Morgunblaðið - 04.01.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.01.2021, Blaðsíða 17
Þjónar þjóðkirkj- unnar hafa ekki farið varhluta af þeim miklu siðferðiskröfum sem til þeirra eru gerðar og af þeim sökum hafa t.d. reynslumiklir col- lega misst embætti á síðustu misserum. Er skemmst að minnast mála sr. Ólafs Jóhann- essonar, sem talinn var hafa farið yfir per- sónuleg mörk í samskiptum við tvær konur, og sr. Skírnis Garðarssonar, sem talinn var hafa brotið trún- aðarskyldu. Hvorugur var sakaður um að hafa brotið landslög og t.d. sérstaklega tekið fram í máli sr. Ólafs að hann hefði ekki gerst sekur um kynferðisbrot auk þess sem hann sjálfur hélt fram sakleysi sínu. Ekki er ætlunin hér að beina sjónum að málunum sem slíkum heldur að við- brögðum kirkjuyfirvalda. Til sam- anburðar verður minnst á viðbrögð þeirra við öðrum málum, sem upp hafa komið og fela í sér rökstuddar ábendingar um siðferðisbrot ef ekki eitthvað þaðan af verra. Eru kirkju- yfirvöld, og þá einkum biskup Ís- lands, samkvæm sjálfum sér eða gætir tvískinnungs í viðbrögðum þeirra? Hafa kirkjuyfirvöld eitthvað að fela? Siðferðiskröfur Í máli sr. Skírnis var í yfirlýsingu þjóðkirkjunnar áhersla lögð á hlut- verk prestsins sem sálusorgara og mikilvægi þess að hann „aðstoðar og gengur veginn fram með skjólstæð- ingi sínum“, samanber eftirfarandi: „Prestar gegna afar sérstöku hlut- verki þegar kemur að trúnaði gagn- vart skjólstæðingum sínum. Það er eðli starfsins að vera hlustandi þegar hugur, sál og hjarta þurfa að tala um sín innstu mál … Presturinn hlustar, leiðbeinir, samgleðst og aðstoðar og gengur veginn fram með skjólstæð- ingi sínum.“ Töldu kirkjuyfirvöld að sr. Skírnir hefði brugðist þessu hlut- verki og því var hann látinn taka pokann sinn. Mál sr. Ólafs fengu ítarlega um- fjöllun á vettvangi úrskurðar- og áfrýjunarnefnda þjóðkirkjunnar sem töldu hann hafa farið yfir per- sónuleg mörk í samskiptum við tvær konur af fimm, sem höfðu sett fram ásakanir á hendur hon- um. Til viðbótar var fjallað um mál hans af nefnd sérfróðra manna í samræmi við ákvæði starfsmannalaga og komst hún að þeirri nið- urstöðu að ekki væri ástæða til aðgerða og að hann ætti að halda emb- ætti sínu. Biskupar þjóðkirkjunnar voru hins vegar á öðru máli og sendu frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu þar sem eftirfarandi mátti lesa: „Það er óásættanlegt að prest- urinn hafi brotið siðferðislega á kon- unum meðan hann var þjónandi prestur í þjóðkirkjunni og í sam- skiptum við þær. Það er einnig sárt að þolendum hefur þótt skorta á að hlustað hafi verið á þær eða ekki fylgst með líðan þeirra af hálfu yf- irstjórnar kirkjunnar á þeirri leið sem þær þurftu að ganga … Við trú- um frásögnum kvennanna og teljum ólíðandi að persónuleg mörk hafi ekki verið virt, þar með virðing fyrir tilfinningum og einkalífi þeirra. Okk- ur þykir afar sárt að konurnar, sem komu fram, hafi þurft að ganga í gegnum þá eldraun að verja sín eigin mörk og siðferðiskennd á opinberum vettvangi með kærum og öðrum op- inberum hætti.“ Hornsteinn réttarríkisins Í ljósi þeirra margvíslegu ágrein- ingsmála sem greinarhöfundur rek- ur nú á hendur kirkjuyfirvöldum á vettvangi úrskurðar- og áfrýj- unarnefndar hefur hann undrast þær áherslur sem hér má líta við af- greiðslu þjóðkirkjunnar á fyrr- greindum starfsmannamálum. Er af hálfu biskupanna þriggja mikið gert úr mikilvægi þess að „trúa“ fram- komnum ásökunum og grípa til að- gerða á grundvelli þeirrar sömu „trúar“. Þá er áhersla lögð á stuðn- ing presta við sérhvern skjólstæðing og tekur biskupana sárt að horfa á Tvískinnungur kirkjuyfirvalda Eftir Kristin Jens Sigurþórsson Kristinn Jens Sigurþórsson » „Verður ekki annað séð en að núverandi kirkjuyfirvöld geri mun minni siðferðiskröfur til sjálfra sín en þau gera til annarra.