Morgunblaðið - 09.01.2021, Page 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
✝ Haukur Magn-ús Arinbjarn-
arson fæddist í
Borgarnesi 25. des-
ember 1933. Hann
lést 28. desember
2020 á sjúkrahúsinu
á Akranesi. For-
eldrar hans voru
Arinbjörn Magn-
ússon, f. 16. sept-
ember 1897, d. 22.
desember 1978, og
Guðný Guðnadóttir, f. 9. janúar
1905, d. 6. desember 1992. Systir
Hauks er
Ásdís, f. 27. september 1936.
Hinn 25. desember 1961 giftist
Haukur eftirlifandi eiginkonu
sinni Ragnheiði Hrönn Brynjúlfs-
dóttur frá Brúarlandi á Mýrum,
f. 2. ágúst 1939. Ragnheiður er
dóttir hjónanna Brynjúlfs Eiríks-
ember 2006, Kristján Einar, f. 17.
desember 2009, og Alexander, f.
29. ágúst 2016. 4) Einar Bragi, f.
6. janúar 1983, maki Jóhanna
Guðmundsdóttir, f. 2. febrúar
1982. Börn þeirra eru Brynja
Karen, f. 27. maí 2012, og Hafdís
Birna, f. 20. mars 2015.
Haukur lauk sveinsprófi í raf-
virkjun frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1957 og meistaraprófi
frá Vélskóla Íslands 1960. Hann
stofnaði og starfaði hjá Rafbliki
sf. í Borgarnesi ásamt félaga sín-
um 1959-1962, hjá Bifreiða- og
trésmiðju Borgarness 1962-1970
og stofnaði Sandvík hf. 1970 þar
sem hann starfaði sem rafverk-
taki allt fram til desember 1995
þegar hann lét af störfum eftir al-
varlegt heilablóðfall.
Útför Hauks fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 9. janúar
2021, kl. 14 en vegna sótt-
varnareglna verður hún einungis
fyrir nánustu aðstandendur. Út-
förinni verður streymt:
https://tinyurl.com/y2jvbluu
Virkan hlekk á slóð má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
sonar, f. 21. desem-
ber 1910, d. 12. jan-
úar 1976, og
Halldóru Guð-
brandsdóttur, f. 15.
maí 1911, d. 7. des-
ember
2000.
Börn Hauks og
Ragnheiðar eru: 1)
Halldór, f. 12. júlí
1962, maki Hanna
Dóra Sturludóttir, f.
31. maí 1968. Sonur Halldórs er
Hörður Kári, f. 5. desember
2003, og synir Hönnu Dóru eru
Símon Konrad, f. 7. janúar 2006,
og Gústaf Eiríkur, f. 26. janúar
2008. 2) Brynja, f. 10. maí 1964.
3) Arinbjörn, f. 5. desember 1966,
maki Jocelyn Cabaluna Adlawan,
f. 6. október 1984. Börn þeirra
eru Haukur Mikael, f. 10. sept-
Pabbi og mamma byrjuðu að
búa í kjallaranum hjá afa og
ömmu við Gunnlaugsgötu í Borg-
arnesi. Þetta var gott umhverfi að
alast upp í og klettarnir og fjaran
skammt undan. Árið 1974 fluttum
við í nýbyggt einbýlishús við
Kveldúlfsgötu sem þau lögðu
ómælda vinnu í, ræktuðu stóran
garð, reistu gróðurhús og innan
fárra ára var þetta nýja umhverfi
orðið að grónum stað. Heil ball-
hljómsveit fékk að leggja undir
sig bílskúrinn í nokkur ár, sem er
beint undir hjónaherberginu, en
því var sýnt einstakt umburðar-
lyndi. Allir höfðu nóg pláss og
fjórða systkinið bættist við.
Pabbi var vandvirkur maður og
leiðbeindi okkur þannig til verka.
Þessi eiginleiki gat reynt á þolin-
mæðina en áhugi hans og virðing
fyrir viðfangsefninu bætti það upp
og gerði verkið skemmtilegt.
