Morgunblaðið - 04.01.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 04.01.2021, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald með morgun- nu ✝ Hanna GretaHalldórsdóttir fæddist á Akureyri 13. október 1938. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Hlíð Akureyri þann 23. desember 2020. Hanna Greta var dóttir hjónanna Halldórs Ólafs- sonar, f. 02.02. 1914, d. 23.07. 1999, og Sigurrósar Finn- bogadóttur, f. 22.10. 1918, d. 15.06. 1990. Hanna Greta giftist Agnari Jónssyni og eignuðust þau fjögur börn: Sigurveig Rósa gift Þorgrími Sverrissyni og eiga þau þrjár dætur. Ævar Ingi giftur Rakel Gunnþórs- dóttur og eiga þau þrjár dætur. Jóhanna María gift Unnsteini Kárasyni og eiga þau tvær dæt- ur. Berglind Ósk gift Hans Óla Rafnssyni og eiga þau tvö börn. Hann Greta átti 13 lang- ömmubörn. Hanna Greta og Agnar skildu. Hanna Greta ólst upp á Akureyri og í Öxarfirði, bjó síð- an á Fáskrúðsfirði, í Reykjavík og eyddi ævikvöldinu á Akureyri. Hún var húsmóðir og verka- kona og starfaði lengst af við fiskvinnslu og ræstingar. Útför Hönnu Gretu fer fram frá Akureyrarkirkju 4. janúar 2021. Stytt streymi frá útför: https://tinyurl.com/yybfk6f4/. Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Það eru endalausar minningar sem koma upp í hugann núna þeg- ar samferð okkar lýkur. Móðir mín var um margt einstök kona. Mér er efst í huga þakklæti fyr- ir allt það sem hún bæði var og gerði fyrir mig og mína. Við vorum svo lánsöm að mamma flutti til Akureyrar ári á eftir minni fjölskyldu og hér höf- um við átt ómetanlegar stundir saman, farið í löng og stutt ferða- lög svo ekki sé minnst á bíltúrana okkar eftir að hún fór á Hlíð en áð- ur en Covid tók af okkur alla stjórn þá fórum við í bíltúr um helgar, fengum okkur pylsu, rúnt- uðum um Eyjafjörðinn og rædd- um um allt milli himins og jarðar og hlógum endalaust. Mamma var húmoristi og oft höfum við velst um af hlátri yfir bæði stórum og litlum atriðum sem okkur þóttu svakalega fyndin. Hún gerði líka hiklaust grín að sjálfri sér. Ég hef ekki tölu á öllum sögunum sem til eru um ökufærni móður minnar en það var samdóma álit hennar og annarra sem til þekktu að hún væri ekki besti bílstjórinn. Í gegn- um alla sína sjúkrasögu missti mamma aldrei dampinn og var alltaf tilbúin til þess að berjast og leggja mikið á sig til að bera sigur úr býtum, sama hvort baráttan snerist um kransæðastíflu, lungnakrabbamein, krabbamein í heila eða útlimamissi. Hanna Greta gafst aldrei upp, komst aft- ur á ról og hélt áfram að plana allt sem hún ætti eftir að gera. Mamma átti yndislegar vinkon- ur sem hafa verið duglegar að halda sambandi við hana líka eftir að veikindi hennar fóru að ágerast og meira að segja dreif Hrönn vin- kona hennar hana með sér til Par- ísar sumarið 2017. Þá var mamma komin í hjólastól og þurfti mikla aðstoð en þær vinkonurnar létu það ekki stöðva sig og áttu góðan tíma saman í París. Hún var alltaf tilbúin til að gera allt sem hún gat fyrir alla þá sem á þurftu að halda og taldi ekki eftir sér aukaskrefin við það. Henni voru börn, barna- og langömmu- börn afar hugleikin og öll eigum við dásamlegar minningar um hlýjan faðm og hughreystandi orð þegar eitthvað bjátaði á hjá okkur. Svo ekki sé minnst á hrósið sem hún var óspör á þegar vel gekk. Stundum hef ég velt fyrir mér hvað hefði hreinlega orðið um okk- ur ef amma Greta