Morgunblaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 44
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hveragerði var þekktur skáldabær
fyrir miðja síðustu öld og þar hafa
margir listamenn átt heima. Í bæn-
um búa núna skáld eins og til dæmis
Guðrún Eva Mínervudóttir, sem býð-
ur fólki upp á dvöl og ráðgjöf við
skapandi skrif í umhverfi sínu.
„Flestir dvelja í þrjá daga en sum-
ir lengur, í allt að viku eða 10 daga,“
segir hún um nýbreytnina.
Hjónin Guðrún Eva og Marteinn
Steinar Þórsson eru með lítið hús í
bakgarðinum, sem þau hafa leigt
ferðamönnum, auk aðgangs að gufu-
baði og heitum potti. „Þetta er krútt-
legur, sveitalegur lúxus,“ segir hún
og bætir við að þegar ferðamennirnir
hafi að mestu hætt að koma í fyrra-
vor vegna kórónuveirufaraldursins
hafi hún fengið þá hugmynd að bjóða
upp á dvöl og ráðgjöf við skrif fyrir
almenning. Einn í einu og viðbrögðin
hafi ekki látið á sér standa.
„Sumir koma aftur og aftur og ég
mæti öllum þar sem þeir eru.“
Guðrún Eva segir að fólk sé mis-
jafnlega á vegi statt og fjölbreytnin
mikil.
Skrifa í einveru og friði
Sumir séu með munaðarlausa
skáldsögu sem enginn hafi lesið. Höf-
undar sem hafi gefið mikið út hafi
líka komið til að fá utanaðkomandi
álit á því sem þeir séu að skrifa.
Nemar í háskólanámi í ritlist og jafn-
vel útskrifaðir nemendur í faginu hafi
óskað eftir leiðsögn. „Ég hef líka
fengið fólk sem hefur bara skrifað
fyrir skúffuna og jafnvel fólk sem
hefur ekkert skrifað og vill bara fá
gangsetningu,“ segir hún.
„Svo eru aðrir sem vilja bara fá
þessa dýrmætu einveru, algjöran
frið, og það er dásamlegt að geta boð-
ið upp á aðstöðu þar sem fólk endur-
nýjar sig. Skrif eru enda mjög þerap-
ísk og það að skrifa er ekki aðeins
fyrir rithöfunda, ekki frekar en það
að dansa er ekki bara fyrir dansara.“
Ein kona var í smáhýsinu í um
mánuð og skrifaði æviminningar sín-
ar. Guðrún Eva segist ekki hafa verið
með henni á hverjum degi en alltaf
verið til staðar þegar hún hafi óskað
eftir því. „Þetta var mjög flott hjá
henni og afkomendur hennar fengu
bókina í jólagjöf.“
Ráðgjöfin er í klukkutíma á dag og
Guðrún Eva segist sjálf fá mikið út
úr samverunni. „Hún er eflandi og
hvetjandi fyrir mig, er mitt félagslíf.“
Til nánari útskýringar segist hún
vera heimakær en allir þurfi að hitta
fólk og þeir sem hafi komið hafi verið
yndislegir og gefið mikið af sér.
Fyrsta bók Guðrúnar Evu kom út
1998. Hún hlaut Íslensku bók-
menntaverðlaunin 2012 fyrir skáld-
söguna Allt með kossi vekur og síðan
hafa komið út þrjár bækur eftir
hana, síðast Aðferðir til að lifa af
2019. Hún segir að nýliðið ár hafi
haft sérstök áhrif á sig og árangur
upplifunarinnar eigi eftir að koma í
ljós.
„Ég var ekki viss í minni sök inn í
hvaða heim ég væri að skrifa og próf-
aði mig því áfram í ýmsar áttir. Ég
er með ýmislegt á prjónunum og veit
ekki hvað af því tekur alveg flugið.“
Morgunblaðið/Eggert
Í Hveragerði Guðrún Eva Mínervudóttir, skáld með meiru, framan við bakhúsið til vinstri og gufubaðið.
„Krúttlegur lúxus“
Guðrún Eva býður dvöl og ráðgjöf við skapandi skrif
Sýningin Lalli og töframaðurinn eftir Lárus Blöndal
Guðjónsson og Ara Frey Ísfeld Óskarsson í leikstjórn
Ara snýr aftur á svið Tjarnarbíós frá og með morgun-
deginum, sunnudegi, klukkan 13. Sýningin var frum-
sýnd við góðar viðtökur í haust en vegna samkomu-
takmarkana þurfti að gera hlé á sýningum. Aðeins
mega vera 50 gestir yfir 15 ára aldri á hverri sýningu.
Lalli og töframaðurinn snýr aftur
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is
Airpop Kids
öndunargríma
• Tveir litir: Bleikt og blátt
• Þriggja laga með filterlaginu
• Notkunartími grímu í hvert skipti: 8 klst
• Endingartími grímunnar: 30 klst
(hent eftir það)
• Endurlokanlegar umbúðir til að geyma
hana milli þess sem þú notar hana
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 9. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.196 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
„Mig minnir að við höfum byrjað vel í leiknum í janúar
og það reið líklega baggamuninn í það skiptið. Ekki
kemur annað til greina en að vinna á sunnudag [á
morgun] og helst með þremur mörkum eða meira til að
eiga möguleika á efsta sæti í riðlinum. Einnig getur
skipt máli upp á framhaldið að vinna þá áður en við
mætum þeim á HM,“ segir Viggó Kristjánsson, lands-
liðsmaður í handknattleik, meðal annars í samtali við
Morgunblaðið í dag en á morgun tekur hann á móti
Portúgal á Ásvöllum í Hafnarfirði. »37
Gæti skipt máli upp á framhaldið
að vinna Portúgal á morgun
ÍÞRÓTTIR MENNING