Morgunblaðið - 06.01.2021, Side 6

Morgunblaðið - 06.01.2021, Side 6
Beiðnir um leit að börnum 2018-2020 Fjöldi leitarbeiðna eftir kyni og fjöldi einstaklinga Vegna drengja Stúlkna Fjöldi einstaklinga H ei m ild : L ög re gl an á h öf uð bo rg ar sv æ ði nu 2018 2019 2020 164 121 74 142 77 131 285 102 73 63 216 208 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að leita að færri börnum undir 18 ára aldri í fyrra en árið 2019. Á árinu 2020 bárust 208 beiðnir um slíkar leitir. Þar af voru 77 vegna stúlkna og 131 vegna drengja. Á bak við þessar tölur stóðu 63 einstaklingar, það er 26 stúlkur og 37 drengir. Úr þeim hópi höfðu 39 ekki komið áð- ur við sögu lögreglunnar, að sögn Guðmundar Fylkissonar lögreglu- manns. Hann hefur þann starfa að grennslast fyrir um börn sem lýst er eftir. Fækkun varð í hópi þeirra sem leitað var að í fyrra frá árinu 2019 þegar börnin voru 73 talsins. Það ár voru leitarbeiðnirnar átta fleiri en í fyrra. Árið 2019 bárust heldur fleiri leitarbeiðnir vegna stúlkna en drengja. Leitarbeiðnum vegna barna hefur fækkað frá árinu 2018 þegar þær voru 285 talsins og sker árið sig nokkuð úr með fjölda leitarbeiðna. Árið 2017 voru beiðnirnar 249 og 190 árið 2016 eða jafn margar og ár- ið 2015. Hópurinn er að yngjast „Á árinu 2020 kom inn svolítið stór hópur af yngri krökkum sem eru fæddir 2004, 2005 og 2006. Mest áberandi voru krakkar frá 2005 og 2006. Það voru tíu fædd 2004, sautján fædd 2005 og tólf fædd 2006. Krakkar fæddir 2006 fermdust á síðasta ári,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að í þessum hópi hefði ekki verið áberandi mikill vandi vegna vímuefnaneyslu, þótt vissu- lega væri eitthvað um neyslu, heldur væri frekar hegðunarvandi hjá hluta hópsins. Börn sem glíma við mikinn vímuefnavanda eru að eldast úr hópnum. Samt eru alltaf krakkar inni á milli sem glíma við mikinn fíknivanda. „Það hefur ekkert þeirra látist enn þá meðan þau eru á barns- aldri. Árið 2019 dóu tvö sem voru orðin fullorðin en ekkert í fyrra mér vitanlega,“ sagði Guðmundur. „Frá því að ég byrjaði haustið 2014 að leita að börnum eru ein- staklingarnir orðnir 336 talsins sem ég hef leitað að. Árgangur 2000 stendur upp úr í fjölda einstaklinga á þessu tímabili,“ sagði Guðmundur. Nú er 2002 árgangurinn dottinn út vegna aldurs. Flest af höfuðborgarsvæðinu Börnin koma víða að af landinu. „Þau stinga af í bæinn og enda inni á mínu borði. Ef til vill hafa þau verið á Stuðlum og tekist að strjúka það- an. Stærsti hlutinn kemur þó af höf- uðborgarsvæðinu en Suðurnes og Suðurland eiga alltaf sinn hóp. Svo eru nokkur komin lengra frá,“ sagði Guðmundur Fylkisson. Beiðnum um leit að börnum fækkar  Töluvert stór hópur af 14-16 ára börnum sem grennslast þurfti fyrir um bættist við 2020  Það dreg- ur úr fjölda leitarbeiðna og fjölda einstaklinga sem leitað er að  Unglingarnir koma víða að af landinu Guðmundur Fylkisson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Alls um 77% þjóðarinnar fylgdust með Áramótaskaupinu á RÚV, skv. rafrænni mælingu Gallup á því hve margir horfðu á sjónvarpið á gaml- árskvöld. „Þetta er talsvert meira áhorf á frumsýn- ingu Skaupsins en síðustu árin og er það í takt við áberandi mikið sjónvarpsáhorf yfir hátíðirnar al- mennt, sér- staklega á innlent sjónvarpsefni,“ segir Skarphéð- inn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta mikla áhorf á Skaupið gefur mögulega einnig til kynna að óvenju- mikill áhugi hafi verið á að sjá hvernig til tækist að draga fram og skapa spaugilegar hliðar á þessu sérkennilega ári.