Morgunblaðið - 04.01.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021 ✝ Sveinn Skúla-son fæddist 10. júní 1954 í Reykja- vík. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 20. des- ember 2020. Sveinn var sonur hjónanna Skúla Ingvarssonar, f. 5. október 1921, d. 22. júlí 1987 og El- ísabetar Sveins- dóttur, f. 29. júlí 1929. Bræður Sveins eru Sigurður, f. 20. september 1947 og Skúli, f. 30. apríl 1957. Sveinn giftist 4. október 1975 Steinunni Pétursdóttur, f. 12. janúar 1954. Foreldrar Stein- unnar voru Pétur Björgvin Björgvin Sveinsson, f. 14. mars 1987. Sambýlismaður Kim Swartz. Sveinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi og var í fyrsta árganginum sem út- skrifaðist þaðan. Eftir stúdents- próf fór Sveinn að vinna hin ýmsu störf og vann lengstum hjá GlaxoSmithKlein. Sveinn fór í Leiðsögumannaskólann og lauk þaðan prófi ásamt því að taka meirapróf. Sveinn vann síðustu ár hjá Kynnisferðum. Sveinn var mikill útivistar- maður og naut sín best við ýmiss konar veiðar eða á hestabaki og þá helst inni á hálendinu í hesta- ferðum. Útför Sveins fer fram í Kópa- vogskirkju í dag, 4. janúar 2020, en vegna aðstæðna verða ein- ungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Jarðsett verður í Kópavogskirkjugarði. Georgsson, f. 4. jan- úar 1921, d. 25. nóvember 1999, og Guðrúna Steinunn Gunnarsdóttir, f. 13. maí 1921, d. 10. apríl 2007. Börn Sveins og Steinunnar eru: 1. Elísabet, f. 25. febr- úar 1975. Börn hennar eru Stein- unn Elva, Íris Embla og Þórður Pétur. Sam- býlismaður Erlendur Ástgeirs- son. Sonur hans er Arnar Kári. 2. Ragnhildur, f. 8. júlí 1977. Börn hennar eru Sveinn Aron, Andri Lucas, Daníel Tristan og Ólöf Thalía. Sambýlismaður Guðmundur Þórðarson. 3. Pétur Óbyggðirnar kalla og nú hef- ur pabbi svarað kallinu. Hann hefur lagt á Hnokka sinn og þeir félagar feta grýtta fjallastíga og þeysa um mjúkar moldargötur. Eftir sitjum við hin og veltum fyrir okkur af hverju það gerð- ist svo skjótt, því verður líklega aldrei svarað. Við pabbi vorum miklir vinir og ég var og er pabbastelpa. Með pabba vakn- aði áhugi minn á fótbolta en hann spilaði með UBK sem nú er Breiðablik. Hann stóð í markinu og í mínum augum var hann langbestur og ég fór á alla leiki með honum. Hann þótti framsækinn markmaður og spil- aði oft sem aftasti maður varn- arinnar. Pabbi var duglegur að hafa mig með sér á æfingar og í leiki og alltaf var hann þolin- móður við stelpuskottið sitt sem þurfti að spyrja og segja svo margt að loknum erfiðum leik. Þegar ég fór svo sjálf að æfa fót- bolta fylgdi pabbi mér fast og örugglega eftir. Hann mætti á alla leiki hjá mér og var ásamt mömmu minn helsti stuðnings- maður. Hann var vanur að segja við mig: „Gerðu alltaf þitt besta og aðeins betur. Þá er ekki hægt að biðja um meira.