Hann var eftirsóttur rafverktaki,
frágangur á verkum hans þótti
góður og honum hélst vel á mann-
skap.
Laxveiðar voru hans aðal-
áhugamál, bæði með félögum og
fjölskyldunni. Á árunum 1968-74
leigði hann ásamt félögum sínum
Haukadalsá efri og slepptu þeir
árlega gönguseiðum. Þar átti fjöl-
skyldan góðar stundir saman í
nokkrum veiðitúrum á hverju
sumri. Sumir fengu sinn fyrsta lax
og nóg var af bleikju. Fyrsta árið
var dvalist í tjöldum en síðan var
reist lítið veiðihús handan lækjar-
ins við Eiríksstaði.
Eftir alvarlegt heilablóðfall í
desember 1995 breyttist líf pabba
og mömmu mjög mikið. Hann
dvaldi á Reykjalundi í 10 mánuði
og fékk endurhæfingu með góðum
árangri. Hann var alveg mállaus í
fyrstu og lærði að tala og skrifa
upp á nýtt, var óþreytandi að
þjálfa sig og sögðu sumir að
þrjóskan ynni þar með honum.
Pabbi hafði alltaf verið handlag-
inn en nú var hægri höndin alveg
lömuð. Hann náði góðri færni með
þeirri vinstri og góðu valdi á
skrift. Hann gat ekki lengur unnið
en gat farið í stutta göngutúra
með hækju og keyrt bíl. Allra
seinustu árin var hann að mestu
bundinn við hjólastól.
Því er ekki að neita að sá pabbi
sem við þekktum áður en hann
fékk heilablóðfall kom aldrei alveg
til baka þau dýrmætu 25 ár sem
hann lifði eftir það. En yfirvegun
hans og viljastyrkur var í stíl við
þann mann sem við þekktum.
Hann kvartaði aldrei og sagði eitt
sinn: „Ég hef ekki yfir neinu að
kvarta. Ég hef fengið tækifæri í
lífinu og sá á Reykjalundi ungt
fólk sem fékk ekki tækifæri. Mér
finnst bara leiðinlegt að geta ekki
talað almennilega.“ Hann virtist
heldur ekki æðrast og sagði eitt
sinn: „Af hverju ekki ég eins og
hver annar, að missa heilsuna?“
Þegar hann gat ekki eitthvað
vegna fötlunar sinnar sagði hann:
„Hvað gerir það til?“ Pabbi bjó
heima til dánardags, sem er auð-
vitað umönnun mömmu að þakka.
Pabbi og mamma höfðu yndi af
að dansa og tóku þátt í hópi sem
hittist reglulega og dansaði gömlu
dansana og suðurameríska dansa.
Eftir að pabbi veiktist lagðist
þátttakan af en ef þau fóru á
mannamót þar sem var dansað
fóru þau alltaf út á gólfið og tví-
stigu rólega í takt við tónlistina,
svo sem eins og einn dans.
Takk fyrir allt elsku pabbi.
Halldór, Brynja,
Arinbjörn og Einar.
Við andlát Hauks móðurbróður
okkar rifjast upp margar góðar
minningar frá ótal ferðum okkar í
Borgarnes í gegnum árin. Margar
af okkar bestu bernskuminning-
um tengjast Gunnlaugsgötu 5, þar
sem amma og afi bjuggu á efri
hæðinni og Haukur og Ragga með
börnum sínum á neðri hæðinni.
Mikill samgangur var á milli hæða
og sóttumst við systkinin mjög
eftir því að fá að dvelja þar sem
oftast, því alltaf voru móttökurnar
einstakar og mikið líf og fjör í hús-
inu.
Minnisstæðar eru allar ferðirn-
ar sem Haukur bauð okkur að
koma með í, hvort sem var að Brú-
arlandi í berjamó, upp í Kolás eða
hinar ógleymanlegu Lionsferðir á
Akrafjöru. Haukur tók mikið af
myndum og þótti okkur alltaf
mjög gaman að slides-myndasýn-
ingunum þar sem rifjaðar voru
upp skemmtilegar minningar.
