Morgunblaðið - 09.01.2021, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 2021
✝ Sveinn Sveins-son sjómaður
fæddist á Höfða í
Vopnafirði 15. júní
1930. Hann and-
aðist á hjúkr-
unarheimilinu
Sundabúð á Vopna-
firði 31. desember
2020. Foreldrar
hans voru hjónin
Kristbjörg Sólveig
Guðjóndóttir, f. 16.
desember 1899, og Sveinn Ingvar
Guðmundsson, f. 13. júní 1893.
Þau bjuggu allan sinn búskap á
Höfða. Systkini hans voru: Guð-
jón Sigurður, f. 1922, látinn;
Sveinn Ingileifur, f. 1925, dó ung-
ur; Anna Sigurlaug, f. 1927, látin;
Oddný Ingileif, f. 1936; Jóna Guð-
rún, f. 1937.
Sveinn giftist eftirlifandi
eiginkonu sinni Valgerði Frið-
riksdóttur 5. ágúst 1955. Val-
gerður fæddist í Ytri-Hlíð í
Vopnafirði 29. apríl 1930. For-
eldrar hennar voru Friðrik Sig-
fjörð og vann þar við beitningu og
á netavertíðum.
Á þessum árum var lagður
grunnur að hans ævistarfi og
urðu vertíðirnar taldar í tugum.
Lengst var hann á vertíðum í
Vestmannaeyjum í góðu skips-
rúmi m.a. á Sjöfn VE og Stíganda
VE. Þegar útgerðarfélagið Tangi
var stofnað á Vopnafirði og Vopn-
firðingar eignuðust sín skip var
hann á þeirra skipum í mörg ár,
fyrst á Kristjáni Valgeiri og síðar
á Brettingi fyrri og þeim seinni.
Á seinni árum keypti hann sér
lítinn trébát og reri á honum á
sumrin á línu og handfærum.
Samhliða þessu fór hann að herða
fisk og veiða og verka hákarl.
Einnig var hann margar grá-
sleppuvertíðir á Bakkafirði og
vann í beitningu þar og á Vopna-
firði.
Útför hans fer fram frá Vopna-
fjarðarkirkju í dag, 9. janúar
2021, klukkan 13. Jarðsett verður
í Hofskirkjugarði.
Streymt verður frá athöfninni:
https://tinyurl.com/y2h3w7fo
Virkan hlekk á streymi má
nálgast:
https://www.mbl.is/andlat
urjónsson og Oddný
A. Methúsal-
emsdóttir. Sveinn og
Valgerður eignuðust
fjögur börn og ætt-
leiddu eina dóttur.
Börn þeirra eru: 1)
Sveinbjörg, f. 1955,
hennar maki er
Björn Magnússon og
eiga þau tvær dætur
og sex barnabörn. 2)
Friðrik, f. 1957, sam-
býliskona hans er Snjólaug Jóns-
dóttir og á hann fimm börn úr
fyrri hjónaböndum, tvo stjúpsyni
og átta barnabörn. 3) Hafsteinn, f.
1959, sambýliskona hans er Björk
Sigríður Garðarsdóttir og eiga
þau þrjú börn og fjögur barna-
börn. 4) Oddur Elfar, f. 1964, eig-
inkona hans er Ásta Margrét Sig-
fúsdóttir og eiga þau þrjá syni og
tvö barnabörn. 5) Rakel, f. 1976,
ættleidd, hún á tvo syni.
Fjórtán ára fór Sveinn á sína
fyrstu vertíð á Djúpavogi. Árið
eftir fór hann á vertíð á Horna-
Í dag er borinn til grafar
tengdafaðir minn, Sveinn Sveins-
son sjómaður frá Vopnafirði.
Kynni okkar hófust fyrir fjöru-
tíu og fimm árum þegar ég fór að
venja komur mínar til þeirra heið-
urshjóna Sveins og Valgerðar.
