Morgunblaðið - 09.01.2021, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.01.2021, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021 ✝ Einar Hallssonfæddist á Karl- stöðum í Vöðlavík 18. október 1954. Hann lést af slys- förum 3. desember 2020. Foreldrar Einars voru Þóra Ólöf Guðnadóttir, f. 20. febrúar 1930, d 10. maí 2016, og Hallur Guðmundsson, f. 20. ágúst 1918, d 6. janúar 1997. Bróðir Einars er Guðmundur Unnþór, f. 12. ágúst 1965. Eig- inkona hans er Hrefna Sigríður Reynisdóttir, börn þeirra eru Reynir Kristinn, Hallur Þór, Marinó Einar og Halldóra Jak- obína. Sonur Einars er Sigurður Elmar, f. 2. janúar 1975, sam- býliskona hans er Elín Hulda. Dóttir Einars er Sophia Oddný, f. 14. nóvember 1985. Fyrstu ár ævi sinnar bjó Ein- ar ásamt fjölskyldu sinni í Vöðlavík. Síðar fluttist fjöl- skyldan til Eskifjarðar þar sem hann bjó til fullorðinsára. Árið 1980 fluttist hann til Danmerk- ur og kynntist þar fyrrverandi eig- inkonu sinni Söru, dóttir þeirra er Sophia. Einar var menntaður vél- stjóri og rafvirki, starfaði hann sem slíkur um tíma. Eftir heimkomuna frá Danmörku starfaði hann sem sölumaður fyrir skipavörur. Stofnaði hann fyrirtækið AGV ásamt því að starfa sem fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins East Greenland Codfish. Árið 2013 flutti hann að Hólum í Flóa þar sem hann gerðist hrossaræktandi og bóndi, þar bjó hann og undi sér vel til dauðadags. Útförin fer fram frá Stokks- eyrarkirkju í dag, 9. janúar 2021, klukkan 13. Hægt verður að fylgjast með athöfninni á vefslóðinni: https://promynd.is/einarh? Virkan hlekk á streymið má einnig finna á https://www.mbl.is/andlat Kæri vinur. Símtal í hádeginu, spjall eins og svo oft um dægurmál og markaði, hlógum svolítið saman, þú þínum skrýtna en samt skemmtilega hlátri, kvöddumst eins og venju- lega, virðing og vinátta. En þetta var síðasta samtalið okkar, síðar um daginn varstu dáinn, hræði- legt slys, farinn að eilífu. Við Hanna kynntumst Einari fyrst í hestaferð sumarið 2012. Snaggaralegur og glaðlegur, með góða reiðskjóta. Við náðum strax vel saman og í kjölfarið fylgdu fleiri hestaferðir, skoðanaskipti og glens. Smám saman varð til traust og vinátta milli okkar á næstu ár- um, heimsóknir og fleiri ferðalög. Einar var vissulega ekki allra, að minnsta kosti ekki í fyrstu sam- skiptum. Hann gat verið hvass í skoðunum á mönnum og málefn- um. Og gat verið fljótur upp af litlu tilefni. En hann var líka fljót- ur niður aftur og innan stundar færðist aftur bros á varir. Ég fann fljótt að á bak við hvatvísina var áhugaverð manneskja, hrein- skiptinn maður með metnað, rétt- lætiskennd og vilja til að láta sínar skoðanir í ljós umbúðalaust, jafn- vel þótt þær féllu ekki í kramið hjá viðmælandanum. Vegferð Einars í gegnum lífið hafði ekki verið hnökralaus og erf- ið reynsla hafði mótað helstu lífs- gildi hans. Hann vildi sýna sann- girni og vænti sanngirni á móti. Og stæðust menn prófið var trausti hans og trúnaði náð og Einar þá sá besti vinur sem hægt var að hugsa sér, bæði í leik og í alvöru til að leita til. Hann studdi mig vel þegar ég þurfti á því að halda, veitti ráð og hvatningu sem ég verð honum æv- inlega þakklátur fyrir. Og