Morgunblaðið - 09.01.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég ætla á þessu nám-skeiði að opna augu fólksfyrir umhverfinu á annanhátt en gert er venjulega.
Ég ætla að sýna fólki hversu ótrú-
lega mikil þekking býr í náttúrunni.
Oft er þetta þekking sem ekki hefur
verið skráð en lifir í munnmælum, til
dæmis hvers vegna álfar eða tröll
búa á einhverjum ákveðnum stað,
hvar lækningajurtir vaxa, sögur á
bak við álagabletti sem ekki má slá
því álfkona sem þar býr gæti átt það
til að refsa, sé hróflað við bústað
hennar. Og ótalmargt fleira,“ segir
Björk Bjarnadóttir, umhverfis-
þjóðfræðingur, ein af þeim sem leið-
beinir á landvarðanámskeiði á veg-
um Umhverfisstofnunar. Björk fékk
landvarðarréttindi árið 1995 og hún
vann sem landvörður í Skaftafelli,
Herðubreiðarlindum og Öskju. Hún
sérhæfir sig í þjóðfræði náttúrunn-
ar, en það felst til dæmis í að skoða
þjóðtrú og þjóðsögur sem tengjast
plöntum, fuglum og steinum.
„Ég ætla að kenna hvernig við
getum notað þjóðfræði náttúrunnar,
til dæmis með því að sýna nem-
endum myndir af plöntum og segja
hvað þjóðtrú tengist þeim, hvaða
lækningamátt þær hafa og hvaða
þjóðsögur tengjast þeim. Brönugras
er til dæmis mjög merkileg planta
sem kemur fyrir í Hálfdánarsögu
Brönufóstra. Þetta er grasið hennar
Brönu tröllkonu og þjóðtrúin segir
að það eigi að vera hægt að nota þá
jurt til að koma fólki til að verða ást-
fangið af manni. Þá skal lauma rót-
inni undir kodda þess sem skal
byrja að elska mann næsta dag.
Samkvæmt lækningabókum getur
rótin læknað ófrjósemi, en hún er
eins og tvö eistu í laginu.“
Ekki rífa og skemma
Björk segir að nemendur á
námskeiðinu fái úthlutað landsvæði,
þeir eigi að kynna sér hvaða plöntur
vaxi þar og hvaða þjóðsögur tengist
svæðinu, kynni sér náttúrukraftana
í jöklunum og eldfjöllunum og
hverju eldurinn tengist í norrænni
goðafræði.
„Ég ætla að reyna að opna augu
þeirra fyrir öðru en staðreyndum
jarðfræðinnar, líffræðinnar eða
sagnfræðinnar. Það geri ég með því
að fara inn í það sem voru fræði
þjóðarinnar og þar er af nægu að
taka. Það er rosalega gaman að fara
með fólk í gönguferðir á svæði þar
sem má tína jurtir, þá hef ég kynnt
mér hvaða plöntur finnast þar og ég
kenni fólki hvernig tína eigi jurtir,
til dæmis passa að skemma þær
ekki. Klippa en ekki rífa upp og
passa að taka ekki upp með rótum,
nema verið sé að safna rótum en þá
kenni ég hvernig eigi að stinga þær
upp. Þegar við söfnum blóðbergi þá
klippum við til dæmis blómin með
skærum því rótin er svo viðkvæm og
ef við skemmum hana þá kemur
jurtin ekki upp næsta vor.“
Heilaslettur á hrauni
Björk ætlar að fræða nemendur
um hvaða Íslendingasögur tengjast
þeim svæðum sem þeir fá úthlutað,
tröllasögur og álfasögur.
„Til dæmis hvernig varð ein-
hver ákveðinn steindrangur til sam-
kvæmt þjóðsögum eða annað fyrir-
bæri í náttúrunni. Gott dæmi þar
um er sagan af fyrstu landnemum í
nýju hrauni sem eru skófir og flétt-
ur. Þegar eru sambýli sveppa og
mosa og þegar þær hafa komið sér
fyrir þá koma aðrar plöntur því
þessar skófir og fléttur grípa í sig
jarðveg og gera örðum jurtum kleift
að vaxa. Þjóðsagan af því hvernig
skófir og fléttur urðu til heitir Kerl-
ing vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn.
Þar segir af karli og kerlingu í koti
sínu en kerling átti aðeins eitt verð-
mæti veraldlegt, gullsleginn snæl-
dusnúð. Hún missti hann úr höndum
sínum þegar hún var að spinna úti
við og hann hvarf inn í stóran stein
þar sem álfakarlinn Kiðhús bjó.