Sveinn var einstakur maður; ljúf-
menni af gamla skólanum sem
bauð af sér góðan þokka, hógvær
og bóngóður. Ævistarf hans var
sjómennska, enda honum í blóð
borin. Hann hafði næmt auga fyrir
veiðimennsku og gekk til rjúpna
frá tólf ára aldri fram undir ní-
rætt. Á efri árum fór hann að
veiða og verka hákarl sér til mik-
illar ánægju og margir nutu þess
að fá senda krukku við og við. Þá
var berjatínsla eitt af áhugamál-
unum sem hann stundaði af kappi
og var Bakkafjörðurinn í miklu
uppáhaldi og nutu margir góðs af
uppskerunni.
Þær eru nokkrar ferðirnar sem
við höfum farið saman í gegnum
tíðina um landið okkar fagra og þá
fylgdi alltaf að leita uppi bryggj-
urnar og taka bryggjurúnt.
Sveinn hafði á yngri árum farið á
vertíð til Vestmannaeyja og
Hornafjarðar og kynnst fjölda
manns. Hann var mannglöggur
með eindæmum og á þessum ferð-
um rakst hann oft á menn sem
hann bar kennsl á þótt hann hefði
ekki séð þá í áratugi.
Þá eru ógleymanlegar ferðirn-
ar í Vopnafjörðinn með börn og
barnabörn þar sem tekið var á
móti okkur af miklum höfðings-
skap og alltaf var veisluborð í
Brekku. Mikil eftirvænting var
hjá börnunum að komast á síla-
veiðar með afa og langafa.
Sveinn mun áfram lifa í hjarta
okkar um ókomin ár.
Blessuð sé minning hans.
Björn Magnússon.
Mig langar hér að minnast
tengdaföður míns, Sveins Sveins-
sonar, sem ég kynntist fyrir 33 ár-
um. Sveinn var hæglátur og ljúfur
maður. Hann fæddist árið 1930 á
Vopnafirði þar sem hann bjó alla
ævi. Faðir Sveins missti heilsuna
þegar hann var lítill svo ekki var
mikið um peninga á heimilinu,
þurfti hann því snemma að fara að
vinna. Hann mundi t.d. vel eftir
því þegar þurfti að skrúfa niður í
olíulömpunum klukkan níu á
kvöldin því ekki voru til peningar
til að kaupa olíu á lampana.
Hann fór á sína fyrstu vertíð 14
ára gamall austur á Hornafjörð.
Hann fór á báti frá Vopnafirði til
Hafnar, ekki byrjaði þó ferðin vel
því þeir strönduðu í Berufirði og
urðu þar strandaglópar.
Þetta var ein af mörgum vertíð-
um sem Sveinn fór á og sagði hann
að þarna hefði hann fyrst farið að
sjá peninga.
Sveinn fór einnig á margar ver-
tíðar til Vestmannaeyja eftir að
þau Valla tóku saman, þá var farið
í janúar og komið heim í maí. Í þá
daga var ekki verið að spá í hvort
konan væri ófrísk, hann hitti t.d.
Friðrik ekki fyrr en hann var orð-
inn þriggja mánaða.
Þessi hægláti maður hafði af-
skaplega gaman af því að fara á
þorrablót og skemmta sér með
konu sinni. Ekki var nóg að fara á
eitt heldur varð hann helst að fara
á þrjú; eitt á Vopnafirði, eitt á
Bakkafirði og eitt á Jökuldal! Þeg-
ar um þorrablót var að ræða gátu
hvorki vetur né vegalengdir
stoppað þau hjónin. Eins var með
harmonikkudansleiki sem haldnir
voru á Egilsstöðum eða Borgar-
firði eystra, þangað mættu Sveinn
og Valla galvösk, enda nutu þau
þess að dansa.
Áttum við margar góðar stund-
ir í bústaðnum Draumalandi. Í
sumar sem leið voru auðvitað allir
búnir að gefast upp á einangrun-
inni í Covid og þá sérstaklega
gamla fólkið okkar, við vorum ekki
viss hvort þau treystu sér til okkar
í bústaðinn en það þurfti ekki að
bjóða þeim það tvisvar. Þau komu
til okkar og stoppuðu í tíu daga og
þótt það væri erill í bústaðnum
fannst þeim það æðislegt. Þau
lifðu lífinu lifandi, þannig voru
Sveinn og Valla.
