Morgunblaðið - 04.01.2021, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021
England
WBA – Arsenal......................................... 0:4
Rúnar Alex Rúnarsson var allan tímann
á bekknum hjá Arsenal.
Tottenham – Leeds .................................. 3:0
Crystal Palace – Sheffield Utd................ 2:0
Brighton – Wolves.................................... 3:3
Newcastle – Leicester ............................. 1:2
Chelsea – Manchester City ..................... 1:3
Burnley – Fulham............................ Frestað
Staðan:
Liverpool 16 9 6 1 37:20 33
Manch. Utd 16 10 3 3 33:24 33
Leicester 17 10 2 5 31:21 32
Tottenham 16 8 5 3 29:15 29
Manch. City 15 8 5 2 24:13 29
Everton 16 9 2 5 26:20 29
Aston Villa 15 8 2 5 29:16 26
Chelsea 17 7 5 5 32:21 26
Southampton 16 7 5 4 25:19 26
West Ham 17 7 5 5 24:21 26
Arsenal 17 7 2 8 20:19 23
Leeds 17 7 2 8 30:33 23
Wolves 17 6 4 7 18:24 22
Crystal Palace 17 6 4 7 22:29 22
Newcastle 16 5 4 7 18:26 19
Burnley 15 4 4 7 9:20 16
Brighton 17 2 8 7 21:28 14
Fulham 15 2 5 8 13:23 11
WBA 17 1 5 11 11:39 8
Sheffield Utd 17 0 2 15 8:29 2
B-deild:
Millwall – Coventry................................. 1:2
Jón Daði Böðvarsson lék fyrri hálfleik-
inn með Millwall.
C-deild:
Bristol Rovers – Blackpool..................... 2:1
Daníel Leó Grétarsson lék ekki með
Blackpool.
Þýskaland
Köln – Augsburg...................................... 0:1
Alfreð Finnbogason lék ekki með Augs-
burg.
Eintr. Frankfurt – Leverkusen .............. 2:1
Stuttgart – RB Leipzig............................ 0:1
Dortmund – Wolfsburg............................ 2:0
Bayern München – Mainz ....................... 5:2
Staðan:
Bayern München 14 10 3 1 44:21 33
RB Leipzig 14 9 4 1 25:9 31
Bay. Leverkusen 14 8 4 2 29:14 28
Borus. Dortmund 14 8 1 5 28:18 25
Union Berlin 14 6 6 2 29:18 24
Wolfsburg 14 6 6 2 20:15 24
Bor. M’gladbach 14 5 6 3 25:22 21
Eint. Frankfurt 14 4 8 2 23:23 20
Freiburg 14 5 5 4 23:24 20
Augsburg 14 5 4 5 16:19 19
Stuttgart 14 4 6 4 26:21 18
Hertha BSC 14 4 4 6 23:24 16
Hoffenheim 14 4 3 7 22:26 15
Werder Bremen 14 3 5 6 16:23 14
Köln 14 2 5 7 13:22 11
Arminia Bielefeld 14 3 1 10 9:24 10
Mainz 05 14 1 3 10 14:31 6
Schalke 04 14 0 4 10 8:39 4
B-deild:
Bochum – Darmstadt .............................. 2:1
Guðlaugur Victor Pálsson lék ekki með
Darmstad.
Spánn
Real Madrid – Celta Vigo ........................ 2:0
Huesca – Barcelona.................................. 0:1
Real Sociedad – Osasuna......................... 1:1
Real Betis – Sevilla .................................. 1:1
Alavés – Atlético Madrid ......................... 1:2
Staða efstu liða:
Atlético Madrid 15 12 2 1 29:6 38
Real Madrid 17 11 3 3 30:15 36
Real Sociedad 18 8 6 4 27:13 30
Villarreal 17 7 8 2 22:17 29
Barcelona 16 8 4 4 30:15 28
Sevilla 15 8 3 4 18:11 27
Granada 16 7 3 6 19:25 24
Celta de Vigo 17 6 5 6 22:24 23
Athletic Club 17 6 3 8 19:19 21
Real Betis 17 6 2 9 20:31 20
SD Eibar 17 4 7 6 14:16 19
Cádiz 16 5 4 7 11:20 19
Levante 16 4 6 6 21:23 18
Deportivo Alavés 17 4 6 7 15:20 18
Real Valladolid 17 4 6 7 16:24 18
B-deild:
Real Oviedo – Mallorca........................... 2:2
Diego Jóhannesson var ónotaður vara-
maður hjá Real Oviedo.
Holland
B-deild:
Excelsior – Breda .................................... 0:3
Elías Már Ómarsson lék allan leikinn
með Excelsior.
Grikkland
Larissa – PAOK ....................................... 1:1
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Olympiacos – AEK Aþena ...................... 3:0
Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahóp Olympiacos.
Staða efstu liða:
Olympiacos 35, Aris 29, PAOK 28, AEK
Aþena 24, Panathinaikos 19.
