Morgunblaðið - 06.01.2021, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021
hafðu það notalegt á nýju ári
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÁTTU EINHVERN FALLEGAN
GJAFAPAPPÍR?”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að blogga um ástina.
ÉG VIL FREKAR
VERA FEITUR EN
GAMALL
GRETTIR, HVAÐ HÆKKAR
ALLTAF EN MINNKAR ALDREI? LÍKAMS-
ÞYNGD MÍN!
ALDUR
ÞINN!
ÉG ELSKA ÞIG ÞRÁTT FYRIR
ALLA ÞÍNA GALLA!
GALLAR ÞÍNIR SPILLA HELDUR
EKKI ÁST MINNI Á ÞÉR!
HVAÐA GALLAR?
TAKK,
ELSKAN
BÓKASA
FN
„EFTIRFARANDI ÞÁTTUR INNIHELDUR
KYN LÍFS SENUR, OFBELDI OG GRÓFAN
TALSMÁTA – TIL AÐ BÆTA UPP LÉLEGT
PLOTT.”
KIIISSSSS
bræðslu og kristalsteypu hjá Jónasi
Braga glerlistamanni 1992-1996.
„Ég er enn að bræða gler, er úr
mjög stórri fjölskyldu og það hentar
vel að búa til glermuni handa fólk-
inu mínu. Svo les ég mjög mikið,
var að klára Dýralíf eftir Auði Övu,
en hún er um tvær ljósmæður og er
alveg dásamleg. Ég er hætt að
safna bókum en er dugleg að fara á
bókasafnið og panta mér nýjustu
bækurnar þar.“
Fjölskylda
Eiginmaður Svanborgar er Sigfús
Ólafsson, f. 30.4. 1944, tón-
menntakennari. Þau eru búsett á
Selfossi. Foreldrar Sigfúsar voru
hjónin Ólafur Jónsson frá Skála
undir Eyjafjöllum, f. 10.1. 1918, d.
12.8. 1989, og Elsa Kristín Sigfús-
dóttir Elíassonar skálds, f. 22.12.
1924, d. 8.8. 1948.
Sonur Svanborgar og Sigfúsar er
Guðmundur Rúnar, f. 24.3. 1965,
mjólkurtæknifræðingur í Svarta-
skógi. Fyrrverandi eiginkona hans
er Heidrun Boettcher. Þau eiga
þrjú börn en fyrir átti Guðmundur
Rúnar son með Halldóru Þorsteins-
dóttur. Þau eru Arnar Freyr, f.
18.12. 1992, Helga Valentína, f. 14.5.
2004, Matthías Wilhelm, f. 20.4.
2007, og Sigmar Benjamín, f. 21.4.
2009.
Systkini Svanborgar eru Páll
Guðni, f. 8.5. 1947, framkvæmda-
stjóri, bús. á Selfossi; Guðjón, f.
18.12. 1952, framkvæmdastjóri, bús.
á Selfossi; Stefán Ragnar, f. 3.10.
1954, vélstjóri, bús. í Hafnarfirði;
Pálmi, f. 14.10. 1956, vélstjóri, bús. á
Selfossi; Gunnar, f. 10.11. 1958,
framkvæmdastjóri og Suðurpólfari,
bús. á Selfossi; Guðríður, f. 3.10.
1960, fagstjóri matvælagreina í
Fjölbrautaskóla Suðurlands, bús. á
Selfossi, Sigrún, f. 9.4. 1962, kenn-
ari, bús. í Svíþjóð, og Sigríður, f.
23.2. 1964, bóndi og húsmóðir á
Vatnsleysu í Bláskógabyggð.
Foreldrar Svanborgar voru hjón-
in Egill Guðjónsson, f. 5.1. 1921, d.
16.2. 1994, bifreiðarstjóri á Selfossi,
og Guðrún Pálsdóttir, f. 20.8. 1924,
d. 1.3. 1983, húsmóðir á Selfossi.
