Morgunblaðið - 04.01.2021, Side 4

Morgunblaðið - 04.01.2021, Side 4
Morgunblaðið/Árni Sæberg Bóluefni Lyfjastofnun Íslands styðst við gögn frá Evrópsku lyfjastofnuninni þegar markaðsleyfi hérlendis er metið. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is „Það sem Bretarnir eru að gera er að veita bóluefnum [gegn Covid-19] bráðabirgðaleyfi,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, for- stjóri Lyfjastofn- unar, í samtali við Morgunblað- ið. Hún bætir við að hér á Íslandi var bóluefni Pfi- zer gefið fullt markaðsleyfi um leið og markaðs- leyfi Evrópsku lyfjastofnunar- innar lá fyrir. „Bóluefni bæði Pfizer og Astra- Zeneca var veitt bráðabirgðaleyfi í Bretlandi en bóluefni AstraZeneca hefur reyndar ekki enn verið veitt bráðabirgðaleyfi hjá FDA [banda- rísku lyfjastofnuninni]. Í þessum tilfellum voru það framleiðendurnir sem fóru fram á að bráðabirgða- leyfi væru veitt,“ segir Rúna. „Við höfum ekkert skoðað að veita bólu- efnum bráðabirgðaleyfi frekar en önnur lönd í Evrópu,“ segir hún ennfremur. „Breska lyfjastofnunin er mjög stór og nú eru Bretar auð- vitað gengnir út úr Evrópusam- bandinu þannig að öll leyfi sem þeir gefa, þ.e.a.s. eftir áramót, koma frá þeim sjálfum,“ segir Rúna um getu Breta til þess að veita bóluefnum leyfi upp á eigin spýtur í sam- anburði við bolmagn Lyfjastofnun- ar Íslands til að gera slíkt hið sama. Moderna fái leyfi á morgun Rúna segir að ef allt gangi að óskum verði bóluefni lyfjafyrir- tækisins Moderna gegn Covid-19 veitt markaðsleyfi hér á landi á morgun, þriðjudag. Stefnt er að því að bóluefni Moderna fái markaðs- leyfi í Evrópu í dag og því ætti að ganga greiðlega að gera það sömu- leiðis hér á landi í kjölfarið. Lyfja- stofnun Íslands nýtur fulltingis Evrópsku lyfjastofnunarinnar og styðst við gögn sem koma þaðan þegar meta á hvort bóluefni geti fengið markaðsleyfi hér á landi. Lyfjastofnun Íslands hefur ekki að- gang að gögnum frá Bretlandi og Bandaríkjunum um leyfisveitingu fyrir bóluefni við kórónuveirunni. Rúna segir að hér á landi séu góðir innviðir til þess að bólusetja hratt og örugglega um leið og bólu- efni berst. Það sé ekki gefið að ríki sem sanki að sér miklu bóluefni gangi vel að nýta allt það bóluefni sem það hefur til að bólusetja þá sem þar búa. Spurð að því hvort hún geti útskýrt af hverju Ísraelar hafi getað keypt jafnmikið bóluefni og raun ber vitni segist Rúna ekki getað svarað því. „Bretum gengur ekki vel að bólusetja þrátt fyrir að hafa haft leyfi til að bólusetja með bóluefninu frá Pfizer tiltölulega snemma. Bandaríkjamenn hafa sömuleiðis yfir miklu magni af bólu- efni að ráða en þar hefur bólusetn- ing ekki gengið sérstaklega vel.“ Góðir innviðir hérlendis Bóluefnakaup og hin eiginlega bólusetning verður að haldast í hendur sem sagt? „Það verður að haldast í hendur, já. Hér mun þetta ganga hratt fyrir sig, hér eru góðir innviðir. Við gerðum þetta sama dag seinast,“ segir Rúna um þann tíma sem líður á milli þess að Evrópska lyfjastofn- unin veiti bóluefnum við kórón- uveirunni markaðsleyfi og að það sé gert hér á landi. Þar á hún við bóluefni frá Pfizer. „Fundurinn við Moderna mun eiga sér stað síðdeg- is á mánudag og því ætti markaðs- leyfi hér á landi að liggja fyrir strax á þriðjudag, ef allt gengur eftir þ.e.a.s.“ Bráðaleyfi ekki skoðað hér frekar en annars staðar  Kaup á bóluefni og bólusetning verði að haldast í hendur Rúna Hauksdóttir Hvannberg 4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021 SENSITIVE heitir núna PEAUX SENSIBLES Nýjar umbúðir – sama góða varan Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki búast við því að hér á landi fyrirfinnist sú sérfræðiþekk- ing sem til þarf að veita bóluefnum markaðsleyfi. Þá segir Þórólfur að Lyfjastofnun Íslands verði að svara því hvort unnt sé að fara aðrar leiðir að útgáfu markaðsleyfa hérlendis við bóluefni gegn kórónuveirunni en í samfloti við Evrópusambandið eins og nú er. Þórólfur segir að það sé gríðar- lega flókið mál að veita bóluefnum markaðsleyfi og það væri dýrkeypt að gera það ekki með algjörri full- vissu um að bólu- efni séu örugg. „Það er kannski Lyfja- stofnun sem þarf að svara því,“ segir Þórólfur í samtali við Morgunblaðið, spurður hvort hann telji ráðlegt að fara að for- dæmi Breta sem samþykktu bólu- efni frá Pfizer