Katar
Al-Arabi – Al Khor .................................. 3:0
Aron Einar lék fyrstu 85 mínúturnar
með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar
liðið.
Portúgal
SL Benfica – CF Benfica......................... 3:0
Cloé Lacasse lék seinni hálfleikinn með
SL Benfica og skoraði 1 mark.
HANDBOLTI
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Undirbúningur karlalandsliðs Ís-
lands í handknattleik fyrir leikina tvo
gegn Portúgal í undankeppni EM
sem framundan eru á miðvikudaginn
og sunnudaginn og svo HM í
Egyptalandi sem hefst 13. janúar
stendur nú yfir en liðið kom saman til
æfingar í Víkinni í gær. Þar voru allir
þeir tuttugu leikmenn sem skipa
hópinn ásamt þjálfurum og starfs-
mönnum en þó er fyrirliðinn Aron
Pálmarsson fjarri góðu gamni. Þær
fregnir bárust á laugardaginn að Ar-
on er úr leik vegna hnémeiðsla.
Hópurinn ferðast til Portúgal í dag
en sú óvenjulega staða er uppi að
þjóðirnar mætast þrisvar á níu dög-
um en þær mætast í fyrstu umferð-
inni á HM 14. janúar.
„Það er mjög spes að þurfa að taka
sama mótherjann þrisvar í röð en við
þurfum að negla þetta. Við munum
allavega þekkja vel inn á Portúgal-
ana þegar HM byrjar,“ sagði línu-
maðurinn Kári Kristján Krist-
jánsson í samtali við Morgunblaðið
fyrir æfingu landsliðsins í Víkinni í
gær. „Þetta er svona úrslitakeppn-
isstemning, leikur þrjú verður senni-
lega þannig að enginn á fleiri trix eft-
ir í bókinni. Þetta verður spurning
um að reyna að gera góðu hlutina
betur og kítta í einhverjar sprungur,
þetta verður eflaust mjög sérstakt.“
Að mæta sama andstæðingnum
þrisvar í röð í þremur löndum er
óvenjuleg staða en það er fleira
óvenjulegt við undirbúning liðsins.
Íslandsmótið hefur ekki verið í gangi
síðan í byrjun október vegna kórónu-
veirunnar og segir Kári að það hafi
óneitanlega áhrif á leikmenn hversu
stopult handboltatímabilið hefur ver-
ið um allan heim í vetur.
„Auðvitað hefur það áhrif, varð-
andi leikform og annað. Ég, Björgvin
og Magnús Óli höfum ekki spilað
deildarleik í tvo og hálfan mánuð.
Sum lið hafa farið í sóttkví og misst
af umferðum, það er enginn rauður
þráður í hvaða lið er efst í hvaða deild
fyrir sig, sumir eru búnir með tíu
leiki og aðrir fimmtán.“
Þessar aðstæður gera það að verk-
um að erfitt er að rýna í heimsmeist-
arakeppnina í ár og jafnvel enn erf-
iðara að átta sig á möguleikum
íslenska liðsins en Kári segir hópinn
þó að sjálfsögðu hafa sett sér mark-
mið. „Við erum klárlega með mark-
mið og væntingar fyrir mótið sem við
höldum fyrir okkur. Það rennir eng-
inn svo blint í sjóinn að hann ætli sér
ekki neitt en hvað við ætlum okkur
verður að koma í ljós.“
Þá segir Kári það auðvitað mikið
áfall að þurfa að vera án Arons fyr-
irliða, enda ekki bara einn besti leik-
maður landsliðsins heldur einn sá
besti í heimi. „Hann er einn besti
leikmaður heims, það væri hrikaleg-
ur skellur fyrir hvert einasta lið að
missa hann og við förum ekki í neinar
grafgötur með það. Nú verðum við
strax að endurskipuleggja okkur þó
lítill tími sé til stefnu, við getum ekki
grátið Björn bónda heldur verðum að
safna liði,“ sagði Kári Kristján við
Morgunblaðið.
Eigi skal gráta
Björn bónda
Ísland verður án fyrirliðans á HM
Þrír leikir gegn Portúgal í röð
Morgunblaðið/Sigurður Ragnar
Æfing Kári Kristján Kristjánsson og landsliðshópurinn æfðu í Víkinni í gær
og undirbúa sig fyrir leikina gegn Portúgal og HM í Egyptalandi.
Knattspyrnukonan Sigríður Lára
Garðarsdóttir er gengin til liðs við
Val og hefur hún gert tveggja ára
samning við félagið. Sigríður spil-
aði með FH á Íslandsmótinu á síð-
ustu leiktíð en hún er uppalin í
Vestmannaeyjum og lék lengi með
ÍBV. Sigríður Lára er fædd árið
1994 en hún á að baki 159 leiki í
efstu deild þar sem hún hefur skor-
að 22 mörk. Þá lék hún sem at-
vinnumaður með Lilleström árið
2018 þar sem hún varð norskur
meistari. Sigríður á að baki 20 A-
landsleiki fyrir Ísland.
