Morgunblaðið - 04.01.2021, Side 28

Morgunblaðið - 04.01.2021, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2021 Heimkoma Að áliðnu fimmtudagskvöldi 14. nóvember árið 1918 skríður tog- arinn Snorri goði inn á Reykjavík- urhöfn eftir nokkurra daga siglingu frá Englandi. Það er milt veður, skýjað og hæg sunnanátt, síðdegis hafði hiti í Reykjavík mælst nærri sex gráðum. Haustmyrkrið grúfir yfir höfuðstað Íslands en daufa birtu ber frá ljósum hér og hvar í bænum. Skipverjar varpa akkerum úti fyr- ir Kveldúlfsbryggju sem liggur fram undan Vatnsstíg í Skuggahverfi. Þeir þeyta skipsflautuna, bíða svo átekta en verða ekki varir við mannaferðir á bryggjunni. Aftur flauta þeir – og aftur. En enginn gerir vart við sig í landi, þar ríkir dauðaþögn. Líður svo kvöldið. Aðstæður um borð eru nötur- legar. Ellefu menn höfðu siglt með Snorra goða til Fleetwood á Eng- landi til að selja afla. Á heimsigling- unni bætast við átta skipbrotsmenn af togaranum Nirði sem þýskur kaf- bátur grandaði undan ströndum Ír- lands skömmu eftir miðjan október. Ytra höfðu sjö þeirra veikst af spænsku veikinni, skæðri inflúensu sem um þessar mundir ríður yfir heimsbyggðina og veldur hvarvetna skelfingu og dauða. Á leiðinni til Ís- lands smitast skipverjarnir á Snorra goða, allir nema þrír. Nokkrir hinna sjúku liggja þungt haldnir, einn er látinn. Heimsófriður hefur geisað í meira en fjögur ár, háski fylgir sigl- ingum á höfum úti. Þýskir kafbátar hafa sökkt á þriðja tug skipa í Ís- landssiglingum. En á heimleiðinni siglir Snorri goði fram á kafbát með hvítan fána á stöng, friðartákn. Að morgni mánudagsins 11. nóvember undirrita fulltrúar stríðandi fylkinga vopnahléssamning. Stríðinu mikla er lokið. Þegar nálgast miðnætti er enn ekkert lífsmark að sjá í landi. Fjór- menningarnir sem ekki hafa smitast af inflúensunni ókyrrast, þrír skip- verjar á Snorra goða og einn af Nirði. Þeir þarfnast hjálpar við að flytja í land veika félaga sína – og líkið. Loks ákveða þeir að skjóta út báti og róa að Kveldúlfsbryggju, þrír saman. Sá fjórði verður eftir í togaranum til að hlynna að hinum sjúku. Einn þeirra þriggja sem róa til lands er Bjarni Brandsson, tuttugu og níu ára gamall sjómaður vestan af Snæfellsnesi. Hann byrjaði barn- ungur að sækja sjó með föður sínum en var síðar um skeið í millilanda- siglingum, einnig á strandferðaskip- inu Sterlingi. Í ársbyrjun 1913 réð Bjarni sig á Skúla fógeta, nýjan og glæsilegan togara útgerðarfélagsins Alliance í Reykjavík. „Mér þótti sem ég hefði himin höndum tekið, segir hann síð- ar þegar hann rifjar upp viðburða- ríka ævi, „því að það var ekki lítið í það varið fyrir ungan mann á þeim árum að fá fast togarapláss og varð ég var við það að ýmsir félagar mín- ir og kunningjar öfunduðu mig stórum.“ En seint í ágústmánuði 1914 varð togaravistin að martröð þegar Skúli fógeti rakst á tundurdufl úti fyrir austurströnd Englands. Eftir gríðarlega sprengingu hvarf tog- arinn í djúpið á skömmum tíma. Fjórir menn létust, aðrir komust í björgunarbát. Bjarni var nær dauða en lífi. Félögum hans sýndist ekkert lífsmark vera með honum þegar þeir drógu hann upp úr sjónum, alblóð- ugan og með svöðusár á höfði. En Bjarni hafði betur í glímunni við dauðann, var í landi í rúmt ár en réð sig þá aftur á togara, síðast Snorra goða. Mennirnir þrír róa rakleiðis að Kveldúlfsbryggju. Brýnt er að ná í hjálp og finna lækni. En fyrst vilja Bjarni og annar félaga hans líta við heima hjá sér. Sá þriðji verður eftir á bryggjunni. Bjarni býr í timburhúsi við Ránargötu 28. Næturgangan um miðbæinn og vestur á Ránargötu greypist í huga hans. „Ég gleymi aldrei gönguferð minni um bæinn þessa nótt. Það var eins og allt líf væri slokknað. Óvíða sá ég týru í glugga. Allt virtist svart og kalt og það fór um mig ónotakennd. Ég vissi þá að pestin hafði komist í algleym- ing meðan við vorum í siglingu en ekki gat ég gert mér í hugarlund að ástandið væri eins hörmulegt og það var.