Morgunblaðið - 04.01.2021, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.01.2021, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021 DANMÖRK Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Ef einhver hefði boðið mér þetta fyrir mót hefði ég tekið því. Þetta eru 38 stig í sextán leikjum. Það eru 2,4 stig eða svo að meðaltali í leik. Það þarf rúmlega tvö stig að með- altali í leik til að fara upp svo það hefur gengið vel hingað til,“ sagði knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson í samtali við Morgun- blaðið. Ólafur hætti með karlalið FH og tók við danska liðinu Esbjerg um miðjan júlí á síðasta ári. Esbjerg var þá nýfallið niður í B-deild Danmerk- ur eftir tvö ár í deild þeirra bestu. Ólafi hefur tekist vel til við að koma sigurhugarfari í liðið eins og átta deildarsigrar í röð gefa til kynna. Eftir sextán leiki er Esbjerg með 38 stig, eins og topplið Viborg, og í mik- illi baráttu um að vinna sér sæti í úr- valsdeildinni. Lærisveinar Ólafs hafa unnið tólf leiki, gert tvö jafn- tefli og tapað tveimur leikjum. Sjö stig eru síðan í lið Silkeborg sem er í þriðja sæti en með því leikur nú Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórð- arson. Tvö efstu liðin fara upp þann- ig að staðan er góð. Margir litlir þættir gengu upp „Ég tók við nýju liði og nýjum hóp í ágúst. Það tók tíma að finna liðið og finna takt og annað. Við fórum svo á gott skrið. Við töpuðum á heimavelli fyrir einu af liðunum í neðri hlut- anum en svo komu átta sigrar. Það er samspil ýmissa þátta. Hlutirnir sem við höfðum verið að vinna með byrjuðu að tikka og meiri stöð- ugleiki á hvernig liðinu var stillt upp. Það eru margir litlir þættir sem gengu upp,“ sagði Ólafur um gott gengi síðustu vikna. Hann segir ekki endilega kröfu hjá félaginu að fara upp um deild á þessu tímabili, en að sjálfsögðu hefur Esbjerg lítinn áhuga á að staldra lengi við í B-deild eftir fall. „Að komast upp eins fljótt og hægt er, það er markmiðið. Ég tók við í frekar erfiðri stöðu þar sem var mikið um mannabreytingar og ein- hverjir sem fóru alveg og aðrir sem voru lánaðir. Hópurinn var svolítið slitinn þegar ég tók við. Klúbburinn gerir hins vegar kröfur um að fara upp eins fljótt og hægt er. Það er fínt ef það gerist í ár, en það var ekki sagt við mig að við þyrftum að fara upp í ár. Það segir sig hins vegar sjálft að lið sem fellur vill komast upp aftur,“ sagði Ólafur sem hefur einnig stýrt Nordsjælland og Rand- ers í Danmörku og spilaði á árum áð- ur með AGF í úrvalsdeildinni. Hann er kominn í vetrarfrí en keppni í deildinni hefst að nýju 12. febrúar. Finnskur Íslandsvinur Leikmannahópur Esbjerg er áhugaverður en í honum eru leik- menn eins og Finninn Pyry Soiri, sem varð þjóðhetja á Íslandi þegar hann skoraði gegn Króatíu í und- ankeppni HM í Rússlandi en markið átti stóran þátt í að Ísland hafnaði í efsta sæti riðilsins og fór beint á HM. Landi hans og samherji í lands- liðinu Joni Kauko er einnig í liðinu sem og Rodolph Austin, lands- liðmaður Jamaíku og fyrrverandi leikmaður Leeds á Englandi. Þá fékk Ólafur Bolvíkinginn Andra Rúnar Bjarnason til sín frá Kais- erslautern í Þýskalandi fyrir þetta keppnistímabil. „Ég var með Joni Kauko hjá Randers líka. Hann er búinn að vera mjög góður. Svo fengum við leik- mann frá AGF, Jakob Ankersen, sem hefur einnig spilað vel. Austin er svo toppmaður, fyrirliðinn minn og mikill stríðsmaður,“ sagði Ólafur. Andri þarf að nýta fríið vel Andri Rúnar hefur spilað ellefu leiki í deildinni, þar