Morgunblaðið - 04.01.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.01.2021, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021 Skriðuföllin á Seyð- isfirði nú um miðjan desember voru hörmu- legur atburður, þótt svo vel hafi atvikast að enginn fórst í þeim. Tjón á húseignum er hins vegar tilfinnanlegt og verður seint að fullu bætt. Ég samhryggist Seyðfirðingum og öðr- um vegna þessa atburðar, sem skilur eftir sig sár sem lengi munu minna á sig, þótt reynt verði sem kostur er að fá þau til að gróa. Húseign- irnar sem flóðin tóku með sér og löskuðu eða eyðilögðu voru hluti af sögulegu og ald- argömlu húsasafni Seyðisfjarðar, einstök menningarverðmæti sem mynduðu fágæta heild. Margt stendur að vísu eftir óraskað en sárið er tilfinnanlegt, fyrir utan eignatjón margra hlutaðeigandi. Einna sárast finnst mér að sjá á eftir gömlu Vél- smiðju Seyðisfjarðar sem hýsti m.a. Tækniminjasafn Austurlands, ein- staka menningarstofnun sem byggð hefur verið upp af alúð frá því á átt- unda áratug liðinnar aldar. Safnið var gildur þáttur í þáverandi Safn- astofnun Austurlands sem margir hlúðu að með Seyðfirðingum. Sitt- hvað stendur þó eftir og sárabót er að heyra að skápur með ljós- myndaefni safnsins er fundinn; vek- ur það vonir um að fleira komi í leit- irnar á næstunni. Sá sem þetta ritar á ríkulegar minningar um Seyðisfjörð frá öld- inni sem leið, m.a. sem þingmaður Austurlands í tvo áratugi. Ég kom þangað fyrst sumarið 1941 þegar er- lent herlið setti svip sinn á umhverf- ið. Upp úr 1970 vann ég að því með heimamönnum að leggja þar grunn að vörslu minja um fyrstu símstöð landsins frá árinu 1906, sem og um fyrstu riðstraumsrafstöð hérlendis þar sem er Fjarðarselsvirkjun frá árinu 1913. Um svipað leyti átti Safnastofnun Austurlands hlut að því með bæjarstjórn að fá Hörð Ágústsson arkitekt og listamann til að gera allsherjarhúsakönnun á Seyðisfirði og skilaði hann nið- urstöðum sínum í júní 1976. Að þeim minjum hefur síðan verið hlúð af fjölda einstaklinga og bæjarfélaginu. Ég er þess fullviss að heimamenn með aðstoð stjórnvalda gera sitt til að bæta sem kostur er það tjón sem orðið er á menningarverðmætum og ásýnd Seyðisfjarðar. Eftir Hjörleif Guttormsson »Húseignirnar sem flóðin tóku með sér voru hluti af einstökum menningarverðmætum sem mynduðu fágæta heild. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Um ofanflóðin á Seyðisfirði Það er óheppilegt að leiðandi bankar séu arðsækin hlutafélög. Miklu æskilegra er að þeir séu sjálfseign- arstofnanir með al- mannaheill og arð- sóknarlausa samfélagsþjónustu að markmiði. Nú stefnir ríkisstjórnin að því að selja ríkisbankana. Þá skiptir þjóðina miklu að vel takist til. Aftur á móti er áríðandi að ríkið dragi sig frá rekstri viðskiptabanka. Stjórnmál og bankarekstur eiga ekki samleið, verða í sameiningu undirrót valdabjög- unar og spillingar og verka stundum eins og logi við púðurtunnu. Ríkisvaldið á að forðast ábyrgð á þessu sviði, að svo miklu leyti sem það er unnt. Þetta verður að tryggja með löggjöf til að staðfesta eiginábyrgð fjármála- fyrirtækja og til að setja upp varnir sam- félagsins gegn þeim ofanflóðum sem áföll á fjármálamarkaði geta valdið. Í stað sölu til fjárfesta á að breyta báðum ríkisbönkunum í sjálfseign- arstofnanir sem starfa að arðsókn- arlausri samfélagsþjónustu. Þá er átt við almenna bankaþjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, fyr- irgreiðslu við íbúðakaup og venju- legar fjárhagslegar þarfir fólksins. Í þessari starfsemi getur fyrirgreiðsla við námsfólk vel rúmast, svo og við smáfyrirtæki, byggðatengd verkefni og önnur slík viðskipti, menningar- og samfélagsmál. Bankarnir annast fleira en þetta. Þeir þjóna líka fjárfestingum, verð- bréfum, nýsköpun, viðameiri at- vinnufyrirtækjum, fyrirgreiðslu við viðskipti, einkabankaþjónustu, eigna- og