Morgunblaðið - 04.01.2021, Side 1
Sveitarstjóri
Múlaþings vill að
brugðist verði við
aurskriðunum á
Seyðisfirði með
vörnum þannig að
byggðin geti verið
örugg til framtíð-
ar. Rætt verði við
stjórnvöld um að
gerðar verði al-
vöru ofanflóða-
varnir, bæði vegna aurskriðna og
mögulegra snjóflóða. Segist Björn
Ingimarsson sveitarstjóri vænta þess
að stjórnvöld bregðist vel við.
Björn segir, vegna ummæla Ágústs
Guðmundssonar jarðfræðings um að
byggðin í Seyðisfirði sé of útbreidd
með tilliti til náttúrufars og staðhátta,
að ef til vill hafi fólk ekki verið al-
mennilega meðvitað um hversu mikil
hættan var. Það sem gerðist fyrir jól
sýni að þetta sé hættusvæði. Við því
verði að bregðast með vörnum til
framtíðar. „Byggðin er ekkert á för-
um. Við bregðumst við með það mark-
mið að hér verði áfram öflugt sam-
félag,“ segir Björn. Reiknað er með
að bráðaaðgerðir verði ræddar á
aukafundi sveitarstjórnar á miðviku-
dag. »2
Varnir til að tryggja
öryggi til framtíðar
Sveitarstjórn fundar um Seyðisfjörð
Björn
Ingimarsson
M Á N U D A G U R 4. J A N Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 2. tölublað 109. árgangur
HEILSA MEIRA EN
HREYFING OG
HOLLUR MATUR
ÍSLAND ÁN
FYRIRLIÐANS
Á HM
FANNST RÉTT
AÐ GERA ÞETTA
DRÓTTKVÆTT
HANDBOLTI 26 TRÚARLJÓÐ DAVÍÐS 29HVATNING OG LÍFSGLEÐI 10
Omeprazol
Actavis 20mg14 og 28 stk.
Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka
efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast-
andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar,
varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi-
seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða
lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar
um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Markaðsleyfishafi:
Actavis Group PTC ehf.
T
ev
a
0
2
8
0
6
2
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fjármála- og efnahagsráðherra,
Bjarni Benediktsson, telur það koma
til greina að stjórnvöld hér veiti
bráðaleyfi fyrir notkun nýrra bólu-
efna vegna kórónuveirunnar. Það
hljóti þó að ráðast af því að hægt sé
að gera það hraðar en Lyfjastofnun
Evrópu tekst.
Bretland, Bandaríkin og fleiri ríki
hafa heimilað notkun nýrra bóluefna
fyrr en Lyfjastofnun Evrópu. „Það
gæti verið mikill ávinningur fyrir
okkur Íslendinga að hafa sjálf unnið
þá vinnu sem þarf til að taka afstöðu
til lyfsins en það hlýtur að reyna á í
þessu máli hvort við getum gert það
hraðar en evrópska lyfjastofnunin,“
segir Bjarni. Hann segir að hér sé
fullhæf stofnun en segist þó ekki vita
hvort nægur mannskapur og þekk-
ing sé til þessa verks.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir býst ekki við að hér á landi
fyrirfinnist sú sérfræðiþekking sem
þarf til að veita bóluefnum markaðs-
leyfi.
Bjarni staðfestir að möguleikinn á
íslensku bráðaleyfi hafi ekki verið
ræddur í ríkisstjórn. Þá hafa flokkar
í stjórnarandstöðu kallað eftir um-
ræðu í þinginu um bóluefnin. For-
ystumenn þeirra gagnrýna skort á
upplýsingum, meðal annars um af-
hendingu keyptra bóluefna.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
segir um möguleika á öðrum leiðum
að ef allar upplýsingar hefðu legið
fyrir í upphafi faraldursins um það
hvaða bóluefni kæmu fyrst á markað
og væru best hefði verið hægt að
leggja bestu plönin. Mikil óvissa hafi
verið á þeim tíma og því verið kostur
að vera í samstarfi við hin norrænu
löndin og Evrópusambandið.
Rúna Hauksdóttir, forstjóri
Lyfjastofnunar, segir að ef allt gangi
að óskum verði bóluefni Moderna
veitt markaðsleyfi hér á morgun.
Telur bráðaleyfi koma til greina
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að spurningin um eigið mat á nýjum bóluefnum ráðist af því
hvort hægt sé að koma þeim hraðar í notkun en fæst með markaðsleyfi Lyfjastofnunar Evrópu
MBóluefni vegna kórónuveiru »4, 14
Nýju ári er hægt að fagna á ýmsan máta og kjósa margir að
hafa heilsuna í fyrirrúmi þegar nýtt ár gengur í garð. Nú þegar
líkamsræktarstöðvar standa lokaðar vegna Covid-19 hefur
landinn gripið til þess ráðs að stunda meiri útivist en áður. Það
ákváðu þessi tvö að gera nýverið en þau nutu útivistar á Gróttu
líkt og margir samlandar þeirra.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gengið um Gróttu
Ferðaþjónustufyrirtæki eru farin
að sjá ljós við enda ganganna en
einhver hreyfing er að komast á
bókanir fyrirtækjanna og virðast
fréttir af bólusetningum gegn Co-
vid-19 hafa haft áhrif á ferðalöng-
un fólks, að sögn ferðaþjónustuað-
ila sem Morgunblaðið ræddi við.
„Sumarið er farið að líta betur
út. Þetta er allt háð því að það
verði hægt að opna landamærin
með viðunandi hætti,“ segir Þórir
Garðarsson, stjórnarformaður
Grayline.
Bjarnheiður Hallsdóttir, formað-
ur Samtaka ferðaþjónustunnar,
tekur undir það.
„Það gerist ekkert fyrr en búið
er að aflétta einhverju þar,“ segir
Bjarnheiður. Hún segir að einhver
hreyfing sé komin á bókanir, eftir-
spurn og leit að þjónustu ferða-
þjónustufyrirtækja hérlendis.
Bjarnheiður telur að fleiri og
fleiri fyrirtæki verði í hættu á því
að fara í gjaldþrot eftir því sem
lengri tími líði í núverandi ástandi.
„Það hefur verið minna um
gjaldþrot en búist var við en það
er rökrétt að álykta að vandanum
hafi bara verið frestað hjá ein-
hverjum fyrirtækjum.“ » 14
Háð breytingum
á landamærunum
Fleiri og fleiri fyrirtæki í hættu