Morgunblaðið - 13.01.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Breytingar á faglegum forsendum
Starfshópur ráðherra og skimunarráð voru sammála um að hefja brjóstaskimanir við 50 ára aldur
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Starfshópur sem þáverandi heil-
brigðisráðherra skipaði lagði til að
aldursviðmiðum vegna skimunar
fyrir brjóstakrabbameini yrði
breytt. Í starfshópnum voru 13
manns og skilaði hann áliti árið
2016. „Niðurstaða hópsins var að
ekki lægju fyrir upplýsingar um að
skimun skili árangri hjá konum
yngri en 50 ára og eru flestar þjóðir
sem hefja skimun við þann aldur.
Hópurinn lagði til að viðmiðum hér-
lendis yrði breytt. Ekki liggur fyrir
af hverju ekki var farið að þeirri ráð-
gjöf á þeim tíma,“ segir í skriflegu
svari Embættis
landlæknis við
spurningum um
breytt fyrirkomu-
lag á skimun fyrir
brjóstakrabba-
meini.
Skimunarráð,
skipað sjö sér-
fræðingum, fór
aftur yfir gögn og
skilaði áliti í október 2020. Það taldi
ekki hafa komið fram rök fyrir því
að ganga gegn fyrra áliti um skimun
fyrir brjóstakrabbameini þar sem
neðri aldursmörk miðuðust við 50
ár. Norðurlandaþjóðirnar miða við
50-70 ár nema Svíar sem eru með 40
ára neðri mörk. Evrópskar leiðbein-
ingar miða við 45-75 ár. „Að mati
skimunarráðs var það að miða við 45
ár málamiðlun en ekki í takti við
stöðu bestu vísindalegrar þekkingar
og því var lagt til að hefja skimun
við 50 ára aldur,“ segir í svarinu.
Tekið er fram að konur sem bera
BRCA2-gen eru undir sérstöku eft-
irliti. Konur sem fá einkenni fá sér-
staka skoðun.
Ekki var horft til kostnaðar
Krabbameinsfélagið gaf út frétta-
tilkynningu þar sem m.a. kom fram
að landlæknir hefði lagt til að farið
yrði eftir evrópskum leiðbeiningum
þar sem mælt er með brjóstaskimun
frá 45 ára aldri. Fagráð um brjósta-
krabbamein hefði einnig mælt með
því að hefja skimun við þann aldur.
Embætti landlæknis var spurt hvort
aldursmörkum hefði verið breytt í
sparnaðarskyni og hvort til greina
kæmi að hefja skimun 45 ára
kvenna.
„Álit skimunarráðs og landlæknis
eru einungis byggð á faglegum for-
sendum, alls ekki var horft til kostn-
aðar. Það er mikilvægt að skoða
stöðugt slík viðmið í takti við þróun
þekkingar. Það kemur til greina að
breyta að 45 ára aldri ef fram koma
sterk rök,“ segir í svari embættisins.
Krabbameinsfélagið vakti athygli
á því að 40-49 ára konur sem voru
boðaðar í brjóstaskoðun samkvæmt
kerfinu sem gilti til áramóta gætu
valið að koma í skoðun á tveggja ára
fresti eða bíða til fimmtugs.
Geta komið áfram í skoðun
„Það er rétt að konum sem þegar
voru byrjaðar í gamla kerfinu verð-
ur gefið val um að halda áfram.
Þetta verður kynnt þegar búið er að
útfæra, t.d. í rafrænum kerfum.
Boðað verður til kynningarfundar
fyrir fjölmiðlamenn og almenning í
vikunni. Konur með BRCA-gen eru
ekki hluti af almennri skimun heldur
eru í sérstöku eftirliti og svo kann að
gilda um konur með sterka áhættu-
þætti,“ sagði Embætti landlæknis.
Alma D. Möller
Þjóðkirkjan mun ekki kalla fólk til
messu í dag þrátt fyrir rýmri sam-
komutakmarkanir. Staðan verður
tekin á nýjan leik þegar næsta reglu-
gerð yfirvalda verður kynnt.
