Morgunblaðið - 04.01.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021
✝ Jónína fæddistá Akureyri 26.
mars 1957 en ólst
upp á Húsavík.
Hún var dóttir
hjónanna Ástu
Ottesen, f. 25. febr-
úar 1928, d. 16.
júní 1980, og Bene-
dikts Ingvars
Helgasonar, f. 30.
september 1926, d.
12. janúar 2012.
Jónína var þriðja í röð fimm
systkina. Hin eru Hólmfríður
Sigrún, f. 1950, Pálmi, f. 1952,
Helga, f. 1963, og Ingibjörg
Sara, f. 1965.
Jónína var þrígift. Fyrsti eig-
inmaður hennar var Sveinn Eyj-
ólfur Magnússon, þá Stefán E.
Matthíasson og síðan Gunnar
Þorsteinsson. Börn hennar og
Stefáns Einars eru: 1) Jóhanna
Klara, f. 1984, eiginmaður
hennar er Stefán Bjarnason og
eiga þau tvö börn, Stefán Kára,
f. 2012, og Kristínu Emblu, f.
2018. 2) Matthías, f. 1986, sam-
býliskona hans er Heiða Anita
Hallsdóttir. 3) Tómas Helgi, f.
1989, sambýliskona hans er El-
aði Eróbikkstúdíó Jónínu og
Ágústu með Ágústu Johnson.
Fyrst í Borgartúni og síðar í
Skeifunni.
Jónína flutti með fjölskyldu
sinni til Svíþjóðar árið 1988 þar
sem hún tók yfir rekstur
Aktiverum-líkams-
ræktarstöðvarinnar í Hels-
ingborg sem þá stóð höllum
hæti. Hún endurreisti hana með
slíkum ágætum að hún var valin
viðskiptamaður ársins í Hels-
ingborg árið 1995. Eftir að Jón-
ína kom aftur heim stofnaði hún
Planet Pulse-heilsulindina á
Hótel Esju (nú Hilton) og tók yf-
ir og keypti fleiri stöðvar og
byggði upp umfangsmikinn
rekstur. Hún sneri sér síðar að
heilsumeðferðum og kynnti
landsmönnum m.a.
detox-heilsumeðferðir í sam-
starfi við aðila í Póllandi og síð-
ar hér á landi. Jónína var mjög
vinsæll fyrirlesari og frum-
kvöðull á mörgum sviðum. Hún
hlaut margar viðurkenningar
fyrir störf sín hér sem erlendis.
Útför hennar verður gerð frá
Digraneskirkju í Kópavogi í
dag, 4. janúar 2021, klukkan 13,
að viðstöddum boðsgestum, fjöl-
skyldu og vinum. Athöfninni
verður streymt í gegnum hlekk-
inn:
joninaben.com/.
Virkan hlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat/.
ísabet Snjólaug
Reinhardsdóttir.
Tómas Helgi á tví-
burana Matthías
Þór og Ásdísi Þóru,
f. 2017, með Kol-
brúnu Freyju Dav-
idsen.
Jónína ólst upp á
Húsavík þar sem
hún spilaði hand-
bolta með Völsungi
og tók þátt í þeim
íþróttum sem voru í boði. Hún
fór í Menntaskólann á Ísafirði
þaðan sem leiðin lá til Kanada,
fyrst til Vancouver þar sem hún
kenndi m.a. íslensku en síðan til
Montreal þar sem hún stundaði
nám við McGill-háskólann og út-
skrifaðist þaðan sem íþrótta-
fræðingur. Íþróttir, heilsurækt,
vellíðan og heilsa áttu hug
hennar upp frá því. Eftir að hún
flutti heim kenndi hún íþróttir
bæði við Reykjaskóla og Æf-
ingadeild Kennaraháskóla Ís-
lands. Hún tók síðan við rekstri
Æfingastöðvarinnar við Engi-
hjalla, kenndi morgunleikfimi í
Ríkisútvarpinu og kynnti lands-
mönnum síðan eróbikk og stofn-
Það er sár tilhugsun að elsku
mamma sé farin. Ég sætti mig
seint við að geta ekki hringt í
hana, heyrt í henni hljóðið og
fengið það sem hún kallaði upp-
eldi á 15 mínútum sem endaði iðu-
lega á fræðslu um mikilvægi D-
vítamíns. Það er hægt að eyða
mörgum orðum í þá fjölmörgu
sigra og ósigra sem mamma mín
fór í gegnum á sinni allt of stuttu
ævi en upp úr standa nú góðar
minningar, mikilvægur lærdómur
og sýn hennar á lífið.
