Morgunblaðið - 06.01.2021, Side 10

Morgunblaðið - 06.01.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021 Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni. Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hjónin Björn Jónasson og Elísabet Guðbjörnsdóttir hafa keypt svonefnt Víkingaheimahús í Njarðvík í Reykjanesbæ af hlutafélagi í eigu sveitarfélagsins. Gengið var frá samningum um þetta skömmu fyrir jól. Umrætt hús var opnað ár- ið 2009 og þar er í öndvegi og sem aðdráttarafl vík- ingaskipið Íslend- ingur sem Gunn- ar Marel Eggertsson smíðaði og var siglt úr Reykjavík með viðkomu á Grænlandi til New York árið 2000, þegar þúsund ára afmælis landa- funda norrænna manna í Ameríku var minnst. Víkingaheimahúsið sem Guð- mundur Jónsson arkitekt í Ósló teiknaði var opnað 2009. Þar innan- dyra er skipið góða í öndvegi. „Enginn handgerður hlutur á Ís- landi tekur skipinu fram í fegurð og er það listasmíð,“ segir Björn. Leigutaki nú eigandi Með fjölskyldu sinni tók Björn við rekstri Víkingaheima árið 2014, fyrst sem leigutaki en reksturinn var Reykjanesbæ lengi framan af nokk- ur baggi. Nú hefur byggingin sem fyrr segir, verið seld, ásamt lausafé. Kaupverð er ekki gefið upp. „Drjúgan tíma tók að fóta sig með þetta verkefni sem þó tókst með upp- sveiflu í ferðaþjónustu 2014-2019. Margt hefur verið gert til þess að styrkja staðinn. Landnáms- dýragarður þarna hefur verið starf- ræktur í nokkur ár. Svo höfum við boðið upp á mat snemma á morgnana fyrir þá sem koma vestan að um haf, frá Bandaríkjunum og Kanada. Það hefur mælst vel fyrir enda ferða- menn að vestan morgunþreyttir, slæptir og svangir,“ segir Björn sem lengi hefur starfað við útgáfu ýmissa bóka um söguleg efni, svo sem tíma víkinga og landafunda. Sú útgáfa og starfsemi Víkingaheima rími vel. Óþrjótandi möguleikar „Sýningin í Víkingaheimum sem við köllum nú Landafundasýningu eða upp á ensku Viking Discovery of America fjallar í auknum mæli um landafundi Íslendinga um árið 1000 sem um eru óumdeilanlegar heim- ildir. Þarna gefur náttúran og sagan óþrjótandi möguleika á upplifun í sátt við umhverfi og samfélag. Þó svo ekki blási byrlega fyrir ferðaþjón- ustu í augnablikinu mun þetta él stytta upp eins og önnur. Næstu mánuði ætlum við að nýta í viðhald- vinnu á húsinu og kynna fjárfestum framtíðarsýn okkar,“ segir Björn. Kaupa Víkingaheima og Íslendingur er innandyra  Reykjanesbær selur  Ætla að efla landafundasýningu Ljósmynd/Aðsend Víkingaheimar Stendur niðri í fjöru og setur svip á umhverfið í Innri- Njarðvík. Skipið Íslendingur er í húsinu og er fallegur safngripur þar. Björn Jónasson Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert fyrirtæki, sem bauð upp á rafræna einkaþjálfun, að greiða ein- staklingi, sem keypti slíka þjónustu, helming greiðslunnar til baka, vegna þess að þjálfunin hafi ýmist ekki reynst einstaklingsmiðuð eða innt af hendi. Fram kemur í úrskurði kæru- nefndarinnar, að af heimasíðu fyrir- tækins verði ráðið, að í þeirri þjón- ustu, sem kærandinn keypti, felist m.a. afhending þjálfunaráætlunar sem sé sérsniðin að aðstæðum hvers og eins, leiðbeiningar við hverja æf- ingu, mat á líkamsástandi og mæl- ingar, markmiðasetning, ráðlegging- ar um mataræði ásamt uppskriftum, vikulegt