Morgunblaðið - 04.01.2021, Qupperneq 21
máli. Skiptir þá minna máli
hvernig fiskast. Minningarnar
hrannast upp við hverja inn-
komu við Iðu.
Sveinn Skúlason var einn af
þessum sönnu veiðimönnum.
Bar ómælda virðingu fyrir fölln-
um höfðingjum sem kennt höfðu
honum listina að veiða lax. Hélt
merki þeirra viðstöðulaust á
lofti og virti linnulítið afrek
þeirra sem vissulega voru okkur
öllum lærdómsrík og hvetjandi.
Sveinn var okkur afar
skemmtilegur og mikilvægur
veiðifélagi og missir okkar er
mikill. Stórt skarð hefur verið
rofið í vinahóp okkar sem verð-
ur erfitt að fylla. Horfinn er á
braut sannur vinur. Félagi sem
vildi allt fyrir alla gera. Sveinn
var mjög iðinn og lunkinn veiði-
maður og það var alltaf stutt í
grínið og glensið þegar vaktinni
var lokið. Þá var hann oft
fremstur meðal jafningja þegar
skemmtilegar sögur úr veiðitúr-
um og ferðum um Ísland voru
rifjaðar upp. Sveinn var mikill
hestamaður og þeir eru ekki
margir staðirnir á Íslandi sem
hann þekkti ekki.
Þegar fyrsti veiðitúrinn við
Iðu var innan seilingar að vori
ár hvert var símtal frá Sveini
eins öruggt og hækkandi sól.
Áhugi hans og tryggð við veiði-
svæðið við Iðu var sönn og eft-
irvæntingin og biðin eftir ævin-
týrum sumarsins jafnan mikil
og mörgu öðru yfirsterkari.
Fyrir nokkrum misserum
misstum við félagarnir annan
veiðifélaga, Steinar Petersen.
Og, líkt og Svein, langt fyrir ald-
ur fram. Við vitum og trúum að
þeir muni skemmta sér vel,
saman á stönginni, á nýjum
veiðislóðum og verða örugglega
vel varir eins og jafnan áður.
Fundum okkar á veiðislóð ber
ekki saman aftur. En það verður
fundarfært á ný síðar og þá
munum við aftur skemmta okk-
ur vel.
Elsku Steinunn og fjölskylda,
hugur okkar er hjá ykkur á
þessum erfiðu tímum og færum
við ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Veiðifélagar við Iðu,
Stefán Kristjánsson,
Gunnar Örn Pétursson,
Guðjón G. Ögmundsson,
Jens Magnússon,
Jón Hilmarsson.
Sveini Skúlasyni kynntist ég
1979 þegar ég fór að æfa með
meistaraflokki Breiðabliks í fót-
bolta en hann hafði, með hléum,
leikið með Blikum frá 1973.
Þarna var hann á 25. ári,
tveggja barna faðir, og búinn að
koma þaki yfir sig og sína á
æskuslóðum í Grenigrundinni.
Hann var því með mörg járn í
eldinum, eins og jafnan, og 1979
var síðasta ár hans í boltanum, í
bili. Áfram var hann samt við-
loðandi fótboltann og við rák-
umst hvor á annan af og til. 1985
fór hann svo að æfa aftur, svona
til að halda sér við, en spilaði
samt flesta leiki þetta sumar og
átti marga stórleiki. Mjög minn-
isstæður er síðasti leikurinn, á
Húsavík, en sigur þurfti til að
vinna sæti í efstu deild. Sveinn
átti stórleik og tryggði okkur
sigurinn með frábærri frammi-
stöðu. Eitt dagblaðanna sló upp,
í lit, fyrirsögninni: „Súper-
Sveinn! Lokaði markinu og
tryggði Blikum sigur.“ Honum
reyndist erfitt, eins og fleirum,
að slíta sig frá boltanum og þótt
hann hætti sem leikmaður eftir
tímabilið 1985 hljóp hann undir
bagga og spilaði þrjá leiki í efstu
deild 1986 og svo aftur 1987 en
lét þá staðar numið.