Hugurinn leitar aftur til æsku í
litla rauða húsið okkar í Helsing-
borg, yndislega æskuheimilið okk-
ar. Mamma var ótrúleg kona og
ekki voru þær litlar áskoranirnar
sem hún stóð frammi fyrir. Fljót-
lega eftir fæðingu fæ ég RS-vírus
og næstum dey í fanginu á henni
en um þá lífsreynslu ræddi
mamma oft. Í kjölfarið varð ég
nánast heyrnarlaus fram yfir
tveggja ára aldur og alveg snar-
vitlaus. Ég á líka tvö önnur systk-
ini, sem fór þó töluvert minna fyr-
ir, sem betur fer. Ekki nóg með
að hún sæi um okkur með glæsi-
brag heldur rak hún líka stóra
heilsurækt í Helsingborg. Þetta
gerði hún allt með það að leið-
arljósi að vandamálin væru til að
leysa þau. Við vorum svo heppin
að fá að vera hluti af þessu æv-
intýri mömmu þar sem hún tók
okkur með sér út um allt. Við
eyddum til dæmis miklum tíma
með henni í vinnunni og hef ég
örugglega horft á fleiri spinning-
tíma fyrir sjö ára aldur en flestir
munu sækja um ævina. Það var
yndislegt að fylgjast með henni á
sínum heimavelli, vinnusemin og
eljan varð okkur börnunum mikil
hvatning og er enn.
Annar mikilvægur lærdómur
frá mömmu var hugarfar hennar
til fólks. Reglan var frekar auð-
veld: það eru allir jafnir og maður
sýnir náunganum kærleik, mætir
honum þar sem hann er og býður
fram hjálparhönd. Þetta hugarfar
mömmu varð oft til þess að hún
leiddi saman ólíklegasta fólk og
við höfum oft rifjað upp hin und-
arlegustu matarboð og hlegið
okkur máttlaus. Það er líka mikil
huggun í þeim fjölmörgu sögum
sem við nú fáum að heyra um það
hvernig mamma hefur snert líf
fólks og hjálpað því. Á unglingsár-
unum verð ég þó að viðurkenna að
mér fannst óþolandi að fara með
henni í verslunarmiðstöðvar þar
sem hún virtist tala við alla. Fólk
að þakka fyrir góðverk hennar,
hún að veita jafnvel óumbeðin ráð
eða fólk hreinlega að láta hana
vita að það hefði náð að snúa lífi
sínu við á einn eða annan hátt.
Mikið ofboðslega hlýja þessar
minningar mér þó í dag og að við
höfum verið svona lánsöm að eiga
mömmu sem snerti líf svona
margra.
Eitt af því sem ég á eftir að
sakna hvað mest við mömmu eru
samtölin við hana. Hún var of-
boðslega fyndin, skemmtileg,
kærleiksrík og skautaði aldrei
framhjá hlutunum heldur sagði þá
bara eins og þeir voru. Hún
kenndi mér að vera ekkert að
taka lífið of alvarlega, vera
óhræddur við að gera mistök og
hafa gaman, því tíminn er naumur
og það er engin ástæða til að fara
í leiðinlegt ferðalag þótt erfitt
kunni að reynast á köflum.
Við systkinin höfum alltaf vitað
að við erum elskuð og hvað
mamma var stolt af okkur. Það
sem ég gæfi ekki fyrir að fá ein
„Love you!“-skilaboð til viðbótar
frá henni.
Tómas Helgi Stefánsson.
Mamma var eldflaugin í lífi
okkar og pabbi kletturinn. Það er
allt hægt og ekkert er ómögulegt
ef við skoðum málin vandlega og
vinnum sómasamlega að þeim.
Konan sem gafst ekki upp og
var með aðra meiningu á orðinu
ómögulegt en orðabókin, það var
hún mamma.
Ein af fyrstu minningum mín-
um um mömmu er af mér sitjandi
aftast í herbergi að drekka svala
meðan fullt af fólki hoppaði og
skoppaði eftir fyrirmælum
mömmu í takt við popptónlist.
Með tímanum breyttist her-
bergið, fólkið, tónlistin, hreyfingin
og svalinn (of mikill sykur) en
mamma var sú sama, standandi
fremst, brosandi út að eyrum að
koma fólki í gang.