stöðumat og regluleg sam- skipti ásamt nokkru lesefni. Kærandinn sagði æfingaráætl- unina sem hann fékk ekki hafa verið einstaklingsmiðaða enda voru í henni æfingar sem kærandi hafði lát- ið vita að hann gæti ekki gert vegna meiðsla. Þá hafi leiðbeiningarnar fal- ist í sendingu á myndböndum á You- tube. Óskað var eftir breytingum á æfingaráætlun en án árangurs. Eng- in mæling á líkamsástandi hafi farið fram sem var hluti af þjónustunni sem um var samið og ekki var farið yfir matardagbók sem kærandi hélt. Enn fremur hafi engin svör frá þjálf- ara borist sem gefið gætu til kynna að tölvupóstar hafi verið lesnir. Alls hafi samskipti milli þjálfara og kær- anda verið 21 orð í fjórum tölvupóst- um og 11 mínútna samtal. Fyrir þjónustuna í mánuð voru greiddar 18.900 krónur. Engin viðbrögð bárust frá fyrir- tækinu við fyrirspurnum kæru- nefndarinnar sem komst að þeirri niðurstöðu að galli hefði verið á þjón- ustu og gerði fyrirtækinu að endur- greiða hana að hálfu ásamt kostnaði nefndarinnar af meðferð málsins. Einkaþjálfun var ekki einka  Einstaklingsáætlun ekki eftir þörfum Morgunblaðið/Kristinn Ræktin Margir notast við þjónustu einkaþjálfara til að koma sér í form. Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litháen, skera sig úr hvað varð- ar útgjöld heimila vegna kaupa á áfengi, samkvæmt tölum hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, fyr- ir árið 2019. Það ár eyddu heimili í löndum ESB 117 milljörðum evra, meira en 18 þúsund milljörðum króna, í áfenga drykki, eða sem nemur um 0,8% af vergri lands- framleiðslu innan Evrópusam- bandsins. Í heildina nemur þessi kostnaður um 1,6% af neysluút- gjöldum heimila, en tekur ekki til kaupa á áfengi á veitingastöðum og hótelum. Í Lettlandi fóru 4,8% af neysluút- gjöldum heimila í áfenga drykki og 4,7% í Eistlandi. Litháen, Tékkland og Pólland komu þar næst á eftir. Ítalía og Grikkland voru á hinum enda töflunnar, en í þeim löndum fóru 0,9% af neysluútgjöldum í áfengi. Samkvæmt tölum Eurostat fóru 2,4% af þessum útgjöldum ís- lenskra heimila í áfenga drykki árið 2019. Minni kostnaður í 13 löndum Í samantekt Eurostat er litið á þróunina frá 2009 og þá kemur í ljós að kostnaður heimila vegna áfengiskaupa hefur lækkað í 13 löndum ESB. Mest í Litháen eða úr 5,9% fyrir tíu árum í 3,7% árið 2019. Talsverð lækkun hefur einnig orðið í Lettlandi, Búlgaríu og Eist- landi. Kostnaður hefur aukist í sjö lönd- um á þessum áratug, mest í Rúm- eníu eða úr 2,1% í 2,6%. aij@mbl.is Drjúgur kostn- aður af áfengi  Mest útgjöld heimila í Eystrasaltsríkjum 4,8 4,7 3,7 3,4 3,4 2,9 2,9 2,9 2,6 2,5 2,4 2,3 2,2 2,1 2,0 1,7 1,7 1,6 1,6 1,6 1,6 1,5 1,5 1,4 1,4 1,3 1,2 1,1 0,9 0,9 Áfengi sem hlutfall af útgjöldum heimila í nokkrum Evrópulöndum Hlutfall af heildarútgjöldum heimila 2019 (%) Le tt la nd Ei st la nd Li th áe n Té kk la nd Pó lla nd Kr óa tía U ng ve rja la nd Fi nn la nd Rú m en ía Lú xe m bo rg Ís la nd Sl óv ak ía *N or eg ur Ír la nd Sv íþ jó ð D an m ör k Fr ak kl an d ES B m eð al t. B úl ga ría Ký pu r Sl óv en ía B el gí a B re tla nd Þý sk al an d Po rt úg al Au st ur rík i Sp án n H ol la nd G rik kl an d Íta lía *T öl ur fr á 20 18 . H ei m ild : E ur os ta t.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.