“ Ég er svo stolt að geta sagt frá því að pabbi minn hafi, ásamt öðrum, stofnað eitt stærsta fótboltamót fyrir ungar stelpur á Íslandi, Gull- og silfurmótið, sem nú heitir Símamótið. Með þessu framtaki var kvennaknatt- spyrnu á Íslandi lyft á hærra plan. Pabbi var mikill Arsenal- maður og þegar hann horfði á leiki með sínum mönnum var kappið mikið og tók hann mik- inn þátt í leiknum. Hann gafst aldrei upp á því að segja sínum mönnum til í sjónvarpinu og þegar þeir skoruðu fór hann í leik sem við kölluðum „Bannað að snerta gólf“ en þá hoppaði hann á milli húsgagna í stofunni og fagnaði ógurlega. Pabbi byrjaði frekar „seint“ í hestamennsku en eins og svo margt sem hann tók sér fyrir hendur var það allt eða ekkert. En þrátt fyrir að byrja seint til- einkaði hann sér mjög fljótt þennan lífsstíl. Hann var óhræddur og tókst á við nýja hluti sem urðu honum eðlislæg- ir. Pabbi elskaði að ferðast um landið okkar og var staðháttum vel kunnugur, þekkti næstum hverja þúfu á sumum svæðum og það var alltaf hægt að spyrja hann um reiðleiðir á hálendinu. Ferðamátinn varð helst alltaf að vera eitthvað sem myndi ekki krefjast þess að hann þyrfti að ganga mikið og því voru hesta- ferðir hans lífi og yndi. Pabbi myndaði einstakt samband við hestana sína og þá sérstaklega Hnokka. Þeir voru miklir vinir og á milli þeirra ríkti skilyrð- islaust traust og virðing. Pabbi var alltaf kóngur um stund þeg- ar þeir félagar fóru um á yfir- ferðartölti, hvort sem var í byggð eða í óbyggðunum. Það er sárt að hugsa til þess að ekki sé hægt að hringja í pabba lengur og spyrja hann eða biðja hann. Það er sárt að hugsa til þess að ég heyri aldrei aftur: „Þetta er hún Beta mín.“ Það er sárt að hugsa til þess að ekki verða farnar fleiri hesta- ferðir eða bíltúrar. Það er sárt að hugsa til þess að fá aldrei pabbaknús aftur. Minningarnar hjálpa til við að draga úr sárs- aukanum og pabba verður alltaf minnst sem fyndins, orðheppins manns sem hafði alltaf tíma fyr- ir mig. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Elísabet Sveinsdóttir (Beta). Það er óraunverulegt að sitja hér og setja saman minningar- grein um pabba, mann sem var 66 ára gamall og átti fullt eftir að gera, sjá og upplifa. Krabba- meinið kom skyndilega í ljós en hann hafði verið veikur í svo miklu lengri tíma. Sorgin í fjöl- skyldunni og hjá vinum er mikil og þung, pabbi snerti líf margra og hafði svo falleg áhrif á lífið í kringum sig. Pabbi var yndislegur, hlýr og kærleiksríkur pabbi, var alltaf tilbúinn að aðstoða með hvað sem er. Hann hvatti okkur systkinin áfram í okkar ævin- týrum, og þar er af nógu að taka. Hann var minn helsti stuðningsaðili, ásamt mömmu, og á ég þeim svo margt að þakka. Hann lét sig líf mitt og annarra varða, vildi vita hvað væri að gerast og lá ekki á skoð- unum sínum og virti skoðanir annarra. Við áttum fallegt samband, skildum og virtum hvor annan. Þrátt fyrir að hafa búið í Dan- mörku síðastliðin 12 ár héldum við svo góðu sambandi, töluðum saman oft í viku þar sem málefni líðandi stundar voru rædd, bár- um saman bækur okkar og ég spurði um ráð hvernig best væri að leysa þær áskoranir sem biðu mín. Þú sagðir mér margt um Kaupmannahöfn sem ég vissi ekki, vaktir áhuga minn á sögu Íslendinga í borginni og pass- aðir upp á að íslenskan mín yrði ekki of dönsk, þó með misjöfn- um árangri. Hélt það myndi líða yfir þig þegar ég sagði þér frá fallega „sólarniðurganginum“ (d. solnedgang) einn daginn! Minningin um veiðitúrinn sem við áttum í lok sumars mun lifa lengi, þú kenndir