Hún vildi alltaf hjálpa fólki og
gaf sig alla í það. Á meðan aðrir
töluðu um að einhver ætti bágt
eða væri að ganga í gegnum erf-
iðleika var hún rokin af stað til
þess að hjálpa, hvort sem það var
með því að gefa það sem vantaði,
koma þeim í tengsl við einhvern
sem gat hjálpað eða bara að létta
þeim lundina með spjalli og góðu
gríni.
Mamma var ófeimin við að
segja skoðanir sínar og var alltaf
stutt í grínið enda engin ástæða til
að taka allt alvarlega. „Fólk sem
tekur allt alvarlega er svo rosa-
lega leiðinlegt. Matti, ekki vera
leiðinlega týpan!“ Hún er eina
manneskjan sem gat stuggað við
blygðunarsemi prests og sjóara í
sama brandaranum, sem hefur
kannski verið sjokk fyrir fólk sem
þekkti ekki aðstæður í matarboð-
unum hennar mömmu, en við
börnin vorum klappstýrurnar
hennar í þeim uppistöndum.
Ég er stoltur af öllu sem
mamma hefur gert í gegnum tíð-
ina en ég er stoltari yfir því hver
mamma var sem manneskja og
því sem hún kenndi okkur í gegn-
um uppeldisárin, sem voru víst
enn í gangi: Ekki gefast upp,
hjálpaðu þeim sem þurfa á hjálp
að halda og ekki vera leiðinlega
týpan.
Ég veit að það tók langan tíma,
enda „late bloomer“, en þið pabbi
gerðuð mig að því sem ég er í dag.
Það er sárt að hugsa um fram-
tíðina án þín en þú verður alltaf
með mér hvert sem ég fer.
Ég elska þig mamma mín og
stend við loforðið að aldrei vera
leiðinlega týpan.
Matthías Stefánsson.
Jónína tjáði mér að hún hefði
nælt sér í nýja bók nú á aðvent-
unni eftir einn af mínum eftirlæt-
ishöfundum, Jón Kalman Stefáns-
son. Bókin ber titilinn „Fjarvera
þín er myrkur“. Jónína hreifst af
efnistökum höfundar og kröftug-
um stíl. Hún las fyrir mig nokkrar
glefsur og þótti mér mikið til
koma, enda höfundurinn er ekki
einhamur.
Lesturinn reyndist tilfinninga-
lega erfiður er á leið, svo erfiður
að hún gafst upp og tjáði mér að
ég fengi þessa bók í jólagjöf.
Það er erfitt að hugleiða dauð-
ann á hátíð ljósanna, hvað þá að
mæta honum augliti til auglitis, en
þegar grannt er skoðað kemur þó
í ljós að boðskapur jólanna fjallar
um dauðann og elskuna. Dauði
sem er sigraður og elska sem ekk-
ert fær slökkt.
Boðskapur jólanna er um barn
sem okkur er fætt og son sem er
gefinn. „Því svo elskaði Guð heim-
inn að hann gaf son sinn eingetinn
til þess að hver, sem á hann trúir,
glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“
Drottinn Jesús er ljós þessa
heims, fjarvera hans er myrkur.
Koma Jesú inn í þennan fallna
heim gerði það að verkum að
broddur dauðans var brotinn.
Að standa frammi fyrir dauða
ástvinar er alltaf áfall, jafnvel þó
að von okkar í Kristi sé hið leið-
andi ljós. Hann fór til að búa okk-
ur stað. Sá staður sem Drottinn
hefur búið okkur, og tekið tvö
þúsund ár, hlýtur að taka öllu því
fram sem við getum gert okkur í
hugarlund. Dauðinn er aðskilnað-
ur um skamma hríð.
Ég kynntist Jónínu í gegnum
starf hennar að heilsueflingu. Ég
fór nokkrar ferðir til Póllands og
þar tókst með okkur góð vinátta
sem umbreyttist í ást eftir að hag-
ir mínir breyttust. Við urðum óað-
skiljanleg og hjónaband varð nið-
urstaðan. Hjónaband sem við
slitum aldrei. Við áttum saman
stórkostlegan tíma sem mér mun
ekki gleymast. Jónína var óvenju-
leg og yfirburðamanneskja á
mörgum sviðum. Að fá að njóta
kærleika hennar, elsku, um-
hyggju, fræðslu og almennra
samskipta voru forréttindi.
Því miður hrönnuðust svört
ský við sjóndeildarhringinn og
vindurinn varð í fangið. En þegar
á reynir má vera ljóst að ástin er
sterkasta aflið í veröldinni.