hefði ekki verið til staðar. Áhrif þessarar konu á líf okkar allra hafa verið ótrúleg. Síðustu þrjú æviár sín naut mamma góðrar umönnunar starfsfólks á Furu- og Beykihlíð á Hlíð á Akureyri og fyrir það erum við afar þakklát. Nú hefur einstök kona lokið vist sinni hér hjá okkur en hún mun ætíð lifa í hjarta okkar. Hversu þreytt sem þú varst, hvað sem þrautin var sár, þá var hugur þinn samt eins og himinninn blár: eins og birta og dögg voru bros þín og tár. Og nú ljómar þín sól bak við lokaðar brár. (Friðmey Guðmundsdóttir) Jóhanna María. Þegar húmið hafði dregið sæng sína yfir fjöll og dali, grundir og haga síðdegis á Þorláksmessu sofnaði mamma mín svefninum langa. Hún var orðin lúin á líkama en andinn ávallt sterkur. Þótt mamma hafi alla tíð verið nett og smá að vallarsýn var persónuleiki hennar stór og sterkur, og skarðið sem hún skilur eftir í hjörtum okk- ar fjölskyldunnar ekki í neinu samræmi við líkamsstærð hennar. Skarðið verður ekki fyllt nema þá einna helst með ógrynni góðra minninga sem ylja og gleðja rétt eins og hún sjálf gerði í lifanda lífi. Mamma fæddist á Akureyri og ólst þar upp ásamt því að dvelja langdvölum hjá ömmu sinni í Öx- arfirði. Hún leit alltaf á Norður- land sem sínar heimaslóðir og því lá það beinast við í hennar hjarta að eyða ævikvöldinu þar. Mamma vann lengst af við fisk- vinnslu þegar ég var að vaxa úr grasi, en þar komu tímabil þegar mikið var að gera og vinnudagur- inn langur og þegar heim var kom- ið eftir margra klukkustunda vinnu tóku við heimilisstörf, fjórir krakkar að stjaka til og frá, baka skúffuköku, prjóna nokkrar um- ferðir í peysu sem var á prjónun- um og jafnvel sest við saumavél um stund. Mamma saumaði föt á okkur systkinin, fallega kjóla og kápur á okkur systur og jakkaföt á drenginn sinn og svo áttum við ávallt fallegar útprjónaðar peysur. Allt unnið af vandvirkni og alúð og mest á þeim tíma sólarhrings þeg- ar aðrir sváfu. Mamma mín var líka svo rík af brjóstviti, þessu næmi og tilfinn- ingu fyrir því hvernig öðru fólki leið og hvað var best að segja, gera og haga sér við hinar mismunandi uppákomur lífsins. Og hún var for- dómalaus, hún dæmdi aldrei nokk- urn mann, allir fengu tækifæri og svo ný tækifæri í hennar hjarta. Þá var mamma mín glaðvær kona og sá spaugilegar hliðar á mörgum málum. Hún gerði góð- látlegt grín að sjálfri sér eins og þegar hún varð fyrir því óláni að taka þurfti af henni vinstri fótinn hafði hún orð á því að hún þyrfti að komast í kynni við einhvern sem hefði tapað hægri fæti og notaði skó nr. 38, þá gætu þau keypt sér saman skópar. Hún var afar góð amma. Hún elskaði barnabörnin sín og vildi allt fyrir þau gera. Líkt og vet- urinn þegar hún var á milli íbúða þá bjó hún inni á mínu heimili með minni fjölskyldu og er þetta tími sem var, og er, börnunum mínum svo dýrmætur. Mamma sagði stundum að þetta hefði verið vet- urinn sem hún fór að sofa klukkan níu á hverju kvöldi því þegar krakkarnir fóru í háttinn var við- kvæðið: „amma, ertu að koma?