áður en Evrópska lyfjastofnunin gerði það. „Til þess að gera það þyrftum við að fara yfir öll gögn alveg sjálf sem yrði gríð- arlega mikið verk. Ég býst ekki við því að næg sérfræðiþekking sé til staðar hér á landi til þess að gera slíkt. Það væri ekki gaman ef upp kæmu síðan aukaverkanir sem mönnum hefur yfirsést,“ bætir Þór- ólfur við. Landamærasmitum fjölgar Á laugardag greindust aðeins fjögur smit innanlands en fjórtán á landamærum. Landamærasmitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur og Þórólfur segist aðeins geta vonað að fyrirkomulagið á landa- mærunum haldi. „Þetta er það sem við vissum að myndi gerast. Það er mikið af smiti í Evrópu. Margir sem eru að greinast á landamærum eru Íslendingar, þetta er fólk með ís- lenska kennitölu. Það eru auðvitað margir sem eru að snúa heim eftir ferðalög um áramótin. Þá er bara að vonast til að landamærafyrirkomu- lagið haldi. Ekki viljum við fá smit inn til landsins,“ segir Þórólfur spurður hvort ástæða sé til þess að fara í frekari varúðarstellingar á landamærum Íslands. Rússíbanareið frá byrjun Þórólfur segist vona að smitum fari ekki að fjölga í kjölfar hátíðanna sem senn renna sitt skeið. „Við er- um búin að vera í þessari rússíbana- reið síðan þetta byrjaði. Það þýðir ekkert að vera svartsýnn eða bjart- sýnn í þessum faraldri, það eina sem hægt er að gera er að skoða töl- urnar og bregðast við þeim. Auðvit- að vona ég að þetta verði ennþá lágt en við höfum ekki enn séð hvernig þetta verður í kjölfar aðventu og jólanna. Ég veit ekki hvernig þetta skiptist,“ segir Þórólfur um þau smit sem greindust á laugardag og úr hvernig sýnatökum þau komu; landamæraskimun, einkennasýna- töku eða sóttkvíarsýnatöku. Það skýrist í byrjun viku. Sérfræðiþekkingin ekki til staðar  Lyfjastofnun ákveði hvort unnt sé að fá markaðsleyfi fyrir bóluefni öðruvísi en í samfloti við ESB, að sögn sóttvarnalæknis  Gríðarlega mikið verk fyrir Íslendinga að fara yfir öll gögnin sjálfir Þórólfur Guðnason Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formaður þingflokks Miðflokksins telur það koma til greina að fara eftir ráðleggingum lyfjastofnana annarra ríkja en Evrópusambandsins, til dæmis Bretlands og Bandaríkjanna, til að hefja fyrr en ella bólusetningar með nýjum bóluefnum vegna kórónu- veirunnar. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Miðflokksins, bendir á að bóluefnin hafi farið í gegnum ferli hjá Bretum og Bandaríkjamönnum og farið í notkun þar. Telur hann það ferli ekki þurfa að vera verra en hjá ESB. Best væri að framkvæma slíkt mat hér heima en hann telur ekki víst að sú þekking sé til staðar. Segjast vera í myrkrinu Hanna Katrín Friðriksson, formað- ur þingflokks Viðreisnar, segir að stjórnarandstaðan og jafnvel einnig stjórnarliðar séu í myrkrinu varðandi upplýsingar um bóluefni. Erfitt sé að setja sig í stellingar til að gagnrýna eða koma með ábendingar um það sem betur megi fara, þegar staðan sé sú. Það eigi ekki síður við um samn- inga um kaup á bóluefni og afhending- artíma. Þegar því var hafnað að kalla þing saman til að ræða um bóluefni óskaði Hanna Katrín eftir minnisblaði um þessi mál. Það hefur ekki borist. „Ég treysti mér ekki til að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hefðu átt að haga sér öðruvísi þegar maður fær ekki upplýsingar,“ seg- ir hún. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagn- rýnir að stjórnar- flokkarnir hafi ekki viljað vinna að aðgerðum vegna faraldurs- ins í samvinnu við stjórnarandstöðuna. Hún gagnrýnir sérstaklega að ekki sé upplýst um hvenær bóluefnin sem verið er að semja um kaup á verði afhent. Ekki sé nóg að semja um kaup, það þurfi líka að semja um afhendingu vörunnar. Spurð um möglega flýtingu á bólu- setningum segir Inga að vel hefði mátt huga að því að fara fleiri leiðir samhliða þeim sem stjórnvöld ákváðu, til dæmis að nýta reynslu annarra við mat á bóluefni. Lyfjastofnun hér eigi alltaf síðasta orðið. Aðalmálið sé þó það að byrja hefði átt miklu fyrr að undirbúa kaup á bóluefni, eins og aðr- ir hafi gert. Öll ríki noti þær leiðir sem þau hafi. Hægt að nýta reynslu annarra  Stjórnarandstaðan vill upplýsingar Gunnar Bragi Sveinsson Inga Sæland Hanna Katrín Friðriksson Bólusetningar við kórónuveirunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.