Í ljóðaljóðunum 8:6,7 segir:
„Legg mig sem innsiglishring
við hjarta þér, sem innsiglishring
við armlegg þinn. Því að elskan er
sterk eins og dauðinn, ástríðan
hörð eins og Hel. Blossar hennar
eru eldblossar, logi hennar brenn-
andi.
Mikið vatn getur ekki slökkt
elskuna og árstraumar ekki
drekkt henni. Þótt einhver vildi
gefa öll auðæfi húss síns fyrir
elskuna, þá mundu menn ekki
gjöra annað en fyrirlíta hann.“
„Því að lífið er mér Kristur og
dauðinn ávinningur,“ segir postul-
inn Páll. Jónína átti einlæga trú á
Drottin og var Honum falin.
Skyndilegt dauðsfall Jónínu
varð mér myrkur um stund, en
hið lifandi orð hrekur myrkrið á
flótta:
1. Þessalóníkubréf 4:13,14:
Ekki viljum vér, bræður, láta
yður vera ókunnugt um þá, sem
sofnaðir eru, til þess að þér séuð
ekki hryggir eins og hinir, sem
ekki hafa von.
Því að ef vér trúum því að Jes-
ús sé dáinn og upprisinn, þá mun
Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum
fram þá, sem sofnaðir eru.
Drottinn blessi minningu Jón-
ínu Benediktsdóttur.
Gunnar Þorsteinsson.
Þegar leiðir okkar Jónínu lágu
fyrst saman vorum við bæði ung
og sæt. Við fylgdumst að í sjö ár,
ef til vill ekki alltaf hönd í hönd,
en samt á sömu leið og að sama
marki. Að lokum komum við að
krossgötum er leiðir skildi og
héldum hvort í sína áttina. Sá við-
skilnaður var frekar vinsamlegur,
miðað við hvernig svona atvik
geta þróast. Leiðir okkar sköruð-
ust ekki aftur fyrr en löngu seinna
er við bæði höfðum endað uppi í
blómabænum Hveragerði. Þar
rákumst við hvort á annað, fyrst í
sundi eða mat á Heilsuhælinu og
síðar í Heiðmörkinni. Þessir
„árekstrar“ voru ætíð mjög hlý-
legir og við óskuðum hvort öðru
velfarnaðar. En nú fæ ég því mið-
ur ekki aftur tækifæri til að benda
henni á að nú séum við bara sæt.
Öll getum við átt von á því að
hrasa einhvern tímann á lífsleið-
inni. Þá reynir á styrk okkar;
bognum við bara eða brotnum al-
farið? Þær byltur sem hún Jón-
ína lenti í hefðu lagt flestar
manneskjur, en ekki hana. Þessi
hæfileiki hennar, að ná ætíð að
rísa á fætur og finna sér nýja leið
að settu marki, var það sem ein-
kenndi seinni hluta ævi hennar.
Við gætum flest lært mikið af
henni, því fáa einstaklinga hér á
landi veit ég sem hafa haft
storminn eins illilega í fangið og
hún.
Nú er ég einn orðinn vörslu-
maður sameiginlegra minninga
okkar Jónínu frá Ísafirði, Húsa-
vík, Vancouver, Montreal og
Hrútafirði. Þær mun ég geyma
vel og vandlega til æviloka, sum-
ar betri en aðrar, eins og gengur
og gerist í lífi okkar allra.
Flestöll trúarbrögð eiga það
sameiginlegt að andlegu lífi okk-
ar ljúki ekki þegar hjartað hættir
að slá. Hvað þá tekur við getur
ekkert okkar sannreynt fyrr en
hin stóra stund rennur upp. Ef
til vill á ég eftir að rekast á þessa
fyrrverandi eiginkonu mína ein-
hvern tímann, eins og í Heið-
mörkinni forðum daga.
Ég og seinni eiginkona mín,
Bee McEvoy, sendum öllum að-
standendum hennar innilegar
samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu Jónínu Benediktsdótt-
ur.
Sveinn Eyjólfur Magnússon.
Við Jónína komum inn í
tengdafjölskylduna um svipað
leyti. Það eru mörg ár síðan. Hún
var einstök. Flott, klár, leiftrandi
og skemmtileg. Þannig kynntist
ég henni fyrst og þannig er mynd-
in sem ég geymi í hjarta mínu af
henni. Hún kynnti mig iðulega
sem mágkonu sína og ég svaraði
yfirleitt með því að leiðrétta hana:
Nei, Jónína, við erum svilkonur!
