Morgunblaðið - 09.01.2021, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
✝ María J. Val-garðsdóttir
fæddist á sjúkra-
húsinu á Sauð-
árkróki 28. apríl
1952. Hún lést á
annan dag jóla, 26.
desember 2020, á
lungnadeild Land-
spítalans í Foss-
vogi. Foreldrar
hennar eru Jak-
obína R. Valdimars-
dóttir, f. 2.8. 1921, og Valgarð
Björnsson, f. 30.11. 1918, d.
15.10. 2000. María átti fjögur
systkini, Birnu og Kára sem eru
bæði látin, og Valgarð og Sverri.
María giftist Ragnari Gunn-
laugssyni, f. 26.2. 1949, d. 30.12.
2019. Þau skildu 1985. Ragnar
og María eignuðust fjögur börn
saman: Finnu Guðrúnu, f. 29.1.
1969, Ólaf Gunnar, f. 16.12.
1970, d. 27.2. 1986, Valgarð
Inga, f. 27.7. 1974, og Rögnu
Maríu, f. 24.5. 1978. Eiginmaður
Finnu Guðrúnar er Garðar
Smárason og eiga þau synina
Ólaf Ragnar, Einar Smára og
Gunnar Inga. Ólafur er í sambúð
með Ingunni og á soninn Garðar
María var virkur félagi í Leik-
félagi Skagafjarðar til fjölda ára
og lék í mörgum sýningum á
vegum félagsins, meðal annars
Allir í verkfalli, Pilti og stúlku
og Brúðuheimilinu eftir Ibsen.
María var einnig mikil íþrótta-
kona á sínum yngri árum og
vann til fjölda verðlauna í sundi
á landsvísu.
María starfaði við ýmislegt á
lífsleiðinni. Verslunarstörf vann
hún meðfram búskap og lengi
starfaði hún á gamla Borgarspít-
alanum, bæði á hjartadeildinni
og slysadeildinni. Eftir að hún
flutti aftur á Sauðárkrók vann
hún m.a. í kjötvinnslu KS og síð-
ustu árin áður en hún hætti að
vinna vann hún á sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki og gekk þar í ýmis
störf eins og ræstingar, eldhús-
vinnu og aðhlynningu.
Útför Maríu fer fram frá
Glaumbæjarkirkju í dag, 9. jan-
úar 2021, og hefst athöfnin
klukkan 14. Útförinni verður
streymt:
https://youtu.be/0LTVOLhxLJA
Nálgast má virkan hlekk á
streymið á:
https://www.mbl.is/andlat
Leó með Söru Mar-
gréti. Einar á syn-
ina Steinþór Óla og
Bergþór Skorra
með sambýliskonu
sinni Þórdísi Maríu.
Eiginkona Val-
garðs er Jórunn
Sigurðardóttir og
eiga þau börnin
Maríu og Frosta.
Eiginmaður Rögnu
Maríu er Guð-
mundur Hreinsson og eiga þau
synina Ragnar Svein og Arnar
Loga. Fyrir átti Ragna Guðnýju
Ósk með Jónasi Tryggvasyni.
Guðný á dótturina Rögnu Birnu
með sambýlismanni sínum
Garðari Smára.
María var í barnaskóla á
Sauðárkróki og tók gagnfræða-
próf þaðan. Hún hafði sótt um
Íþróttaskólann á Laugarvatni
1968 og komist inn en ekkert
varð af skólavistinni þar sem
hún varð ófrísk að fyrsta barni
þeirri Ragnars. Á níu árum eign-
uðust þau hjónin fjögur börn,
byggðu íbúðarhús í Hátúni
ásamt stóru fjósi og ráku þar
stórt kúabú.
Elsku Mæsa. Með tárum og
trega skrifa ég um þig, eina
heimsins bestu konu.
Þú varst einstaklega hjartahlý
– fjölskyldan þín átti hug þinn all-
an og þú vildir gera allt til þess að
aðstoða.
Þú varst einstaklega þakklát –
alveg sama hvað eða hversu mikið
það var sem við gerðum fyrir þig,
alltaf varstu svo þakklát fyrir.
Þú varst einstaklega hjálpsöm
– sama hvað það var, ef þú gast
með einhverju móti aðstoðað þá
varstu fyrst á vettvang.
Þú varst einstakur íþrótta-
áhugamaður sama hvaða lið í
hvaða íþróttagrein sem var var í
sjónvarpinu, alltaf fylgdist þú
með.
Þú varst yndislega sérvitur –
þetta á nú aðallega við um hvernig
brjóta skal saman þvott, sem þú
dáleiddir mig svo oft með. Það
voru engar tvær leiðir til að brjóta
saman þvott þegar þú varst ann-
ars vegar.