Karl hennar bankar upp á hjá Kið-
húsi og rukkar fyrir snúðinn. Kerl-
ing vildi fá kú fyrir snúð sinn og
fékk, mjólkaði hana og bjó til ógn-
armikinn graut sem þau gátu ekki
klárað. Þá vildi hún gefa Maríu mey
afganginn af grautnum og þau biðja
Kiðhús um stiga sem nær upp til
himna, og fá hann. Þau fara með
skjólurnar sínar fullar af graut upp
stigann í átt til Maríu meyjar, en
þau sundlar og detta og graut-
arsletturnar fóru um alla jörð. Gulu
skófirnar á hrauninu eru graut-
arslettur en hvítu skófirnar eru
heilasletturnar úr þeim hjónum.
Þetta er dæmigerð sögn sem felur í
sér náttúru-útskýringu. Önnur er
um ástæðu þess að ýsa er með
svarta rönd eftir sér endilangri, en
það er eftir klór Kölska þegar hann
missti hana úr höndum sér. Ég hef
verið að safna saman upplýsingum
um fugla, plöntur og steina á Íslandi
sem tengjast þjóðsögum og þjóðtrú.
Til dæmis koma alls konar töfra-
steinar upp úr tjörnum og synda og
leika sér um Jónsmessuna. Slíkir
steinar finnast meðal annars í tjörn-
um á Tindastóli og Kistufelli, og
þetta eru til dæmis hulinhjálms-
steinar, steinar með lækningamátt
og steinar sem færa fólki gæfu, ef
það nær þeim.“
Frumbyggjar vissu um pest
Björk hefur verið með sjálf-
stæðar gönguferðir á eigin vegum
þar sem hún segir frá lækninga-
mætti þeirra jurta sem á vegi verða.
„Ég er að skipuleggja nokkrar
slíkar ferðir inn í Mosfellsdal næsta
sumar og ætla að rýna í svörðinn
með þátttakendum. Oftast fer ég
skemmtilega gönguleið upp að
Grímmannsfelli, því á þeirri leið er
fjölbreytileg flóra, mói, greniskógur
og melar. Eftir þessar ferðir kenni
ég fólki að kveikja eld án þess að
nota bensín, við gerum það með
uppkveikjuefni sem eru litlar spýt-
ur, sprek og pappír. Áríðandi er að
blanda saman ferskum við og þurr-
um, því þá brennur hægar. Best er
að vera með nöfnu mína björk þegar
tendraður er eldur, því hún brennur
hægt. Síðan setjum við pott á hlóðir
og ég kenni fólki að búa til lækn-
ingajurtaseyði. Ég vil að fólk læri að
geta bjargað sér og noti lækn-
ingajurtir. Ég mæli með að fólk
rannsaki fjölskyldusögu sína, hvaða
sjúkdómar liggi í ættinni, læri síðan
um fyrirbyggjandi lækningajurtir
gegn þeim sjúkdómum. Ég kenni
fólki hvernig á að klippa blómin,
grafa upp rætur, þurrka jurtirnar
og geyma. Hægt er að nota þrjá
hluta jurtarinnar: blóm, lauf og rót,“
segir Björk og bætir við að hún sé
með þverfaglega þekkingu sem
henni finnst skipta miklu máli.
„Ég lærði til dæmis mjög mikið
um nýtingu jurta af frumbyggjum í
Kanada þegar ég bjó þar og var í
óformlegu námi. Frumbyggjarnir
gerðu mikið af því að klippa greinar
af trjám, setja í pott með vatni, láta
sjóða lengi og síðan drekka soðið.
Þeir frysta oft ferskar greinar af
trjám sem þeir nota svo síðar um
veturinn,“ segir Björk og bætir við
að henni þyki stórmerkilegt í ljósi
veirufaraldurs sem nú fer yfir alla
veröldina, að þegar hún var úti í
Kanada þá hafi frumbyggjunum
verið sagt í gegnum helgar athafnir
að pestin væri að koma.
„Andarnir sögðu þeim að vera
tilbúnir og læra að nota jurtir sem
styrkja öndunarfærin, því pestin
myndi leggjast á lungun. Þetta er
ein af þeirri merkilegu þekkingu
sem frumbyggjar þessa heims búa
yfir.
Hvert og eitt land á sínar lækn-
ingajurtir sem þar vaxa og okkar
ðalplanta hér á landi sem styrkir
lungun, er hvönnin.“
Lifagurt Íslenskar jurtir búa margar yfir lækningamætti. Brönugras Hentar vel til að fá einhvern til að elska sig. Eldstæði Eftir jurtatínslu er gaman að sjóða jurtaseyði.
Mikil þekking býr í náttúrunni
Nýlega fylltist á fjórum mínútum á landvarðanámskeið á vegum Umhverfisstofn-
unar. Björk Bjarnadóttir verður þar með innlegg um þjóðfræði náttúrunnar.
Hún ætlar líka að bjóða upp á sínar eigin gönguferðir í sumar þar sem hún kenn-
ir fólki um lækningamátt jurta og hvernig á að kveikja eld án þess að hafa bensín.
Björk Henni finnst gaman að spá og spekúlera í jurtum, steinum og fuglum.