Morgunblaðið - 06.01.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 06.01.2021, Síða 14
14 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021 ✝ Kristinn Hauk-ur Jóhannsson fæddist 31. ágúst 1935 í Gíslholti, Holtum. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 28. desember 2020. Foreldrar hans voru Jóhann Sverr- ir Kristinsson og Valgerður Daníels- dóttir frá Guttorms- haga. Systkini hans voru Rún- ar, f. 18.6. 1934, d. 3.3. 1940, Dagrún, f. 29.6. 1941, Sigrún, f. 19.3. 1945, og Garðar, f. 18.11. 1946. Haukur kvæntist Stellu Björk Georgsdóttur, f. 8.5. 1937, d. 13.7. 2016. Ung felldu þau hugi saman og stóð sam- búð þeirra í ríflega 60 ár. Börn Haukur var tveggja ára þegar foreldrar hans hófu búskap á Ketilsstöðum og þar ólst hann upp. Haukur lærði bifvélavirkjun og rak m.a. bílaverkstæðið Við- gerðaþjónustuna. Hann rak ásamt fleirum verktakafyr- irtækið Hlaðprýði, sem sinnti malbikun og verkefnum við lagn- ingu hitaveitu á höfuðborg- arsvæðinu. Árið 1973 flutti Haukur með fjölskyldu sína á Hellu þar sem hann hóf störf hjá verkstæði Kaupfélagsins Þórs. Við stofnun Hitaveitu Rang- æinga hóf Haukur störf sem verkstjóri við lagningu hitaveitu á Hellu og nærsveitum. Þar starfaði hann fram að starfs- lokum. Haukur og Stella Björk bjuggu víða, en lengst af á Hellu. Síðustu árin sín bjuggu þau á Sel- fossi. Útförin fer fram frá Selfoss- kirkju 6. janúar 2021 klukkan 13. Streymt verður frá útför á: https://tinyurl.com/yaqbcco5/. Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat/. þeirra eru: 1) Rún- ar, f. 27.2. 1955, kvæntur Bryndísi Hönnu Magn- úsdóttur, synir þeirra eru Her- mann Bjarki og Magnús. 2) Jóhanna Valgerður, f. 16.12. 1956, gift Páli Magnúsi Stef- ánssyni. Synir Jó- hönnu og Ólafs Frostasonar (látinn) eru Haukur, Frosti og Hjörtur. Páll á fjóra syni. 3) Örn, f. 3.2. 1960, kvæntur Grétu Steindórsdóttur. Börn Arnar og Elínar Ágústsdóttur eru Hjördís Rut (stjúpdóttir), Ari og Egill. Barnabörnin eru 17, þar af 16 á lífi, auk stjúpbarnabarna. Á vordögum 2020 fæddist langa- langafadrengur. Á fögrum vetrardegi kvaddi pabbi okkar þetta líf. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi, sem hafði verið heimili hans frá vor- dögum síðasta árs. Það er erfitt að hugsa um pabba án þess að mamma sé hluti af þeirri hugsun. Foreldrar okk- ar voru eins og eitt, en samt svo ólík. Ung felldu þau hugi saman, ung áttu þau okkur börnin sín, ung urðu þau afi og amma, langafi og langamma. Mamma lést árið 2016 eftir erfið veikindi. Þar stóð pabbi við hlið hennar eins og klettur þar til yfir lauk. Missir hans var mikill og lífið tómlegra án mömmu. Klettur er gott orð til að lýsa pabba, hann var rólegur og traustur. Þannig stóð hann líka við hlið okkar systkina í blíðu og stríðu, alltaf reiðubúinn til að hjálpa. Pabbi lærði bifvélavirkjun og vann víða við það fyrstu ár starfs- ævi sinnar, áður en hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Viðgerðar- þjónustuna í Kópavogi. Árin okk- ar í Kópavogi voru ævintýraleg. Fyrst um sinn var heimilið lítill sumarbústaður, „rauða húsið“ í suðurhlíðum Kópavogs. Strjál byggð var í kringum heimilið líkt og í sveit og hentaði það okkur vel. Pabbi byggði upp sitt fyrir- tæki og síðar stofnaði hann verk- takafyrirtækið Hlaðprýði ásamt góðum kunningjum sínum. Í því verkefni voru holóttar malargöt- ur malbikaðar og hitaveiturör lögð í nýju hverfin. Pabbi var stoltur af þessum framkvæmd- um. Það var lítið um tómstundir á þessum árum, en þeim mun meiri vinna. Árið 1972 