Fyrir mér varstu ekki bara
langamma barnanna minna og
amma unnusta míns, þú varst líka
vinkona mín.
Það er svo margt sem ég er þér
þakklát fyrir elsku Mæsa mín, en
framar öllu er ég þakklát fyrir
óskiptu athyglina sem þú veittir
börnunum mínum þegar þau leit-
uðu til þín, sem og allar dásam-
legu stundirnar sem við áttum
saman.
Hjartað mitt er fullt af sorg yfir
því að þú sért ekki hér lengur, en
það veitir mér styrk að trúa því að
þú sért komin á betri stað, meina-
og verkjalaus, í faðm þeirra sem
hafa beðið eftir þér í lengri eða
skemmri tíma.
Góða ferð inn í sumarlandið
ljúfa, elsku Mæsa.
Þín
Þórdís María Aikman.
Elsku hjartans mamma mín, ég
hefði svo sannarlega viljað hafa
þig lengur hjá mér en sumu í lífinu
hef ég víst ekki stjórn á og þetta
er eitt af því. Það sem kemur fyrst
upp í hugann þegar ég hugsa til
þín er hversu sterka tengingu þú
hafðir við börnin mín. Öll hafa þau
eitthvað sérstakt sem þau áttu
bara með þér. Þú og Arnar elsk-
uðuð að horfa á góða spennumynd
saman, best var að fá að gista hjá
ömmu og fá smá nammi og kók
með, það var toppurinn. Þið Raggi
gátuð horft á fótbolta eða aðrar
íþróttir saman eða farið í sund og
þú kenndir honum ýmislegt þar.
Þið Guðný voruð miklar vinkonur
og áttuð ykkar fallega samband
alveg frá því hún var lítil stelpa og
gisti hjá þér og yfir í það að hún
fékk þig til að hjálpa sér í vor að
koma sér fyrir á nýja heimilinu í
Ártúnum.
Þú elskaðir jólin og að koma inn
á heimili þitt var eins og að koma
inn í lítið jólahús. Okkar dagur var
Þorláksmessa, þú varst alltaf hjá
mér á þeim degi, hjálpaðir mér að
klára að þrífa húsið og gera allt fal-
legt. Alltaf hljómuðu jólakveðjurn-
ar í bakgrunninum hjá okkur og
það fannst okkur nauðsynlegt.
Síðan elduðum við hangikjötið og
þá fannst okkur jólin vera að
koma, húsið hreint, hreint á rúm-
um og ilmurinn af hangikjötinu um
allt hús.
Við áttum yndislegar og dýr-
mætar stundir saman núna í veik-
indunum þínum, þegar við vissum
í hvað stefndi töluðum við um það
og þú sýndir okkur hvað æðruleysi
er og er ég ofboðslega þakklát fyr-
ir þennan tíma okkar saman. Ég
er líka mjög þakklát starfsfólki
lungnadeildarinnar fyrir einstaka
hlýju og nærveru bæði í garð okk-
ar og ekki síst mömmu sem vildi
hvergi annars staðar vera þegar
kallið kæmi.
Elsku mamma mín, takk fyrir
allt sem þú gerðir fyrir mig, þú
gerðir mig að þeirri manneskju
sem ég er í dag og fyrir það er ég
endalaust þakklát.
Elska þig.
Þín
Ragna María.
Elsku mamma. Þú gafst mér
mörg tækifæri til að vaxa og
þroskast. Án þín væri ég ekki sú
manneskja sem ég er í dag. Líf þitt
kenndi mér til dæmis hvað börnin
mín eru mér mikils virði og hvað
það skiptir öllu máli að vera vinur
þeirra. „Hvernig verða jólin án
ömmu?“ segja strákarnir mínir,
alltaf svo jólalegt að hafa ömmu.
Elsku mamma mín, það er svo
sannarlega rétt, margar af þínum
jólahefðum hafa orðið af mínum.
Jóladagur án þess að þú sért að
klappa risakalkún, lesa jólabókina,
lakka á þér neglurnar og setja
rúllur í hárið. Síðustu ár hefur þú
skipt þér á milli okkar barnanna,
hangikjöt á Þorláksmessu hjá
Rögnu systur, rjúpur á aðfanga-
dag hjá Valla bróður og kalkúnn
hjá mér á jóladag, allt eins og þú
vildir hafa það. Sem barni og ung-
lingi fannst mér þú svo falleg. Ég
fékk aldrei nóg af því að horfa á
þig setja í þig rúllur (carmen),
mála þig, fara í eitthvað fallegt og í
háu hælana. Vá, mér fannst þú
flottust! Langaði alltaf að líkjast
þér, en þú sagðir að ég væri öll úr
föðurættinni, „alveg eins og pabbi
þinn“, og það fór ekki vel í ungling-
inn mig. Í seinni tíð gátum við allt-
af hlegið að þessu. Þegar ég hugsa
til baka stendur Flórídaferðin upp
úr, það var yndislegt að hafa þig
með. Síðustu ár hafa verið bestu
árin okkar. Það var svo gott að
hafa þig svona nærri okkur, þú
gerðir svo mikið fyrir ömmu- og
langömmubörnin þín og litla
hreiðrið þitt í Vesturbænum var
yndislegt að koma í. Mikið er ég
þakklát fyrir hvað síðustu dagarn-
ir þínir voru mér gefandi. Það var
dásamlegt að sjá hvað þú áttir fal-
legt, einlægt og kærleiksríkt sam-
band við ömmubörnin þín. Ég
kveð þig með þínum orðum: Takk
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig!