mér að lesa ána, hvar fiskurinn lá og hvar væri best að kasta. Varst nálægt og tilbúinn að aðstoða ef ég þyrfti, fann að þarna varst þú í þínu elementi, úti í náttúrunni. Elsku pabbi, ég á svo margar skemmtilegar og yndislegar minningar um þig. Það er svo sárt að þær verða ekki fleiri, en þær sem ég á mun ég varðveita og geyma. Þú kenndir mér nefnilega að búa til minningar og njóta lífsins, að hafa gaman. Þú kenndir mér meira en þú vissir af elsku pabbi. Sársaukinn er ólýsanlegur. Við systkinin, mamma og afa- börnin minnumst og söknum þín, með heiður þinn á lofti höld- um við áfram okkar ævintýrum. Þú fylgist með og við munum vita af þér styðja og hvetja okk- ur áfram. Þú ert á betri stað, þú ert ekki þjáður lengur. Þú ert þar sem þér leið best; í óbyggð- unum með hestunum þínum. Nú hafa óbyggðirnar kallað þig til sín, ég held keikur áfram eins og ég lofaði þér í okkar síð- asta spjalli. Þangað til næst elsku pabbi. Pétur Björgvin Sveinsson. Þakkarbréf til pabba. Elsku besti pabbi. Takk fyrir að vera besti pabbi sem ég gat hugsað mér. Frá því ég man eftir mér hefurðu alltaf verið til staðar fyrir mig, staðið við bakið á mér og stutt mig í einu og öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Þú hélst utan um mig þegar mér leið illa, hlóst með mér á gleðistundum og kenndir mér flestallt sem ég kann, allra helst að vera góð manneskja, umburðarlyndi og að koma vel fram við aðra. Takk fyrir að ferðast með mér og heimsækja mig hvert sem ég flutti. Þú varst endalaust fróður um söguna og þá staði sem við heimsóttum, þú fræddir mig og aðra um sögu þeirra hvort sem var innanlands eða utan. Takk elsku pabbi fyrir að vera alltaf fyndinn og skemmti- legur. Það voru aldrei þær að- stæður að þú sæir ekki spaugi- legu hliðina á hlutunum og hefðir ekki húmorinn að leiðar- ljósi. Hvar sem þú komst varst þú hrókur alls fagnaðar. Fólk kunni alltaf vel við þig, kunni að meta húmorinn og naut hlýjunn- ar. Svarti húmorinn var alltaf til staðar, fylgdi þér alveg til síð- asta dags og þrátt fyrir erfiða daga undir lokin tókst þér alltaf að setja bros á andlit okkar. Takk fyrir að vera góður og hlýr. Takk fyrir að vera besti afi sem ég og börnin mín gátum óskað okkur. Eins og að kenna þeim að veiða, girða í sveitinni, fara á hestbak, ferðast um land- ið og búa til endalausar minn- ingar sem munu fylgja þeim alla tíð. Takk fyrir að gera líf þeirra litríkara, vera skemmtilegasti jólasveinninn fyrir þau og gleðja þau með stanslausu glensi og gríni hvar og hvenær sem er. Takk fyrir að hafa áhuga á því sem börnin mín eru að gera, hvort sem það er að horfa á teiknimynd með afastelpunni þinni eða horfa á fótbolta hjá afastrákunum þínum fram á síð- asta dag. Takk fyrir að vera endalaust stoltur af afabörnunum þínum og styðja þau í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Takk fyrir allt pabbi. Takk fyrir allar góðu minningarnar sem munu lifa í hjörtum okkar og ylja okkur um ókomna tíð. Þú kallaðir mig alltaf Rósina þína, ég mun alltaf vera Rósin þín, en eins og þú grínaðist allt- af með þá er „engin rós án þyrna“. Ég kveð þig með sorg í hjarta og miklum söknuði. En ég er jafnframt mjög