Við keyrðum Völlu og Svein í
afmælið hjá Adda vini þeirra á
Borgafirði eystri. Ekkert bólaði á
afmælisbarninu en fólk fór að
streyma inn og við skelltum okkur
í myndatöku fyrir gestabókina.
Fannst okkur þetta frekar form-
legt en hugsuðum ekki út í það
lengi, drifum okkur inn og reynd-
um að finna sæti en ekki tók betra
við, svo formlegt hjá honum Adda!
Hann var búinn að merkja sætin!
Gátum við hvergi sest og forum að
spyrjast fyrir hvar afmælisbarnið
væri en fólk kannaðist ekkert við
hann, sagðist vera ókunnugt en
brúðhjónin væru ekki komin!
Brúðhjónin! Úps, við vorum víst í
vitlausri veislu, afmælið var ekki
fyrr en morguninn eftir! Við hlóg-
um mikið að þessu og kölluðum
þessa helgi þrjú afmæli og brúð-
kaup en Sveinn átti afmæli, Addi
og Jón Sigurðsson og svo var
þetta brúðkaup! En við skemmt-
um okkur vel og Sveini fannst af-
mælið sitt frábært og hló mikið að
þessu.
Nú er Sveinn tengdafaðir minn
farinn í sína síðustu sjóferð, hans
verður sárt saknað.
Elsku Valla, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ásta Margrét.
Elsku afi Sveinn. Okkur langar
til að kveðja þig og minnast þín
með nokkrum orðum. Öll eigum
við afar kærar minningar um þig
og víst er að þær minningar
gleymast seint. Alltaf vorum við
velkomin í Brekku og oftar en
ekki var húsið fullt af barnabörn-
um. Þú skiptir aldrei skapi þótt oft
værum við fyrirferðarmikil þegar
við komum í heimsókn sem krakk-
ar. Þú bauðst okkur að koma með
þér út á sjó á fjörðinn, niður á
bryggju þegar var verið að skera
hákarl og eitthvað að þvælast með
þér. Þú gafst okkur harðfisk og
kenndir okkur að læra að meta há-
karl, ja eða svona flestum okkar!
Að fylgjast með þér verka hákarl
og fara með þér í skúrinn var
nokkuð sem við höfðum öll gaman
af, jafnvel þau okkar sem ekki
hafa enn komist upp á lagið með
að borða hákarl. Og aldrei sneri
maður aftur heim án þess að fá há-
karl eða harðfisk í nesti.
Þú varst alltaf glaður að sjá
okkur og áhugasamur um það sem
við vorum að gera hverju sinni,
hvort sem það var nám eða vinna.
Í hverri heimsókn í Brekku og síð-
ar Sundabúð var spurt tíðinda af
okkur og öðrum sem tengjast okk-
ur fjölskylduböndum eða fólki
sem þú þekktir til. Þegar barna-
barnabörnin voru með í för var yf-
irleitt líf og fjör. Þú hafðir enda-
lausa þolinmæði og ánægju af
uppátækjum þeirra. Víkingur
fékk að sitja í körfunni á göngu-
grindinni þinni í ófá skipti og sam-
an lögðuð þið í leiðangra um
ganga Sundabúðar, og þegar Ívar
og Friðrik voru að reyna að sturta
hvor öðrum úr lazy boy-stólnum
þínum hlóstu bara og hafðir gam-
an af.
Sjómennska átti hug þinn allan
og oftar en ekki voru aflabrögð,
landanir og hvar og hverjir væru
að fiska til umræðu. Það gladdi þig
mikið þegar Bragi bauð þér í
bryggjurúnt sl. sumar og hann
þurfti að hafa sig allan við að
fylgja þér eftir á bryggjunni.
