Mosfellingur - 22.04.2021, Side 4
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna
- Bæjarblaið í Mosfellsbæ4
Allt safnaðarstarf miðast við gildandi
fjöldatakmarkanir og ítrustu sóttvarna
gætt. Við tökum vel á móti þér.
sunnudagurinn 25. apríl
Guðsþjónusta kl. 11 frá Mosfellskirkju
- rafræn á netinu. Sr. Ragnheiður og
Bryndís leiða.
kyrrðar- og bænastundir í Lága-
fellskirkju sunnudagana 2. og 9. maí
kl. 11-12. Opin kirkja, tónlist, kveikt á
bænakerti í góðu samfélagi. Prestar
kirkjunnar hafa umsjón og Þórður
organisti leikur tónlist.
sunnudagaskólinn ávallt kl. 13 í Lága-
fellskirkju en auglýst í hvert skipti hvort
það verði á staðnum eða rafrænt.
æskulýðsstarfið ósoM fyrir 8.-10.
bekk á þriðjudögum kl. 20-21:30 í
safnaðarheimili Lágafellssóknar. Allir
unglingar velkomnir.
skráning fermingarbarna fyrir vorið
2022 hefst 15. maí. Nánari upplýsingar
og skráning á lagafellskirkja.is.
sumarnámskeið Lágafellssóknar 2021
Skráning er hafin á heimasíðunni okkar.
Lofum stuði og ævintýrum í sumar! Sjá
auglýsingu annars staðar í blaðinu.
lágafellskirkja verður lokuð í
sumar vegna viðgerða frá 24. maí-15.
júlí 2021. Á því tímabili verður allt
helgihald frá Mosfellskirkju.
Aldrei fleiri tillögur
borist í Okkar Mosó
Alls bárust 140 tillögur frá íbúum
í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó
2021 og hafa þær aldrei verið fleiri.
Nú stendur yfir mat og úrvinnsla
tillagnanna hjá fagteymi starfsfólks
á umhverfissviði Mosfellsbæjar.
Hugmyndirnar eru metnar út frá
þeim forsendum sem gefnar eru í
söfnun hugmynda og mótaðar til
uppstillingar fyrir kosningu. Í kjöl-
farið verður stillt upp allt að þrjátíu
verkefnum sem íbúum gefst kostur
á að kynna sér nánar og kjósa um
í kosningum sem munu hefjast 31.
maí og standa til 6. júní. Mosfells-
bær var fyrst sveitarfélaga til þess að
veita 15 ára og eldri íbúum kost á að
taka þátt í kosningunni um verkefni
og er það nú orðið aldursviðmið
hjá flestum öðrum sambærilegum
verkefnum. Íbúar eru hvattir til þess
að kynna sér þau verkefni sem lögð
verða í dóm kjósenda og taka þátt í
að velja verkefni sem koma til fram-
kvæmda á næstu tveimur árum.
Gert er ráð fyrir því að kostnaður við
framkvæmd verkefnanna nemi allt
að 35 milljónum króna á tímabilinu.
Kósí Kjarni varð fyrir
skemmdarverkum
Vegna ítrekaðra skemmdaverka
og slælegrar umgengni hefur
reynst nauðsynlegt að setja öll
húsgögn í Kósí Kjarna í geymslu.
Því verður ekki unnt að nýta svæðið
til samveru eins og vinsælt hefur
reynst á meðal ungra sem aldinna á
síðustu misserum. Meginhluti gesta
hefur verið til stakrar fyrirmyndar
og gætt torgið lífi en á því hafa
reynst afdrifaríkar undantekningar
með tilheyrandi tjóni. Á næstu
dögum verður unnið að viðgerðum
á húsgögnum, mat lagt á það hvort
keypt verða ný húsgögn í stað
þeirra sem hafa verið eyðilögð og
öflug myndavélavöktun sett upp
að nýju. Kósí Kjarni var eitt af þeim
verkefnum sem íbúar völdu til
framkvæmdar í Okkar Mosó 2019
og hefur breytt bæði ásýnd og aukið
nýtingu á innitorginu í Kjarna til
mikilla muna.
Stærsti einstaki áfanginn í átaki sem staðað hefur frá árinu 2019 • Bættur tölvukostur
Öll börn á unglingastigi
hafa nú aðgang að tölvum
Slökkviliðsmenn björguðu konu upp úr brunni nærri Lágafells-
kirkju þann 10. apríl.
Konan féll niður um klaka ofan í brunninn og var orðin köld og
þrekuð þegar slökkviliðsmenn náðu að bjarga henni. Samferðafólk
konunnar náði að halda henni upp úr vatni þar til hjálp barst.
Um eins og hálfs til tveggja metra fall var niður í botn brunnsins.