þakklát fyrir tímann og allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Hvíldu í friði elsku pabbi minn. Þín dóttir, Ragnhildur. Elsku afi, takk fyrir allt. Það eru forréttindi að eiga góðan afa og ekki brást þér bogalistin þar. Hvar eigum við að byrja eigin- lega því þú varst bara frábær afi! Heima hjá ömmu og afa er að finna ótal mörg myndaalbúm full af minningum. Þar eru minningar þegar afi fór með okkur á hestbak, í veiðiferðir, til útlanda eða var bara heima, „að hafa það kósí“, eins og hann sagði. Afi og amma hafa nefni- lega heldur betur gert margt með okkur! Afi var mikill kennari og reyndi eftir sinni bestu getu að kenna okkur allt sem hann gat. Þegar við fórum á hestbak sýndi afi okkur hvernig átti að halda lifandi í tauminn og sitja bein í baki í hnakknum. Svo kenndi hann okkur líka stærðfræði og ensku og náttúrufræði og allt hitt sem honum datt í hug, hon- um tókst alltaf að gera allt meira spennandi. Fyrir okkur vissi afi einhvern veginn allt og hann var líka alltaf með svörin á hreinu. Afi fylgdist vel með okk- ur krökkunum og mætti á allt sem hann gat, hvort sem það var hestamót, fimleikamót, leiksýn- ingar eða fótboltaleikir. Ef hann mætti ekki var hann fljótur að spyrja hvernig hefði gengið. Hann spurði líka bara hvernig okkur gengi í okkar daglega lífi og störfum, hvort við stæðum okkur vel í skólanum, vinnu eða því sem við vorum að brasa við hverju sinni. Það var aldrei langt í húm- orinn og þurftum við iðulega að staldra við og hugsa okkur tvisvar um hvort um grín eða al- vöru væri að ræða, en það var líka það sem gerði afa einstak- an. Honum fannst ekki leiðin- legt að bregða sér í ýmis gervi til að láta okkur hlæja. Hann nennti alltaf að leika jólasvein- inn og mætti þá Hurðaskellir og tryllti lýðinn. Þegar við komum í heimsókn mætti afi alltaf með útbreiddan arminn til að taka á móti okkur, nema ef það voru veðurfréttir, þá beið það þar til þær kláruð- ust. Það er erfitt að hugsa til þess að það muni ekki útbreidd- ur faðmur afa taka á móti manni þegar maður kemur í heimsókn, en við vitum að amma mun bara knúsa okkur tvisvar sinnum fastar, fyrir afa. Elsku afi, við áttum margt eftir ógert en núna tekur við nýr raunveruleiki. Við munum geyma þig í hjörtum okkar og í sorginni yljum við okkur við all- ar þær minningar sem við eig- um. Við söknum þín sárt, hvíldu í friði. Ó, hjartans afi, öll þín heitt við söknum því enginn var eins góður á okkar braut. Á angurs nótt og vonar morgni er vöknum þá vakir andi þinn í gleði og þraut og gleym mér ei að þínu lága leiði við leggjum hljótt og brosum gegnum tár, sem maísól, er brosir blítt í heiði þú blessar okkar stundir daga og ár. (HP) Þín barnabörn, Steinunn, Sveinn, Íris, Andri, Þórður, Daníel og Thalía. Það er fallegur sumardagur á Snælandi í Kópavogi, endur baða sig í lítilli tjörn fyrir fram- an bæinn og heimalningar leika sér á hól. Inni hvílir Sveinn bóndi sig eftir matinn og hlustar á veðrið og veltir fyrir sér hvort nú sé rétti tíminn til að slá á meðan Guðný kona hans gengur frá eftir matinn. Í öðrum sófa dottar Sigurður, þeirra elsta barnabarn og hjálparhella. Ró og friður er yfir öllu. Í fjarska