Æ, það breytir engu, sagði hún.
Og það var rétt. Það breytti auð-
vitað engu. Við tengdumst sterk-
um vinaböndum sem héldust alla
tíð. Þó að við hittumst ekki oft á
síðustu árum var það alltaf eins
og við hefðum hist í gær. Hún var
alltaf jafn hlý og opin. Alltaf jafn
flott, klár, leiftrandi og skemmti-
leg.
Það eru svo mörg atvik sem
koma upp í hugann þegar ég lít til
baka og minnist samskipta okkar
Jónínu í gegnum árin. Ég ætla að
láta nægja að nefna eitt. Það var
þegar hún var að fara að opna
glæsilegt heilsuhótel á Ásbrú vor-
ið 2009. Við hittumst í stúdents-
veislu yngri sonar hennar á laug-
ardegi, seint í maímánuði. Þá
hafði Gunnar, maðurinn minn og
fyrrverandi mágur hennar, fengið
heilablóðfall fyrir nokkrum vikum
og var í veikindaleyfi af þeim sök-
um. Þegar Jónína heyrði það
brást hún við með því að tilkynna
honum að hún myndi koma og
sækja hann daginn eftir. Hún ætl-
aði að bjóða honum að koma í
tveggja vikna dvöl á heilsuhótel-
inu. Þessi viðbrögð voru dæmi-
gerð fyrir hana. Alltaf snögg að
hugsa og tilbúin að leggja lið. Síð-
ar þetta sumar var ég svo heppin
að fá mínar tvær vikur hjá Jónínu
að lokinni mikilli vinnutörn. Ég
hef aldrei fengið að hvíla mig við
aðrar eins lúxusaðstæður. Það var
frábært að sjá hvernig hæfileikar
Jónínu fengu að njóta sín til hins
ýtrasta í þessum aðstæðum –
þarna var hún sannarlega á
heimavelli. Þetta var yndislegur
tími sem ég gleymi seint.
Mér finnst sárt að sjá á bak
Jónínu sem kvaddi okkur alltof
snemma. Það eru margir sem
sakna hennar. Ekkert kemur í
staðinn fyrir góða vinkonu,
mömmu eða ömmu. Enginn fyllir
hennar skarð. En góðar og dýr-
mætar minningar eru ómetanleg-
ar. Börn og barnabörn eiga þess-
ar minningar saman og þau eiga
líka hvert annað, sem ég veit að
skiptir þau miklu máli, enda öll
bæði vel gerð og yndisleg. Ég bið
góðan Guð að hugga þau og
styrkja í sorginni. Guð blessi
minningu Jónínu, sem gaf okkur
er fengum að kynnast henni svo
mikið. Fyrir það er ég óendanlega
þakklát.
Arnfríður Guðmundsdóttir.
Þvílík gæfa það var að verða á
leið minnar yndislegu vinkonu
Jónínu. Í raun eru öll orð eða lýs-
ingar fátækleg þegar kemur að
því að lýsa Jónínu því hún var í
raun stærri en lífið sjálft – ein
magnaðasta og stórbrotnasta
manneskja sem ekki bara fjöl-
skyldan hennar og við vinirnir átt-
um heldur sem öll þjóðin átti. Hún
var með stærsta hjarta sem ég
hef kynnst og lét ekki sitt eftir
liggja til að bæta heiminn. Hún
elskaði sitt fólk og sína skjólstæð-
inga í gegnum tíðina skilyrðis-
laust, bar umhyggju fyrir öllum
og gjafmildi hennar engu lík.
Það hefur verið magnað að sjá
allt þetta flóð skilaboða frá fólki
alls staðar að úr heiminum sem
hún snerti með kærleiksríkum
stuðningi. En það kemur ekki á
óvart. Óteljandi góðverk sem hún
gerði í hljóði án þess að stæra sig
af þeim, hvort sem það var kær-
leiksríkur stuðningur eða verald-
legar gjafir. Jónína var svo ótrú-
lega örlát, líka þegar hún átti lítið.
Hún var óspör á stuðning, hvatn-
ingu og hrós – og ég og mín fjöl-
skylda fórum ekki varhluta af því.