Slökkviliðsmaður segir að konan hafi ekki komist af sjálfsdáðum
upp og hún hafi þurft að halda sér á floti með því að svamla í
vatninu sem hafi örugglega verið um frostmark. Félagar hennar
náðu að halda í hana.
„Um gamalt brunnhús er að ræða sem hafði verið lokað en
einhver hafði greinilega opnað það,“ segir bæjarstjóri Mosfellsbæj-
ar. Þarna hafði verið vatnsból á bújörð á landi í einkaeigu.
Mosfellsbær fór í að tryggja vettvang á kostnað eigenda og vakti
athygli hans á að nauðsynlegt væri að fara í varanlegan frágang á
þessari eign hans. Þessu máli verður fylgt eftir á næstu mánuðum í
samvinnu við eiganda.
Föst í brunni í 10 mínútur • Féll ofan í ískalt vatn og var verulega brugðið við óhappið
kona féll í brunn að lágafelli
Brunnhús við
lágafellskirkju
Í síðustu viku tóku skólar í Mosfellsbæ á
móti 360 Chromebook fartölvum til afnota
fyrir nemendur í 7.-10. bekk í grunnskólum
bæjarins.
Þá hafa einnig verið keyptir 200 iPadar
til afnota fyrir nemendur í 1.–6. bekk. Um
er að ræða stærsta einstaka áfangann í því
átaki sem hefur staðið yfir síðustu misseri
við að bæta tölvukost í grunnskólum bæj-
arins fyrir bæði nemendur og starfsmenn.
Þróunarvinna frá árinu 2019
Allt er þetta hluti af þróunar- og um-
bótavinnu á sviði upplýsingatæknimála
grunnskóla bæjarins sem staðið hefur yfir
frá árinu 2019. Frá því að síðast voru sagðar
fréttir af verkefninu í Mosfellingi hefur ým-
islegt átt sér stað.
Ráðgjafi var ráðinn síðasta haust til þess
að styðja grunnskólana við að taka næstu
skref í þróun upplýsingatæknimála. Unnin
var greining og mat á tækjakosti skóla og
á þeim grunni sett fram þarfagreining sem
tók mið af stöðunni og þörfum skólanna. Í
kjölfarið var gerður samningur um Seesaw
aðgang fyrir alla nemendur í 1.-6. bekk og
kennara þeirra og Google for Education
fyrir nemendur á unglingastigi.
dreift miðað við stöðu tækjaeigna
Þessum 360 fartölvum og 200 spjald-
tölvum var dreift í skólana miðað við stöðu
tækjaeignar í hverjum skóla og þess gætt að
hún sé nú orðin sambærileg milli grunn-
skólanna.
Nemendur í 7.-10. bekk hafa nú hver og
einn afnot að Chromebook í skólanun og
í 1.-6. bekk verða um 1,6 nemendur um
hvern iPad og auðvelt verður að fá bekkj-
arsett til afnota við verkefnavinnu.
umbætur og þjálfun starfsfólks
Sett hefur verið á laggirnar upplýsinga-
tækniteymi í hverjum grunnskóla, sérstök
Seesaw og Google leiðtogateymi með þátt-
töku kennara og stjórnenda.
Allir grunnskólar geta nú hagnýtt Google
for Education og hafa mörg námskeið verið
haldin í grunnskólunum fyrir kennara um
Google for Education umhverfið og Sees-
aw umhverfið auk sérsniðinna námskeiða
fyrir leiðtogateymin sem síðan er ætlað
að kenna í þeirra skólum og aðstoða aðra
kennara.
enn eitt stóra skrefið í skólaþróuninni
„Sú umbreyting á vinnubrögðum og
fjárfesting í tækjum og hugbúnaði sem nú
stendur yfir í skólum Mosfellsbæjar er enn
eitt stóra skrefið í skólaþróun í Mosfellsbæ,“
segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
Kennarar og aðrir starfsmenn grunnskóla
munu bera þessa umbreytingu áfram í sam-
vinnu við nemendur og foreldra og ég hef
þá trú að góður undirbúningur og röggsöm
framkvæmd fræðslu- og frístundasviðs,
starfsmanna og stjórnenda skólanna hafi
skipt sköpum í þessu verkefni og muni skila
okkur miklu til framtíðar litið. Framtíðin er
núna,“ segir Haraldur.
afhending tölva í varmárskóla
Seesaw er rafrænt námsumsjónar-
kerfi sem byggir á ferilmöppum og
fjölbreyttum verkefnaskilum nemenda á
yngsta stigi og miðstigi. Seesaw gefur
foreldrum góða innsýn inn nám barnsins
og kennurum góða yfirsýn yfir verkefni.
Google for Education felur í sér
aðgang að öllum skólatólum frá
Google á einum stað. Með því fá allir
netfang sem endar á @mosmennt.is
ásamt aðgangi að skýjalausnum Google.
Á sama tíma fá starfsmenn aðgang að
námsumsjónarkerfi.