Sigríður Lára
í raðir Vals
Ljósmynd/Valur
Valur Knattspyrnukonan Sigríður
Lára Garðarsdóttir er komin í Val.
Martin Hermannsson lék mjög vel
með Valencia sem hafði betur gegn
Gran Canaria á heimavelli í efstu
deild Spánar í körfubolta á laug-
ardag, 101:85. Íslenski bakvörðurinn
skoraði 15 stig og gaf tvær stoðsend-
ingar á 18 mínútum. Valencia er í
sjötta sæti deildarinnar með tíu sigra
og sex töp.
Tryggvi Snær Hlinason skoraði níu
stig og tók sex fráköst fyrir Zaragoza
sem vann Real Betis á heimavelli
96:95 í framlengdum leik. Zaragoza
hefur unnið fimm af 17 leikjum sínum
og er í 15. sæti af 19 liðum.
Martin skoraði
mest hjá Valencia
Ljósmynd/@YarisahaBasket
Stigahæstur Martin Hermannsson
var stigahæstur hjá Valencia.
ENGLAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Manchester City er komið í titil-
baráttuna í ensku úrvalsdeildinni í
fótbolta eftir sannfærandi 3:1-sigur
á Chelsea á útivelli í gær. Eftir frek-
ar hæga byrjun hefur City unnið
þrjá deildarleiki í röð og aðeins tap-
að einum leik í öllum keppnum síðan
29. september.
City var miklu sterkara á öllum
sviðum í gær og hefði sigurinn getað
orðið mun stærri. Manchester-liðið
er búið að finna takinn og er aðeins
fjórum stigum á eftir toppliðum
Manchester United og Liverpool,
með leik til góða. Leikmenn eins og
Phil Foden, Keven De Bruyne og
Ilkay Gundogan eru allir að spila vel
og ekki má afskrifa City-liðið. Virð-
ist stefna í jafnari og meira spenn-
andi toppbaráttu en síðustu ár og
minnst þrjú lið sem gera tilkall til
Englandsmeistaratitilsins.
Lampard í basli
Chelsea er ekki eitt þeirra heldur
er liðið fallið niður í áttunda sæti.
Lærisveinar Franks Lampards eru
búnir að vinna einn leik af síðustu
sjö og tapað fjórum. Er sætið hjá
Lampard væntanlega orðið heitt þar
sem félagið eyddi yfir 200 milljónum
punda í leikmenn í sumar og voru
miklar væntingar bundnar við liðið.
Nýir sóknarmenn Chelsea hafa hins-
vegar engan veginn náð sér á strik
og er langt síðan menn á borð við
Timo Werner og Kai Havertz léku
vel. Olivier Giroud hefur spilað vel
síðustu vikur en Lampard skildi
franska framherjann eftir á bekkn-
um allan leikinn.
Arsenal á sigurbraut
Þá er Arsenal búið að finna takt-
inn á ný eftir hræðilegt gengi. Ars-
enal átti ekki í nokkrum vandræðum
með að skella WBA, 4:0, á útivelli og
er liðið búið að fagna þremur sigr-
um í röð. Alexandre Lacazette er
byrjaður að raða inn mörkum og
Bukayo Sara er einn mest spennandi
ungi leikmaður deildarinnar. Þrátt
fyrir öruggan sigur komst Pierre
Emerick-Aubameyang, fyrirliði Ars-
enal, ekki almennilega inn í leikinn
en hann hefur verið skugginn af
sjálfum sér á leiktíðinni.
Grannarnir í Tottenham unnu
einnig öruggan sigur er nýliðar
Leeds komu í heimsókn. Urðu loka-
tölur 3:0 þar sem sóknarparið Harry
Kane og Son Heung-Min voru í stuði.
Kane skoraði eitt mark og lagði upp
annað, eins og suðurkóreski liðs-
félagi hans. Son skoraði annað
markið eftir glæsilega sendingu frá
Kane, sem hefur skorað tíu mörk og
lagt upp tíu til viðbótar á þessari
leiktíð.
Leicester fór upp í þriðja sætið
með 2:1-sigri á Newcastle. Leicester
er aðeins einu stigi frá Liverpool og
Manchester United á toppnum en
hefur leikið einum leik meira. Leic-
ester hefur aðeins tapað einum leik
af síðustu átta í öllum keppnum og
ætlar liðið sér að slást við stóru
strákana í toppbaráttunni.
Þá virðist aðeins spurning hvenær
en ekki hvort Sheffield United fell-
ur, en liðið er aðeins með tvö stig eft-
ir 17 leiki og gæti með þessu áfram-
haldi slegið met Derby yfir fæst stig
á einu tímabili í efstu deild, en Derby
fékk 11 stig tímabilið 2007/8.
AFP
Íslandsvinur Phil Foden fagnar öðru marki Manchester City í gærkvöldi.
Manchester City
komið í titilbaráttu