“ Höfundur er síðasti sóknarpresturinn sem sat Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. kristinnjens@icloud.com fólk þurfa að ganga í gegnum eld- raunir „með kærum og öðrum op- inberum hætti“. Greinarhöfundur gerir ekki lítið úr þeirri eldraun sem felst í op- inberri umfjöllun um persónuleg mál og getur tekið undir með bisk- upunum hvað það varðar. Hins veg- ar er ekki annað hægt en að stað- næmast við þá afstöðu biskupanna að einfaldlega sé hægt að trúa – eða eftir atvikum neita að trúa – ásök- unum að vild og grípa til aðgerða á grundvelli slíkrar trúarafstöðu. Verður ekki betur séð en að slík af- staða til ásakana feli einfaldlega í sér brottnám þess hyrningarsteins rétt- arríkisins að menn skuli teljast sak- lausir uns sekt sannast. Ásakanir um afbrot á heldur ekki að taka trúan- legar per se heldur ber að taka þær alvarlega og bregðast við í samræmi við það. Er áhyggjuefni að sjá kirkjuyfirvöld ekki ráða við þá hugs- un. Tómlætið sýnir tvískinnung Greinarhöfundur hefur frá því að segja að vegna embættis síns sem sóknarprestur í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd leitaði hann ítrekað ásjár biskups Íslands og kirkjuráðs og gerði grein fyrir alvarlegum málum, þar sem m.a. telja verður að brotið hafi verið gegn almennum hegning- arlögum. Einnig var vígslubisk- upunum gerð grein fyrir málum. Ekki er hægt að segja að viðbrögð biskupanna eða kirkjuráðs hafi verið traustvekjandi því öllu var aðallega mætt með grunsamlegu tómlæti. Voru umræddir aðilar ófáanlegir til að taka rökstuddar ásakanir alvar- lega, sem telja verður tvískinnung þegar horft er til harkalegra við- bragða þeirra í málum prestanna tveggja er áður eru nefndir. Verður ekki annað séð en að núverandi kirkjuyfirvöld geri mun minni sið- ferðiskröfur til sjálfra sín en þau gera til annarra. Umræddar ásakanir greinarhöf- undar hafa, ásamt fjölmörgum öðr- um umkvörtunarefnum í garð kirkjuyfirvalda og starfsmanna þeirra, verið sendar úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar til umfjöllunar en í starfsreglum um nefndina er að finna ákvæði sem kveður á um að kvikni grunur um refsiverða hátt- semi sé af hennar hálfu hægt að fara fram á lögreglurannsókn. Þá er í þjóðkirkjulögum kveðið á um að hægt sé að víkja embættismönnum og starfsmönnum frá tímabundið eða til frambúðar, reynist þeir sann- ir að sök, auk þess sem hægt er að leggja til endanlega brottvikningu þeirra úr hvaða starfi sem er á kirkjulegum vettvangi. Viðamikil mál greinarhöfundar hafa verið send úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar, sem vonandi er treystandi fyrir verkefnunum, því á meðan áfrýjunarnefnd þjóðkirkj- unnar er lögum samkvæmt alfarið skipuð af Hæstarétti er formaður úrskurðarnefndar skipaður án til- nefningar af biskupi Íslands auk þess sem annar fulltrúi nefndarinnar er skipaður af prestastefnu, sem lýt- ur forystu biskups. Þriðji fulltrúi úr- skurðarnefndarinnar er svo kosinn af leikmönnum á kirkjuþingi, þar sem biskup Íslands situr jafnan í öndvegi. Hefur biskup Íslands nokk- uð ríkulega aðkomu að þeim kirkju- legu stofnunum sem hafa með hönd- um skipun þeirra nefndarmanna er nú hefur verið falið að fjalla um ávirðingar á hendur honum sjálfum. UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021 Fyrir skömmu kom lokaniðurstaða frá Mannréttindadómstól Evrópu, MDE, um skipun fyrstu dóm- aranna við Landsrétt. Það er dálítið sláandi