heyrast hróp sem færast nær og eru orðin mjög hávær þegar ljóshærður drengur kemur hlaupandi fyrir hornið á steyptri girðingunni og stefnir að útidyrunum. Þetta er Sveinn, Nenni frændi, næstelsta barna- barn Sveins og Guðnýjar. Rétt á eftir kemur yngri bróðir hans, Skúli, og er brjálaður. Bróður hans hafði enn einu sinni tekist að reita hann til reiði. Skúli er með grjót í hendinni og kastar því á eftir bróður sínum sem rétt sleppur inn um útidyrnar en steinninn lendir í rúðunni og á hana kemur gat neðst í horn- inu. Friðurinn er úti, friðurinn var oft úti þegar þeir bræður áttu í hlut. Amma reynir að róa drengina en Sveinn bóndi sem sjaldan skipti skapi er argur því hann missti af mikilvægasta parti veðurfréttanna. Skúli pabbi strákanna, kallaður gamli til aðgreiningar frá nafna sínum og syni, gerir við rúðuna en við- gerðin ber baráttu bræðranna ævarandi merki. Það var fjörugt, skemmtilegt og gefandi að alast uppí nábýli við frændur mína þrjá á Snæ- landi. Ljúfar minningar koma í hugann nú þegar Nenni, fyrstur frændsystkinanna á Snælandi, fellur frá alltof fljótt. Hann var nokkrum árum eldri en ég og ég leit upp til hans. Sem unglingur var hann með sítt hvítt hár skipt í miðju, hlustaði á rokkmúsík og í augum mínum hinn fullkomni töffari. Hvernig hann gat bakk- að löngum heyvagni inn um dyrnar á hlöðunni, þar sem ein- ungis voru sentímetrar upp á að hlaupa, fannst mér kraftaverki líkast. Ég öfundaði hann af að fá að keyra traktorinn og gat varla beðið eftir að fá að komast í þau spor. Hann var góður í fótbolta þannig að það var margt sem ungum dreng fannst mikið til koma í hans fari. Nenni var skemmtilegur og umhyggju- samur frændi. Þegar Nenni kynnti Steinu sína inn í ættarsamfélagið á Snælandi vann hún strax hjarta allra. Hógvær, glaðlynd, um- hyggjusöm og hestamanneskja. Smám saman smitar hún Nenna af hestamennskunni sem verður þeirra stóra sameiginlega áhugamál. Steina sinnti afa og ömmu einstaklega vel þegar þau þurftu á umönnun og umhyggju að halda. Fyrir það er ég mjög þakklátur. Nenni og Steina eignuðust þrjú börn, Elísabetu, Ragnhildi og Pétur, sem urðu hluti af líf- inu á Snælandi. Skemmtilegir krakkar, ólík en bera foreldrum sínum gott vitni. Stella frænka, ættmóðirin lit- ríka, sér nú á eftir syni sínum. Henni, Steinu, Betu, Röggu, Pitta, bræðrunum Bóbó frænda og Skúla og barnabörnum Steinu og Nenna sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Það get- ur verið að friðurinn til að hlusta á veðurfréttirnar á himn- um verði truflaður en tilveran þar verður skemmtilegri. Vilmar Pétursson. Elsku Sveinn mágur eða hinn maðurinn í lífi mínu, eins og ég sagði oft við hann. Að skrifa þessa minningargrein er svo óraunverulegt og svo sorglegt, hann kvaddi okkur allt of snemma eftir stutta baráttu við krabbamein. Sveinn kom inn í líf fjölskyld- unnar fyrir nokkuð mörgum ár- um, þegar Steinunn systir kynnti hann sem kærastann sinn, síðhærðan fótboltastrák úr Kópavogi. Þetta var stórt gæfu- spor fyrir elsku Steinunni og ekki síður fyrir mig, sem fékk að gera margt skemmtilegt með þeim í gegnum árin, oft var tal- að um Svein og systurnar tvær og mikið hlegið að því í