fjöl- mörgum var hann greiðvikinn og hjálplegur á ýmsa vegu, á sinn óeigingjarna hátt og viðkomandi þekkja sem nutu. Og atorkan og framtakið í manninum var aðdáunarvert. Ef hann fékk áhuga á einhverju var það gert af fullum krafti. Ótrúlegt hvað vélstjóramenntunin dugði honum vel til ólíkra verka, í bland við grúsk, reynslu og útsjónar- semi. Útgerðarstjórn, hunda- ræktin og síðan öll uppbyggingin á Hólum, og það á svo stuttum tíma. Hann gekk að hverju verk- efninu þar á fætur öðru og ruddi á undan sér, gekk í nær öll störf sem þurfti að vinna, múrbrot, smíðar, raflögn, innflutning á tækjum og bókhald. Allt gert af atorku og færni. Og kominn vel á leið í hrossaræktinni. Sennilega var hann stoltastur af reiðhöllinni sem lengi mun standa á Hólum og vitna um hann. Sorglegt að hann skuli ekki fá að njóta hennar frek- ar. En ég veit líka að hann var stoltur af og bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum þeim Sophie og Elmari, þótt hann talaði ekki um það þannig, maður bara fann það einhvern veginn á mæli hans. Kæri Einar, nú verður samleið okkar ekki lengri að sinni, við Hanna færum þér bestu þakkir fyrir allt saman og minnumst þín um ókomin ár. Kannski hittumst við svo aftur í Sumarlandinu og tökum reiðtúr saman, og fáum okkur svo saman snickers-stykki í áningu að venju. Guð geymi þig og gefi Sophie, Elmari og fjölskyldunni styrk á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning þín, Einar Hallsson. Gunnlaugur Briem. Fáa menn hef ég þekkt ákveðnari og áræðnari en Einar Hallsson við að gera það sem gera þarf til að láta drauma sína ræt- ast. Vissulega má segja að á árum áður hafi hann ekki alltaf sést fyr- ir og sumir draumar hans snúist upp í andhverfu sína. En þau ár eru löngu liðin. Einar átti að baki farsælan feril sem sjómaður og út- gerðarstjóri og fyrir nokkrum ár- um lét hann draum sinn um hesta- búgarð rætast. Þar undi hann svo sannarlega glaður við sitt. Einar tók viðfangsefni sín jafnan alvar- lega, sökkti sér niður í áhugamál sín og lagði sig allan fram og upp- skar einatt í samræmi við það. Verðlaunahundar hans og –hross eru vitnisburður þar um. Og engan mann, mér vanda- lausan, hef ég þekkt lengur en Einar. Við ólumst upp á Kirkju- tungunni á Eskifirði og varla meira en þrjátíu metrar á milli heimila okkar. Verandi mjög jafn- aldra kom það eins og af sjálfu sér að við urðum góðir vinir og leik- félagar löngu áður en við mundum eftir okkur. Svo liðu árin, við fórum hvor í sína átt og eins og gengur varð lengra á milli funda. Við höfðum hvorki heyrst né sést síðan við út- för móður hans fyrir rúmum fjór- um árum þegar hann hringdi óvænt í mig 22. nóvember síðast- liðinn; sagði að sér fyndist alltof langt síðan við hefðum heyrst og við mættum ekki láta þráðinn slitna alveg á milli okkar, nógu snemma myndi samt óhjákvæmi- lega verða endir á. Að sú yrði raunin einungis ellefu dögum síð- ar hvarflaði auðvitað ekki að okk- ur. Svo ræddum við um að við værum að nálgast elliárin og eins og alltaf var stutt í spaugið hjá Einari. Hann spurði hvort ég vissi til hvers litli vasinn á gallabuxun- um væri og svaraði sér strax sjálf- ur: „Hann er fyrir ellistyrkinn.