Síðar fluttu þau á Kveldúlfsgöt-
una þar sem þau bjuggu sér fal-
legt heimili og lögðu mikla rækt
við garðinn sem er einstaklega fal-
legur og vel við haldið.
Miklar breytingar urðu á
þeirra högum þegar Haukur fékk
heilablóðfall 1995.
Fjölskyldan stóð þétt við bakið
á honum og með góðum stuðningi
Röggu og krakkanna gat hann bú-
ið heima alla tíð sem var ómetan-
legt fyrir alla.
Þótt Haukur gæti ekki tekið
beinan þátt í umræðum fylgdist
hann vel með og var vakandi yfir
því sem fór fram og gat hann oft
fyllt í eyðurnar ef á þurfti að halda
í samræðunum, því hann var vel
minnugur.
Þau systkinin mamma og
Haukur voru alla tíð mjög náin og
var það mömmu mjög dýrmætt að
geta verið til staðar þegar á þurfti
að halda, hvort sem það var á
Kveldúlfsgötunni eða á hennar
heimili í Reykjavík.
Elsku Ragga, Halldór, Brynja,
Ari, Einar og fjölskyldur, við
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur um leið og við þökkum
okkar kæra frænda fyrir sam-
fylgdina.
Nú bljúg við þökkum alla alúð þína,
og umhyggju er jafnan kom frá þér.
Nú sjálfur drottinn annist öndu þína
og inn þig leiði í dýrðarvist hjá sér.
(Jónína Þ. Magnúsdóttir)
Birna, Pétur og Bryndís.
Kynni af Hauki Arinbjarnar-
syni mági okkar spanna orðið
nærri heila mannsævi frá því
hann kom inn í Brúarlandsfjöl-
skylduna er hann og Ragga systir
okkar fóru að draga sig saman.
Haukur var prúðmenni og vel
gefinn til munns og handa, kom-
inn af gæðafólki í Borgarnesi,
ættuðu vestan af Mýrum, og vann
sér fljótt traust allra í fjölskyld-
unni.
Hann lærði raf- og rafvéla-
virkjun og var á þessum tíma að
hasla sér völl sem rafvirki og vann
m.a. við uppgerð rafmótora og
skylda hluti, en þetta var á þeim
tíma sem slíkum hlutum var hald-
ið við. Haukur var góður fagmað-
ur, skipulagður í allri vinnu og átti
gott með að sjá við upphaf verks
hvernig það myndi líta út fullgert.
Verkin hans Hauks litu vel út og
það var sammerkt með þeim að
þau áttu sér endapunkt, þau klár-
uðust, af þeirri nákvæmni og
snyrtimennsku sem einkenndu
meistarann. Það hefur verið haft
á orði að til þess að vera viss hvort
Haukur hafi lagt í tiltekið hús eða
ekki sé nægilegt að opna raf-
magnstöfluna. Hann var annálað
snyrtimenni og oftar en ekki
þegar hefja skyldi raflagnavinnu
og mikið rusl var fyrir eftir aðra
iðnaðarmenn tók Haukur sér
kúst í hönd áður en hann hóf sitt
verk og var þannig fyrirmynd
annarra í umgengni á verkstað.
Hann var bæði ákveðinn og hrein-
skilinn og ef á þurfti að halda gat
hann svarað fyrir sig þannig að
vel skildist. Um árabil tók Hauk-
ur þátt í félagsmálum, svo sem í
Umf. Skallagrími, Lions og Iðn-
aðarmannafélagi Borgarness,
hvar hann var í stjórn um árabil.
Þá sat hann í stjórn KBB og var
eitt kjörtímabil 1. varamaður B-
listans í hreppsnefnd. Í tómstund-
um fór hann stundum á veiðar og
hafði um tíma, ásamt vinafólki,
Haukadalsá efri í Dölum á leigu.