Þetta segir Pétur Georg Markan,
samskiptastjóri Biskupsstofu. „Það
er ekkert rými til þess að kalla fólk
til messu,“ segir hann um stöðuna
sem er uppi núna.
Kaþólska kirkjan hefur aftur á
móti ákveðið að bjóða upp á opinber-
ar messur fyrir 20 manns frá og með
deginum í dag. Í tilkynningu segir
kirkjan enn fremur að það ætti að
vera hægt að leyfa 100 manns við
venjulega messu í ljósi þess að sami
fjöldi má nú vera við útfarir.
Í stað þess að kalla fólk til messu
hafa margar kirkjur þjóðkirkjunnar
boðið fólki upp á að koma á sunnu-
dögum og eiga stund með presti,
organista og starfsfólki á staðnum,
innan samkomutakmarkana. Ekki er
beint litið á þetta sem kyrrðarstund
heldur leið fyrir fólk til að fara í
kirkjuna, njóta og fylla upp í ákveðið
gat, segir Pétur.
„Þetta er óþægilegt gat og erfitt
að geta ekki kallað fólk til messu.
Kirkjan hefur tekið stórt stökk í að
tæknivæða sig og það eru ógrynni af
helgistundum, messum og bæna-
stundum á netinu. Þetta er það sem
kirkjan ákvað að gera í stað þess að
vera í mótþróa við stjórnvöld,“ segir
hann og bætir við: „Kirkjan er fyrst
og fremst samverkamaður stjórn-
valda.“
Spurður hvernig fólk hafi tekið í
aukna netvæðingu kirkjunnar segir
hann að heilt yfir upplifi kirkjan að
fólk sé afar þakklátt fyrir það hvern-
ig kirkjan tók á málum til að byrja
með varðandi samkomutakmarkanir
og sóttvarnir. „Við finnum að fólk er
þakklátt og það er mikil eftirspurn
eftir þessu.“ freyr@mbl.is
Tæknivæðing hjá þjóð-
kirkjunni í stað mótþróa
Kaþólska kirkjan vill halda hundrað manna messur
Katrín Jakobs-
dóttir forsætis-
ráðherra segist
styðja áform um
sölu á eignar-
hlutum ríkisins í
Íslandsbanka.
Hún segir tíma-
setninguna nú
ekki skrýtnari en
einhverja aðra og
markmiðið „ekk-
ert óskynsamlegra en það var þegar
það var sett“.
Eins og áður hefur komið fram
hefur Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra fallist á tillögu Bankasýslu
ríkisins um að undirbúningur verði
hafinn að sölu á eignarhlutum rík-
isins í Íslandsbanka.
„Þetta er auðvitað bara hluti af
stjórnarsáttmálanum, að draga úr
eignarhaldi ríkisins á fjármála-
fyrirtækjum. Þetta er í stjórnarsátt-
málanum vegna þess að enginn þess-
ara flokka [Sjálfstæðisflokks,
Vinstri-grænna og Framsóknar] tel-
ur skynsamlegt að ríkið eigi jafn
stóran hluta af fjármálakerfinu og
raun ber vitni,“ segir Katrín.
Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra
segir framsóknarmenn styðja sölu-
ferlið.
Vill selja
Íslands-
banka
Katrín
Jakobsdóttir
Hluti af stjórnar-
sáttmálanum
Starfsmenn Kópavogsbæjar hirtu síðustu jóla-
trén af götum bæjarins í gær og má þá segja að
ummerki hátíðanna, utan nokkurra jólaljósa til
að lýsa upp skammdegið, séu horfin. Auk þess að
koma á haugana jólatrjám, sem staðið höfðu á
heimilum bæjarbúa í nokkrar vikur, hirtu bæjar-
starfsmenn flugeldaleifar og komu þeim á
Sorpu. Tæpt ár er nú þar til næsti árgangur jóla-
trjáa verður höggvinn niður.
Hátíðarnar komnar á haugana
Morgunblaðið/Árni Sæberg