1983 var Sveinn ráðinn sölu-
fulltrúi lyfja hjá G. Ólafsson hf.,
þar sem ég vann einnig. Þarna
óx vinskapur okkar og tók nýja
stefnu í gegnum áhuga okkar
beggja á skotveiði. Sveinn var
áhugasamur veiðimaður, og auk
þess kvæntur inn í fjölskyldu
þar sem veiði með stöng og
byssu var í hávegum höfð og
hluti af tilverunni. Haustið 1984
gengum við nokkrum sinnum
saman til rjúpna, skutumst jafn-
vel eftir vinnu, rétt út fyrir bæ-
inn, oftast einir en stundum með
Pétri Björgvini Georgssyni,
tengdaföður hans, miklum veiði-
manni. Þetta haust, og oft síðan,
var líka legið fyrir gæs á Blesa-
stöðum á Skeiðum, hjá Elsu og
Rúnari. Og upp frá þessu fórum
við árlega saman til rjúpna og
gæsa og stöku sinnum á anda-
veiðar í rúmlega 30 ár. Veiði-
slóðir voru víða, einkum þó vest-
an- og sunnanlands. Í veiðiskap
er ekki á vísan að róa og þótt oft
gengi vel þá kom fyrir að við
núlluðum, eða því sem næst. Þá
kom það fyrir að frú Steinunn
leit kankvís á okkur, eldsnöggt,
og spurði hvort við ættum ekki
frekar að snúa okkur að fugla-
vernd. Já, þetta var indælt stríð.
Margar sögur sagðar, miklu
logið og mikið hlegið. Síðustu
árin hefur ferðunum heldur
fækkað. Úthaldið ekki það sama
og áður, en þó stundum legið
fyrir gæs og kíkt eftir öndum af
og til fyrir austan, þar sem þau
Steinunn höfðu reist sér bústað
við Langholtsfjall. Síðasta vetur
og fram á sumar ræddum við
plön fyrir haustið, að liggja fyrir
gæs og gá að öndum. Af því varð
hins vegar ekki þar sem Sveinn
kenndi sér í auknum mæli þess
meins sem heimti krafta hans
óskipta. 18. desember sl. rædd-
um við saman sem oftar, og
mest um framtíðina, enda var
hann staðráðinn í að hafa betur,
þótt hart væri að honum sótt.
Ætluðum svo að heyrast eftir
helgina.
Nú er hlátur hans þagnaður.
Það var mikið lán að eignast
Svein Skúlason að félaga og vini
og ég kveð þennan góða dreng
með söknuði, og þakklæti fyrir
samfylgdina.
Við Kolla sendum fjölskyldu
Sveins samúðarkveðjur.
Ólafur Björnsson.
Ég vil í fáum orðum minnast
vinnufélaga míns, Sveins Skúla-
sonar, sem lést langt fyrir aldur
fram hinn 20. desember síðast-
liðinn.
Ég kynntist Sveini fyrst þeg-
ar ég átti samstarf við hann sem
leiðsögumaður og ökuleiðsögu-
maður hjá Kynnisferðum en
hann var þá í samskonar starfi
hjá Mountaineers. Síðar hóf
hann störf hjá Kynnisferðum og
unnum við þar saman um árabil,
allt þar til Covid 19 batt enda á
okkar samstarf.
Sveinn var þægilegur í um-
gengni, hjálpsamur, lausnamið-
aður og mjög góður fagmaður.
Eftir að ég tók að mér að vera
trúnaðarmaður leiðsögumanna
hjá Kynnisferðum leitaði ég oft
til Sveins; hann var ráðagóður,
skynsamur og rökfastur en jafn-
framt ávallt yfirvegaður.
Ég talaði við Svein í síma
tveimur mánuðum áður en hann
lést. Þá var hann bjartsýnn á að
hann myndi ná sér af sínum
veikindum og hlakkaði til að
takast á við verkefni í ferða-
þjónustu þegar rofa færi til á
næsta ári eftir Covid.