Árið 1995 varð honum óvænt
kippt út úr daglegum athöfnum,
en þar var að verki blóðtappi sem
olli málstoli og lömun öðrum meg-
in líkamans. Að lokinni sjúkra-
húsdvöl tók við ströng þjálfun og
komu þá persónueiginleikar hans,
þolinmæði og þrautseigja vel í ljós
og árangur varð talsverður, m.a.
fór hann að geta gengið við hækju
og náði að ákveðnu marki að
mynda orð og setningar. Haukur
var góður bílstjóri og við heim-
komu af sjúkrahúsinu, þá farþegi
í bíl, sem var óvenjulegt, reyndi
hann með erfiðismunum að segja
bílstjóranum til þegar beygt var
heim að Kveldúlfsgötu 2a. Hugs-
unin var skýr en erfiðleikum háð
að meitla hana í orð. Síðar gat
Haukur farið að keyra sjálfur,
sem var þó aðallega innanbæjar.
Að lenda í áfalli sem þessu reynir
verulega á en Haukur sætti sig
furðu vel við örlög sín. Hafa verð-
ur þó í huga að hann var dulur á
eigin tilfinningar og að tala um
sjálfan sig var honum alla tíð fjar-
lægt en saman tókust þau Ragga
á við þetta og náðu því besta út úr
aðstæðum. Til dæmis náðu þau að
ferðast talsvert, aðallega þó inn-
anlands, og gátu haldið saman
heimili á Kveldúlfsgötunni alla
tíð. Heimili þeirra stóð stórfjöl-
skyldunni ævinlega opið og marg-
ar samverustundir höfum við átt
þar í áranna rás. Við kveðjum
mág okkar með virðingu og þökk í
huga og vottum Röggu og að-
standendum öllum djúpa samúð.
Helga, Ólöf,
Guðbrandur
og Guðmundur Þór
Brynjúlfsbörn.
„Þannig líður tíminn,“ var sagt
og tíminn líður áfram. „Þetta er
ekki búið,“ eins og sagt er nú um
stundir. Minningarnar um Hauk
lifa áfram, okkur svo hlýjar og
kærar.
Aftur um áratugi, við þátttöku í
Félagi iðnaðarmanna, veiðiferðir í
Dalina, sáust þar fiskar og ilmur
frá blómum náttúrunnar á slóðum
forfeðranna.
Tíminn líður og ný öld komin
og þá hefjast ný ævintýri okkar.
Fjarkinn ferðast saman nánast
um allt land. Farið um vegi og
stundum ekki vegi, um Kaldadal,
Kjalveg, Kjaransbraut, hringveg-
inn og jarðgöng í Héðinsfjörð og
fleiri og fleiri. Alltaf var Haukur
viss um örnefni staðanna sem við
fórum hjá enda búinn að lesa sér
vel til.
Margs er að minnast. Við
Dýrafjörð, hjá Seftjörninni í
Haukadal, var opnuð Gíslasaga
Súrssonar, 1.000 ára, og bæði Sef-
tjörnin og sagan lifir áfram eins
og Einhamar, en þar féll Gísli. Úr
Keldudal er Kjaransbraut hjá
Hrafnhólum yfir í Svalvoga til
Lokinhamra.
Eitt sinn kaffi við Hótel
Jötnagil, dvalið á Hala, komið í
vöfflukaffi í Sænautasel, gist í
Ábót (avant!) á Ströndum, horft
til Skreflufjalls og Urðartinds.
Við Borgarfjörð eystri skoðaður
Hafnarhólminn, lundaheimurinn
með sínum ótal tröppum, og lét
Haukur sig hafa það að ganga
upp alla leið á útsýnispallinn. Þar
blöstu við okkur Dyrfjöllin öfug-
um megin frá Héraði séð.
Við munum líka eftir því að
kíkja ofan í Kolugljúfur í Víðidal
og stíga upp í báta við Grandavör
á Njáluslóðum. Uppi á Bolafjalli
var fagnað afmæli í dandalablíðu
þar sem Jökulfirðir blöstu við
okkur, ferðast um í Hrísey í hey-
vagni og gengið um kríuvarp í
Vigur. Þannig mætti halda áfram
allan hringinn.