af fimm í byrj- unarliði, og skoraði í þeim tvö mörk. Ólafur á von á meiru frá Andra á nýju ári. „Andri var ekki í alveg nógu góðu standi þegar hann kom frá Þýska- landi. Hann var að komast á góðan stað þegar hann meiddist bæði í baki og aftan í læri sem setti hann alveg út, en hann hefur skorað mikilvæg mörk fyrir okkur. Því miður hefur hann hins vegar ekki náð nægilega mörgum mínútum. Við byrjum að æfa aftur 11. janúar og hann þarf að nýta jólafríið vel og vinna í þessum meiðslamálum og koma til baka svo hann geti spilað reglulega,“ sagði Ólafur. Var ekki að bíða eftir neinu Ólafur stýrði FH í tvö heil tímabil og endaði í fimmta og þriðja sæti Ís- landsmótsins árin 2018 og 2019. FH var hins vegar í áttunda sæti með tvo sigra eftir fimm leiki þegar kall- ið frá Esbjerg kom og leiðir skildi. Þrátt fyrir erfitt gengi með FH síð- asta sumar var Ólafur ekki að bíða eftir símtölum annars staðar frá. „Ég var ekki að bíða eftir neinu. Þetta gerist eins og þetta gerist í þessu, þetta kom allt í einu. Stund- um kemur þetta á slæmum tímum og þetta var ekki fyrsta símtalið sem kom að utan eftir að ég kom heim. Ég var búinn að segja nei ansi oft við nokkur félög. Þegar þetta kom núna fannst mér þetta góður tímapunktur og gott tækifæri.“ Mikil einangrun í Danmörku Ólafur hefur lítið að gera á milli æfinga og leikja þar sem kórónu- veiran hefur verið skæð í Dan- mörku. „Ástandið er ekkert skárra í Danmörku en á Íslandi. Það er mikil einangrun og maður fer í vinnuna á morgnana og síðan heim. Maður fer í mesta lagi í búðina og reynir að gera það þegar það eru fáir. Þegar veðrið var sæmilegt fór maður á golfvöllinn eða í göngutúr, en það er það mesta sem maður gerði. Maður reynir að halda sér í búbblu,“ sagði Ólafur Krist- jánsson. Markmiðið er að komast upp eins fljótt og hægt er  Ólafur H. Kristjánsson og hans menn í Esbjerg unnu átta leiki í röð fyrir fríið Ljósmynd/Esbjerg Sigurganga Ólafur Helgi Kristjánsson og hans menn í Esbjerg unnu átta síðustu leiki ársins 2020 og klifruðu upp í annað sæti deildarinnar. Þeir standa því ágætlega að vígi í baráttunni um að endurheimta sætið í úrvalsdeildinni. Snorri Einarsson er í 51. sæti í heildarkeppninni í skíðagöngu á Tour de Ski-mótaröðinni en þriðji keppnisdagurinn í Val Müstair í Sviss fór fram í gær. Snorri hóf leik í 53. sæti en átti 50. besta tímann og færði sig því aðeins upp listann en fyrsta hluta Tour de Ski lauk í gær. Í dag er hvíldardagur og hefst svo annar hluti mótsins í Toblach á Ítal- íu á morgun en þar fara fram tvær keppnir. Að lokum fara svo síðustu þrjár keppnirnar fram í Val di Fiemme á Ítalíu en alls eru 84 kepp- endur skráðir til leiks. Upp um nokkur sæti í Sviss Ljósmynd/Ski.is 51 Skíðagöngukappinn Snorri Ein- arsson er á leið til Toblach á Ítalíu. Grindvíkingurinn Jón Axel Guð- mundsson átti góðan leik þegar Fraport Skyliners heimsótti Mittel- deutscher í efstu deild Þýskalands í körfubolta á laugardaginn en loka- tölur urðu 94:89, Fraport í vil. Jón Axel skoraði 18 stig, gaf 9 stoð- sendingar tók þrjú fráköst og stal þremur boltum á 36 mínútum. Að- eins Bandaríkjamaðurinn Matt Mo- bley skoraði meira eða 29 stig, en Jón Axel spilaði mest leikmanna Fraport í leiknum. Fraport er í tí- unda sæti deildarinnar með fjóra sigra og sex töp. Atkvæðamikill í Þýskalandi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 18 Jón Axel hefur verið öflugur fyr- ir Fraport Skyliners í tímabilinu. Spánn Zaragoza – Real Betis................ (frl.) 96:95  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 9 stig og tók 6 fráköst á 24 mínútum með Zaragoza. Valencia – Gran Canaria.................. 101:85  Martin Hermannsson skoraði 15 stig og gaf 2 stoðsendingar á 18 mínútum með Val- encia. Baskonia – Andorra ............................ 84:67  Haukur Helgi Pálsson skoraði 6 stig, tók 2 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á 19 mín- útum fyrir Andorra. B-deild: Girona – Mallorca Palma.................... 80:83  Kári Jónsson skoraði 5 stig og tók 2 frá- köst á 20 mínútum með Girona í sínum fyrsta leik með liðinu. Þýskaland Mitteldeutscher – Fraport ................. 89:94  Jón Axel Guðmundsson skoraði 18 stig, tók 3 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og stal 3 boltum á 36 mínútum með Fraport. Litháen Juventus – Siaulai ............................... 96:82  Elvar Már Friðriksson skoraði 16 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á 29 mínútum hjá Siaulai. NBA-deildin Houston – Sacramento....................... 102:94 Indiana – New York ......................... 102:106 Orlando – Oklahoma City .................. 99:108 Philadelphia – Charlotte.................. 127:112 Atlanta – Cleveland.............................. 91:96 New Orleans – Toronto.................... 120:116  Þýskaland Kupfalz – Leverkusen......................... 21:24  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 1 mark fyrir Leverkusen. Danmörk Odense – Vendsyssel........................... 29:19  Steinunn Hansdóttir skoraði 3 mörk fyr- ir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 6 skot í marki liðsins. Noregur Storhamar – Oppsal ............................ 32:26  Birta Rún Grétarsdóttir lék ekki með Oppsal.  Ísak Bergmann Jóhannesson, hinn 17 ára gamli leikmaður Norrköping og 21-árs landsliðs- ins í knatt- spyrnu, er í hópi fimmtíu „vonar- stjarna ársins 2021“ sem frétta- ritarar heima- síðu UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, hafa valið í ársbyrjun. Þetta eru þeir ungu leikmenn á aldrinum 16-21 árs sem taldir eru líklegastir til að slá í gegn á árinu 2021. Í umfjöllun um Ísak segir að hann sé þegar lykilmaður á miðj- unni hjá sænska úrvalsdeildarliðinu og hafi spilað fyrsta A-landsleikinn gegn Englandi í nóvember. Ísak er einn af þeim yngstu í hópnum, aðeins hinn 16 ára gamli Youssoufa Moukoko hjá Dortmund í Þýskalandi, sem hefur þegar spil- að í Meistaradeildinni og skorað í þýsku 1. deildinni, er ekki orðinn sautján ára gamall. Jafnaldrar Ísaks á listanum eru m.a. Jude Bellingham, Englending- urinn hjá Dortmund, Yusuf Demir, leikmaður Rapid Vín, Wahidullah Faghir, leikmaður Vejle, og Jamal Musiala, leikmaður Bayern Münch- en. Þá eru á listanum leikmenn sem þegar hafa látið talsvert til sín taka eins og Wesley Fofana, miðvörður Leicester, og Curtis Jones, miðju- maður Liverpool, sem báðir eru 19 ára gamlir. Ísak í afar góðum félagsskap Ísak Bergmann Jóhannesson Lið Esbjerg er frá samnefndri 72 þúsund manna hafnarborg á vesturströnd Danmerkur, sem er fimmta stærsta borg Dan- merkur. Heimavöllur liðsins, Blue Water Arena, rúmar 18 þúsund áhorfendur. Liðið hefur fimm sinnum orðið danskur meistari, síðast 1979, og þrisvar bikarmeistari, síðast 2013. Fjórir Íslendingar hafa leikið með aðalliði Esbjerg á undan Andra Rúnari Bjarnasyni. Kári Árnason (2008-09), Gunnar Heiðar Þorvaldsson (2008-09), Arnór Smárason (2010-2013) og Guðlaugur Victor Pálsson (2015-2017). Esbjerg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.