“ og amma fór með þeim inn, las fyr- ir þau og þau kúrðu í ömmubóli í hlýjunni. Og nú er mamma mín farin í Sumarlandið, þar gengur hún um á báðum fótum, tínir sér fallegan blómvönd og hittir alla þá sem farnir voru á undan. Þessu trúði hún sjálf og mér er það huggun að trúa því líka. Hjartans kveðjur til þín að ferðalokum elsku mamma mín. Þín dóttir, Berglind Ósk. Elsku amma. Skemmtilegu, yndislegu og misgáfulegu minn- ingarnar um þig streyma yfir okk- ur þessa dagana og er ótrúlega sárt að hugsa um að þær verði ekki fleiri. Við plönuðum saman að árið sem er að líða ætti að vera frá- bært og ætluðum við að njóta þessa í botn saman án frekari veikinda. En því miður urðu sam- verustundirnar allt of fáar hjá okkur á árinu og gleðin yfir því að þú fengir bólusetningu milli jóla og nýárs varði stutt. En við vonum það svo innilega elsku amma að þú sért dansandi um á fótunum þín- um tveimur núna syngjandi Alli, Palli og Erlingur hátt og snjallt svo allir hrökkvi í kút. Þú verður alltaf fyrirmyndin okkar í lífinu, elskum þig til tunglsins og til baka. Telma Ýr og Unnur Ósk. Elsku amma Greta. Ég hef elskað þig allt mitt líf. Þú varst besta langamma í heimi og ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Kveðja, Christian Rafn og Alexander Rafn. Elsku amma þurfti að þola ým- islegt í lífinu, ýmis áföll og röð al- varlega veikinda sem hefðu dregið marga yfir í sumarlandið góða en alltaf stóð hún upp aftur, þvert á allar spár. Henni var iðulega líkt við ketti í þeim efnum, að hún hefði fengið níu líf í vöggugjöf, sem hún svo sannarlega nýtti. Okkur hefur orðið tíðrætt um að hún hef- ur ekki viljað að skilja okkur eftir ein fyrr en við værum tilbúin og fær um að sjá um okkur sjálf. Flest ef ekki öll barnabörnin bjuggu hjá henni á einhverjum tímapunkti, slíkt hefði bugað marga en hún stóð ávallt keik. Greta amma sýndi okkur barna- börnunum ávallt skilning og þol- inmæði, sama hvað gekk á. Hún dæmdi aldrei og oftast fengum við úrlausnir á okkar málum á yfir- vegaðan og sanngjarnan hátt. All- ir voru jafnir í hennar huga og gerði hún aldrei upp á milli barna- barna né langömmubarna og fylgdist vel með hvað væri að ger- ast í okkar daglega lífi alveg fram á síðasta dag. Við eigum margar og dýrmæt- ar minningar um Gretu ömmu, margar af þeim teljast ekki hæfar til prents en ylja hjörtum okkar engu að síður. Bílferðir með ömmu eru þó frægar, glæfralegur akstur hennar er iðulega hlátursefni og flestir með varanlegt handarfar á miðjum búk þar sem hún taldi bíl- belti ekki nægilega vörn. Miðað við aksturlag hennar skyldi engan undra. Elsku Greta amma, við elskum þig og þín verður ávallt saknað. Hanna, Þórunn og Agnes. Elsku amma Greta, ég er inni- lega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þú lést mér alltaf finnast ég velkominn og nærvera þín var svo góð. Moaz Salaheldin Abdallah Mahmoud. Elsku hjartans amma okkar hefur nú kvatt þessa jarðvist. Amma Greta var okkur svo dýr- mæt. Hún gerði allt fyrir okkur barnabörnin sín, sýndi okkur svo mikla hlýju og við áttum alltaf skjól hjá henni og fyrir það berum við djúpstætt þakklæti í hjartanu til hennar. Öll okkar æskuár eru lituð af yndislegum minningum um ömmu og munu þær minning- ar ylja okkur um ókomna tíð. Við kveðjum þig, kæra amma, með kinnar votar af tárum. Á ást þinni enginn vafi, til okkar, við gæfu þá bárum. Horfin er hönd þín sem leiddi, á hamingju- og gleðifundum, ástúð er sorgunum eyddi, athvarf á reynslustundum. Margt er í minninga heimi, mun þar ljósið þitt skína. Englar hjá guði þig geymi, við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Takk fyrir allt elsku amma. Þín barnabörn, Ellen Rós og Unnar Ari. Elsku systir mín. Nú þegar ég skrifa þessar línur eru nokkrir dagar