Í öllum þessum vikuferðum var
rík áhersla á að fræðast og hafa
gaman. Við settum okkur það að
hafa alltaf gott að borða að kveldi
og eitt kvöldið voru sumarjól, með
hangikjöti og öllu tilheyrandi. Þá
lauk oft deginum með smá kvöld-
sögu.
Að síðustu mátti ekki gleyma
að hafa berjatínurnar með enda
mikið áhugafólk um að tína ber og
komum við oft með mikið af þeim
heim. Á meðan við þrjú hlupum
um móa og tíndum í föturnar sat
Haukur hinn rólegasti í bílnum og
hlustaði á útvarpið eða las í ferða-
bókunum okkar.
Á Kveldúlfsgötuna komum við
mjög oft og var alltaf vel tekið á
móti okkur. Haukur og Ragga
voru svo samstiga og er barna-
börnin komu eða um þau var rætt
ljómaði Haukur enda áttu þau
ljúfan stað í hjarta hans. Brosið
hans var svo blítt við því sem er,
geymt sem ekki er.
„Þeir eru ríkir sem eiga vini.“
Enginn er eilífur en kær vinur
okkar hann Haukur er kvaddur
hér í dag og fylgir því mikill sökn-
uður.
Fjölskyldu Hauks, Röggu,
Halldóri, Brynju, Arinbirni, Ein-
ari Braga og fjölskyldum, vottum
við okkar dýpstu samúð. Blessuð
sé minning okkar góða vinar,
Hauks Magnúsar Arinbjarnar-
sonar.
Ferðafélagarnir,
Heimir og Olga.
Haukur Magnús
Arinbjarnarson
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
fimmtudaginn 24. desember.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Ari Ólafsson Karítas Ólafsdóttir
Björg Elín Ólafsdóttir Smidt
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir minn, sonur, bróðir og mágur,
KRISTINN ÓLAFUR KRISTINSSON
líffræðingur,
Fellabrekku 19, Grundarfirði,
varð bráðkvaddur að morgni
miðvikudagsins 30. desember.
Útförin fer fram mánudaginn 11. janúar klukkan 13 frá
Fossvogskirkju. Vegna samkomutakmarkana verða aðeins
nánasta fjölskylda og vinir viðstödd útförina. Hægt verður að
fylgjast með streymi af athöfninni á YouTube á slóðinni
utfor-kristins-olafs.is
Skúli Jón
Árdís Sveinsdóttir Kjartan Gunnarsson
Sigrún Kristinsdóttir Bjarki Sveinbjörnsson
Valdís Kjartansdóttir Bragi Karlsson
Gunnhildur Kjartansdóttir Ólafur Erlendsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
síðast til heimilis að Sólheimum 23
í Reykjavík,
lést á Hrafnistu að kvöldi jóladags.
Útförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 15. janúar
klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verður einungis nánasta
fjölskylda viðstödd útförina en henni verður streymt á
https://youtu.be/aD-mBbe6bnA
Guðmundur Þ. Halldórsson Helga Herbertsdóttir
Guðrún Halldórsdóttir Smári Einarsson
Gróa Halldórsdóttir
Ragnheiður Halldórsdóttir Haraldur E. Jónsson
Ómar Halldórsson
og fjölskyldur
Elsku eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA GUÐLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Reykholti, Fáskrúðsfirði,
til heimilis að Frostafold 14,
Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
fimmtudaginn 31. desember. Útförin fer fram frá
Grafarvogskirkju miðvikudaginn 13. janúar klukkan 13.
Vegna fjöldatakmarkana verður útförinni streymt á utfor-anna.is
Ólafur Kristinsson
Kristinn Ólafsson Cecilie B. Björgvinsdóttir
Þorsteinn Ólafsson Lise M. Kaspersen
Aðalbjörg Íris Ólafsdóttir Eiríkur Ingvarsson
Brynjar Ólafsson Melanie Davíðsdóttir
Örvar Omrí Ólafsson Kolbrún Kjartansdóttir