Morgunblaðið - 04.01.2021, Side 14

Morgunblaðið - 04.01.2021, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Margt hefurgengið velhér á landi í glímunni við kórónuveirufarald- urinn þó að mistök hafi einnig verið gerð, jafnvel mjög alvarleg. Þegar horft er á samanburð við heiminn hafa tilfelli smita og dauðsfalla hér á landi verið til- tölulega hófleg, án þess að sjálfsögðu að lítið sé gert úr þeim tilfellum sem orðið hafa. Hvert tilfelli, að ekki sé talað um dauðsfall, er einu tilfelli of mikið. Mörg ríki sem við berum okkur saman við hafa náð minni árangri en við og á þann mæli- kvarða getum við verið ánægð með okkar hlut. Eitt þessara ríkja er Ísrael, sem hefur hærri dánartíðni en Ísland og glímir nú við mun erfiðari bylgju far- aldursins en við. Hér hefur tek- ist að koma í veg fyrir að far- aldurinn gjósi upp aftur og vonandi tekst að halda því áfram. Nú eru hins vegar líkur á að Ísrael nái mun fyrr tökum á faraldrinum en Ísland og virð- ist það stafa alfarið af því að ís- realsk stjórnvöld hafa farið aðra leið en stjórnvöld hér á landi við að tryggja bóluefni. Nú er staðan sú að Ísrael hefur bólusett yfir eina milljón manna á um hálfum mánuði, sem er mikill árangur hjá rúm- lega níu milljóna manna þjóð. En hvernig stendur á því að Ísraelar hafa náð slíkum ár- angri og bólusetja nú um 150 þúsund á dag þegar flestar aðr- ar þjóðir, þ. á m. Íslendingar, ná litlum árangri enn sem kom- ið er. The New York Times hefur sagt frá því hvernig Ísrael tókst þetta og er sú lýsing mjög umhugsunarverð, ekki síst í ljósi viðbragða stjórnvalda hér á landi og svara þeirra þegar þau eru spurð út í hvers vegna ekki hafi verið leitað annarra leiða en þeirrar einnar að treysta á samstarfið við Evr- ópusambandið. Ísrael er, líkt og Ísland, vel búið undir slíkt bólusetningarátak. Heilbrigð- iskerfið heldur vel utan um landsmenn, sem eru skráðir í kerfið, líkt og hér, og þess vegna er hægt að halda vel utan um framkvæmdina. Fámennið er líka sagt hjálpa Ísrael, en að því leyti stendur Ísland að sjálfsögðu miklu framar. Grunnurinn að árangrinum var þó að Ísraelar fóru snemma af stað í að tryggja sér bóluefni með samningaviðræðum við lyfjaframleiðendur, eins og heilbrigðisráðherrann þar í landi hefur lýst í viðtali. Hann segir lyfjafyrirtækin hafa verið áhugasöm um að senda lyf til Ísraels þar sem heilbrigðiskerfið væri þekkt fyrir skilvirkni og að safna áreiðan- legum upplýs- ingum. „Við erum fyrst í þessu kapphlaupi heims- ins vegna þess að við undir- bjuggum okkur snemma,“ segir ísraelski heilbrigðis- ráðherrann. Ísrael er þegar búið að bólu- setja um 13% þjóðarinnar og meira en eitt prósent bætist við á dag. Það sem meira er, búið er að bólusetja meira en fjóra af hverjum tíu þeirra sem eru yfir 60 ára, en áherslan í fyrstu lotu er á þann hóp og heilbrigð- isstarfsmenn, þó að aðrir eigi einnig möguleika á bólusetn- ingu. Ef ekki slær í bakseglin er hjarðónæmið innan seilingar í Ísrael, en hér á landi virðist það enn nokkuð fjarlægur draumur. Forsætisráðherra Ís- lands talar um að vonir standi til að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri hluta ársins, en hvað þýðir það í raun? Því miður hafa svör ráða- manna hér á landi um þessi efni verið ósannfærandi og ófull- nægjandi. Sagt er að rétt hafi verið að fara í samflot með Evr- ópusambandinu um bóluefni, sem má vel vera rétt. En átti það að útiloka að farin væri sú leið sem Ísraelar og ýmsar aðr- ar þjóðir, svo sem Bretar, ber- sýnilega fóru? Hefði ekki verið hyggilegt að halda öllum mögu- leikum opnum, reyna allar leið- ir? Þá hefur komið fram að rík- isstjórnin hafi ekki einu sinni rætt möguleikann á að veita bóluefnum bráðaleyfi líkt og Bretar hafa gert. Hvernig má það vera að slíkt hafi ekki verið rætt og skoðað í þaula? Í Bretlandi segist heilbrigð- isráðherrann ætla að ryðja úr vegi óþarfri skriffinnsku sem komið hefur í veg fyrir að næg- ur fjöldi heilbrigðisstarfs- manna fengist til að fram- kvæma bólusetningar. Getum við ekki leitað lausna líkt og Bretar og Ísraelar, eða erum við orðin of föst í regluverkinu? Ein lausn til að hraða bólu- setningum hér á landi er í skoð- un, að því er fram hefur komið, en sem stendur virðist hún að- eins í skoðun innanhúss hjá Pfi- zer. Vonandi verður niður- staðan jákvæð og þá kann að vera að stjórnvöld hér sleppi fyrir horn. Eins kann að vera að unnt verði að finna aðrar leiðir, en þá þarf fyrst að vera vilji til að leita þeirra. Við- horfið þarf að vera að ryðja hindrunum úr vegi en ekki að nota þær sem afsökun fyrir að- gerðaleysi. Hvað kemur í veg fyrir að við getum bólusett eins og Ísraelar og Bretar?