“ Og svo hló hann og hló, þessum innilega, ískrandi hlátri sem manni fannst kannski stundum óþarflega langur og hressilegur miðað við tilefnið, en var fyrir vik- ið svo bráðsmitandi. Svo kvaddi hann með þeim orðum að þegar við hefðum fengið bólusetningu skyldi hann bjóða mér á hestbak. Og nú fylgdi enn meiri hlátur. Ekkert verður úr þeim útreiðar- túr og aldrei fær hann að vita hversu léttur í vasa ellistyrkurinn hefði orðið. Sviplegt og ótímabært fráfall hans má vera okkur sem eftir lifum áminning um þau gömlu sannindi að sérhver dagur getur orðið okkar síðasti. Ég sendi börnum hans, Sophiu og Sigurði Elmari, sem og Guðmundi bróður hans og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hilmar Hilmarsson. Mig langar að minnast Einars vinar míns með nokkrum orðum. Fyrst lágu leiðir okkar saman á Eskifirði þegar ég var polli. Hann var nokkrum árum eldri en ég og þótt stutt væri á milli okkar á Eskifirði þá var aldursmunurinn of mikill til að við yrðum félagar. Næst hittumst við í Vélskólan- um og upp úr því urðu kynnin nánari. Að námi loknu lágu leiðir okkar sjaldan saman fyrr en hann flutti aftur heim frá Danmörku. Mér hafði alltaf þótt nokkuð til Einars koma þannig að þegar hann var fluttur heim þá leitaði ég hann uppi og við endurnýjuðum kynnin. Einar bjó þá í leiguhús- næði og vann við að selja vara- hluti. Eins og sagt er um duglega menn þá féll honum aldrei verk úr hendi þannig að með góðum gáf- um og þrjósku var hann fljótur að koma undir sig fótunum. Ég er viss um að einhverjum hefur þótt Einar geta verið hrjúf- ur í samskiptum en hann „kóaði“ ekki með neinum og stjórnaðist af ríkri réttlætiskennd. Hann var með gott hjartalag og var greiðvikinn og hjálpsamur. Á þessum tíma spiluðum við fé- lagarnir oft bridge saman. Fyrir nokkrum árum var hann kominn út úr flestum viðskiptum og keypti jörðina Hól rétt við Stokkseyri. Kom ég þar við hjá honum með nokkurra mánaða millibili. Það var ótrúlegt að sjá hverju hann kom í verk þar því helst vildi hann gera allt sjálfur. Það var gaman að spjalla við Einar um gang mála í sveitinni. Þá skein í gegn hve gaman honum þótti að börnin hans væru að koma í sveitina, Soffía búin að vera töluvert hjá honum og Elmar kominn á kaf í hestamennskuna með honum. Síðast þegar ég kom þá var komin þarna stærðar grafa. Ég spurði hann út í hana og hann sagðist hafa keypt hana frá Eng- landi þegar hann sá að það væri mun ódýrara en að kaupa verk- taka til að grafa. Þá var hann líka búinn að byggja tvö smáhýsi og sagði að nú væri verkefnum með gröfunni lokið og hann gæti selt hana. Því miður hafði greinilega ekki orðið af því. Það er þyngra en tárum taki að þegar hann var bú- inn að koma sér svona vel fyrir með nýja áhugamálið, hesta- mennskuna, að hann skuli látast í svona hörmulegu slysi. Það er stutt síðan við töluðumst við í síma og hann hvatti mig til að fara að koma á netið að spila bridge við sig. Það var þannig lag- að bara næsta mál þegar ég frétti af slysinu. Ég sakna Einars. Sendi börum hans og bróður mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guðmundur Guðmundsson. Þakklæti einfara Fallegi og bjarti ljúfi og staðfasti góði og glaði Einar, einn stakur einstakur. Tveir einfarar samferða, fullkominn skilningur, fullkomið traust, jarðvegur fyrir ást, ástarjarðvegur, ástarjörð, ástarsorg. Einn fór hann í nístandi kuldann og klakann, kemur aldrei aftur, skilur eftir sig djúp og hlý spor sem bræða ísinn í hjartanu, einn einfari aftur ein með tóman faðminn fullan af ósýnilegum minningum AG Anna Guðjónsdóttir Einar Hallsson ✝ Margrét Ólafs-dóttir fæddist á Eskifirði 19. október 1920. