Mosfellingur - 22.04.2021, Síða 24

Mosfellingur - 22.04.2021, Síða 24
 - Aðsendar greinar24 Skemmdarverk og eyðilegging er alltaf leiðinleg og það fara mjög miklir peningar á hverju ári í viðgerðir eftir þessi ömurlegu skemmdarverk. Nýjasta afleiðingin af skemmd- averkum í Mosó, okkar frábærar bæjarfélagi, er nú sú að búið er að loka Kósí Kjarna sem var mjög flottur og naut mikilla vinsælda. Húsgögn og annað sem var búið að setja þarna upp hefur ítrekað verið eyðilagt og því þurfti að fjarlægja þetta flotta umhverfi, sem var ein af frábærum hugmyndum úr Okkar Mosó. Því miður hefur margt annað verið skemmt í Mosó. Síðasta sumar var t.d skorið á nýja ærslabelginn okkar í Æv- intýragarðinum sem var mjög dýrt að að gera við, glerstrætóskýlið í Háholti hefur verið brotið og bramlað ítrekað og mörg fleiri dæmi má nefna þar sem framin hafa verið skemmdarverk sem kosta Mosfellsbæ margar milljónir á ári. Það er alveg glatað að þetta sé staðan í okkar flotta bæ og við getum og viljum fækka þessum skemmdum og þeim kostn- aði sem þeim fylgir. Hættið þessu rugli Þið sem eruð að gera þetta, eruð þið ekki til í að hugsa aðeins um hvað þetta er glötuð hegðun og hvaða leiðindi þetta hefur í för með sér? Nýtið endilega tímann ykkar í eitthvað annað uppbyggilegra og skemmtilegra. Þessar skemmdir sem þið valdið kosta margar milljónir á ári, milljónir sem við viljum og ættum að nota í að gera bæinn okkar skemmtilegri og flottari. Til dæmis að framkvæma fleiri geggjaðar tillögur úr Okk- ar Mosó, auk þess sem við gætum notað peningana í alls konar nýjar og skemmtilegar framkvæmdir fyr- ir alla aldurshópa í bænum okkar. Hvað getum við gert? Við Mosfellingar erum þekktir fyrir að geta gert nánast hvað sem er og nú tökum við höndum saman og förum í herferð til að útrýma þessu rugli í bænum okkar. Nú virkjum við alla sem okkur dettur í hug í fræðslu og umræðu um þessi mál, foreldra- og skólasamfélag, íþróttafélögin, krakkana í félagsmiðstöðvum, vinahópinn okkar, fjölskyldurnar o.fl. Við ákveðum hér og nú að þetta sé ekki í boði og við stöndum saman öll sem eitt um að uppræta svona framkomu. Hverjir eru að skemma og eyðileggja? Ef þú veist hverjir það eru sem eru að skemma fyrir okkur íbúum Mosó, taktu þá umræðuna við þá og segðu þeim að þetta er alls ekki „kúl“. Ef þeir skilja það ekki, láttu þá vita og þá verður talað við þessa aðila og reynt að fá þá til að skilja að við viljum nota peninga okkar Mosfellinga í eitthvað annað og skemmtilegra en að gera við skemmdir eftir þá. Þetta eru væntanlega mjög fáir einstakl- ingar sem standa á bakvið flestar þessar skemmdir og ef við öll leggjumst á eitt að hjálpa til við að stoppa þetta rugl er ég viss um um þessir aðilar hætti þessu. Með sameiginlegu átaki náum við að stoppa þessa hegðun sem skilar engu nema leiðindum og miklum kostnaði fyrir okkur og bæinn okkar. Ásgeir Sveinsson Hey þú, hættu að skemma og eyðileggja! Nú þegar vonandi fer að líða að því að við Íslendingar getum farið að lifa eðlilegra lífi, hugsa ég til margs sem kófið hefur haft í för með sér. Að mörgu leyti höfum við Ís- lendingar haft það gott og betra en aðrar þjóðir. Margt mætti þó gagnrýna eins og hæga viðspyrnu við efnahagsvanda þjóðarinnar, lélegt aðstreymi bóluefnis og lítil sem engin viðbrögð við versandi líðan og heilsu fólks. Hér hafa skólar verið opnir, enda þekkjast síður dæmi um mikil alvarleg veikindi barna vegna veirunnar. Sömu sögu er ekki að segja t.d. frá Bandaríkjunum þar sem barnafjölskyldur hafa tekið sig upp og flutt á milli fylkja