bauðst pabba vinna hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu og fluttist fjölskyldan þá aftur á æskuslóðirnar. Þar byggðu for- eldrar okkar fallegt hús og bjuggu í því næstu tuttugu árin. Fljótlega eftir flutninginn austur keyptu þau Hallstún í Holtum, æskuheimili mömmu, og byggðu það upp af smekkvísi og elju. Þar eyddu þau öllum sínum frítíma, ræktuðu og gróðursettu tré til skjóls og prýði. Pabbi var einn af stofnfélögum Hitaveitu Rang- æinga og vann þar sem verkstjóri í vinnuflokki við að leggja hita- veitu um allar sveitir. Þar lauk hann sinni starfsævi og í kjölfarið fluttu þau hjónin á Selfoss. Pabbi hafði mjög gaman af ferðalögum. Hann var tregur af stað, enda verkefnin heima fyrir mörg, en þegar af stað var komið naut hann þess virkilega hvort sem ferðast var innan- eða utan- lands. Því lengra sem ekið var, þeim mun betra. Alltaf stutt í bíladelluna. Pabbi hafði kannski takmark- aðan tíma með okkur systkinun- um, en hann bætti það upp sem afi og naut þess hlutverks vel. Af- komendunum fjölgaði talsvert ört með árunum og náði pabbi þeim áfanga að verða langa- langafi síðastliðið vor. Það væri hægt að skrifa endalaust um pabba okkar. Löng ævi á tímum mikilla breytinga. Snemma á síðasta ári flutti hann á Dvalarheimilið Lund þar sem heilsan var farin að gefa sig. Þar naut hann góðrar umönnun- ar og við færum því fólki sem þar starfar kærar þakkir. Dagarnir fyrir andlát pabba voru einstak- lega fallegir, glitský á himni og mikilfenglegt sólarlag. Okkur grunar að mamma hafi verið að undirbúa komu hans. Nú er komið að leiðarlokum, en við yljum okkur við góðar minningar með þakklæti og sökn- uð í hjarta. Hvíl í friði elsku pabbi. Rúnar, Jóhanna og Örn. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem maður hefur verið samferða í gegnum lífið og þykir vænt um. Nú hefur hann Haukur bróðir minn kvatt okkur í síðasta sinn eftir erfið veikindi. Hann var ekki bara bróðir minn, hann var líka góður vinur alla tíð. Þegar ég horfi til baka sé ég bara góðar minningar um samveru okkar og samvinnu. Ekki er hægt að minn- ast hans Hauks nema minnast hennar Stellu hans, enda voru þau einatt nefnd í sömu andrá. Þau urðu samferða stóran hluta af ævi sinni. Saman byggðu þau upp jörðina Hallstún í Holtum, af miklum dugnaði og eljusemi. Þar var nánast ekkert þegar þau tóku við henni, en þau byggðu upp og ræktuðu mikið þannig að þetta varð draumastaður. Nú er Hallstún í góðum höndum Jó- hönnu dóttur þeirra og hennar fólks. Sú hefð skapaðist fyrir nærri þremur áratugum að af- komendur foreldra okkar hittast á ættarmóti nánast á hverju ári á miðju sumri. Oftast hefur þetta verið haldið í Hallstúni og núna síðast í sumar sem leið, í einstak- lega góðu veðri. Mig langar að minnast á þá venju sem byrjaði fyrir nokkuð löngu að fara saman í ferðalag þegar eitthvert okkar systkina eða maka okkar áttu stórafmæli. Haukur og Stella höfðu gaman af að ferðast og nutu þessara og fleiri ferða vel, bæði innanlands og utan. Síðustu mánuði ævi sinnar dvaldi Haukur á Dvalarheimilinu Lundi, þar sem starfsfólkið ann- aðist hann einstaklega vel. Að lokum kæri bróðir: Hvíl í friði og takk fyrir allt. Garðar. Elskulegur mágur minn er fallinn frá 85 ára gamall. Þraut- seigja hans fram undir það síð- asta var aðdáunarverð, þrátt fyr- ir leiðinda-vágest síðustu ár sem tók sig upp aftur. Snemma kynntist hann verð- andi eiginkonu sinni henni Stellu sem lést fyrir rúmlega fimm ár- um, það var honum og okkur allri fjölskyldunni mikill missir. Þau hjón voru