góðra vina hópi. Pabbi og mamma voru ekki lengi að sættast við drenginn og síðar áttu pabbi og Sveinn eftir að fara í margar veiðiferðir saman og í þeirri síð- ustu hjá pabba var Sveinn með honum þegar hann óvænt kvaddi. Ótrúlega þakklát til- hugsun hjá okkur fjölskyldunni en örugglega ekki skemmtileg endurminning fyrir elsku Svein. Fyrir tilstilli Sveins og Stein- unnar kynntist ég hesta- mennskunni, sem veitti mér mikla ánægju í mörg ár. Reynd- ar sagði Sveinn við mig fljótlega í byrjun að ég hefði ekki með- fædda hæfileika en það hlyti að vera hægt að gera eitthvað úr mér, sem ég held að hafi svo gengið þokkalega, ekki síst fyrir hvatningu Sveins og endalausa þolinmæði hans. Ég naut þess svo að fara í margar hestaferðir með þeim og fleirum, fórum víða og oftar en ekki var Sveinn bú- inn að kynna sér allar aðstæður og gera ferðaáætlun, lesa sér til og miðla svo áfram til okkar hinna. Mér er reyndar sérstak- lega minnisstæð fjölskylduferð- in, sem við fórum í á hestum frá Snorrastöðum í Kolbeinsstaða- hreppi yfir í Borgarfjörðinn og heim. Ég var kölluð til sem rit- ari ferðarinnar, Sveinn var sögumaður og stundum þótti mér nóg um „örnefnaræpuna“ sem gekk upp úr honum og ég mátti hafa mig alla við að skrá í dagbókina leiðarlýsingar hans. Eftir þetta ferðalag heimsótti ég frænku mína í Borgarnesi, sem var vel kunnug staðháttum þarna um slóðir, las upp fyrir hana úr dagbókinni og að lestri loknum sagði hún við mig glott- andi að Sveinn hefði kannski ekki alveg vitað hvar hann var á landinu – hún minntist þess ekki að hafa heyrt mörg af þessum örnefnum áður! Þegar ég hringdi í Svein og sagði honum þetta hló hann dátt og sagði að það væri um að gera að hafa gaman af þessu. Seinna dreif hann sig í leiðsögunám, og ég veit að hann þótti sérlega fróð- ur, skemmtilegur og lausnamið- aður fararstjóri og ég efast ekki um að hann hafi skemmt mörg- um ferðamanninum með örnefn- aræpunni góðu. Síðar eftir að ég kynntist Sig- urgeiri og eignaðist Guðrúnu Steinunni tók Sveinn þeim jafn opnum örmum og mér, alltaf jafn notalegur, og við áttum margar góðar stundir saman. Þau sakna kærrar vináttu hans og senda fjölskyldunni sínar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Steinunn, elsku Stella, elsku Beta, Ragga, Pétur Björg- vin og fjölskyldur. Mikill er missir ykkar en minningin um góðan mann, sem elskaði ykkur mikið, er dýrmætur fjársjóður. Sveinn mun áfram lifa í hjarta okkar um ókomin ár. Blessuð sé minning hans. Þín mágkona, Guðrún (Lilla). Veiðisvæðið við Iðu í Bisk- upstungum er og hefur alltaf verið fyrir margra hluta sakir sérstakt. Til áratuga eitt þekktasta stórlaxasvæði landsins og við Iðu veiddust fiskar sem voru öðrum stærri og sterkari. Því miður er þetta mikið til liðin tíð. Stærstu fiskarnir eru varla lengur til staðar, smærri fiskar teknir við flestum hlutverkun- um sem veita reyndum veiði- mönnum við Iðu þó enn mikla ánægju. Fyrir sanna veiðimenn sem láta sig félagsskapinn og vinátt- una öllu skipta og eru drifnir áfram af minningum liðinna daga í návist fallinna höfðingja skiptir samveran á veiðislóð öllu Sveinn Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.