Enginn veit sína ævi fyrr en
öll er. Veikindin tóku sig upp og
höfðu betur.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Sveini fyrir hjálpsemi og góð
samskipti. Hans verður sárt
saknað.
Aðstandendum Sveins votta
ég mína innilegustu samúð en
veit að minningin um góðan
dreng mun styrkja þá í þeirra
miklu sorg.
Leifur Björnsson.
„Haldið hefur margan svik-
ið“, var kenning sem Svenni
Skúla smíðaði sjálfur. Ekki það
að hann hafi frekar en við brids-
félagar hans verið ötull höfund-
ur nýrra íslenskra málshátta en
hann átti þennan frasa skuld-
laust og notaði hann til dæmis
þegar vörnin feilreiknaði sig og
taldi laufadrottninguna vera í
suður eða annað í þeim dúr.
Svenni sagði gjarnan djarfar á
spilin sín en við hinir, dobblaði
oftar, tók sénsana og vann
þannig ýmist eftirminnilega
sigra eða fór húrrandi niður
með hörmulegum afleiðingum.
Fjörið var alla tíð fólgið í ögrun
keppnisskapsins og kosturinn
auðvitað alltaf sá að ef illa fór
voru spilin einfaldlega stokkuð
og gefið upp á nýtt. Þegar vel
tókst til mátti hins vegar orna
sér lengi við minninguna og
fagna kærkomnum punktum í
þeirri stöðugu keppni sem
klúbburinn háði innbyrðis í ára-
tugi.
Enginn okkar félaganna hélt
að krabbameinið sem greindist
fyrir nokkrum mánuðum síðan
myndi hafa þessar alvarlegu af-
leiðingar – hvað þá svona hratt.
Þar sannaðist eina ferðina enn
sú kenning Svenna að haldið
hafi margan svikið. Í þetta
skiptið er hins vegar engin leið
til þess að gefa aftur. Spilið er
búið. Harðjaxl er fallinn í val-
inn. Maður sem kvartaði aldrei,
bar tilfinningar sínar sjaldnast
á torg, hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum, mót-
mælti kröftuglega ef honum
fannst hann beittur rangindum
en var fyrst og síðast vinur
vinna sinna og fljótur að fyrir-
gefa sjálfum sér og öðrum ef
menn stukku upp á nef sér í hita
leiksins.
Við sem vorum æskufélagar
hans vorum alla tíð þakklátir fyrir
að hafa Svenna með okkur eftir að
hann þurfti fyrst að gangast undir
erfiða en sem betur fer vel heppn-
aða hjartaaðgerð fyrir u.þ.b. 40
árum. Þá voru þær ekki gerðar
hér á landi heldur í London. Með
honum í för var Steina kona hans
og þá móðir tveggja ungra dætra
þeirra. Ekki er að efa að þessi
ferð, aðgerð og úrvinnsla hafi tek-
ið verulega á þau bæði á tímum
þar sem enska var ekki reiprenn-
andi tungumál Íslendinga eins og
nú er orðið og talsamband á milli
landa bæði dýrt og flókið. Svenni
kom heill heim en tókst öðru
hvoru á við ákveðna hjartatengda
viðhaldsvinnu án þess nokkru
sinni að mögla eða setja okkur fé-
lagana inn í smáatriðin þar að
baki.
Svenni var glaðbeittur keppn-
ismaður, góður íþróttamaður, fé-
lagsmálamaður, veiðimaður og
hestamaður. Eldskírn hans sem
kornungur markmaður í efstu
deild knattspyrnu með Breiða-
bliki er eftirminnileg. Hann var
einn af frumkvöðlum íslenskrar
kvennaknattspyrnu, m.a. með því
að koma Gull- og silfurmótinu í
Kópavogi á legg, og hann var um
skeið í stjórn og formennsku
hestamannafélagsins Andvara.