einstaklega samrýmd. Þau keyptu jörðina Hallstún af móður Stellu og gerðu upp, síðar varð Hallstún mikill stórfjöl- skyldu-samkomustaður, þar hafa t.d. verið haldin „fjölskyldumót“ systkina Hauks og fjölskyldna þeirra á hverju ári um langt ára- bil. Þegar ég kynntist Garðari bróður hans, sem varð eiginmað- ur minn, bjuggu þau í Kópavogi. Þau tóku mér afskaplega vel og voru samskipti okkar yndisleg, alveg fram á síðasta dag þeirra beggja. Þau fluttu á Hellu ca. 1973 þar sem við bjuggum með tvær litlar stúlkur, og sú þriðja bættist í hópinn 1974. Voru Haukur og Stella með hund og ýmis önnur dýr í hesthúsi sem þau áttu og nutu dætur okkar góðs af því, alltaf fengu þær að vera með í öllu sem skepnunum viðkom og njóta þær að minnast þess enn þann dag í dag. Eftir lát Stellu varð Haukur ansi vængbrotinn en börn hans voru honum miklar stoðir, ekki síst einkadóttirin og maki sem höfðu keypt Hallstúnið og hafa þau hjón búið þar síðustu ár. Þau Stella höfðu byggt sér lítinn sum- arbústað á landinu sem þau köll- uðu Litla tún og voru þau Stella oft þar síðustu sumur Stellu. Haukur var kominn inn á Lund, dvalarheimilið þar sem honum leið vel, þar til fj. C-19 kom til sögunnar, voru hömlurnar sem fylgdu veirunni honum afar þungbærar. Ég þakka Hauki öll samskipti sl. 52 ár. Nú trúi ég því að hann sé kominn til Stellu sinnar og að þau séu farin að bardúsa e-ð saman í Sumarlandinu. Farðu í friði, elsku Haukur, og takk fyrir allt og allt. Erla. Ættarhöfðingi er fyrsta orðið sem kemur í hugann þegar við minnumst Hauks föðurbróður okkar. Hlýlegur maður, með góð- látlegt, glettið blik í augum. Við systkinin erum svo lánsöm að hafa alist upp í sömu götu og Haukur og Stella bjuggu í, aðeins tvö hús voru á milli. Þeirra heim- ili var okkur alltaf opið og yfir- leitt mikið ævintýri að fara yfir til Hauks og Stellu, oft var húsið fullt af alls konar dýrum; naggr- ísum, hundum, kálfi í kjallaran- um auk þess að vera með kindur og hesta og svo mætti áfram telja. Þar má segja að dýraáhugi Hönnu Valdísar hafi kviknað við tíðar heimsóknir til þeirra til að sinna dýrunum. Áramótapartíin hjá Hauki og Stellu voru ómissandi liður í upp- vextinum, þar var líf og fjör og eigum við ekkert nema skemmti- legar minningar frá þessum tíma. Seinna hættu Haukur og Stella dýrastússinu á Hellu og beindu orkunni í að byggja upp sælureit í Hallstúni. Þar má alls staðar sjá handbragð Hauks og Stellu enda eru þær óteljandi vinnustundirn- ar sem hann varði í að byggja upp þá paradís sem Hallstún er. En allt hefur sinn tíma og það var ánægjulegt fyrir hann og fjöl- skylduna að sjá Jóhönnu og Palla taka við Hallstúni og gera það að heimili sínu. Þau hafa haldið við þessum sælureit sem hefur alltaf verið opinn okkur stórfjölskyld- unni og viðhaldið þeirri hefð að hittast þar á hverju sumri, sem er ómetanlegt. Er það ekki síst þeim samverustundum að þakka að börnin okkar þekkja stórfjöl- skylduna. Haukur var ekki maður margra orða en það duldist eng- um hvað hann var mikill fjöl- skyldumaður og hvað það var honum dýrmætt að fjölskyldan skyldi halda vel saman. Hann flutti á Hjúkrunarheimilið Lund á þessu ári og því miður máttum við lítið heimsækja hann vegna Covid en þykir mjög vænt um að hann gat verið með okkur þegar Garðar Már og Kolla giftu sig í júlí, enda var hann oft búinn að spyrja þau hvort það væri ekki vitleysa hjá þeim að vera ógift. Einnig var ánægjulegt að hann gat verið með okkur í Hallstúni í sumar. Þar voru teknar yndisleg- ar myndir af Hauki og systkinum hans sem