Morgunblaðið - 06.01.2021, Page 25

Morgunblaðið - 06.01.2021, Page 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Bandaríska leikkonan Tanya Ro- berts lést á mánudag, 65 ára að aldri. Roberts lék í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á árunum 1975 til 2005 og er einna þekktust fyrir leik sinn í Bond-myndinni A View to a Kill. Í henni varð hún hugfangin af Bond sem Roger Moore lék. Þá var hún í einu aðalhlutverka þáttanna Charlie’s Angles. Roberts hneig niður á að- fangadag er hún var úti að ganga með hunda sína og var síðan alvar- lega veik. Í fyrradag greindu ýmsir fréttamiðlar frá láti hennar, þar á meðal CNN, þótt hún væri þá enn á lífi. Fjölmiðlafulltrúi Roberts, Mike Pingel, hafði þá gert þau misstök að að tilkynna andlát leikkonunnar og barst sú frétt eins og eldur í sinu um netheima. Leiðrétti hann frétt- ina nokkru síðar en Roberts lést þó þá um kvöldið. Látin Roberts lék í a View to a Kill. Leikkonan Tanya Roberts látin Ítalir munu minnast þess í ár, eins og hægt er á tímum kórónuveir- unnar, að sjö aldir eru frá dauða höfuðskáldsins og heimspekingsins Dante Alighieri (1265-1321) sem oft er líka kallaður faðir ítölskunnar. Dante fæddist í Flórens en lést í Ra- venna. Hans verður minnst með sýningum og viðburðum í báðum borgum á árinu sem og í um 70 öðr- um borgum og bæjum á Ítalíu sem tengjast sögu hans á einhvern hátt. Hátíðarhöldin eru hafin í Uffizi- safninu í Flórens sem hefur opnað vefsýningu á 88 afar fágætum og fáséðum teikningum við höfuðverk Dantes, Gleðileikinn guðdómlega. Teikningarnar voru gerðar á 16. öld af listamanninum Federico Zuccari. Þær voru fyrst í eigu Ors- ini-fjölskyldunnar, þá í eigu Medici- fjölskyldunnar en komu í Uffizi- safnið árið 1738. Þær hafa síðan að- eins verið sýndar opinberlega tvisv- ar, árið 1865 þegar 600 ár voru frá fæðingu Dantes, og árið 1993. Hreinsunareldur Ein teikninga Zuccaris. Sjö aldir frá dauða Dantes Alighieri Stjórnendur hjá Ramasjang, barna- stöð DR, sæta harðri gagnrýni í dönskum miðlum fyrir teikni- myndaröðina John Dillermand eftir Jacob Ley í leikstjórn höfundar sem hóf göngu sína í upphafi árs. Þætt- irnir, sem ætlaðir eru fjögurra til átta ára börnum, fjalla um barna- legan fullorðinn karlmann sem glímir við þann vanda að vera með stærsta typpi í heimi sem kemur honum iðulega í vandræði þar sem typpið lætur afar illa að stjórn. Þess má geta að „dillermand“ er óform- legt orð yfir typpi á dönsku. Niels Lindberg, dagskrárstjóri Rama- sjang, segir þáttunum ætlað að kenna börnum mikilvægi þess að þora að vera öðruvísi auk þess sem ætlunin sé að leggja áherslu á kyn- fræðslu með húmor að leiðarljósi. Kynjafræðingurinn Christian Groes gefur lítið fyrir þau rök þar sem typpið eitt er í forgrunni í þátt- unum og ekkert fjallað um hitt kyn- ið. Fyrir vikið séu þættirnir mis- heppnaðir sem kynfræðsla. Á hvolfi John Dillermand er sýndur á dönsku sjónvarpsstöðinni DR Ramasjang. Barnaþættir með typpi í forgrunni Stjórnendur sjálfseignarstofnunar- innar Advancing Women Artists (AWA) hafa tilkynnt að hún hætti störfum í júní á þessu ári sökum fjár- skorts. Frá þessu greinir NPR. Jane Fortune lagði grunn að stofnuninni fyrir 14 árum þegar hún rakst á mál- verk eftir 16. aldar listakonuna Plau- tillu Nelli og ákvað að fjármagna for- vörslu verksins. Fortune varð í framhaldinu hugfangin af því að finna fleiri listaverk eftir konur endur- reisnartímabilsins. „Ég leitaði á söfn- um, geymslum og á háaloftum til að skoða hvað væri í raun til. Þetta hafði aldrei verið gert áður af því enginn hafði spurt sig þeirrar spurningar hvar listakonur tímabilsins væru,“ er haft eftir Falcone. Frá stofnun hefur AWA tekist að fjármagna forvörslu um 70 listaverka eftir konur ásamt því að rekja um tvö þúsund verk til kvenkynsmálara. Á tímum endur- reisnar á Ítalíu var konum meinað að stunda listnám til jafns við karla, en rannsóknir hafa leitt í ljós að konur stunduðu engu að síður list sína. Meðal þeirra var ítalska nunnan Nelli sem málaði myndir sínar á endur- reisnartímabilinu. Þessar konur féllu hins vegar í gleymskunnar dá. „Ég sé ekki betur en hætt sé að minnast á verk þessara kvenna um miðja 19. öld. Og ef enginn skrifar um þig þá hverfur þú úr sögunni,“ segir Eliza- beth Wicks forvörður. Ljósmynd/Rabatti & Domingie Firenze/AWA Síðasta kvöldmáltíðin Hluti af málverki Plautillu Nelli af síðustu kvöldmáltíðinni. Ólíkt karlkyns kollegum valdi Nelli að mála mat á borðið. Nelli bjó og starfaði í klaustri þar sem hún var nunna á endurreisnartímabilinu. Hvar eru konur endurreisnar? Árleg úttekt San Diego State Uni- versity á hlut kvenna í bandaríska kvikmyndabransanum leiðir í ljós að á árinu 2020 voru 16% hundrað tekjuhæstu myndanna í Bandaríkj- unum í leikstjórn kvenna. Til sam- anburðar voru tölurnar 12% árið 2019 og 4% 2018. Þegar litið er til þeirra sem starfa í lykilhlutverkum að tjaldabaki, þ.e. leikstjóra, höf- unda, framleiðenda, klippara og kvikmyndatökufólks, var hlutfall kvenna í þessum störfum 21% í hundrað tekjuhæstu myndum árs- ins. Til samanburðar voru þær 20% 2019 og 16% 2018. Í kynningu á rannsókninni, sem unnin hefur ver- ið árlega sl. 23 ár, kemur fram að hlutfall kvenna í þessum störfum hefur aldrei verið hærra en í ár. „Góðu fréttirnar eru að tölurnar þokast í rétta átt ár frá ári. Vondu fréttirnar eru þær að engar konur koma að stjórn 80% tekjuhæstu myndanna,“ segir Martha Lauzen, sem unnið hefur rannsóknina frá byrjun. Bendir hún á að í 70% tekju- hæstu myndanna séu færri en fimm konur starfandi í lykilhlutverkum að tjaldabaki. Ofurkona Patty Jenkins leikstjóri kvik- myndarinnar Wonder Woman 1984. Hlutur kvenna aldrei verið meiri í kvikmyndabransanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.