Það var ánægjulegt að fylgjast
með kraftinum í þér, hversu ósér-
hlífinn þú varst og duglegur alla
tíð. Þú vandaðir til allra verka og
líklega voru tröppurnar í Brekku
þær best mokuðu á Vopnafirði
hvern einasta vetur. Þú keyptir
þér lítinn bát með utanborðsmót-
or 82 ára og veiddir á stöng langt
undir nírætt, sem verður að teljast
magnað. Þá verkaðir þú hákarl,
harðfisk og tíndir tugi kílóa berja
ár hvert eins lengi og líkamlegt
þrek leyfði. Öll þorrablótin á
Norðausturlandi og hið árlega
harmonikkuball var fastur liður
hvern vetur hjá ykkur ömmu. Þið
nutuð þess að dansa saman og
voruð yfirleitt fyrst út á dansgólfið
hvar sem harmonikkudansinn
dunaði. Þú varst sömuleiðis mjög
minnugur og það var áhugavert að
heyra þig rifja upp gamla tímann
og sögur af ýmsum vertíðum.
Elsku afi Sveinn. Það verður
skrítið að fara á Vopnafjörð og
hitta þig ekki aftur í lifanda lífi.
Eftir sitja afar kærar minningar
um góðan afa og sterka fyrirmynd
fyrir okkur öll.
Hvíl í friði elsku afi og takk fyr-
ir allt.
Minning þín lifir.
Brynja Dögg, Helga Val-
gerður, Sveinn Heiðar, Fann-
ey Björk og Sverrir Hrafn
Friðriksbörn og fjölskyldur.
Hver minning dýrmæt perla,
að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni
af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki
er gjöf sem gleymist eigi
og gæfa var það öllum
er fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Minningarnar um elsku afa eru
margar og mörg minningabrotin
sem koma upp í hugann:
Afi í eldhúsdyrunum í Brekku
með axlaböndin niðri og útbreidd-
an faðminn. Afi liggjandi í berja-
mó – búinn að fylla öll ílát af
krækiberjum og byrjaður að tína í
húfuna og ermarnar á úlpunni. Afi
að sortera í kappkapli og lauma út
einu og einu spili fyrir barnabörn-
in. Afi með kíkinn við eldhús-
gluggann í Brekku að horfa eftir
skipaferðum. Afi að læðast út á sjó
eldsnemma á morgnana. Afi sjó-
maður sem kunni ekki að synda.
Afi með sykurmola í vörinni. Afi
sem vissi alltaf um bestu sílapoll-
ana. Afi í lopapeysunni með tann-
stöngul og sixpensara.
Harðfisklyktin. Afi með vatns-
bláu augun og smitandi hláturinn.
Afi sem kunni ekki á umferðarljós.
Afi ískall. Afi og hnerraköstin. Afi
að horfa á sjóinn.
Elsku afi, takk fyrir allt. Minn-
ing þín lifir í hjarta okkar. Þínar
Guðrún og Ester.
Sveinn Sveinsson
✝ Hreinn Gunn-arsson fæddist
3. febrúar 1944 í
Kaupmannahöfn.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Fossheimum á Sel-
fossi 3. janúar
2021.
Foreldrar hans
voru Gunnar Sal-
omonsson, f. 15.
júní 1907, d. 3. jan-
úar 1960, og Gretha Petersen,
f. 2. febrúar 1924.
Hreinn ólst upp hjá föð-
ursystur sinni á Ytri-
Skeljabrekku í Andakílshreppi
og vann þar 1952-1966. Stund-
aði nám í Héraðsskólanum í
Reykholti 1957-1958 og lauk
búfræðiprófi frá
Bændaskólanum á
Hvanneyri 1964.
Var bóndi á Þór-
arinsstöðum frá
1966.
Maki Hreins var
Steinunn Þor-
steinsdóttir, f. 2.
febrúar 1943.