Svanborg Egilsdóttir
Guðný Oddsdóttir
húsmóðir í Fossnesi
Þórarinn Öfjörð Vigfússon
bóndi í Fossnesi í
Gnúpverjahr., Árn.
Vilborg Þórarinsd. Öfjörð
húsmóðir á Litlu-Reykjum í Hraungerðishr., Árn.
Páll Árnason
bóndi á Litlu Reykjum í Hraungerðishr., Árn.
Guðrún Pálsdóttir
húsmóðir á Selfossi
Guðrún Sigurðardóttir
húsmóðir á Hurðarbaki
Árni Pálsson
bóndi á Hurðarbaki í Villingaholtshr., Árn.
Sigríður Einarsdóttir
húsmóðir í Reynishólum
Jón Jónsson
bóndi í Reynishólum í Mýrdal
Guðríður Jónsdóttir
húsmóðir í Berjanesi
Guðjón Einarsson
bóndi í Berjanesi í V-Landeyjum
Guðrún Eyjólfsdóttir
húsmóðir í Seljalandsseli
Einar Pálsson
bóndi í Seljalandsseli undir Eyjafjöllum
Úr frændgarði Svanborgar Egilsdóttur
Egill Guðjónsson
bifreiðarstjóri á Selfossi
Gamall vinur minn AuðólfurGunnarsson læknir sendi mér
„þessar fátæklegu vísur með bestu
kveðju og nýársóskum“ eins og
hann orðar það, og segist ekki vita
hvort ég muni eftir þessari vísu,
sem fór á milli okkar í vísnakeppni,
í síma milli MR og MA um vetur.
Stundum andaði köldu milli skól-
anna í keppnum þeirra í milli:
Yfir freðinn, kaldan Kjöl
kemur loksins stakan.
Það er ekki á öðru völ
en að þíða klakann.
Auðólfur heldur áfram: „Ég sleit
barnsskónum norður í landi og þar
bjó faðir minn okkur Pál Pétursson
alþingismann á Höllustöðum undir
langskólanám. Eyvindarstaðaheiði
mun hafa verið Páli kær. Því sendi
ég í minningu hans vísu, sem varð
til áður en virkjun og lónið komu til
sögunnar.
Hér er fögur fjallasýn.
Flárnar bláar prýða staðinn.
Og þau kalla æ til sín
óbyggð fjöllin jöklum hlaðin.
Enn um Norðurland. Á ferð um
Mývatnssveit, þar sem faðir minn
og forfeður áttu rætur:
Fögur er hin forna sveit,
sem fóstraði mína áa.
Ótalmargt í einum reit
á sér slíka fáa.
Flest er forgengilegt.
Fölnar gras og foldarskart
fellur á einni nóttu.
Eins er svo um æði margt,
sem eftir mest þeir sóttu.
Samferðafólki fækkar óðum og
hillir undir ferðalok.
Enn er ég fær í flestan sjó
og fer því hvergi smeykur,
uns mér færir frið og ró
ferðalangur bleikur.“
Þetta er gott bréf og ég man vel
þegar við kváðumst á mennta-
skólanemendur fyrir norðan og
sunnan. Sérstaklega man ég eftir
einni stöku, sem Kristján Bersi
Ólafsson sendi norður:
Ég hef ekki ennþá náð mér
einhver þrjótur hefur tjáð mér
að Halldór sé mestur hagyrðinga
í höfuðstað þeirra Norðlendinga.
Og nóg um það.
Mér finnst fara vel á því að rifja
þessa braghendu upp um áramót:
Tíminn, lífið, lestir, dyggðir, löður fjara,
þraut og heill hjá þjóða skara,
það er allt að koma og fara.
Gömul vísa að lokum:
Ef ég væri orðinn fær að skapa
örlög manna hér í heim,
hefði ég annan taum á þeim.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Bréf frá góðum vini