“ Að viðbættu því að nálgast má Áramótaskaupið á vef RÚV og hjá efnisveitum símafélaga auk þess sem það verður endursýnt í sjón- varpi næstkomandi laugardag, má gera ráð fyrir að áhorfið fari að nálg- ast 90%, segir Skarphéðinn. „Slíkt væri þá mjög nærri því að verða ein- hvers konar Íslandsmet og þá líkast til heimsmet einnig því áhorfið á Skaupið almennt og í gegnum tíðina á sér varla hliðstæðu í heiminum. En um slíkt er þó alltaf illmögulegt að fullyrða,“ segir Skarphéðinn. Skaupið í ár var framleitt af fyrir- tækinu Republik, rétt eins og í fyrra, og greiddi RÚV um 34 milljónir króna til framleiðslunnar. Áhorf almennt áberandi Sem fyrr segir var sjónvarps- áhorfið almennt áberandi mikið yfir hátíðirnar. Þannig var Krakka- skaupið með 28% áhorf á nýjum sýn- ingartíma 30. desember. Fréttaann- állinn var með 33% áhorf, íþróttaannállinn 20% og 28% horfðu á annálaðasta tónlistarfólk þjóð- arinnar í Áramótasprengjunni. „Þá sýndi sig enn og aftur hversu stóran sess Gísli Rúnar Jónsson á í hug og hjörtum landsmanna þegar um 28% horfðu á sérstakan minning- arþátt um hann, Grínara hringsviðs- ins, sem sýndur var á nýársdag. Þá var gamanmyndin Amma Hófí með ríflega 30% áhorf á jóladag og annan í jólum,“ segir Skarphéðinn að end- ingu. Skaupið í hæstu hæðum  Áhorf mældist 77% skv. Gallup  Endursýnt og fer hærra  Kostaði 34 milljónir  Annálarnir vinsælir Skaup Ekkert í sjónvarpi er vinsælla og allir hafa skoðun á efnistökum. Skarphéðinn Guðmundsson Sala á jólabjór frá Tuborg naut mestra vinsælda þeirra jólabjóra sem Vínbúð- irnar hafa boðið upp á síðan í nóvember og var annar hver seldur jólabjór þeirr- ar tegundar. Í Vínbúðunum höfðu í gær verið seldir 1.177 þúsund lítrar af jólabjór og er salan 58% meiri en á sama tíma í fyrra, en þá seldust alls um 744 þúsund lítrar, samkvæmt upplýs- ingum frá Vínbúðunum. Sölutímabilið fyrir nýliðin jól byrjaði viku fyrr en fyr- ir ári. Tuborg julebryg var með tæplega 50% af sölunni í kringum jólin eða tæp- lega 588 þúsund lítra. Næst kemur Víking jólabjór með um 118 þúsund lítra eða 10% af seldu magni og jóla- bjórinn frá Thule er í þriðja sæti með með tæplega 68 þúsund lítra eða 5,75%. Alls voru á boðstólum 60 tegundir af íslenskum jólabjór, 88 tegundir alls og hefur framboðið aldrei verið meira en í ár. Nokkrar tegundir voru aðeins til sölu í tiltölulega litlu magni og seldust sumar þeirra upp. Eitthvað er enn til af jólabjór og verður svo fram eftir mán- uðinum. Þorrabjórinn tekur við af jólabjórn- um og er von á 17 tegundum af þorra- bjór í Vínbúðirnar, þremur fleiri en í fyrra. Sala á honum hefst 14. janúar sem er viku fyrr en venjulega. Helsta ástæða þess er að Vínbúðirnar hafa fengið margar fyrirspurnir frá við- skiptavinum sem vilja tryggja sér þorrabjór í tíma fyrir bóndadaginn, 22. janúar. Svo er spurning hvernig þorrablótin verða haldin og hvenær. aij@mbl.is Tuborg jólabjór var í sérflokki  58% meiri sala á jólabjór en í fyrra 744 1.177 Sala jólabjórs 2020 Fimm mest seldu tegundirnar Heildarsala 2019 og 2020 58% auknig milli ára Heimild: Vínbúðin2019 2020 Þús. lítra Hlutdeild Tuborg Julebryg 588 50% Víking jólabjór 118 10% Thule jólabjór 68 5% Jólagull 63 5% Jóla Kaldi 59 5% Þús. lítra Aðrar tegundir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.