Útförin fer fram
í Hrunakirkju í
dag, 9. janúar
2021, klukkan 14, en streymt er
frá athöfninni á facebooksíðu
Hrunaprestakalls klukkan
15.30.
https://tinyurl.com/y2nwv2ax
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Það var um páskana árið 2000
sem við komum fyrst að Þórarins-
stöðum. Tengdapabbi/pabbi vildi
endilega kynna okkur fyrir Hreini
og Steinu en þau hafði hann þekkt
í fjölmörg ár. Við vorum tiltölu-
lega nýflutt í hreppinn þegar þetta
var og þótti okkur gaman að kynn-
ast sveitungum okkar. Það má
segja að þessi heimsókn hafi
markað upphaf að áralangri vin-
áttu og samstarfi við þau hjónin.
Sem dæmi má nefna að ég smalaði
í fyrsta sinn á Þórarinsstöðum
haustið eftir þessa heimsókn og
hef smalað þar flest haust síðan.
Við Hreinn náðum strax vel
saman og hjálpuðumst gjarna að
við verk, hvort heldur var hjá okk-
ur eða á Þórarinsstöðum. Hreinn
var mikill bóndi og var sjaldan tal-
að um annað en skepnur og smala-
mennskur þegar við hittumst.
Hann var mikill grúskari og hafði
verulega gaman af því að grúska í
vélum og smíða verkfæri sér til
hægðarauka. Eftir hann liggur
mikið af sérsmíðuðum verkfærum
sem nýtast okkur vel í dag. Við
tókum við búinu haustið 2013 en
þá var Hreinn orðinn ansi lélegur
til verka. Í febrúar árið 2015 var
svo komið að hann þurfti það mikla
umönnun að hann fluttist á hjúkr-
unarheimili, fyrst á Kumbaravog
og svo þaðan á Fossheima þar sem
hann lést. Veikindin lögðust mjög
illa í hann og náði hann aldrei gleði
sinni aftur eftir að hann veiktist.
En gleðin var annars hans ein-
kenni enda ekki kallaður káti skáti
fyrir ekki neitt.
Inni í dalsins dimma dali
drúpir agnarlítil rós.
Teygir sig úr klettaþili
kannski hún þrái dagsins ljós.
Hugsa að þetta erindi gæti
passað við líðan hjá Hreini vini
okkar. Hann þráði að komast út og
til verka. Við kveðjum Hrein með
söknuði en minningarnar lifa.
Berum starfsfólki á Fossheim-
um okkar bestu þakkir fyrir frá-
bæra umönnun Hreins vinar okkar.
Styrmir Þór og Kristín Erla.
Hreinn Gunnarsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN MARÍA TÓMASDÓTTIR,
húsmóðir og skólaritari,
áður til heimilis á Laugalæk 48,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
miðvikudaginn 30. desember. Útförin fer fram frá Stafholtskirkju
í Borgarfirði, 16. janúar klukkan 13 að viðstaddri nánustu
fjölskyldu og ættingjum.
Tómas Jóhannesson Pálína Héðinsdóttir
Helgi Jóhannesson Gunnlaug Helga Einarsdóttir
Sigríður Jóhannesdóttir Skarphéðinn B. Steinarsson
Guðmundur Þ. Jóhannesson Laufey Ása Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær frænka okkar,
HELGA RAGNHEIÐUR
ÞORVALDSDÓTTIR,
Víðigrund 6,
Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Sauðárkróki föstudaginn 1. janúar.
Útför fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 11. janúar
klukkan 14. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu
aðstandendur verða viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður
streymt á vefslóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=wjJU
RtJZzuU&feature;=youtu.be
Fjölskylda hinnar látnu
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og
afa,
ÁSKELS BJARNA FANNBERG,
Norðurbakka 7a,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks
Landspítala og Heru heimahjúkrunar.
Þóra Kristjana Einarsdóttir
Einar Már Áskelsson Helga Rún Gunnarsdóttir
Eyþór Ingi Áskelsson Agnieszka Kolowrocka
Unnur Björk Áskelsdóttir Matthew Peter Abrachinsky
Áslaug Dögg Martin Pétur Hreiðar Sigurjónsson
og barnabörn