“ Á leiðinni rekst Bjarni á mann sem hann kannast lítillega við og spyr tíðinda. „Hann sagði mér frá ástandinu, fólk lægi sjúkt í nærri hverju einasta húsi í bænum, að fólk hryndi niður og ekki hefðist undan að koma því í jörðina.“ Bjarni fyllist kvíða, óttast að inflúensan hafi stungið sér niður á heimili hans. Ári áður hafði hann gengið í hjónaband með Elínu Jón- asdóttur en hún verður tuttugu og tveggja ára þennan dag, 14. nóv- ember 1918. Þá um sumarið hafði þeim fæðst sonur sem föðurnum fannst vera „svo smár og við- kvæmur“ að ekki mætti snerta hann með „hrjúfri sjómannshönd. Verður ekki drengurinn inflúensunni auð- veld bráð? Þegar Bjarni kemur að heimili sínu er allt myrkvað og útidyrnar læstar. Það er fremur óvenjulegt því á þessum árum læsir fólk yfirleitt ekki að sér. „Ég barði að dyrum, fyrst hægt, en þegar mér var ekki svarað og ég heyrði ekki neina hreyfingu fyrir innan knúði ég fast- ar á.“ Drjúg stund líður. Á heimilinu búa einnig foreldrar eiginkonunnar og systir hennar, Katrín Hólm- fríður, fjórtán ára gömul. Það er hún sem loks kemur til dyra en svo mátt- farin „að hún féll fram yfir sig í fangið á mér um leið og dyrnar opn- uðust“. Hin fjögur eru líka sárlasin. Bjarna er brugðið. Hann lætur verða sitt fyrsta verk að hlaupa nið- ur í Reykjavíkurapótek og ná í lyf. Apótekið er í lágreistu húsi í Thor- valdsensstræti 6 þar sem nú, rúm- lega hundrað árum síðar, er risin hótelbygging. Reykjavíkurapótek er eina lyfjabúðin í bænum og um þess- ar mundir er opið jafnt á nóttu sem degi. Bjarni fer heim með lyfin, leit- ar einnig til nágranna og fær hjá þeim mjólk. Svo hraðar hann sér niður á Kveldúlfsbryggju. Þá hefur tekist að safna saman nokkrum mönnum til að flytja í land líkið og hina sjúku af Snorra goða. Gengur það greið- lega. Sennilega hefur þeim síðan flestum eða öllum verið ekið heim til sín því sjúkrarúm í Reykjavík eru fá og varla nokkur auð þessa dagana. En það fylgir ekki sögunni, ekki heldur hvert farið er með líkið. Ekki næst í lækni „enda voru þeir læknar sem í bænum voru annað hvort orðnir örmagna af þrældómi eða sjúkir“. Bjarni er ekki í rónni fyrr en hann kemst aftur heim á Ránargötu til að létta undir með sínu fólki. Í ágúst 1914 hafði líf hans hangið á bláþræði þegar Skúli fógeti fórst. Andspænis inflúensunni er líka um líf og dauða að tefla. Einn margra sem spænska veikin leggur í gröfina í nóvember 1918 er vélstjórinn á Skúla fógeta sem verið hafði í siglingunni ör- lagaríku, rúmum fjórum árum fyrr. Og enn er fólk að veikjast, enginn veit hversu margir eiga eftir að falla í valinn. Svífandi farfuglar Inflúensan illvíga herjar um alla Reykjavík, hvergi er fólk óhult um líf sitt. Dauðinn fetar sig inn hverja götuna á eftir annarri. Það er ekki langt vestan af Ránar- götu niður í Tjarnargötu í Reykja- vík, nokkurra mínútna gangur. Samt eru þetta eins og tveir að- skildir heimar. Við Tjörnina búa embættismenn og efnafólk og þar er hvert hús öðru glæsilegra. Eitt