Morgunblaðið - 09.01.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 09.01.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021 Nú hafa vinnupallar verið fjarlægðir að mestu af hinni nýju hótelbyggingu við Austurvöll. Því getur fólk virt fyr- ir sér útlit bygginga, sem standa munu á þessu sögufræga götuhorni Reykjavíkur næstu aldirnar. Til hægri á myndinni má sjá Landssímahúsið við Thorvaldsens- stræti, sem hefur verið endurgert á glæsilegan hátt. Til vinstri á mynd- inni má sjá marglita nýbyggingu við Kirkjustræti, sem THG arkitektar teiknuðu. Á lóðinni stóð áður við- bygging við Landssímahúsið, sem rif- in var árið 2018. Í þessum húsum verður í framtíð- inni rekið eitt af glæsihótelum borg- arinnar, Curio by Hilton. Að fram- kvæmdunum stendur félagið Lind- arvatn ehf. Til stóð að opna hótelið vorið 2019 en opnunin hefur tafist af ýmsum ástæðum. Nú er stefnt að því að ljúka verkinu í sumar. Lindarvatn ehf. var stofnað 1993 og er eigandi fasteigna á Landssíma- reitnum við Austurvöll. Icelandair Group hf. á 50% hlut í Lindarvatni og Dalsnes ehf. á 50%. Síðarnefnda fé- lagið er í eigu Ólafs Björnssonar at- hafnamanns. sisi@mbl.is Nýtt hótel hefur tekið á sig mynd Morgunblaðið/sisi Hótel Curio by Hilton Marglita byggingin vinstra megin er ný. Hægra megin er gamla Landssímahúsið, sem hefur verið endurbyggt á glæsilegan hátt. Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 STÓRÚTSALA HAFIN GERRY WEBER - TAIFUN - BETTY BARCLAY JUNGE - FUCHS SCHMITT OG FL. á gæðamerkjavöru 30% - 60% Dúnúlpur og ullarkápur Söfnum í neyðarmatarsjóð til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn Guð blessi ykkur öll Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið hjahrafnhildi.is ÚTSALA 30-50% Áður: 36.980 Nú: 25.886 Áður: 25.980 Nú: 15.588 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sveitarstjórnir eða Vegagerðin gætu gripið til ýmissa ráða til að takmarka eða banna um stundarsakir umferð á götum eða þjóðvegum ef loftmengun fer yfir ákveðin mörk samkvæmt drögum að reglugerð sem sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt á samráðsgátt stjórn- valda. Heimildin til að takmarka eða banna umferð vegna mengunar er þegar fyrir hendi í 85. grein umferð- arlaga í þeim tilgangi að draga úr skaðlegum áhrifum loftmengunar frá umferð á heilsu fólks og umhverfi en útfært er í reglugerðardrögunum við hvaða kringumstæður má grípa til ýmissa úrræða tímabundið. Úrræðin sem lagt er til að heimilt verði að beita eru fimm talsins og geta m.a. falist í breytingum á há- markshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu eða jafnri endatölu eða sambæri- legum endabókstaf skráningar- merkja. Úrræðin sem talin eru upp í reglu- gerðardrögunum eru eftirfarandi: a) bann við umferð ökutækja yfir 3,5 tonn að leyfðri heildarþyngd, b) bann við umferð ökutækja með tilteknum endatölum eða endabók- stöfum í skráningarmerki, c) breyting á hámarkshraða, d) takmörkun á umferð ökutækja sem knúin eru tilteknum mengandi aflgjöfum eða; e) bann við umferð ökutækja á negldum hjólbörðum. Tekið er fram að takmörkun eða banni megi aðeins beita ef niðurstöð- ur mælinga eða mengunarspár sýna með óyggjandi hætti fram á að mengun sé eða muni verða hættuleg heilsu manna á þeim tíma sem gert er ráð fyrir að takmörkun eða bann standi yfir og ef talið er að aðrar vægari aðgerðir á borð við gatna- hreinsun eða rykbindingu muni ekki koma að gagni til að halda loftmeng- un undir viðmiðunarmörkum. Umferð sett takmörk vegna loftmengunar  Hraðalækkun og bann við umferð eft- ir endatölum bílnúmera meðal úrræða Morgunblaðið/Ómar Bílaumferð Mikil svifryksmengun getur orðið á götum í þurrviðri. Hafnarfjarðarbær og Sóltún öldr- unarþjónusta ehf. skrifuðu í gær undir samning um rekstur sér- hæfðrar dagdvalar á Sólvangi. Samningurinn tekur til reksturs tólf sérhæfðra dagdvalarrýma á Sólvangi og hefur það að markmiði að tryggja öldruðum einstakling- um með heilabilun tiltekna þjón- ustu og styðja við aðstandendur þeirra með rekstri sérhæfðrar dagdvalar. Fram kemur í tilkynningu að Hafnarfjarðarbær leggur til full- búið og nýlega endurnýjað húsnæði á 1. hæð á Sólvangi, Sólvangsvegi 2 í Hafnarfirði. Sóltún öldrunarþjón- usta mun sjá um rekstur rýmanna og er áhersla lögð á samvinnu við Alzheimersamtökin sem faglegan bakhjarl en Alzheimersamtökin munu á árinu flytja í Lífsgæðasetur St. Jó á Suðurgötu 46 í Hafnarfirði og opna þar nýja þjónustumiðstöð. Sóltún öldrunarþjónusta rekur nú hjúkrunarheimili í nýbyggingu við Sólvang og dagdvöl fyrir aldr- aða á fyrstu hæð í gamla Sólvangi. Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili var opnað formlega 17. júlí 2019 og leysti þar með af hólmi gamla Sól- vang. Samið um 12 ný dagdvalarrými Undirritun Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Halla Thoroddsen framkvæmdastjóri Sóltúns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.