Morgunblaðið - 04.01.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 04.01.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021 Skoðið // hjahrafnhildi.is ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% AFSLÁTTUR Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Söfnum í neyðarmatarsjóð til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn Guð blessi ykkur öll Jón Sigurðsson Nordal jonn@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir árið 2020 hafa verið eitt það óvenjulegasta sem hann hefur upplifað síðan hann tók sæti á þingi árið 1983. Miklar breyt- ingar hafi orðið á starfi þingsins á nýliðnu ári, en vel hafi tekist í heildina. „Það hefur mætt mik- ið á okkar starfsfólki og það hefur svo sannarlega stað- ið sig. Og reynd- ar hefur þingið í heild sinni stað- ist þessa prófraun mjög vel,“ segir Steingrímur í samtali við Morg- unblaðið. Hann segir það tímabil sem helst nálgast árið 2020, hvað annir þingsins varðar, vera eftir efnahagshrunið árið 2008. „Auðvitað er það svolítið merki- legt að upplifa svona stóra atburði aftur á sínum ferli, ég hélt að ég væri búinn með minn skammt eftir hrunið og árin þar á eftir, en svo kemur þetta,“ segir Steingrímur, en hann hyggst ekki gefa kost á sér til að leiða framboð Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í næstu alþingiskosningum, sem fram fara 25. september á þessu ári. „Þetta er bara viðbót við þeg- ar fjölbreyttan feril að gera þessa hluti núna í lokin. Þá er bara að reyna að standa sig í því og ég vona að reynsla mín og þekking í sambandi við þingið hafi frekar verið hjálpleg en hitt við þessar aðstæður.“ Þing haldið með breyttu sniði Alþingi þurfti, eins og allar aðr- ar stofnanir og fyrirtæki á landinu, að aðlagast breyttum starfsháttum í ljósi veirufaraldursins. Stein- grímur segir það hafa verið leyst vel af hendi, blessunarlega, þar sem þingið hafi átt afar annríkt á árinu sem var að líða. „Að lang- mestu leyti hefur tekist að láta starfið ganga eðlilega fyrir sig, sérstaklega núna í haust. En auð- vitað hefur það markast mikið af þessum mikla fjölda Covid-mála sem hafa bæst við venjuleg störf. Við erum búin að afgreiða hátt á fimmta tug mála sem tengjast við- brögðum við þessum faraldri, og auðvitað hefur það skipt sköpum að þingið hefur verið til staðar til að gera það,“ segir hann. „Það eru t.d. engin fordæmi fyrir því að á einu og sama árinu séu fimm fjár- aukalög samþykkt. Þetta hefur verið mjög sérstakt en í það heila tekið finnst mér þetta hafa gengið ótrúlega vel. Starfsfólk þingsins hefur unnið alveg gríðarlegt starf.“ Starfhæft allan faraldurinn Steingrímur segir það mjög gott ef Alþingi tekst að halda sér starf- hæfu í gegnum allan veirufarald- urinn. „Það er búið að vera meg- inmarkmiðið með öllum þessum aðgerðum að þingið héldist alltaf ályktunarbært,“ segir hann. „Ég er nú líka stoltur af því að hafa ekki þurft að framselja neitt vald eða setja lýðræðinu neinar skorð- ur, sem hefur ekki verið reyndin alls staðar. Sum lönd hafa gengið býsna langt í því að færa mönnum vald til að stjórna með tilskipunum eða þrengt að þinginu í þeim skiln- ingi að kannski sárafáir þingmenn greiði atkvæði fyrir hönd allra hinna,“ segir Steingrímur. Þröng á þingi Flóknu kerfi var komið á í haust svo að allir þingmenn gætu setið þingfundi, en þingsalurinn er ekki nógu stór til að rúma þá alla, 63, með tveggja metra millibili. Stein- grímur segir það hafa komið til skoðunar að stækka þingsalinn vegna þessa, þó slík framkvæmd geti reynst flókin. „Það stendur hvort sem er fyrir dyrum að end- urnýja allan búnað í salnum, hann er kominn mjög til ára sinna, hús- gögnin eru frá 1987 og atkvæða- greiðslukerfið frá 1992,“ segir hann. „Við erum að skoða það hvort einhverjir möguleikar séu á að rýmka til, því menn vilja nú helst halda í þennan sal frekar en að byggja nýjan.