að sjá hvað þjóðin, jafnt almenningur sem lærðir, taka þessum efnislega ranga dómi með miklu umburð- arlyndi. Það eru stór orð að segja dóm MDE rangan. Hvað styður það? Þegar auglýst var eftir umsókn- um um 15 dómara við Landsrétt var sagt að ráðið yrði í stöðurnar samkvæmt dómstólalögum. En hvaða lögum og hvað stóð í þeim lögum? Þar komum við að flóknu atriði. Það var verið að stofna nýtt millidómstig; dómstól milli héraðs- dóms og Hæstaréttar. Ekki var um að ræða nein eldri lög fyrir nýjan dómstól, svo setja varð ný lög. Þau lög voru sett 7. júní, nr. 50/2016. Lögin sjálf tóku ekki gildi fyrr en 1. janúar 2018. Hins vegar voru við lögin bráðabirgðaákvæði I, II, IV, V og VI, sem tóku strax gildi 14. júní 2016. Bráðabirgðaákvæði I fjallaði um Hæstaréttarmál. Br.b.ákv. II. fjallaði um dómstólasýsluna. Bráðabirgðaákvæði III fjallaði um nefnd um dómarastörf. Bráða- birgðaákvæði IV fjallaði um skipun dómara við Landsrétt. Í bráðabirgðaákvæði IV í lögum 50/2016 segir að: „Skipun dóm- ara við Landsrétt skal lokið eigi síðar en 1. júlí 2017.“ Hér var úr vöndu að ráða. Það voru einungis bráða- birgðaákvæðin sem upp voru talin hér á undan sem tóku gildi 14. júní 2016. Í lögunum voru hins vegar reglurnar um hvernig ætti að standa að mati á umsækjendum um embætti landsréttardómara. Lögin áttu ekki að taka gildi fyrr en 1. janúar 2018. Í IV. hluta bráðabirgðaákvæð- anna segir að: „Nefnd skv. 4. gr. a laga um dómstóla, nr. 15/1998, skal meta hæfni umsækjenda um emb- ætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn og láta ráðherra í té umsögn um umsækjendur í samræmi við 2. mgr. þeirrar greinar og reglur sem um nefndina gilda.“ Þarna eru undarleg fyrirmæli löggjafa. Lagt var til að við mat á umsækjendum til starfs landsrétt- ardómara yrði notuð nefnd sem skipuð var skv. 4. gr. laga nr. 15/ 1998. Sú nefnd hafði einungis fyr- irmæli um hvernig velja ætti hæstaréttardómara. En nú átti að meta hæfi umsækjenda um emb- ætti dómara við Landsrétt. Þær reglur voru allar í 21. gr. laga nr. 50/2016, sem áttu ekki að taka gildi fyrr en 1. janúar 2018, eða sama dag og Landsréttur átti að taka til starfa. Þarna hafði löggjafanum orðið á hrapalleg mistök. Heimildir til að skipa nefnd til að meta um- sóknir um dómarastöður í Lands- rétti var að finna í 11. og 12. grein laga um dómstóla nr. 50/2016. En þau lög tóku ekki gildi fyrr en 1. janúar 2018. Nefndin sem kölluð var saman til að meta umsóknir umsækjenda um dómarastörf í Landsrétti var ekki með neitt gilt umboð til að meta þær umsóknir. Reglur um hvernig þær væru metnar tóku ekki gildi fyrr en 1. janúar 2018. En matið var framkvæmt síðla árs 2016. Í út- gefnu hæfismati hinnar meintu „hæfisnefndar“ var sagt að matið væri gert samkvæmt reglum nr. 620/2010. Um gildissvið þeirrar reglugerðar segir svo í 1. gr. þeirr- ar reglugerðar: „1. gr. Gildissvið reglnanna. Reglur þessar gilda um störf dómnefndar um umsækjendur um embætti dómara skv. 4. gr. a og 3. mgr. 12. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla.“ Í nefndri 4. gr. var fjallað um hæstaréttardómara. En í 12. gr. var fjallað um héraðsdómara. Engar heimildir voru í þessum „reglum“ eða reglugerð til að fjalla um hæfi umsókna til embættis landsrétt- ardómara. Þær reglur tóku ekki gildi fyrr en með lögum nr. 50/2016, þann 1. janúar 2018. Öllu þessu til viðbótar, þá brást dómsmálaráðuneytið hlutverki sínu við að flokka umsóknirnar eftir því mikilvægi starfsreynslu sem tiltekið var í lögum um dómstóla. Um flokkun starfsreynslu var sagt í V. kafla: Landsréttur, 21. gr. Almenn hæfisskilyrði, 7. töluliður: „Þann einn má skipa í embætti landsréttardómara sem fullnægir þessum skilyrðum: 7. Hefur starfað í minnst þrjú ár sem 1) héraðsdómari, [lögmaður með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti], 2) prófessor eða dós- ent í lögum, lögreglustjóri, sýslu- maður, saksóknari, ráðuneyt- isstjóri, skrifstofustjóri í ráðuneyti því sem fer með málefni dómstóla og réttarfars eða umboðsmaður Al- þingis eða hefur um jafnlangan tíma gegnt öðru líku starfi sem veitir hliðstæða lögfræðilega reynslu.