Morgunblaðið - 09.01.2021, Page 6

Morgunblaðið - 09.01.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021 DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 dimmalimmreykjavik.is DimmalimmReykjavik 30% 50% afsláttur til ÚTSALAN ER HAFIN! Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Sorpvísitalalan“ lækkaði í fyrra ef miðað er við heildarmagn úrgangs sem barst til Sorpu bs. Áætlað er að byggðasamlaginu hafi borist um 207 þúsund tonn af úr- gangi á nýliðnu ári, en endanlegar tölur liggja ekki fyrir. Árið 2019 var magnið ríflega 225 þúsund tonn og er samdrátt- urinn á milli ára tæp 11%. Metárið í þessu samhengi er 2018, en þá bárust Sorpu um 263 þúsund tonn af úrgangi og frá og með 2014 jókst sorpmagnið ár frá ári til 2019. Samkvæmt upplýsingum frá Gunn- ari Dofra Ólafssyni, sérfræðingi hjá Sorpu í samskiptum og samfélags- virkni, minnkaði magn þess úrgangs sem skilað var til urðunar í Álfsnesi samkvæmt bráðabirgðatölum, fór úr 131 þúsund tonnum 2019 í 105.000 tonn í fyrra. Í móttöku- og flokkunar- stöðinni í Gufunesi stendur magnið af blönduðum úrgangi frá sorphirðu sveitarfélaga nokkurn veginn í stað milli ára. Um 16% samdráttur varð hins vegar í magni úrgangs sem skilað var frá rekstraraðilum í móttöku- og flokkunarstöðina. Síðustu mánuði árs- ins varð þó aukning í þessum þætti starfseminnar. Magn úrgangs á endurvinnslu- stöðvum jókst um nálægt 10%, en endanlegar tölur liggja ekki fyrir. Heimsóknum á endurvinnslustöðvar fjölgaði sömuleiðis um tæplega 10% og fóru 976 þúsund ökutæki við- skiptavina um endurvinnslustöðv- arnar í fyrra, en voru 888 þúsund 2019. Meira nýtanlegt Gunnar Dofri segir að í fyrra hafi lítið eitt minna magn verið selt í Góða hirðinum en árið áður. Þetta sé at- hyglisvert í ljósi erfiðra aðstæðna vegna kórónuveikinnar og þannig hafi verslunin í Fellsmúla og Efnissalan á Sævarhöfða verið lokaðar um tíma. Á móti komi að netverslun var sett á laggirnar og verslun við Hverfisgötu tók til starfa. Þá sé athyglisvert að þó svo að heldur minna hafi komið í nytjagáma á endurvinnslustöðvum hafi meira af því verið nýtanlegt í Góða hirðinum. Hlutfall þess sem er selt af því sem kemur inn í Góða hirðinn í gegnum nytjagáma frá endurvinnslustöðvum er rúm 57%. Það hlutfall hefur aukist úr 27% frá árinu 2018. Í minnisblaði Helga Þórs Ingason- ar, fráfarandi forstjóra Sorpu, sem lagt var fram á stjórnarfundi í síðasta mánuði, kemur fram að reksturinn á Hverfisgötu hafi gengið vel. „Svo vel að fyrir liggur tillaga um að framhald verði á rekstri verslunar GH á Hverf- isgötu enda gerir sá rekstur miklu meira en að standa undir sér og sala nytjahluta þar virðist vera hrein við- bót við þá sölu nytjahluta sem staðið hefur yfir í versluninni í Fellsmúla. Sama á við um söluna í vefverslun GH.“ Uppkeyrsla í Gaju Gas- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi, Gaja, hefur verið í uppkeyrslu síðustu mánuði. Stöðin er komin í stöðugan rekstur, en er ekki enn keyrð á fullum afköstum, að sögn Gunnars Dofra. Stöðin fékk starfsleyfi í október eftir að hafa verið með undanþágu frá starfsleyfi frá því í ágúst. Þegar er byrjað að afhenda metan í gas- hreinsistöð Sorpu, en moltan er í vinnsluferli. Með tilkomu Gaju verður urðun á lífrænum úrgangi frá heim- ilum á höfuðborgarsvæðinu hætt. Lækkun varð á „sorpvísi- tölunni“ annað árið í röð  Heildarmagn úrgangs til Sorpu var 207 þúsund tonn í fyrra Heildarmagn úrgangs til SORPU 2001 til 2020* Þúsundir tonna *Áætlun fyrir 2020. Heimild: SORPA. 