“ Fjarfundir gangi ekki Á liðnu ári nýttu margar stofn- anir sér fjarfundarbúnað til að draga úr smithættu, en Steingrím- ur segir það ekki hafa verið val- möguleika fyrir þingfundi, þrátt fyrir að nefndarfundir hafi nánast allir verið haldnir rafrænt síðan í mars. „Stjórnarskráin er skýr með þetta: Fundarstaðurinn er Reykjavík og meirihluti þing- manna þarf að vera staddur á þingfundi til að hann sé álykt- unarbær,“ segir Steingrímur. „Við höfum borið okkur saman við hin þjóðþingin á Norðurlöndum og flestir túlka þetta eins, að það sé ekkert val um þetta, það þurfa að vera eiginlegir fundir í höfuðborg- inni.“ Undanþága kom ekki til greina Aðspurður segir Steingrímur það aldrei hafa komið til greina að Alþingi fengi undanþágu frá sótt- varnareglum svo hægt væri að halda þing með hefðbundnum hætti. „Við viljum sýna þá mynd og senda skilaboð út í þjóðfélagið að við séum sjálf að taka þetta al- varlega,“ segir hann. Þingið hafi staðist prófraunina vel  Forseti Alþingis segist stoltur af því að þingið hafi haldist alveg starfhæft í gegnum veirufaraldurinn  2020 eitt annríkasta ár í sögu þingsins  Þingsalur verður mögulega stækkaður, að sögn Steingríms Steingrímur J. Sigfússon Áfram er í gildi óbreytt rýming á því svæði á Seyðisfirði sem kynnt var fyrir áramót vegna aurskriðna sem þar hafa fallið. Þrátt fyrir að upptakasvæði skriðnanna sé ekki innan rýmingar- reits, þá er áréttað í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra að þar getur verið hættulegt að fara um vegna lausra jarðlaga, skriðubrúna og sprungna sem hafa myndast. Í gær fóru eftirlitsaðilar upp í Botnabrún og sprungur voru skoðaðar auk þess sem gerðar voru mælingar á hreyfingu jarðlaga. Eng- in hreyfing mældist í gærmorgun en hún hefur verið lítil sem engin undanfarna viku. Almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra og lögreglustjórinn á Austur- landi ásamt vettvangsstjórn og ráð- gjöfum funduðu í gærmorgun vegna hreinsunarstarfs á Seyðisfirði. Hlý- indi gengu yfir og því var ekki hægt að vinna af fullum krafti innan þess svæðis þar sem stóra skriðan féll 18. desember síðastliðinn. Hreinsunar- og viðgerðarstarf var þó unnið utan þess svæðis og búið í haginn vegna fyrirhugaðrar vinnu. Þá er veðurútlit gott og má búast við að vinna fari af stað af fullum krafti í dag. Hættustig vegna aurskriðna enn í gildi  Óbreytt rýming enn í gildi  Hlýindi gengu yfir í gær Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta lítur alveg ótrúlega vel út miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Það hlýtur að segja manni að okkur gangi vel að taka þátt í þess- um sóttvörnum,“ segir Thor Aspe- lund, prófessor í líftölfræði við Há- skóla Íslands. Vísar hann þar til þróunar kórónuveirufaraldursins hér á landi. Segir hann að vel hafi tekist að koma böndum á faraldurinn sem virtist vera á uppleið um miðjan des- embermánuð. Þá virðist sem Íslend- ingar hafi farið eftir aðgerðum stjórnvalda. „Fólk hefur verið að nota grímur og við virðumst vera að fara eftir þessum reglum. Okkur hefur tekist að halda þessu niðri þrátt fyrir að þetta hafi verið á upp- leið um tíma.“ Óhugnanleg staða erlendis Í nágrannalöndum Íslands, þar á meðal Bretlandi og Írlandi, hefur faraldurinn verið á mikilli siglingu. Þúsundir einstaklinga greinast á dag og spítalar eru undir miklu álagi. „Þetta minnir okkur á að faraldurinn getur farið á flug hvenær sem er. Við þurfum að vera vakandi, en það virð- ist ákveðinn x-factor hérna sem erf- itt er að gera grein fyrir. Vöxturinn í löndunum í kringum okkur er óhugnanlegur,“ segir Thor. Aðspurður segist Thor hafa ákveðnar áhyggjur af næstu vikum. Þannig geti smitum fjölgað þegar samfélagið fer á fullt eftir jólahátíð- ina. „Ég hef aðeins áhyggjur af opn- un skólanna og því þegar samfélagið fer á fullt. En við höfum lent í því að þetta fari upp og þá náum við því bara aftur niður.“ „Þetta lítur alveg ótrúlega vel út“  Faraldurinn getur þó farið á flug hvenær sem er Morgunblaðið/Eggert Grímuklædd „Við höfum lent í því að þetta fari upp og þá náum við því bara aftur niður,“ segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.