Hann hefur farið í ófáar hesta-
ferðirnar upp um fjöll og firnindi
með Simma vini sínum og ferða-
bónda í Syðra-Langholti og veitt
bæði fugla og fiska í góðra vina
hópi í áratugi. Engar snurður
hafa mér vitanlega hlaupið
nokkru sinni á þá þræði og sterku
tryggðabönd sem tengdu hann
svo vel vinum sínum og samferð-
arfólki.
Ég kveð vin minn með söknuði
og bið minningu hans og fjöl-
skyldu blessunar.
Gunnar Steinn Pálsson.
Nokkur orð til að minnast míns
gamla félaga, Sveins Skúlasonar.
Með honum er genginn einn frá-
bærasti og skemmtilegasti sam-
starfsmaður sem ég hef átt um
ævina.
Þegar leiðir lágu saman starf-
aði ég hjá lyfjaheildsölu í Reykja-
vík og ráðinn var sölumaður til að
sjá um einn umboðsaðila okkar.
Og þar mætir Sveinn, glaðbeittur
sölumaður sem áður starfaði hjá
SÍS. Fljótlega áttaði ég mig á því
að þar væri kominn maður sem
átti vel við skap mitt og kímni-
gáfu. Aldrei dauflegt í kringum
Svein. Þá var hann einkar laginn í
öllum mannlegum samskiptum
sem gerði hann að frábærum sölu-
manni.
Samstarf okkar jókst svo til
muna þegar við hófum rekstur
dótturfyrirtækis lyfjafyrirtækis-
ins Glaxo á Íslandi. Þá fór í hönd
afar skemmtilegur tími. Fjöl-
mörg ný lyf voru markaðssett til
viðbótar þeim sem Sveinn hafði
þegar unnið með. Við vorum að
mestu tveir í markaðs- og
fræðslustarfi fyrstu árin og má
segja að fengi annar okkar hálf-
brjálaða hugmynd að einhverri
uppákomu, þá mátti treysta hin-
um til að bæta heldur í frekar en
að draga úr. Við kynntum ávallt
ný lyf með veglegri ráðstefnu og
á nýstárlegum stöðum s.s. í ný-
vígðri Perlunni, í listasöfnum eða
jafnvel uppi á jöklum. Ég vildi
t.d. markaðssetja nýtt ofnæmis-
lyf við heymæði og öðru ofnæm-
isfári og nefndi yfir kaffibola að
ég vildi hafa þetta í viðeigandi
umhverfi, ráðstefnugestir sætu á
heyböggum með hunda og ketti
viðstadda, jafnvel uppstoppaðan
hest. Sveinn var hugsi en sagði
fátt. Korteri seinna kemur hann
til mín og býður mér í bíltúr upp í
Víðidal, búinn að redda hlöðu,
hesthúsi og félagsheimili!
Reyndar kom í ljós að nær
allt hey var uppurið og hitastig í
hlöðunni við frostmark. Þá var
aðgengi heldur óhrjálegt, drulla
og skítur og ég nefndi að ég sæji
nú tæpast fyrir mér sérfræð-
inga í blánkuskóm vaða þennan
elg. Sveinn, sem var hestamað-
ur og vanur slarki, sagði að það
mætti kannski henda vörubrett-
um á versta foraðið eða úthluta
læknum skóhlífar! Ég greip
þetta á lofti og vildi panta lager
af Nokía vaðstígvélum með
lógói lyfsins prentað á legginn.
Sem betur fer gripu hófsamari
og skynsamari menn í málið (og
mögulega höfðu Heilbrigðiseft-
irlit og Brunavarnir eitthvað
með það að gera líka) og ekkert
varð úr hlöðu eða stígvélum. En
fundinn héldum við í félags-
heimili hestamanna. Ræðumað-
ur var víðfrægur sérfræðingur
frá Englandi. Sveinn sótti hann
á hótel og kom með í Víðidal.
Mér er ógleymanlegur undrun-
arsvipur þess breska er Sveinn
lagði bílnum við hrossagerði og
hjálpaði honum að stikla yfir
drullupolla inn í félagsheimilið.