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 24. des- ember 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Björg Ingv- arsdóttir frá Ekru í Neskaupstað, hús- móðir, f. 1.12. 1896, d. 3.12. 1967, og Ólafur Hjalti Sveinsson frá Firði í Mjóafirði, útgerð- armaður og sölustjóri ÁTVR, f. 10.8. 1889, d. 19.11. 1963. Margrét var þriðja elst í 13 systkina hópi sem nú eru öll lát- in. Árið 1948 giftist Margrét Ólafi Jenssyni verkfræðingi, f. 17.8. 1922, d. 24.12. 2003. For- eldrar hans voru Jens E. Níels- son kennari, f. 7.4. 1888, 26.5. Guðni Hafsteinsson, f. 1971. Börn þeirra eru: Hafsteinn, f. 2000, Óttar Atli, f. 2004, Björg- vin Nói, f. 2009. 3) Björg Elín skrifstofustjóri, f. 14.2. 1952, eiginmaður Nathaniel Burr Smidt, f. 1956, d. 1998. Börn þeirra eru Nina Nicole, f. 1984, Lisa, f. 1985, Trevor Burr, f. 1987, eiginkona hans Kaylie Smidt, og Maia Michelle, f. 1990. Margrét lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1937, stundaði nám í MR 1937-38 og fékk vefn- aðarkennararéttindi frá Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað 1940. Störf utan heimilis voru helst: Vefnaðarkennari við Hús- mæðraskólann á Ísafirði 1944- 45, framhaldsnám í listvefnaði í Stokkhólmi 1945-46 og hjá Júl- íönu Sveinsdóttur í Kaup- mannahöfn 1946-47. Vefn- aðarkennari á Hallormsstað 1947-48. Kennari við vefn- aðarkennaradeild Handíðaskól- ans í Reykjavík frá stofnun 1957 til 1963. Útför Margrétar fór fram 8. janúar í kyrrþey að ósk hinnar látnu frá Fossvogskirkju. 1960, og Elín Guð- mundsdóttir hús- móðir, f. 30.11. 1894, d. 2.1. 1997. Börn Margrétar og Ólafs: 1) Hildur, f. 3.4. 1949, d. 24.1. 1963. 2) Ari eðl- isfræðingur, f. 9.8. 1950, eiginkona Karitas Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, f. 18.7. 1955. Börn þeirra eru: Margrét, f. 1987, sambýlismaður hennar er Fannar Þeyr Guðmundsson, f. 1985, og Ólafur, f. 1989. Börn Ara og Hallfríðar M. Höskulds- dóttur, f. 1949, eru: Höskuldur Þór, f. 8.10. 1971, eiginkona hans er Halldóra Reykdal Tryggvadóttir, f. 1971. Börn þeirra eru Hafsteinn, f. 1990, Tryggvi Ólafur, f. 2005, og Ha- fey Margrét, f. 2007. Hildur Björg, f. 5.10. 1973, eiginmaður Amma Gréta var einstök kona, hlý og glaðlynd. Hún vildi alltaf hafa nóg fyrir stafni en þó aldrei gera neitt í flýti. Allt sem hún kom nálægt var unnið af mikilli vandvirkni og nákvæmni. Amma var mjög listræn og við horfðum með aðdáunaraugum á hana mála, prjóna eða hekla. Við föndruðum mikið með henni sem gaf okkur ótal fígúrur, skraut og minningar sem við sköpuðum saman og eru okkur kærar. Auk þess prjónaði hún ekki bara óteljandi sokka, vettlinga og ull- arpeysur á okkur barnabörnin, heldur málaði hún myndir sem nú prýða veggina heima hjá okk- ur. Amma hafði mjög gaman af garðyrkju sem leyndi sér ekki þegar gengið var um