Morgunblaðið - 04.01.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.2021, Blaðsíða 2
Sjálfboðaliðar frá samtökunum SEEDS á Íslandi tóku sig til og tíndu upp sprungna flugelda, grímur og sígarettustubba í miðborg og vest- urbæ Reykjavíkur í gær. „Það gekk mjög vel, okkur fannst vera minna flugeldarusl en í fyrra, en við söfn- uðum miklu meira rusli þá,“ segir Oscar Uscategui, yfirmaður SEEDS á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið. Þó hafi mikið drasl verið skilið eftir, sérstaklega leifar af flugeldakökum. Um 25 manns frá samtökunum þrifu í þrjá klukkutíma í kringum Tjörn- ina og á Ægisíðu í gær. „Mögulega var minna skotið upp í ár,“ segir Oscar, en fyrir utan flugeldana hafi áberandi margar grímur legið á víðavangi. „Þær voru út um allt, í runnum, trjám og jafnvel í Tjörn- inni,“ segir hann. SEEDS hýsa sjálf- boðaliða hér á landi sem koma alls staðar að úr heiminum til að sinna umhverfisverkefnum og náttúru- vernd hérlendis. Nýársþrifin eru skipulögð árlega og var auglýst eftir hjálp á íslenskum Facebook-síðum í ár til að virkja innfædda líka. „Það var gaman fyrir erlendu sjálfboða- liðana að fá tækifæri til að hitta Ís- lendingana og sjá að einhverjir þeirra vilji taka þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Oscar. jonn@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Erlendir sjálfboðaliðar tíndu upp rusl eftir gamlársdag Rusl og drasl víða 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Varnir tryggi byggðina  Rætt um bráðaaðgerðir á Seyðisfirði á aukafundi sveitarstjórnar Múlaþings  Sveitarstjórinn segir að markmið aðgerða sé að þar verði áfram öflugt samfélag Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjóri Múlaþings vill að brugð- ist verði við aurskriðunum á Seyðisfirði með vörnum þannig að byggðin geti verið örugg til framtíðar. Rætt verði við stjórnvöld um að gerðar verði al- vöru ofanflóðavarnir, bæði vegna aur- skriðna og mögulegra snjóflóða. Segist Björn Ingimarsson sveitarstjóri vænta þess að stjórnvöld bregðist við því með jákvæðum hætti. Tilefni samtals við sveitarstjórann er ummæli Ágústs Guðmundssonar jarðfræðings í fréttasamtali í Morgun- blaðinu um að byggðin á Seyðisfirði sé alltof útbreidd með tilliti til náttúrufars og staðhátta. Hann ræddi um byggð í innanverðum firðinum undir urðar- hjöllum úr fornu urðarjöklasetri með fíngerðu efni sem sé viðkvæmt fyrir því að hlaupa fram eftir miklar rign- ingar. Mikið tjón varð á mannvirkjum í skriðum sem féllu á Seyðisfirði fyrir jól en ekki urðu slys á fólki. Byggðin ekki á förum Björn Ingimarsson segir að ef til vill hafi fólk ekki verið almennilega með- vitað um hversu mikil hættan varð. Það sem gerðist fyrir jól sýni að þetta sé hættusvæði. Við því verði að bregð- ast með vörnum til framtíðar. „Byggð- in er ekkert á förum. Við bregðumst við með það markmið að hér verði áfram öflugt samfélag,“ segir Björn. Spurður að því hvort byggt verði aftur í skriðufarveginum segir hann of snemmt að segja til um það. Fyrst þurfi sérfræðingar að endurskoða hættumat. Sveitarstjórn Múlaþings mun koma saman til aukafundar næstkomandi miðvikudag og reiknar sveitarstjórinn með því að rætt verði um bráðaaðgerð- ir. Björn segir að nú sé lögð áhersla á hreinsunarstarf. Það taki töluverðan tíma og reiknar hann með að tímalína verði kynnt í dag. Forgangsverkefnið sé að hreinsa götur svo hægt sé að komast í gegnum bæinn. Vonast Björn til að það sjái fyrir endann á því í lok vikunnar. Búast megi við að starf að hreinsun muni þó taka mánuði. Ekki botnlangajarðgöng Ágúst Guðmundsson telur varhuga- vert að leggja í þann kostnað sem fylgi því að gera „botnlangajarðgöng“ til Seyðisfjarðar eins og nú er stefnt að fyrir 40 milljarða án þess að skoða mál- ið heildstætt. Björn segir að vissulega fylgi ákveðin hætta jarðgangagerð en hann treysti Vegagerðinni til að meta þá þætti faglega. Hann mótmælir því að jarðgöngin verði botnlangajarðgöng því miklir flutningar fari um höfnina á Seyðisfirði. Þá sé hugsunin sú að halda áfram með jarðgöng úr Seyðisfirði nið- ur á firði. Morgunblaðið/Eggert Seyðisfjörður Mikið eignatjón varð í aurskriðunum fyrir jól. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Kársnesskóli í Kópavogi hefur verið jafnaður við jörðu. Ekkert er eftir af byggingu skólans, en ákvörðun var tekin um að rífa hann í kjölfar myglu sem þar kom upp. Verkið hefur gengið vel og er á áætlun. Þetta stað- festir Björg Baldursdóttir, skóla- stjóri Kársnesskóla, í samtali við Morgunblaðið. Unnið er að byggingu nýs Kárs- nesskóla við Skólagerði, sem hýsa mun grunn- og leikskóla. 4,1 millj- arði króna verður varið í þá fram- kvæmd á næstu fjórum árum, þar af milljarði á þessu ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Kópavogs- bæjar. Nýr skóli 5.750 fermetrar Er þetta ein stærsta framkvæmd bæjarins á árinu. Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir að verklok byggingarinnar verði í maí 2023, en nýr Kársnesskóli verður 5.750 fermetrar að flatarmáli. Þar til skólinn er risinn verða lausar skólastofur nærri Vallargerði nýttar fyrir starfsemi skólans, en þær hafa verið í notkun undanfarin ár. Kársnesskóli hefur verið jafnaður við jörðu  Verkið gengur vel og er á áætlun  Nýr skóli í byggingu Ljósmynd/Aðsend Enginn Kársnesskóli Þar sem áður var skóli er nú einungis malbik. „Það þarf ekki jarðfræðing til að benda á það að vegurinn frá Strákagöngum í Almenninga sígur, um tugi sentimetra á ári sums staðar. Það næst ekki að halda bundnu slitlagi, það brotnar alltaf,“ segir Elías Pét- ursson, bæjarstjóri Fjallabyggð- ar, og tekur undir þau ummæli Ágústs Guðmundssonar jarð- fræðings að Siglufjarðarvegur við Strákagöng sé í mikilli hættu og geti tekið af. Á veg- inum er einnig snjóflóðahætta og erfitt að halda honum opn- um. Segir Elías að göng úr Siglufirði í Fljótin séu eina leið- in framhjá þessum vanda. Segir hann þetta mikilvæga tengingu Siglufjarðar en einnig fyrir Fljótamenn sem margir sæki þjónustu til Siglufjarðar. Jarðgöng eina lausnin SIGLUFJARÐARVEGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.