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 300 250 200 150 100 50 207 225 209 223 167 234 152 143 263 57% þess sem skilað er í nytjagáma selst í Góða hirðinum Hátt í milljón ökutæki komu árið 2020 með úrgang á endurvinnslustöðvar Gunnar Dofri Ólafsson Karitas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Tekist var á í dómsal í Hæstarétti í gær um meiðyrðamál Benedikts Bogasonar, forseta Hæstaréttar, gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara. Jón Steinar hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness og Lands- rétti. Lögmenn tvímenninganna tók- ust meðal annars á um skilgreiningu og notkun orðsins „dómsmorð“ og hvort um gildisdóm eða fullyrðingu væri að ræða. Benedikt krefst þess að fimm um- mæli í bókinni „Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Segir hann að Jón Steinar saki í henni Benedikt og aðra dómara, sem mynduðu meirihluta í máli 279/2011, um dómsmorð. Málið sem um ræðir er mál ákæruvaldsins gegn Baldri Guð- laugssyni, fyrrverandi ráðuneytis- stjóra fjármálaráðuneytisins, sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Fyrir liggur að Jón Steinar og Baldur voru og eru vinir og ráku um tíma saman lögmannsstofu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson rak málið fyrir hönd Benedikts og Gest- ur Jónsson flutti mál Jóns Steinars, og var sá síðastnefndi viðstaddur í dómsal í gær en það var Benedikt ekki. Sagður hafa herjað á dómara Í málflutningi sínum sagði Vil- hjálmur að Jón Steinar hefði herjað á dómara í máli Baldurs á sínum tíma að sýkna vin sinn. Jón Steinar hefur gengist við því að hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöðu í máli Bald- urs meðan á málaferlum stóð en seg- ir ekkert banna það. Gestur Jónsson fór mikinn um störf og þekkingu Jóns Steinars, sem fékk lausn þegar Benedikt var skip- aður forseti Hæstaréttar Íslands. Gestur sagði engan núlifandi Íslend- ing hafa tjáð sig meira um dómsmál á opinberum vettvangi en Jón Stein- ar. Gagnrýni hans vær oft hvöss en ávallt byggð á málefnalegum rökum. Hann benti á að siðareglur dóm- ara hefðu verið settar eftir að bók Jóns Steinars var skrifuð og gefin út. Þá fór hann yfir að gagnrýnin á dómnum sem um ræðir hefði verið upp á 23 blaðsíður sem ekki væri hægt að smækka niður í eitt orð. Þar hefðu sjónarmið hans verið útskýrð og rökstudd með lögfræðilegum hætti. Nánari umfjöllun á mbl.is. Dómarar takast á um „dómsmorð“  Meiðyrðamál Benedikts Bogasonar, forseta Hæstaréttar, gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fv. hæstaréttardómara, tekið fyrir í Hæstarétti í gær  Jón Steinar var viðstaddur en Benedikt ekki Morgunblaðið/Eggert Hæstiréttur Tekist var á í dómsal í meiðyrðamáli forseta Hæstaréttar gegn fyrrverandi dómara við réttinn. Deilt er um fimm ummæli Jóns Steinars. Jón Steinar Gunnlaugsson Benedikt Bogason Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir félagið ekki geta upplýst hversu miklar bætur það fær frá flug- vélaverksmiðjun- um Boeing vegna kyrrsetningar Max-þotnanna. Fram kom í umfjöllun Fin- ancial Times að upphæðin skiptist í 244 milljónir dala í sektir, 1,8 milljarða dala til flugfélaga og 500 milljónir dala í sjóð til fjölskyldna fórnarlamba tveggja flugslysa. Á fjórða hundrað fórust Nánar tiltekið gerir Boeing sam- komulag við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sem felur í sér að ekki verður af sakamálameðferð. Alls létust 346 manns í tveimur slysum en flugmennirnir lentu í vandræðum með nýjan stjórnbúnað. Voru Max-þotur kyrrsettar um heim allan í kjölfarið en Icelandair hafði pantað 16 slíkar þotur. Ásdís Ýr segir Icelandair munu yfirfara efni samkomulagsins. Tjón af völdum kyrrsetningar „Líkt og áður hefur verið greint frá hefur Icelandair gengið frá sam- komulagi við Boeing vegna tjóns af völdum kyrrsetningar Boeing 737- MAX-flugvéla félagsins. Fjárhæð skaðabóta er trúnaðarmál. Icelanda- ir er nú að kynna sér samkomulagið sem vísað er til og tilkynnt var um í gær en samkvæmt því ber Boeing að greiða viðskiptavinum sínum skaða- bætur að fjárhæð 1.770 milljónir bandaríkjadala vegna tjóns af völd- um kyrrsetningarinnar,“ sagði hún. Leynd er yfir bótum Boeing  Icelandair vísar til trúnaðar aðila Ásdís Ýr Pétursdóttir Morgunblaðið/Hari Brottför Boeing MAX 8-þotunni Mývatn flogið utan til geymslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.