ómetanlegt er að eiga. Systkinahópurinn frá Ketilstöð- um er og hefur alltaf verið náinn. Nú hefur verið höggvið stórt skarð í hann. Haukur er nú kom- inn til elsku Stellu sinnar en þau voru einstaklega samheldin hjón og ekki annað hægt en að minn- ast hennar um leið og við minn- umst Hauks. Minningar um góð- an mann lifa. Við kveðjum Hauk með mikilli virðingu og kærum þökkum fyrir samfylgdina. Elsku Rúnar, Jóhanna, Össi og fjölskyldur, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Hafdís, Hanna Valdís, Eydís, Garðar Már og fjölskyldur. Haukur eðalfrændi minn er fallinn frá, 85 ára. Við vorum systrasynir. Meira en það. Hauk- ur var mér nánast sem móður- bróðir. Þannig var að móðir hans, Valgerður, var næstelst sinna systkina sem lifðu, f. 1912, en móðir mín, Svava, yngst, f. 1927. Mál þróuðust þannig að Vala gekk litlu systur sinni að vissu leyti í móðurstað. Móðir þeirra, amma í Guttormshaga, var orðin dálítið þreytt, 42 ára þegar ör- verpið fæddist, hafði eignast átta börn áður og öll lifðu nema það fyrsta, drengur, f. 1909. Svo varð hún þar að auki ekkja 46 ára gömul, og Svava litla þar með föðurlaus, fjögra ára. Þegar Vala, þá flutt að Ketilsstöðum, eignað- ist tvo drengi með árs millibili, 1934 og ’35, urðu þessir drengir Svövu litlu í Guttormshaga kærir litlir leikbræður. Sá sorglegi at- burður varð árið 1940 að eldri bróðirinn, Rúnar, dó. En Haukur lifði og eftir þetta varð jafnvel enn kærara en áður með leik- systkinunum, Svövu og Hauki. Og þeir kærleikar héldust alla tíð á meðan bæði lifðu. Fyrir vikið varð líka afar kært með frum- burði Svövu, þeim sem þetta rit- ar, og Hauki, þegar þar að kom. Haukur varð minn eðalfrændi. Tíður gestur á heimili foreldra minna, alltaf mikill aufúsugestur: blíður, brosmildur, hláturmildur, röddin fagur barítón, og örlátur á hlýjar tilfinningar ævinlega. Ég hef fyrir framan mig á meðan ég skrifa þetta hópmynd- ina stóru sem tekin var í Gutt- ormshaga þegar amma fagnaði sjötugsafmæli sínu þann 12. sept- ember 1955. Uppi í vinstra horn- inu stendur ungur sveinn, rétt nýorðinn tvítugur, og horfir bros- andi bjartsýnn framan í heiminn og framtíðina, sem einn ungur guð og ódauðlegur: Haukur frændi. Haukur Jóhannsson Sú atburðarás sem þjóðir heims hafa upp- lifað á árinu 2020 var ófyr- irséð. Covid- veiran kom all- flestum í opna skjöldu. Litlar sem engar áætl- anir voru til um hvernig taka ætti á þessum vágesti. Það er gleðilegt að fljótlega verður hægt að kveða veiruna í kútinn, með samstilltu afli vísinda- samfélagsins. En þurfti þessi atburða- rás að hafa eins neikvæð áhrif og raunin var og er? Því miður verður að við- urkenna að svo þurfti ekki að vera. Fyrir liggja sviðs- myndir um síka atburðarás, framvindu hennar og áhrif. Alþjóðastofnanir hafa bent á að slík þróun gæti átt sér stað og innan samfélags framtíðarfræðinga hafa slík- ar sviðsmyndir verið dregn- ar upp. Jafnframt geymir sagan sambærileg fordæmi, ef einhver telur að sagan endurtaki sig. Hver er þá veiki hlekkurinn í að takast á við slík ósköp? Það æskilega er oft ekki í boði Flestallar áætlanir byggj- ast á æskilegum forsendum, að framtíðin verði eins og stefnt er að og þróunin verði hliðholl þeim sem þær gera. Það að taka mið af einhverju sem enginn vill hafa með að gera er ekki vinsælt og jafnvel þeir sem benda á slíkt eru taldir hafa neikvæðar skoðanir. Auðvit- að eru undantekningar á þessu. Undantekningarnar byggjast flestar á því sem gerst hefur í fortíðinni og eru viðbrögðin fengin í gegnum erfiða reynslu. Flest