Þín
Finna.
Elsku Mæsa mín, en það varstu
alltaf kölluð, kvaddir okkur á
sjúkrabeðnum á Landspítalanum í
lok desember, einhvern veginn
finnst mér það heldur snemmt, en
það er ekki af því spurt.
Það var alltaf flott að hafa þig í
kringum sig. Í flestum veislum og
afmælum sem við héldum varst þú
alltaf fyrst á vettvang til að að-
stoða við matseld og undirbúning.
Það var alveg ómetanlegt.
Þú hafðir óbilandi áhuga á
íþróttum, gast horft á gamla
íþróttaþætti og þá skipti ekki máli
hver íþróttin var; golf, fótbolti,
karfa, sund eða bara hvaða íþrótt
sem til féll.
Það var gaman að hafa þig með
til Flórída vorið 2019 þegar öll fjöl-
skyldan fór þangað saman.
En það sem upp úr stendur er
hversu góð amma þú varst. Maður
finnur það svo vel hvað barnabörn-
unum og barnabarnabörnunum
þótti óskaplega vænt um þig. Frá-
fall þitt er mikill missir fyrir þau
enda fékkstu bréf frá dóttursyni
þínum, honum Arnari, sem ég las.
Þar skrifaði hann til þín til þín svo
fallegt bréf. Hann lýsir þér sem
bestu ömmu í heimi, og hann komi
til með að sakna þín svo mikið.
Þetta bréf segir svo mikið um þig
sem manneskju. Þau elska þig svo
mikið.
Þú varst mér alltaf góð tengda-
móðir.
Kveðja,
Garðar.
Elsku amma mín. Takk fyrir að
hafa verið góð amma og takk fyrir
að vera til. Þú varst alltaf jafn
skemmtileg og góð við mig sama
hversu slöpp eða veik þú varst.
Það var alltaf rosalega skemmti-
legt að horfa með þér á íþróttir og
sama hvaða íþrótt það var eða
hversu gamall leikurinn var, þú
nenntir alltaf að horfa á það. Þú
varst mjög góð kona, amma.
Hvíldu í friði, amma mín.
Þinn
Ragnar Sveinn.
Elsku amma.
Alla mína tíð varst þú stór part-
ur af mínu lífi.
Eftirminnilegast eru öll jólin
sem við eyddum saman, öll yatzy-
spilin sem þú vannst mig alltaf í,
þegar þú bjóst til ísinn og allar
þær notalegu stundir sem við átt-
um saman fyrir jólin. Flórída-
ferðin var líka dásamleg. Ég var
svo glaður að fá að hafa þig með og
ég gæti óskað þess að geta tekið
þig aftur út og þá helst á Arsenal-
leik.
Að sjálfsögðu má aldrei gleyma
öllum íþróttaviðburðunum sem
við horfðum á saman. Það var fátt
notalegra en að sitja með þér og
horfa á góðan handboltaleik eða
100 m spretthlaup á Ólympíuleik-
unum. Það var alveg sama hvaða
íþrótt það var þú fylgdist með! Við
eyddum síðustu dögunum þínum á
spítalanum að horfa saman á eld-
gamla körfuboltaleiki sem var
dásamlegt og alltaf gat ég hlegið
með þér, alveg sama þótt þú værir
komin á tífaldan morfínskammt.
Það var alltaf svo notalegt að
vera í kringum þig og hafa þig hjá
sér.
Þú varst svo góð, fyndin,
hjartahlý og brjálæðislega klár.
Þú varst náttúrlega brjálæðislega
góður kokkur. Fyrstu jólin mín
sem þú eldaðir ekki hamborgar-
hrygginn á jóladag var í ár og að
sjálfsögðu kom hann þá hálfhrár
út úr ofninum, sem var ekki girni-
legt. Ég þekki engan sem var jafn
klár að vinna í höndunum, hvort
sem það var að sauma, prjóna,
klippa eða elda þá varst þú góð í
því!