frá andláti þínu og ég er engan veginn búin að meðtaka það. Af og til er ég næstum búin að taka upp símann og hringja í þig til að segja þér ýmsar fréttir og bara til að spjalla, en mér fannst svo gott að tala við þig. Ég man fyrst eftir þér þegar við vorum búsett í Reykjavík og þú sóttir mig á barnaheimilið (leik- skóla) á hjóli og varst svo góð við mig, svona eins og önnur mamma mín. Svo skildi leiðir þegar for- eldrar okkar skildu og ég fór til föðursystur okkar norður í land í fóstur. Man svo vel eftir því þegar þú sendir mér pakka, mér fannst það svo spennandi. Eftir að þú fluttir til Akureyrar fyrir mörgum árum náðum við svo vel saman og rifjuðum upp hvor fyrir annarri ýmislegt gamalt. Þú fluttir í næsta nágrenni við mig og við heimsóttum oft hvor aðra og áttum svo margar góðar stundir saman. Þú gekkst í gegnum mikil veik- indi á nokkrum árum en hafðir þig alltaf í gegnum þau. Ein lítil frænka þín komst svo skemmti- lega að orði þegar þú lentir í því að missa annan fótinn: „Gréta lendir alltaf í öllu í þessari fjölskyldu“. Þú varst svo sannarlega algjör nagli, kerla mín. Mér fannst mjög erfitt þegar kom að því að þú þyrftir að fara á hjúkrunarheimili en annað var ekki í stöðunni eins og hún var. Þetta ár er búið að vera mjög erf- itt út af Covid, en við töluðum þá bara saman í síma. Elsku Jóhanna mín. Mikið sem þið Unnsteinn reyndust mömmu þinni vel. Hún var sko aldeilis rík að eiga ykkur að. Þið gerðuð svo sannarlega allt fyrir hana sem þið gátuð til að létta henni lífið og veit ég að hún kunni vel að meta gæsku ykkar og glettni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Sibba, Ævar, Jóhanna, Begga og aðrir afkomendur. Við höfum öll misst mikið. Hún systir mín var svo sannarlega stolt af ykkur öllum. Megi góður Guð umvefja þig, systir mín. Saknaðarkveðja, Herdís Halldórsdóttir. Hanna Greta Halldórsdóttir Við viljum minn- ast Röddu okkar með fáeinum orðum með þakklæti fyrir samfylgdina. Alltaf var gott að koma í Suðurbyggðina og njóta hennar hlýja viðmóts og gestrisni. Radda var víðlesin og mikill fag- urkeri. Þau hjónin Radda og Pét- ur ferðuðust um víða veröld sem var óvenjulegt í okkar æsku og því mátti finna marga áhugaverða og framandi hluti á heimili þeirra sem vöktu óskipta athygli og for- Ragnheiður Dóra Árnadóttir ✝ RagnheiðurDóra Árnadótt- ir fæddist 8. júlí 1933. Hún lést 13. desember 2020. Útför Ragnheið- ar fór fram 18. des- ember 2020. vitni okkar barnanna í fjölskyldunni. Nú hefur Radda lagt af stað í sína hinstu ferð og hver veit nema þar bíði henn- ar ókannaðar slóðir. Í Vonarstræti vakir stjarnan mín er veröld dagsins hljóðnar, birtan dvín. Og lítil ský sem lifa stundum hátt þau líta um öxl og hverfa í suðurátt. Ó, ljúfi vindur ljá mér vænginn þinn, ég læt mér nægja annan … annan – þú átt hinn. (ÓHS) Hjartans þakklæti fyrir allt og allt, Guðbjörg Kristín, Guðlaug María og Sigríður María. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils Rut Petersen Sigurhannesdóttir ✝ Rut PetersenSigurhannes- dóttir fæddist 11. ágúst 1927. Hún lést 2. desember 2020. Útför Rutar fór fram 15. desember 2020. sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ég votta fjölskyldunni mína dýpstu samúð og þakka elskulegri vinkonu samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Katrín J. Björgvinsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.