garðinn á Þinghólsbrautinni. Margar okk- ar bernskuminningar eru af samverustundum með ömmu í garðinum. Þar tókum við okkar fyrstu byltur á skíðum. Það var við hæfi að læra á skíði í brekk- unni hjá afa og ömmu þar sem amma var fyrrverandi Íslands- meistari á skíðum. Okkur fannst alltaf jafn gaman að heyra sög- una af því þegar amma varð Ís- landsmeistari. Hún var mjög varkár kona og þegar allir kepptust við að ná sem bestum tíma passaði amma sig á að fara ekki of hratt. Hjarn var í braut- inni sem leiddi til þess að allir keppendurnir sem geystust nið- ur duttu hver af öðrum. Hægt en örugglega sveif amma niður brekkuna án þess að skrika fót- ur, kom fyrst og ein í mark og gulltryggði sér sigurinn. Amma og afi voru mikið úti- vistarfólk. Með þeim fórum við í ýmsar fjallgöngur þar sem þau fræddu okkur um staðhætti en þau virtust kunna nöfnin á hverri hæð. Þar sáum við áhuga ömmu á íslenskri flóru blómstra. Þessi áhugi hafði þó ekki áhrif á okkur fyrr en seinna, og tel ég (Ólafur) að túlkun og tjáning ömmu á blómum og litum hafi verið stór ástæða þess að ég valdi náttúrufræði sem náms- grein. Eftir fjallgöngurnar var kærkomið að koma á Þinghóls- brautina þar sem amma bauð upp á ristaðar kleinur, en engar kleinur smökkuðust jafnvel og kleinurnar sem við fengum hjá ömmu. Amma stóð ávallt í þeirri trú að hreyfing væri mikilvæg til að halda heilsu. Hún gekk alltaf ákveðna lágmarksfjarlægð á hverjum degi. Þegar sjóninni hrakaði og hún átti erfiðara með að fara ein út, þá mældi hún hversu margar ferðir um gang- inn á Kópavogsbraut 1A þurfti til að ná þeirri lengd. Þrátt fyrir að búa á 5. hæð neitaði hún að taka lyftuna og labbaði alltaf upp stigann. Auk þess stundaði hún rope yoga hátt á níræðisaldur. Amma hafði yndi af tónlist og ljóðum. Það var henni kærkomið þegar pabbi (Ari) las upp úr Skólaljóðum fyrir hana. Hún var vanaföst og þegar aðrir reyndu að lesa ljóð fyrir hana gekk það oft brösuglega og endaði á því að amma settist upp og sagði: „Nei, ekki svona, lestu þetta upp eins og hann Ari gerir.“ Um leið og við kveðjum ömmu Grétu með söknuði erum við þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með henni. Margrét og Ólafur. Margrét Ólafsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA ÁGÚSTSDÓTTIR frá Hofi í Vatnsdal, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 20. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu í Hafnarfirði. Steingrímur Páll Björnsson Elín Sigurðardóttir Brynjar Örn Steingrímsson Lovísa Karítas Magnúsdóttir Ragna Gróa Steingrímsdóttir Jón Viðar Viðarsson Eydís Steingrímsdóttir og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA BRÍET GUÐJÓNSDÓTTIR, Bíbí, frá Vestmannaeyjum, áður til heimilis í Fögrukinn 14, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Sólvangi miðvikudaginn 16. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 12. janúar klukkan 13. Vegna aðstæðna verða eingöngu nánasta fjölskylda og vinir viðstödd. Hægt verður að nálgast streymi á mbl.is/andlat Innilegar þakkir til starfsfólks Sólvangs fyrir umönnun og alúð. Guðjón Guðvarðarson Ásdís Sigurðardóttir Guðbjörg Guðvarðardóttir Ólafur Einar Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.