í þeim eina tilgangi að börnin þeirra kæmust í skóla og fengju menntun eftir árs lokun. Þrátt fyrir minni takmarkanir hér á landi en víða í mörgum öðrum löndum, þá er hér vaxandi atvinnuleysi og fólk býr við einsemd og vanlíðan sem sumt má skrifa á afleiðingar kóvids. Bæði eldra fólk og yngra hefur einangrað sig og forðast samneyti við aðra. Það leiðir hugann að því hvort þetta fólk leiti síður til læknis en þeir sem svo er ekki ástatt um? Hvernig er aðgengi að læknum og þjón- ustu hjá heilsugæslunni í heimabyggð? Heilsugæslan í Mosfellsbæ heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og er nú komin í nýtt húsnæði. Því miður hafa þær sögur gengið að löng bið hafi verið eftir tíma hjá lækni. Það leiddi án efa til þess að einhverjir skráðu sig á aðrar heilsugæslu- stöðvar sem ekki eru í heimabyggð. Má þar nefna Höfða í Reykjavík eða í Urðarhvarfi í Kópavogi. Kenni fólk sér meins er bið óboðleg og skaðleg. Vonandi verða breytingar til batnaðar og ber að fagna nýrri heilsugæslustöð við Sunnukrika í Mosfellsbæ. Mér virðist blasa við að end- urskipuleggja þurfi heilbrigð- isþjónustuna að einhverju leyti þar sem búast má við að þegar kófinu slotar muni fleiri þurfa þjónustu og einnig sérhæfðari þjónustu. Heilsugæslan er skilgreind sem fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Þar vill fólk geta fengið þjónustu síns læknis eða sinna lækna og myndi án efa auka líkurnar á því að rétt greining fengist sem fyrst. Það er einnig umhugsunarvert hvort inn í kerfið eigi ekki að vera innbyggt ríkara eftirlit/eftirfylgni með sjúklingum en nú virðist raunin. Ef einstaklingur fer t.d. í uppskurð þar sem mein er fjarlægt, væri þá ekki eðlilegt að honum yrði fylgt eftir næstu árin ef einhverjar líkur væru á upptöku meinsins? Auðvitað eigum við sjálf að fylgjast með heilsu okkar eins vel og við getum. Leita aðstoðar fyrr en seinna enda skilar það betri andlegri og líkamlegri heilsu. Það er eðlileg krafa að aðgengi að þjónustu heilbrigðisstarfsfólks sé gott, vel sé hlustað á sjúkrasöguna og að bið eftir sérfræðilækningum verði ekki til skaða. Una María Óskarsdóttir uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi Hvernig er heilsugæslan mín og hver passar upp á heilsu mína? Ég starfa sem stuðningsfulltrúi við Helgafellsskóla. Meðal þeirra verkefna sem ég sinni er að fara ein með um 40 nemendur í rútu tvisv- ar sinnum í viku niður að Varmá í íþróttatíma. Ferðin tekur okkur 80-85 mín- útur frá því við förum frá Helga- fellsskóla og þar til við komum til baka. Íþróttatíminn er 40 mínútur og það fara aðrar 40 mínútur í ferðir. Það hlýtur að vera eitthvað skakkt í þessu! Auk tímans sem þessi ferðalög taka þá er þetta mjög stressandi og kvíðavaldandi fyrir nem- endur. Á teikningum Helgafellsskóla er gert ráð fyrir íþróttahúsi en mér skilst að ekki sé enn búið að taka endanlega ákvörðun um hvenær það verði byggt. Við stuðningsfulltrúar sem störfum við Helgafellsskóla skorum á stjórn bæjarins að setja íþrótta- hús við Helgafellsskóla í algeran forgang. Helgafellsskóli er ört stækkandi skóli í vaxandi íbúahverfi og er gert ráð fyrir um 450 nemendum í skólanum á næsta skólaári og því finnst okkur brýnt að drifið verði í því að setja íþróttahúsið á fjárhagsáætlun hið fyrsta. Fyrir hönd stuðningsfulltrúa í Helgafellsskóla Margrét Gróa Björnsdóttir Íþróttahús við Helgafellsskóla Sumarnámskeið Lágafellssóknar fyrir 6 - 9 ára krakka - 4. bekkur, fædd 2012 - 20151. Leikir, ævintýri, söngur & fjör!

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.