyrra þar sem einn lést og annar slasaðist alvarlega. Þetta er niðurstaða Vinnueftirlitsins. Mennirnir féllu niður átta metra á steypt gólf og annar lenti undir þungum plötum. Burðarvirki gaf sig og tveir menn féllu niður af annarri hæð ásamt níðþungum plötum. Vinnueftirlitið kom strax á staðinn og hefur nú skilað skýrslu. Þar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við verkferla og öryggi starfsmanna. Þriðji maðurinn slapp naumlega. Hann hafði stýrt krana, án réttinda, sem hífði plöturnar upp og hinir tóku á móti. Mennirnir sáu fljótt að plöturnar voru skakkar á stoðunum og þegar þeir ætluðu að athuga það betur gáfu þær sig og mennirnir tveir féllu 8 metra niður á steypt gólf. Annar varð undir plötunum og lést á slysstað en hinn slasaðist alvarlega. Reglur og verkferlar virðast hafa verið þverbrotnar, sem orsakað slysið. Votlendissvæði átt undir högg að sækja • Fitjasef aðeins á tveimur stöðum á landinu friðland við Varmárósa stækkað - nær nú til þrisvar sinnum stærra svæðis Fitjasef er hávaxin tegund sefs. Fitjasef er afar sjaldgæft á Íslandi og finnst aðeins á tveimur stöðum á landinu. fitjasef á válista Rótarýklúbbur Mosfellssveitar átti 40 ára afmæli 17. mars og var haldinn glæsileg afmælisveisla hjá Vigni Kristjánssyni í glæsilegum veislusal Lágmúlanum. 50 gestir mættu og komust færri að en vildu, vegna sóttvarnarreglna. Meðal gesta voru sex stofnfélagar, Guð- mundur Bang, Hilmar Sigurðsson, Davíð Atli Oddsson, Georg Tryggvason, Örn Höskuldsson og Sveinn Frímannsson. Á myndini má sjá stofnfélagana ásamt Elísa- betu S. Ólafsdóttur forseta Rótarýklúbbs Mosfellsbæjar. Söngvaranir Davíð Ólafsson, Stefán Helgi Stefánsson ásamt Helga Má Hannessyni skemmtu gestum eins og þeim einum er lagið. Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr við- skipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menning- arstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öll- um starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum. undirritun við varmárósa Afmælisveisla haldin 17. mars • Stofnfélagar á meðal gesta • Davíð og Stefán skemmtu rótarýklúbburinn 40 ára sex af stofnfélögum ásamt forseta klúbbsins

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.