mannvirki á Íslandi þola þó nokkrar jarðhrær- ingar vegna þess að í kröf- um til þeirra og í bygging- aráætlun er gert ráð fyrir slíku. Viðbragðssnerpa gagnvart eldgosum og hætt- um til lands og sjávar er eftirtektarverð. Á mörgum sviðum eru til staðar inn- viðir sem taka á viðburðum sem hefur sýnt sig í gegn- um tíðina að gætu gerst. En því er ekki svo farið gagn- vart því sem hefur ekki gerst áður eða gerist í allt annarri mynd en verið hef- ur. Hið óvænta kemur Þær áskoranir sem fram- tíðin ber í skauti sér verða annars vegar þær sem við höfum vanist að takast á við en í ríkari mæli verða þær óvæntar ef við hristum ekki af okkur hefðbundna hugs- un um umhverfi og þróun samfélagsins. Í þessu sam- bandi má nefna hin ýmsu svið, svo sem kröfur í lofts- lags- og umhverfismálum, þróun velferðar og ójafn- réttis í heiminum, breyt- ingar á sviði heilbrigðismála og samskipta eða samruna véla og manna, óravíddir gervigreindar, erfða og líf- tækni og breytt siðferði og gildisviðmið, ásamt óróa vegna nýrra pólitískra blokka í heiminum sem birt- ist í nýrri heimsmynd. Þá má nefna breyttar áherslur á sviði norðurslóða, nýtingu auðæfa þeirra en jafnframt nýtingu á nýj- um sigling- armöguleikum sem mun hafa veruleg áhrif á samfélög sem þær byggja. Líklega er stærsta spurn- ingin þó hvern- ig við nýtum mannauðinn til góðra hluta og sambýli hans við ofurtölvur framtíðarinnar. Þannig mæti lengi telja upp mis- munandi svið samfélagsins. Vegna veirufaraldursins, sem nú stendur yfir, verðum við mun öflugri í að takast á við aðra veiru og vegna ráð- stafana okkar á sviði ólíkra vágesta á sviði jarðhræringa eða öryggismála vorum við sneggri til en ella að takast á við veirufaraldurinn. Breytinga er þörf Framtíðaráskoranir geta verið tvenns konar: Ógn gagnvart samfélögum, stofn- unum eða fyrirtækjum eða tækifæri ef breytingarnar, sem væntanlega verða, eru vaktaðar. En það er ekki nóg að vakta breytingar, svo sem að draga upp ólíkar framtíðir eða sviðsmyndir, það þarf líka vilja og getu til að takast á við það sem koma skal. Oft eru þeir sem sinna framtíðarrýni gagn- rýndir fyrir að fara með ein- hvern hugarburð vegna þess að sá hugarburður er ekki í takt við daglega umræðu. Raunin er hins vegar oft sú að fólk fer fram úr sér við að túlka tíðarandann, beinir spjótum sínum að auðveld- um verkefnum en lætur önnur mikilvæg og erfið verkefni reka á reiðanum. Þarna er veikleiki hjá ís- lenskum stjórnvöldum og stjórnsýslu, og þá ekki síst innan vísindasamfélagsins og á sviði nýsköpunar. Einnig má benda á veikleika menntamála þegar kemur að því að innleiða nýja hugs- un og nýjar kennsluaðferðir. Það er til dæmis engin til- viljun að UNESCO hvetur nú þjóðir heims til að auka framtíðarlæsi fólks, það er að segja getu samfélaganna til að takast á við raunveru- legar framtíðaráskoranir. Það getur verið gott að staldra við í núinu en það hverfur fljótlega og annað tekur við. Framtíðarsetur Íslands hefur bent á mikilvægi þess að rýna í það sem koma skal, fyrir öll svið samfélag- ins. Vonandi munu yfirvöld leggja enn frekari áherslu á getu samfélagsins til að móta sjálfbæra framtíð á komandi árum. Framtíðin við áramót Eftir Karl Friðriksson Karl Guðmundur Friðriksson » Þær áskoranir sem framtíðin ber í skauti sér verða annars vegar þær sem við höfum vanist að takast á við en í ríkari mæli verða þær óvænt- ar. Höfundur er starfandi stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands. karlf@nmi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.