Við Geir litum á hana sem hluta af
fjölskyldunni enda var það hún
sem leiddi okkur saman – og
fyrstu jólin okkar héldum við með
Jónínu. Hún var alveg einstaklega
skemmtileg, alltaf gaman að vera
í kringum hana – aldrei lognmolla
– mikið hlegið og alltaf líf og fjör.
Ég elskaði hvað hún var hrein og
bein – hún kom til dyranna eins
og hún var klædd, tók sjálfa sig
alls ekkert hátíðlega og var ekk-
ert að setja sig í stellingar. Jónína
gerði óspart grín að sjálfri sér,
það var ekki til í henni snobb og
allir voru jafnir í hennar augum.
Jónína var líka búin að upplifa að
eiga allt og einnig að standa á göt-
unni með börnin sín og eiga ekki í
nein hús að venda. En hún reis
alltaf upp og kom alltaf sterk til
baka. Hún var ótrúlega hug-
myndarík og uppátækjasöm, allt-
af að skipuleggja næstu verkefni
og tilbúin með viðskiptaplönin,
hún hugsaði í lausnum og orðið
ómögulegt var ekki til í hennar
orðabók.
Jónína var trú og trygg og hik-
aði ekki við að taka slaginn fyrir
fjölskyldu og vini ef henni fannst
á þá hallað – slagi sem hún hefði
ef til vill átt að láta aðra um að
taka, því þetta tók svo sannarlega
sinn toll af henni. En hugrekki
einkenndi þessa einstöku konu og
hún vílaði jafnframt ekki fyrir sér
að taka afstöðu í umdeildum þjóð-
félagsmálum. En loksins þegar
Jónína var komin á lygnan sjó
með fallega heimilið í Hveragerði
eins og reyndar öll hennar heimili
í gegnum tíðina voru af hennar al-
kunnu snilld, og hún hlakkaði
mikið til að eyða meiri tíma með
börnunum sínum og barnabörn-
um sem hún elskaði meira en allt,
þá kom stóra kallið. Elsku Jó-
hanna Klara, Matthías, Tómas og
fjölskylda, missir ykkar er mikill
og svo sár. Við Geir vottum ykkur
öllum okkar dýpstu samúð. Það
var heiður að fá að kalla Jónínu
vinkonu mína og njóta vináttu
hennar í meira en 20 ár – vináttu
sem aldrei bar skugga á. Það er
óendanlega sárt og óraunverulegt
að hún hafi kvatt okkur. Lífið
verður ekki samt án hennar. En
kærleiksstjarnan hennar mun
halda áfram að skína skært í
hjörtum okkar sem eftir lifum.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir.
„Hvað ferðu oft í infrarauðan?
Hvað ertu lengi? Ferðu á morgn-
ana eða kvöldin? Hehe. Þú heyrir
að ég er að biðja um fyrirlestur
um infrarauðan. Góðir hjá þér
lestrarnir. Afslappandi að hlusta á
þig, mín kæra.“ Þessar línur sendi
ég vinkonu minni Jónínu Ben í
skilaboðum á Facebook að kvöldi
15. desember sl. Harmafregnin
um skyndilega brottför hennar
útskýrði síðar af hverju mér barst
ekkert svar, enda engan veginn
líkt henni að svara ekki. Í skila-
boðunum vitna ég í stutta
fræðslufyrirlestra sem Jónína
flutti síðustu vikur á FB um hin
ýmsu mál sem vörðuðu detox og
bætta heilsu. Hún lét Covid og
aðra óárán ekki stöðva sig í að
þjónusta detoxvini sína.
Jónínu kynntist ég fyrst árið
2009 þegar ég fór ásamt dóttur
minni, Halldóru Gyðu, á heilsu-
hótelið Elf í Póllandi þar sem Jón-
ína byggði upp þjónustu fyrir Ís-
lendinga sem hún rak hátt í tvo
áratugi. Þangað fór ég síðan ár-
lega og naut hvatningar og leið-
sagnar hennar. Í detoxmeðferð-
inni mynduðust í gegnum árin
vinahópar, svo sem páskahópur,
septemberhópur og fleiri, sem
Jónína hélt utan um. Hún var
mikill höfðingi og elskaði að bjóða
vinahópum sínum til veislu. Mér
er sérstaklega eftirminnilegt
glæsilegt jólahlaðborð þar sem
detoxhóparnir hennar fylltu húsið
í Stigahlíð.
Það er erfitt að lýsa Jónínu án
þess að sjá fyrir sér frum-
kvöðulinn sem lét ekkert stöðva
Jónína
Benediktsdóttir