Morgunblaðið - 04.01.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA
Alls hafa sjö fundist látin eftir að
leirskriða féll í bænum Ask í Gjer-
drumfylki í Noregi sl. miðvikudags-
morgun. Þriggja er enn saknað, að
sögn lögreglu.
Bjørn Christian Willersrud, tals-
maður lögreglu, sagði í gærkvöldi að
enn hefðu björgunarmenn ekki gefið
upp alla von um að fólk finnist á lífi.
Leita átti áfram í nótt með aðstoð
sporhunda, þyrlna og dróna.
Þrennt fannst látið í gær. Staðfest
var að karlmaður og 2 ára dóttir
hans eru meðal hinna látnu en þung-
aðrar eiginkonu mannsins er saknað.
Norsku konungshjónin, Haraldur
og Sonja, og Hákon krónprins heim-
sóttu Ask í gær. „Mér er orða vant
því þetta er alger hryllingur,“ sagði
konungur við fjölmiðla.
„Það eru auðvitað allir mjög miður
sín. Stemningin er eiginlega bara
óraunveruleg, ég hef ekki upplifað
svona áður,“ sagði Gréta Björk Guð-
mundsdóttir, íbúi í Ask, við mbl.is í
gær. Hún segir hús sitt vera á örugg-
um stað, á fjalli þar sem jarðvegur er
stöðugur.
Norskir fjölmiðlar segja að skrið-
an sem féll í Ask hafi verið ein
stærsta kvikleirsskriða sem um geti
í Noregi. Skriðusvæðið sé um 700
metra langt og 300 metra breitt.
Slíkar skriður eru þekktar í Noregi
þar sem jarðvegur er gamall sjávar-
botn, blandaður salti sem bindur
hann saman. Ef saltið skolast burt
breytist jarðvegurinn í kvikleir og
lítið þarf til að hann skríði fram.
AFP
Skriðan Loftmynd sem tekin var í gær af svæðinu þar sem jarðskriðið varð í bænum Ask í Noregi. Enn er leitað að fjórum einstaklingum sem saknað er á svæðinu en sex hafa fundist látnir.
Minningarstund Norsku konungshjónin kveiktu á kertum í kirkjunni í
Gjerdrum til að minnast þeirra sem fórust í náttúruhamförunum.
Þriggja enn saknað eft-
ir jarðskriðið í Noregi
Björgunarmenn segjast ekki hafa gefið upp alla von
Indversk stjórnvöld gáfu í gær út
neyðarleyfi til að nota tvö bóluefni
gegn kórónuveirunni. Annað er
framleitt af AstraZeneca/Oxford í
Bretlandi og hitt er indverskt, fram-
leitt af Bharat Biotech og er nefnt
Covaxin.
Áformað er að bólusetja allt að 300
milljónir manna á Indlandi fyrir mitt
árið en alls búa 1,3 milljarðar manna
í landinu.
Covaxin verður notað sem eins
konar neyðarbóluefni, fari svo að
ekki takist að fá nægilega marga
skammta af bóluefni AstraZeneca.
Gera má ráð fyrir að helstu upplýs-
ingar um Covaxin verði gerðar op-
inberar á næstunni.
Þá hafa Egyptar samþykkt notk-
un á bóluefni, sem kínverska fyrir-
tækið Sinopharm hefur framleitt.
Þegar hafa 50 þúsund skammtar af
bóluefninu verið fluttir til landsins.
Til stendur að byrja að dreifa
bóluefni AstraZeneca í Bretlandi í
dag. Þarlend stjórnvöld boðuðu jafn-
framt að hugsanlega yrðu sóttvarna-
reglur hertar á ýmsum svæðum þar í
landi vegna útbreiðslu veirunnar.
Talsmenn Evrópusambandsins
sögðu um helgina að sambandið væri
reiðubúið að aðstoða lyfjafyrirtæki
við að auka framleiðslu á bóluefnum.
Sagði Stella Kyriakides, sem fer með
heilbrigðismál í framvæmdastjórn
ESB, að framleiðslugeta fyrirtækj-
anna væri alls ekki næg.
Stjórnvöld í Ísrael sögðu í gær að
áætlað væri að búið yrði að bólusetja
um fimmtung landsmanna með
tveimur skömmtum af bóluefni Pfi-
zer fyrir lok janúar.
Samkvæmt talningu AFP-frétta-
stofunnar hafa að minnsta kosti
1.836.918 manns látist af völdum
kórónuveirunnar en að minnsta kosti
85,6 milljónir manna hafa sýkst.
Fleiri bóluefni
fá neyðarleyfi
ESB vill aðstoða lyfjaframleiðendur
AF
Bólusett Kona bólusett með bólu-
efni Pfizer í Tel Aviv í Ísrael í gær.