} Hindrunum verður að ryðja úr vegi E nn hafa stjórnvöld ekki getað sagt landsmönnum með fullnægjandi hætti hvenær verður búið að bólu- setja þjóðina gegn kórónuveir- unni. Ef marka má orð Kára Stef- ánssonar þá verður það ekki fyrr en seint á árinu, sem er óásættanlegt. Samkvæmt orðum forsætisráðherra virðumst við upp á náð og mis- kunn stjórnenda erlendra lyfjafyrirtækja komin. Frá því að Miðflokkurinn bað um umræðu í þinginu fyrir jól hefur ekkert skýrst frekar um tímasetningar á komu bóluefna. Þegar reynt er að knýja á um svör eru viðbrögð stjórnvalda að senda út enn eina fréttatilkynninguna um samn- inga um kaup á bóluefnum, en ávallt án afhendingartíma. Landsmenn eru engu nær og vonlaust er að gera nokkrar áætlanir. Svo virðist sem sú ákvörðun stjórnvalda að leita á náðir Evrópusambandsins hafi ekki verið vel ígrund- uð. Mörg hinna frjálsu ríkja hafa samið um nóg af bóluefni meðan ESB hefur verið í vandræðum og það réttilega gagn- rýnt fyrir skrifræði og flókið kerfi. Utanríkisráðherra, sem varla hreyfir sig án þess að spyrja ESB, hefur væntanlega haft hönd í bagga með samninga um bóluefni og því hljóta hann og heilbrigðisráðherra að gefa sameiginlega skýrslu um hvernig staðið var að málum. Í umræðuþættinum Kryddsíld á gamlársdag benti for- maður Miðflokksins á klúður ESB en formaður Viðreisnar kom þá ESB strax til varnar. Þessi staða er ekki ný. Þegar ESB er gagnrýnt stíga fram einhverjir sem enn trúa á það sem lausn allra vandamála að ganga í ESB. Jafnvel þótt dæmin séu mörg um hversu óæskilegt er fyrir Ísland að gerast aðili. Trúin á hið útlenda yfir- vald er sumum svo tamt að liggur við ofsatrú. Bretar gengu úr ESB um áramótin og voru með þeim fyrstu til að tryggja sér nægt bóluefni en að hætta í ESB gekk ekki þrautalaust þrátt fyrir að Bretland sé efnahagslegt stórveldi og lykilþjóð í öryggismálum Evrópu. Bretar nýttu sér frelsið meðan helstu samstarfsaðilar og keppinautar verða bundnir skrifræðinu í Bruss- el. ESB-trúin mun eflaust einnig gera vart við sig með þeim rökum að leiðin út úr efnahags- vandanum sé innganga í ESB. Það er vitanlega rökleysa líkt og það var eftir bankahrunið. Ef Ísland hefði verið í ESB 2008 værum við enn að glíma við hrunið líkt og Grikkir, Spánverjar, Ítalir o.fl. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs 2013- 16 hefði ekki tekist að láta kröfuhafa föllnu bankanna greiða hundruð milljarða í ríkissjóð hefðum við verið í ESB. Þá er líka ljóst að „hinir trúuðu“ munu ekki þola nokkra gagnrýni á samstarf Íslands og ESB, hvort sem það er á vettvangi EES-samningsins eða annars staðar. Þegar stefna stjórnmálaflokkanna verður metin mun öll- um verða ljóst að Miðflokkurinn er eini stjórnmála- flokkurinn sem einarðlega er andvígur inngöngu Íslands í ESB. Þannig verða hagsmunir landsins best tryggðir. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Það vantar skýr svör um komu bóluefnis Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og formaður þingflokks Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Það er ofboðslega mikið und-ir,“ segir BjarnheiðurHallsdóttir, formaður Sam-taka ferðaþjónustunnar, um stöðuna í ferðaþjónustunni hér á landi. Því lengur sem fyrirtækin þurfa að kljást við afleiðingar kórónu- veirufaraldursins, því meiri hættu eru þau í og því treysta þau mörg hver á að rofa fari til. Einhver hreyfing virðist þó vera komin á bókanir bæði á meðal ferða- þjónustufyrirtækja sem bjóða upp á afþreyingu innanlands og hjá ferða- skrifstofum sem bjóða upp á ferðir fyrir Íslendinga út fyrir landsteinana. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem Morg- unblaðið ræddi við eru bjartsýnir á árið sem nú er hafið. „Fólk er farið að spyrjast fyrir og farið að huga að ferðalögum, allt bara í rólegum skrefum. Við ætlum að vera bjartsýn á að það verði stíg- andi í þessu nú þegar bóluefnið er farið að berast,“ segir Þórunn Reyn- isdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar. Þórunn er ýmsu vön en segir að árið sem nú er að baki sé sérstakt og hana hafi ekki órað fyrir því að upp- lifa slíkt ástand og að það myndi vara í svo marga mánuði. „Ég kalla ekki allt ömmu mína í þessum efnum. Ég starfaði sem for- stjóri í Bandaríkjunum þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Mér fannst það erfitt á þeim tíma en það er smámál miðað við það sem við höfum gengið í gegnum undanfarið. Svo eru snerti- fletirnir svo ótrúlega margir. Þetta er ekki bara ferðaþjónustan, þetta hefur snert allar starfsgreinar og líf fólks þannig að þetta hefur verið mjög sér- stakt ár fyrir okkur öll.“ Þórir Garðarsson, stjórnar- formaður Grayline, segir að fyrir- spurnum hafi fjölgað og fólk sé tilbúið að byrja að bóka. Það sem fólk sé helst að bíða eftir sé ítarlegri dagskrá bólusetninga. „Sumarið er farið að líta betur út þegar það fer að líða inn á það. Þetta er allt háð því að það verði hægt að opna landamærin með ásættanlegum hætti,“ segir Þórir. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að Grayline komist út úr faraldrinum. „Fyrst við erum enn á lífi þá held ég að það sé ekkert sem kemur í veg fyr- ir það. En auðvitað er skafl fyrir framan dyrnar hjá flestum ferðaþjón- ustufyrirtækjum. Það mun taka á að komast í gegnum þennan skafl. En við erum fullir bjartsýni og finnum stuðning okkar viðskiptavina og ekki síður starfsfólksins sem bíður spennt eftir því að fá að taka til hendinni.“ Þórir telur að það muni taka ís- lenska ferðaþjónustu sinn tíma að komast aftur á þann stað sem hún var á fyrir faraldur. Hann segir framtíð- ina þó bjarta. Þórir segir skrýtið að horfa um öxl, á árið 2020. „Þetta er náttúrlega alveg með ólíkindum. Ef einhver hefði spurt mann fyrir 10 mánuðum hvort við gætum verið lifandi tekjulausir í tíu mánuði hefði maður bara haldið að það væri eitthvað að mönnum. En með samstilltu átaki hefur okkur tek- ist að fara í gegnum þetta. Við höfum náttúrlega ýmsa fjöruna sopið í 40 ár. Það skiptast á hæðir og lægðir en ástandið hefur aldrei verið jafn alvar- legt og núna.“ Bjarnheiður segir að það megi reikna með því að einhver fyrirtæki treysti á að rofa fari til þar sem þau fari annars í þrot. „Það hefur verið minna um gjaldþrot en búist var við en það er rökrétt að álykta að vandanum hafi bara verið frestað hjá einhverjum fyrirtækjum. Fleiri og fleiri fyrirtæki verða í hættu eftir því sem tíminn líð- ur.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við Strokk Sú var tíðin að margir erlendir ferðamenn sóttu landið heim. Ferðaþjónustan vonar að slíkt ástand verði bráðlega aftur raunin. Ferðaþjónustuaðilar bjartsýnir á nýja árið Bjarnheiður segir ferðaþjón- ustuna nú binda miklar vonir við að bólusetningin gangi vel. „Hvernig hún þróast, hversu hratt við getum gert þetta og hvernig sóttvarnaaðgerðum verður aflétt samhliða. Það er eitthvað sem við vitum ekki og erum að kalla eftir einhverri línu frá stjórnvöldum með það. Ekki síst hvað aðgerðir á landamær- um varðar því það gerist ekkert fyrr en búið er að aflétta ein- hverju þar. Svo þurfum við að horfa til helstu markaðs- svæðanna okkar líka og þar er ýmislegt og misjafnt í gangi.“ Fréttir af bóluefnum við Co- vid-19 hafa haft áhrif á bókunar- stöðu ferðaþjónustufyrirtækja. „Við merkjum það alveg að það er eitthvað að hreyfast í eft- irspurninni, í fyrirspurnum, bók- unum og leitum á netinu. Sum- um fyrirtækjum eru farnar að berast bókanir svo það er útlit fyrir að þetta fari nokkuð hratt í gang þegar aðstæður leyfa.“ Kalla eftir upplýsingum SÓTTVARNAAÐGERÐIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.