Mosfellingur - 01.04.2021, Qupperneq 22
- Bókasafnsfréttir og Matarhorn22
Mikið var um dýrðir við opnun
sýningarinnar Stingur í stúf eftir
Harald Sigmundsson í Listasal
Mosfellsbæjar 19. mars sl.
Á opnuninni voru tveir gjörning-
ar. Annars vegar mætti jólasveinn-
inn Stúfur á svæðið og stakk sig á
verkunum auk þess að sprella við
sýningargesti og gefa þeim kartöflu
í skóinn.
Hins vegar var listamaðurinn
sjálfur með gjörning þar sem hann
leyfði sýningargestum að fylgjast
með sér klára síðasta verkið. Sá
gjörningur mun standa yfir allt sýn-
ingartímabilið og enda í fullkláruðu
verki.
Verk Haraldar einkennast af mik-
illi frásagnargleði, björtum litum og
blandaðri tækni. Sjón er sögu ríkari!
Síðasti sýningardagur er 16. apríl.
Listasalur Mosfellsbæjar
Listasalur Mosfellsbæjar
stingur í stúf
Tími til að njóta með fjölskyldu og vinum í samkomutakmörkunum • Mikilvægt að velja rétt vín
PáskaveisLa af bestu gerð
Páskarnir eru að bresta á og þá skiptir máli að njóta samveru og matar til hins ítrasta. Fjórða bylgjan gengur nú yfir og fólk er hvatt til að halda
sig í sinni páskakúlu. Hér fáum við uppskriftir að páskalambi og kálkúnasamloku sem er tilvalið að slafra í sig yfir páskana í góðu yfirlæti.
Matarhorn
Mosfellings
Kalkúnasamloka
Hægeldað lambalæri í smjöri
með hvítlauk, kryddjurtum og
kryddjurta-bearnaise sósu
Hráefni:
• 1 lambalæri, helst án lykilbeins
• 500 g smjör
• 6 tímíangreinar
• 6 rósmaríngreinar
• 5 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir
• 1½ tsk. nýmalaður pipar
• 1 stór poki með rennilás (zip lock)
• 2 tsk. salt
Aðferð:
Setjið allt nema salt í pokann og
lokið vel fyrir. Leggið pokann í
steikingarpott og hellið volgu
vatni yfir þannig að fljóti yfir lærið.
Setjið lokið á og bakið í 67°C heitum ofni í 18
klst. Sigtið þá vökvann úr pokanum í pott. Hitið
ofninn í 190°C. Setjið lærið í ofnskúffu og saltið.
Bakið lærið í 10-15 mín. eða þar til það er fallega
brúnað. Berið fram með kryddjurta-béarnaise-
sósunni og t.d. bökuðu grænmeti og kartöflum.
Kryddjurta-bearnaisesósa:
• 5 eggjarauður
• smjörið úr pokanum
• 1-2 msk. Bearnaise-essens
• salt
• nýmalaður pipar
Aðferð:
Hitið smjörið í 60°C. Setjið eggja-
rauður í stálskál og þeytið yfir volgu
vatnsbaði í 4-6 mín.
eða þar til rauðurn-
ar eru orðnar ljósar
og loftmiklar. Hellið
þá smjörinu í mjórri
bunu í skálina og
þeytið vel í á með-
an. Bragðbætið með
Bearnaise-essens,
salti og pipar.
Hráefni:
• 400 g afgangar af
kalkúnakjöti, skornir
í sneiðar
• 200 g afgangar af
kartöflum, grænmeti
og fyllingu
• 2 tómatar, skornir í
sneiðar
• 1/2 poki blandað
salat
• 4 langlokubrauð
eða annað gott brauð
Klettakálspestó
• 1 poki klettakál
• 3-5 hvítlauksgeirar
• 2 msk. furuhnetur
• 2 msk. parmesanostur, rifinn
• 1 msk. ljóst edik
• 1 msk. sykur
• 1 dl olía
• salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
1. Allt hráefnið í pestóið sett í
matvinnsluvél og maukað.
2. Skerið brauðið til helminga
eftir endilöngu og smyrjið báða
helmingana með klettakálspestóinu.
3. Raðið svo öllu sem er í uppskriftinni á
brauðið.
Við mælum með:
Piccini
MeMoro
Kröftugt og milli-
sætt rauðvín. Rúbín-
rautt. Þétt fylling,
smásætt, fersk sýra,
miðlungstannín.
Verð: 2.199 kr.
Lambalæri
Við mælum með:
Montalto
Pinot GriGio
Létt og ósætt hvítvín.
Föllímónugrænt.
Létt meðalfylling,
ósætt, fersk sýra.
Pera, stikilsber,
sítrustónar.
Verð: 1.849 kr.
Vegna nýrra tilskipanna um sóttvarnir tak-
markast fjöldi í Bókasafni Mosfellsbæjar
við 10 manns frá 25. mars.
Börn fædd 2015 eða síðar eru
undanþegin ákvæðum um fjöldatak-
mörk. Gestir eru hvattir til að sinna
erindum sínum hratt og skilmerki-
lega svo fleiri komist að.
Lessvæði er lokað og viðburðum
hefur verið frestað.
Hægt er að panta safngögn á leitir.
is og sækja við inngang safnsins, sjá
leiðbeiningar á heimasíðu safnsins.
Notendur eru hvattir til að panta á leitir.
is, en sjálfsagt er að hringja í síma
566 6822 eða senda tölvupóst á
bokasafn@mos.is og fá aðstoð.
Athugið að þjónustan er
eingöngu í boði á virkum
dögum.
10 manns í bókasafninu