þeirra er myndarlegt steinhús á Tjarnargötu 35, augljóslega byggt af góðum efnum. Jón Laxdal kaup- maður lét reisa það á árinu 1913 og kallaði Sólheima. Síðar var í húsinu fæðingarheimili og spítali. Í næsta húsi við Sólheima, Tjarnargötu 37, býr Lárus H. Bjarnason, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, fyrrum alþingis- maður og síðar hæstaréttardómari, þjóðkunnur maður. Hann er önnum kafinn þessa dagana, stjórnar Hjúkrunarnefnd Reykjavíkur sem sett hefur verið á laggirnar gagn- gert til að bregðast við inflúensu- faraldrinum. Hinum megin götunnar, á Tjarnargötu 32, stendur ráð- herrabústaðurinn. Í nálægum hús- um búa ýmsir góðborgarar, þeirra á meðal sjálfur biskup landsins, Jón Helgason, en hann og fjölskylda hans eiga heimili að Tjarnargötu 26. Úr Sólheimum berst oft þýður ómur út á Tjarnargötuna, húsráð- endur eru ákaflega tónelskir. Jón Laxdal er ekki bara umsvifamikill kaupsýslumaður, hann hefur látið mikið að sér kveða í tónlistarlífi þjóðarinnar, leikið á orgel í kirkjum og stjórnað kórum. Þekktastur er hann þó sem tónskáld. Mörg söng- laga hans njóta vinsælda, til dæmis „Sólskríkjan“ við ljóð Þorsteins Erl- ingssonar. Lög Jóns eru sögð „einkar sönghæf“, „auðlærð og við- felldin“ og bera „ótvíræðan vott um næma, meðfædda sönglistargáfu, einlægan innileik og ást á listinni“. Jón Laxdal er fimmtíu og þriggja ára gamall, átján árum eldri en eig- inkonan Elín. Þau eiga fjögurra ára gamla dóttur, Guðrúnu, auk þess sem þau ala upp fóstursoninn Björn sem er af fátækri fjölskyldu í Vesturbæ Reykjavíkur. Jón Laxdal fæddist á Akureyri og sinnti um langt árabil verslunarstörfum í Keflavík og á Ísafirði áður en hann fluttist til Reykjavíkur. Elín hafði í nokkur ár kennt í Barnaskóla Reykjavíkur við Fríkirkjuveg en hætt því þegar hún giftist Jóni. „Ég er svo hamingjusöm sem nokkur getur orðið, veit að ég hef verið heppin í valinu, fengið elskulegan og góðan mann sem ég sympatisera að öllu leyti með,“ skrifaði Elín í bréfi til vinkonu sinnar skömmu eftir að þau Jón giftu sig haustið 1912. Elín Laxdal er dóttir þjóðskálds- ins Matthíasar Jochumssonar og þriðju konu hans, Guðrúnar Run- ólfsdóttur. Í nóvember 1918 eru bæði enn á lífi og búa norður á Ak- ureyri — hann áttatíu og tveggja ára, hún sextíu og sjö. Matthías og Guðrún eignuðust ellefu börn. Eitt þeirra er Steingrímur, héraðslæknir á Akureyri. Hann er orðinn fertugur og á eftir að koma mikið við þessa sögu. „ … eins og allt líf væri slokknað“ Bókarkafli | Í bókinni Spænska veikin segir Gunnar Þór Bjarnason frá því er „spænska veikin“, mannskæðasta farsótt sögunnar, barst til Íslands 1918, í miðju Kötlugosi á einu viðburða- ríkasta ári tuttugustu aldar. Hundruð Íslendinga féllu í valinn á örfáum vikum, aðallega ungt fólk í blóma lífsins. Nýgift Brúðkaupsmynd af Bjarna Brandssyni togarasjómanni og Elínu Jónasdóttur árið 1917. Reykjavík líktist draugabæ þegar eiginmaðurinn kom úr siglingu frá Englandi um miðjan nóvember 1918. Börn Elín Laxdal með Guðrúnu dóttur sína og fóstursoninn Björn. Snjallari lausnir í greiðslumiðlun á Íslandi Fjártæknilausnir Rapyd bjóða þér upp á snjallari greiðslumiðlun. Við bjóðum upp á fjölmargar greiðsluleiðir og virðisaukandi þjónustur sem henta þínum rekstri. Við setjum þjónustu við söluaðila í fyrsta sæti. Vertu í sambandi 558 8000 | hallo@rapyd.net | rapyd.net/is Einfaldari Snjallari Betri Leyfðu okkur að þjónusta þig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.