Að sjálfsögðu má ekki gleyma
því hversu geggjaður íþróttamað-
ur þú varst. Alveg sama hversu
mikið ég æfi mig í 100 metra
skriðsundi þá mun ég aldrei synda
þá á betri tíma en þú, undir 1 mín-
útu og 13 sekúndum, sem er nátt-
úrlega bara ruglaður tími.
Eftir að þú fluttir í bæinn þá
elskaði ég að koma til þín í mat og
þegar þú eldaðir fyrir mig lamba-
skanka með sætum kartöflum, vel
smjörsteiktu brokkolíi og benna,
já sæll, það skipti engu máli
hvernig ég var upplagður, það
kom mér alltaf í gott skap. Að
sjálfsögðu var það síðasta máltíðin
sem við borðuðum saman í vest-
urbænum.
Þú ert mér svo kær og ég elska
þig svo mikið, elsku amma, og ég
mun aldrei aldrei aldrei gleyma
þér.
Þinn
Gunnar Ingi.
Amma var örugglega skemmti-
legasta manneskja í öllum alheim-
inum. Hún var oft að passa mig,
þegar hún gerði það leið mér alltaf
vel og þegar hún var að passa mig
spiluðum við og fórum oft í sund
og löbbuðum mikið og horfðum
t.d. á íþróttir og svo sagði hún mér
mjög skemmtilegar sögur frá því
að hún var lítil stelpa. Amma var
líka mjög fyndin, alveg sama hvort
hún var veik eða ekki. Amma var
alltaf að horfa á íþróttir. Ég mun
alltaf hugsa um þig amma mín. Ég
mun alltaf elska þig amma mín.
Þinn
Arnar Logi.
María J. Valgarðsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Í hjarta mér skerf átt stóran,
í þínu ég átti jafnstóran.
Margt mér kenndir, ég þakka þér
þau góðu ráð er gafst þú mér.
Ég man þann tíma er töluðum
saman
um allt sem okkur þótti svo gaman,
en alltaf ég gleymdi þér eitt að
segja,
mér vænt um þig þótti, það mun
ég margsegja.
Mæsa mín, ég kveð þig nú með
þessu ljóði
sem skilar sér til þín í algjöru hljóði,
en með stolti ég vil segja þér nú
að ekki fannst fallegri manneskja
en þú!
Jakobína Ragnhildur
Valgarðsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Maríu J. Valgarðsdótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Ástkær eiginmaður, sonur, faðir, afi, stjúpi
og tengdafaðir,
HELGI JÓHANN KRISTJÁNSSON,
Hólagötu 39, Njarðvík,
lést á heimili sínu að morgni 30. desember.
Kristjana Aðalsteinsdóttir
Aðalsteinn G. Jóhannsson Kristrún Ólöf Sigurðardóttir
Sigríður Linda Helgadóttir Sunna Rós Helgadóttir
Þórunn Maggý Guðmundsdóttir
og barnabörn
Okkar elskulega
ANNA VALMUNDARDÓTTIR
frá Akureyri
lést fimmtudaginn 17. desember.
Útför hefur farið fram.
Sigríður Eysteinsdóttir Ómar Ólafsson
Ragna Eysteinsdóttir Árni V. Þórsson
Högni Björn Ómarsson Ingibjörg Arnardóttir
Arnar Steinn Ómarsson Nicole Wiesner
Anna Lind Traustadóttir Guðmundur Þ. Vilhjálmsson
Júlía Helga, María Helga, Aron Ingvi,
Sindri Elis, Daníel Arnar og Sölvi Þór
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARIE LA COUR,
lést á dvalarheimili í Óðinsvéum
föstudaginn 1. janúar.
Reynir Pálsson
og fjölskylda
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ERLINGUR R. LÚÐVÍKSSON,
fv. slökkviliðsmaður,
lést á lungnadeild Landspítalans
fimmtudaginn 7. janúar.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Jakobína R. Ingadóttir
Ingi Einar Erlingsson
Elvar Örn Erlingsson Sólveig Valgeirsdóttir
Björg Ragna Erlingsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON
bifvélavirki,
Norðurbrún 1, Reykjavík,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
miðvikudaginn 30. desember.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Kristinn Morthens Doris Josefson
Guðmundur Þórðarson
Þorlákur V. Þórðarson
Sveinn Ingvar Hilmarsson Wissane Inson
Birgit Þórðardóttir Lárus Sigfússon
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURBJÖRG LILJA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Marteinslaug 16, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
þriðjudaginn 22. desember. Útför hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þór Snorrason
Guðmundur L. Þórsson Hrönn Arnfjörð
Snorri Þórsson Elín Sesselja Guðmundsdóttir
Ægir Þór Þórsson Snædís Huld Björnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn