Mosfellingur - 22.04.2021, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 22.04.2021, Blaðsíða 26
Ákvarðanir og afstaða Í gærmorgun (þetta er skrifað á mánudagsmorgni) sat ég við eldhúsborðið og skipulagði vorið og sumarið út frá þeirri heimsmynd sem þá blasti við mér. Dagatalið var stútfullt af fótboltaleikjum, æfingum og viðburðum sem tengdust þessu tvennu. Tilhlökkunin var mikil. Núna rétt rúmum sólarhring síðar eru blikur á sóttvarnarlofti vegna þess að örfáir einstaklingar höfðu ekki dug í sér til þess að fara eftir okkar einföldu sóttvarnarreglum. Ég er venjulega geðgóður, bjartsýnn og skilningsríkur en ég skil ekki hvað þeir sem ferðast og fylgja ekki sóttvarnarreglum eru að hugsa. Það eru sóttvarnarreglur í öllum löndum heims og þeir sem geta skipulagt ferðalög ættu að geta skipulagt sóttkví líka. Ef ekki, ættu þeir ekki að ferðast. Ég ferðaðist sjálfur í febrúar og fannst sjálfsagt að fara eftir sóttvarnarreglum, heima og heiman. Það skín hugsanlega í gegn að ég er smá súr yfir þessu og ekki í skapi til að smella fram „allir geta nú gert mistök“ frasanum. Þetta eru einfaldlega mistök sem enginn ætti að vera að gera núna þegar covidið er búið að hefta okkur svona lengi. EN, ég ætla samt ekki að vera fúll lengi eða láta þetta eyðileggja fyrir mér sumarið. Það er ekki búið – þegar þetta er skrifað – að breyta sóttvarnarreglum, en ég er viðbúinn og klár með Plan B ef það verður gert. Ég ætla að hafa nóg að gera og vera mjög aktívur næstu mánuði, það er ekki nokkur einasti möguleiki að ég ætli að leggjast í covid-dvala þegar sól er hæst á lofti. Tilveran er dugleg þessa dagana að bjóða okkur upp á áskor- anir og gleðitíðindi til skiptis. Það sem við getum gert er að stýra eigin viðbrögðum og athöfnum. Finna leiðir, sjá tækifæri og skipuleggja okkur þannig að við getum bæði notið góðra stunda og brugðist hratt við breyttum aðstæðum. Heilsumolar gaua - Aðsent efni26 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is www.fastmos.is Sími: 586 8080 Við í félagsmiðstöðinni Bóli vinn- um með unglingunum okkar alla virka daga. Það er fjölmennur hóp- ur sem leggur leið sína til okkar dag hvern, annaðhvort í skipulagt starf eða „bara“ til þess að spjalla. Þess á milli lesum við, á hinum ýmsu samfélagsmiðlum, athugasemdir um krakkana okkar. Við, starfsfólkið, lokum ekki augunum fyrir þeirri hópamyndun sem hefur átt sér stað að undanförnu, en við vitum líka að það er verið að vinna, í samvinnu við for- eldra, með þessa örfáu einstaklinga sem rötuðu aðeins út af sporinu. Það er upplifun starfsmanna Bólsins að stærsti hluti unglinganna okkar er á hár- réttri braut og við gerum allt sem við getum til að aðstoða þessa örfáu við að komast aftur á rétta sporið. Hafa skal þó í huga, að Bólstarfsmönnum þykir einstaklega vænt um þessa örfáu, sem og aðra unglinga Bólsins, og innan okkar veggja eru þeir skemmtilegir, tillitsamir og kurteisir. Við fengum nokkra einstaklinga til að skrifa niður af hverju þeir koma til okkar í Bólið. Rauði þráðurinn í þeirra punktum var að þeim finnst gott að koma og spjalla við starfsfólkið. Á unglingsárunum eru krakk- arnir að taka út þroska og átta sig á hvaða persóna þeir eru og/eða vilja vera. Mikilvægt er að mæta þeim á jafningjagrundvelli og virða þeirra skoðanir. Við verðum að forðast að setjast í dómarasætið, heldur reyna frekar að ná fram umræðum þar sem allar hliðar eru skoðaðar. Í Bólinu eru samræðurnar oft mjög líf- legar, en hvernig eiga þessir krakkar að geta speglað sig í fullorðnum einstaklingum, ef þeir fá ekki tækifæri til að tjá sig og finna að á þá sé hlustað? Eins og með okkur öll, þá þurfum við mismikla aðstoð við að finna okkar hillu í lífinu, en við getum verið sammála um það að það er gott að fá stuðning. Öll upplifum við það að mistakast eða taka, á einhverj- um tímapunkti, ranga ákvörðun. Það á jafnt við um börn, unglinga og fullorðna einstaklinga. Það sem unglingarnir eiga sameiginlegt hjá okkur er að vera kurteisir og vel upp aldir. Þeir bera oftast virðingu fyrir skoð- unum annarra og vilja þá líka fá þá virðingu til baka. Við fullorðna fólkið getum lært mikið af þessum aldurshópi því í þeirra augum er ekkert ómögulegt og þeir eru ávallt tilbúnir að læra eitthvað nýtt eða horfa á málin frá fleiri sjónarhornum. Þeir eru hæfileikaríkir og jákvæðir, en þurfa að fá tækifæri. Tæki- færi til að gera vel, en líka tækifæri til að misstíga sig og fá aðstoð við að standa aftur á fætur. Við viljum með þessum skrifum skora á bæjarbúa að mæta unglingunum okkar með opnum huga og jákvæðni. Þeir eiga það svo sannalega skilið. Hjálpumst að við að styrkja þá og styðja þannig að leiðin inn í fullorðinsárin verði auðveld og ánægjuleg. Fyrir hönd starfsmanna Bólsins og unglinganna okkar, Guðrún Helgadóttir, forstöðumaður Bólsins. Unglingarnir okkar – harðnaðir glæpamenn eða hæfileikaríkir og kurteisir einstaklingar? Svana Karen Kristjánsdóttir, 10. bekk Ég er í 10. bekk og hef verið í Bólráði í 9. og 10. bekk. Í Bólráði skipuleggjum við geggjaða viðburði fyrir bæði krakka í Varmá og Lágó, eins og t.d. Bólnótt og svo vorum við að skipuleggja ferð til Vestmannaeyja. Bólráðið fór í vinnu/skemmtiferð á Selfoss, skipulögðum og höfðum gaman allur hópurinn saman. Ég hef mætt í Bólið síðan í 8. bekk. Þetta er frábær staður til að vera á í eyðum og lausum tímum, geggjað starfsfólk sem elskar að spjalla og er alltaf til staðar. Þórir Hlynsson, 10. bekk Ég er í leiklist í Bólinu sem er skemmtileg af því kennararnir eru skemmtilegir og gaman að tala þá. Við lærum að leika eins og alvöru leikarar með spuna og leikjum. Krakkarnir vinna vel saman við að búa til leikrit. Tinna Líf Óladóttir 10. bekk Ég er að fara að keppa í Söngkeppni Samfés þann 9. maí. Ég komst áfram úr undankeppni Samfés sem ég tók þátt í fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar minnar, Bólsins. Þegar ég fer í Bólið finnst mér skemmtilegast að spila pool með vinum mínum eða spjalla við skemmtilegu starfsmennina sem eru í Bólinu. Samt er svo mikið annað skemmtilegt hægt að gera og aldrei leiðinlegt að fara í Bólið. Þorgeir Björgvinsson, 10. bekk Það sem ég geri í Bólinu er að ég spila borðtennis, pool og tölvuleiki. Oftast samt er ég bara að spjalla við vina mína og starfsmenn. Það sem ég geri í Bólráði er að ég plana dagskrár, ferðir og skemmtanir. Hrefna Lind Óladóttir Tran 9. bekk Ég hef mætt í Bólið síðan í 7. bekk og hef alltaf skemmt mér svaka vel. Ég fór í Bólráðið því mér finnst gaman að skipuleggja hluti. Bólráðið skipuleggur ferðir, til dæmis til Vestmannaeyja, í bíó og margt fleira. Mér finnst líka alltaf gaman að mæta í Bólið, á milli tíma, í hádeginu og í kaffi og það er alltaf stemning og starfsmennirnir gera tímann líka helmingi betri! KR. 990,- / stk Lavender KR. 2.990,- / búnt STILKUR.IS 20% kynningarafslá�ur út maí Afslá�arkóði — MOS21 Þurrkuð strá í mörgum stærðum og gerðum KR. 5.900,-

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.