sjóðastýringu, alþjóða- samskiptum og gjaldeyrismálum, áhættutöku og fleira. Til að annast þessa þjónustu eiga bankarnir af hafa arðsækin dótt- urfyrirtæki. Þessi skipting felur í sér „virkisvörn“ (e. „ring-fencing“), og móðurbankinn minnir þá á „Landesbanken í Þýskalandi. Bankarnir verða að lúta ákvæðum laga um bankastarfsemi, með nauð- synlegum breytingum. Lögbinda verður allt það sem máli skiptir þannig að ekkert fari milli mála, ábyrgð, eftirlit, öryggisatriði og annað. Og vilji ríkisvaldið fá til sín endurgjald fyrir bankana kemur vel til greina að lög geri ráð fyrir greiðslum af rekstrarafgangi eða arði dótturfélags til ríkisins. Ýmsir valkostir eru um stjórn- skipan slíkra banka. Myndað er full- trúaráð með fulltrúum frá aðilum vinnumarkaðarins og sveitar- félögum, og einnig fulltrúum rík- isins, kjörnum á Alþingi og/eða ráð- herraskipuðum. Mikilvægt er að fulltrúar séu alveg óháðir í afstöðu og ákvörðunum. Fulltrúaráð kýs bankaráð, og fulltrúaráð eða banka- ráð velur í bankastjórnina. Nú þarf að forðast gamalkunn mistök. Nú er sjaldgæft tækifæri til nýsköpunar á mikilvægu sviði. Nýt- um þetta tækifæri. Bankarnir – ekki ný mistök Eftir Jón Sigurðsson » Í stað sölu til fjár- festa á að breyta báðum ríkisbönkunum í sjálfseignarstofnanir sem starfa að arðsókn- arlausri samfélagsþjón- ustu. Jón Sigurðsson Höfundur er fv. skólastjóri. jsi@simnet.is Við Húsavíkurhöfða Sólin lét sjá sig á fallegum himni við Húsavíkurhöfða þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið þar hjá nýverið. Við vitann má sjá sjóböðin sem hafa notið mikilla vinsælda. Hafþór Hreiðarsson Vefsíðan VDmeta- .com hefur birt sam- antekt á 36 rann- sóknum um áhrif D-vítamíns á Co- vid-19-sjúkdóminn. Af samantektinni má ráða að þeim sem hafa nægt magn D- vítamíns í blóði er miklu síður hætt við að veikjast alvarlega eða deyja af völdum Covid-19 en þeim sem skortir D-vítamín. Það er brýnt að al- menningur viti af þessu á tímum heims- faraldurs, ekki síst í ljósi þess hve D- vítamínskortur er út- breiddur hér á landi. Rannsóknir á D- vítamínbúskap Ís- lendinga hafa ítrekað sýnt að stórt hlutfall landsmanna er með of lítið D-vítamín í blóði. Eðlilegt væri því að landlæknir efndi nú þegar til þjóðarátaks gegn þessum skorti. Slíkt átak yrði vafalaust bæði ódýrt og áhrifaríkt. Best er að fá D-vítamín úr sólar- ljósi, en hér á landi er sól því mið- ur ekki nógu hátt á lofti til að húð- in geti unnið D-vítamín úr sólarljósi nema rétt yfir sum- armánuðina. Ekki er mögulegt að fá nægt D-vítamín úr venjulegum mat og jafnvel ekki þótt tekin sé matskeið af lýsi daglega. Yfir vet- urinn þurfa því flestir landsmenn að taka D-vítamín sem bætiefni. En hvað þarf að taka mikið af D-vítamíni daglega til að hafa nóg? Á vefsíðu Embættis Landlæknis er ráðlagður dagskammtur D- vítamíns fyrir 10-70 ára sagður vera 600 AE (15 ug). Það er því miður allt of lítið til að bregðast við skorti. Fleiri en hundrað læknar og vísindamenn hafa skor- að á stjórnvöld allra landa að hækka opinber viðmið, því þau séu allt of lág. (Sjá má áskorun þeirra hér: www.VitaminDforAll.org) Þörf fólks fyrir D-vítamín eykst með aldri og þyngd. Sjálfur tek ég daglega 4.000 AE af D3-vítamíni yfir vetrarmánuðina en læt það svo eiga sig þá mánuði sem sólin er sterkust enda er talið að tíu mín- útna sólbað í hádegi á sumardegi geti gefið allt að 10.000 AE (100 ug) af D-vítamíni. Á vefsíðu land- læknis eru 4.000 AE (100 ug) sögð vera efri mörk daglegrar neyslu til lengri tíma og varað við því að taka hærri skammta nema í sam- ráði við lækni. Eftir Frosta Sigurjónsson »D-vítamínskortur eykur hættu á al- varlegum einkennum Covid-19. Frosti Sigurjónsson Höfundur er rekstrarhagfræð- ingur. frosti@frostis.is Tugir rannsókna staðfesta að D-vítamín mildar Covid-19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.