Sveinn var mikill fjölskyldu-
maður og deildi ætíð sögum af
frúnni og börnum svo manni
fannst þau hluti af eigin fjöl-
skyldu. Jafnvel svo að við höfum
aldrei talað um þau nema sem
„Steina mín, Beta mín, Ragga
mín og Pétur minn“. Síðar
skildu leiðir og vík varð milli
vina eins og gengur. Það breytir
engu um þann sess er Sveinn
skipar í lífshlaupi mínu og minn-
ingum.
Við hjónin (DrífaSig og ég)
sendum fjölskyldu og vinum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Hvíldu í friði gamli
fóstbróðir.
Kristján Sverrisson.
Er við kveðjum vin okkar
hann Svein, þá koma í hug okkar
margar og góðar minningar. All-
ar stundirnar í Grenigrundinni,
með fjölskyldunni og ógleyman-
legar veislur í hesthúsinu á gaml-
ársdag og notalegt var að hittast
í sumarbústaðnum þar sem alltaf
var tekið vel á móti manni.
Sveinn hafði létta lund og alltaf
var stutt í hláturinn, manni leið
vel í návist hans. Við þökkum fyr-
ir allt það sem hann gaf okkur.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við Steinunni, börnum þeirra
og öðrum aðstandendum.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Gunnar og Guðný Dóra.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAKEL GUÐMUNDSDÓTTIR,
Egilsbraut 9, Þorlákshöfn,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
þriðjudaginn 29. desember.
Útförin fer fram frá Þorlákskirkju þriðjudaginn
5. janúar klukkan 13:00. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verða
einungis nánustu aðstandendur viðstaddir.
Anna Garðarsdóttir Eyvindur Sigurfinnsson
Guðmundur Garðarsson Guðlaug Pálína Sigurbjörnsd.
Þorvaldur Þór Garðarsson Guðbjörg María Kristjánsd.
Vilhjálmur Þ. Garðarsson Hafdís Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar, amma, langamma
og langalangamma,
BELLA SNORRADÓTTIR
frá Kjartansstöðum í Flóa,
síðar á Selfossi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum
Eyrarbakka 25. desember.
Jarðað verður frá Selfosskirkju þriðjudaginn 5. janúar
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
líknarfélagið Bergmál.
Minningarkort í síma 845-3313.
Brunó Karlsson
Unnur Kolbrún Karlsdóttir og fjölskylda
synir og fjölskyldur Sigurðar Karlssonar
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HALLGRÍMUR SIGURÐSSON
frá Hólavatni,
Álfhólsvegi 103,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 23. desember.
Útför fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 5.
janúar kl. 13.
Elín S. Hallgrímsdóttir Sigurjón E. Einarsson
Anna H. Hallgrímsdóttir
Sæmundur Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
KRISTRÚN SIGURBJÖRNSDÓTTIR
frá Siglufirði,
lést miðvikudaginn 30. desember á
heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði. Útför
hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 9. janúar kl. 14. Vegna
fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu
aðstandendur viðstaddir. Upplýsingar um
streymi má nálgast á Facebook-síðu
Siglufjarðarkirkju.
Jóhanna Hrefna Gunnarsd. Sævaldur Jens Gunnarsson
Sigurður Jón Gunnarsson Silja Arnarsdóttir
Dagur Gunnarsson Hanna Viðarsdóttir
og barnabörn
Ástkær sambýlismaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐRIK HAFSTEINN GUÐJÓNSSON,
framkvæmdastjóri hjá Jens Árnasyni
ehf.,
Miðleiti 7,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu Sléttuvegi
sunnudaginn 20. desember. Útförin fer fram
frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. janúar kl.
11:00. Vegna aðstæðna verða einungis
nánustu aðstandendur viðstaddir en
streymt verður frá athöfninni á
https://youtu.be/KiAKxXc3J6w
Guðbjörg Sigríður Kristjónsdóttir
Sjöfn Friðriksdóttir Snorri Sigurðsson
Guðríður Óskarsdóttir
Sigrún Snorradóttir
Hafdís Björk Jensdóttir Ívar Freyr Hafsteinsson
og barnabarnabörn