Mosfellingur - 01.04.2021, Page 12

Mosfellingur - 01.04.2021, Page 12
 - Bæjarblað allra Mosfellinga12 Ég gef mÉr tíma fyrir þig! - fagleg og persónuleg þjónusta Hringdu í 897-1533 davíð Ólafsson lög. fast. david@fastborg.is Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Mosfellsbær hefur tekið í gagnið nýjan ráðningarvef. Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á nýjum ráðningarvef: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ Á undanförnum misserum hafa verið í gangi margháttaðar framkvæmdir í íþrótta- miðstöðinni að Varmá sem allar beinast að því að gera umhverfi og aðstöðu íþróttaiðk- enda og bæjarbúa sem allra besta. Í lok síðasta árs tók Afturelding í gagnið nýtt og glæsilegt skrifstofu- og fundarrými sem staðsett er á 2. hæð í millibyggingu milli fimleikahúss og salar 3. Rými sem áður hýsti skrifstofur Aftureldingar hefur nú verið endurinnréttað og hýsir nú að- stöðu fyrir starfsmenn íþróttamiðstöðv- arinnar. Norðan við íþróttamiðstöðina hafa ver- ið reistir gámaklefar sem nýtast deildum Aftureldingar vel. Klefarnir tengjast sal 2 en nýtast einnig öllum útisvæðum til sam- ræmis við þarfir Aftureldingar. Framkvæmdum forgangsraðað Um mitt síðasta ár var lokið við að skima allt húsnæði íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá af sérfræðingum EFLU sem hluta af verkefni sem fól í sér heildarskimun á skólahúsnæði Mosfellsbæjar. Við þá skim- un voru til skoðunar rakaskemmdir og áhrif þeirra á gæði alls kennsluhúsnæðis Mosfellsbæjar. Í kjölfar skimunarinnar var ráðist í fram- kvæmdir til þess að uppræta rakaskemmt byggingarefni í íþróttamiðstöðinni og þeim forgangsraðað í mikilvægisröð. Í fyrsta for- gangi var allt kennsluhúsnæði og íverurými barna. Þannig voru íþróttasalirnir ásamt tveimur búningsklefum í fyrsta forgangi og teknir í gegn fyrst. Framkvæmdir voru einna mestar í sal 3 þar sem loft voru end- urnýjuð og hljóðvist bætt. Gert er ráð fyrir að viðhalds- og endurnýjunarframkvæmdir að Varmá ljúki að mestu í ár. Loks fengu tveir búningsklefar á svoköll- uðum græna gangi gagngera andlitslyftingu þar sem sett voru epoxý gólf og veggir auk nýrra skápa. Í ár verða tveir klefar til við- bótar endurnýjaðir með sama hætti. Framkvæmdir við sundlaugina Miklar aðgerðir voru einnig á síðasta ári í sundlauginni að Varmá en þá var eldri vélbúnaði skipt út og er nú komið nýtt og fullkomnara stýrikerfi á potta laugarinnar. Saunaklefi var endurnýjaður í sundlauginni og settur var niður kaldur pottur. Þessa dagana standa yfir endurbætur í klefum undir kjallara sundlaugar þar sem sett verður epoxí í hólf og gólf og samhliða verða klefarnir lagaðir að þörfum knatt- spyrnudeildarinnar. Loks var ráðist í að bæta lýsingu við frjálsíþróttavöllinn í vetur þannig að þeir sem kjósa að hreyfa sig þar geta gert það á upphitaðri hlaupabraut. Samráðsvettvangur í gangi Samráðsvettvangur Mosfellsbæjar og Aft- ureldingar var settur á laggirnar árið 2018 í þeim tilgangi að skapa formlegan vettvang fyrir uppbyggingu og nýtingu Aftureldingar á aðstöðu að íþróttamiðstöðinni að Varmá. Á afmælisárinu 2019 þegar félagið átti 110 ára afmæli tók bæjarstjórn Mosfellsbæjar ákvörðun um að gefa félaginu vinnu við framtíðarskipulag svæðisins í afmælisgjöf. Í framhaldinu var samráðsvettvangnum falið að halda utan um þá vinnu. Verkfræði- stofan EFLA hefur á undanförnum unnið að mótun framtíðarskipulags íþróttasvæð- isins. Skýrsla EFLU liggur nú fyrir ásamt þarfagreiningu næstu ára og hefur verið vísað til bæjarráðs Mosfellsbæjar og til að- alstjórnar Aftureldingar til umfjöllunar. Í samtali við Mosfelling segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri að framkvæmdir síð- ustu missera að Varmá séu margháttaðar og byggi á skýrri forgangsröðun Þær taki mið af þeim upplýsingum sem aflað var með heildarskimun á öllu skóla- og íþróttahúsnæði þar sem börn og ung- menni dveljast við nám og æfingar. Síðasti áfanginn í þessum framkvæmd- um fer fram í sumar og í kjölfarið verður hugað að næstu skrefum í þróun húsnæð- isins í samvinnu við Aftureldingu. Framtíðarskipulag svæðisins í mótun • Skýr forgangsröðun framkvæmda að Varmá Margháttaðar framkvæmdir við íþróttamiðstöðina að Varmá Ný aðstaða fyrir aftureldiNgu gaNguriNN góði tekiNN í gegNmúrviðgerðir að utaN Nýir gámaklefarklefar 1 og tvö eNdurNýjaðir

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.