“ Þarna er mikilvægri starfs- reynslu skipt í eina fimm flokka. Fyrst er talin upp mikilvægasta starfsreynslan, sem var starfs- reynsla héraðsdómara í meira en þrjú ár. Það alvarlegasta við mistök hæfisnefndar var að nefndin skyldi ekki virða starfsreynslumörk. Þannig hefðu allir verið metnir á jafningjagrunni. Þá hefði málið strax verið leyst farsællega, þar sem störfin sem ráða átti í voru 15. Og það voru 15 héraðsdómarar með starfsreynslu, sem sóttu um störfin. Ef algjörlega hefði verið farið eftir lögum hefði enga hæfisnefnd þurft til að velja í 15 stöður, þar sem 15 umsóknir voru í efsta starfs- reynsluflokki. Kæra til Mannrétt- indadómstóls hefði þá aldrei orðið inni í myndinni, ef allt hefði farið eftir gildandi lögum. Og næst hefði þá verið auglýst eftir 15 héraðs- dómurum í stað þeirra sem fóru í Landsrétt. Mistök að Landsréttarmálið færi til MDE Eftir Guðbjörn Jónsson »Kæra til Mannrétt- indadómstóls hefði þá aldrei orðið inni í mynd- inni, ef allt hefði farið eftir gildandi lögum. Guðbjörn Jónsson Höfundur er fv. ráðgjafi. haldandi vörukaup innanlands og framkvæmdir því tengdar og al- menn hófsemi mun skapa störf og efla þjóðarhag um tugi milljarða eða meira á ári hverju. Horfa þarf til lægri skatta og gjalda, það má t.d. gera með því að afleggja óþarfar op- inberar einingar og með hertu að- haldi á skattaskilum. Ekki má gleyma heimilunum, viss vaxtaókyrrð er í loftinu og fleira sem huga þarf að. Vaxtalækkunin virðist ekki hafa skilað sér sem skyldi til allra lántakenda, sem get- ur skipt verulegum fjárhæðum á ársgrundvelli af meðalláni. Vísutölu- þátt verðtryggðra lána og vexti þarf að endurskoða, stytting á lánstíma slíkra lána skilar engu. Hér hefur löngum verið óvissa í lána- og vax- taumhverfinu, líkt og gerst hefur sl. mánuði með lánabreytingum og auknum lántökum með breytilegum vöxtum og þar með óvissu um fram- tíðargreiðslubyrði sem fyrr. Sam- kvæmt sérfróðum er hægt að fá 30 ára óverðtryggð íbúðarlán í Noregi með 1% vöxtum. Hef leyft mér að nefna áður þarfa lækkun á sköttum við starfslok af séreignarsparnaði o.fl. (t.d. vissri upphæð pr. ár) þegar margir lækka mikið í framfærslugetu. Einnig af- skriftir á námslánum í áföngum eftir 18 til 20 ára trygg greiðsluskil á þessum lífstíðarlánum, ella t.d. hjá láglaunafólki. Jafnframt uppbygg- ingu hagkvæmra íbúða/heimila fyrir eldri borgara sem myndi rýmka um húsnæði fyrir yngra fólk/fjölskyldur í uppbyggðum hverfum. Hagkvæmt fyrir samfélagið t.d. með samvinnu lífeyrissjóða, ríkis og sveitarfélaga. Um 6.000 milljarðar eru í ávöxtun hjá lífeyrissjóðunum sem margir sjóðsfélagar njóta því miður aldrei lífeyris af og/eða í stuttan tíma. Framlag í sjóðina hef- ur hækkað mikið án breyttra lífeyr- isréttinda. Ljóst er að land og þjóð þarf á öflugri og skarpri framfarapólitík að halda, nú sem aldrei fyrr. »Um 6.000 milljarðar eru í ávöxtun hjá líf- eyrissjóðunum sem margir sjóðsfélagar njóta því miður aldrei lífeyris af og/eða í stutt- an tíma. Höfundur er fulltrúi/dst. og talsmaður áhugahóps stjálfstæða framfarahópsins. Þarftu að láta gera við? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.