Morgunblaðið - 13.01.2021, Page 6
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |eirvik.is | Opið virka daga10-18
– 3 tæki í einu og mögulegt að breyta samsetningu ryksugu eftir þörfum
– Allt að 60 til120 mínútna samfelldur gangtími
– Breiður ryksuguhaus sem hentar fyrir allar gerðir gólfefna
Skaftryksuga frá Miele með Li-ion rafhlöðu
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Leyft verður að opna lyfturnar á
skíðasvæðum landsins í dag, sam-
kvæmt nýrri sóttvarnareglugerð.
Samtök skíðasvæða á Íslandi fagna
því í tilkynningu að loks sé hægt að
opna þrátt fyrir að opið verði með
verulegum takmörkunum. Síðasti
opni dagur í skíðalyftum landsins
var 20. mars 2020.
„Skíðasvæðin á Norðurlandi eru
líkegust til að hafa nógan snjó til að
geta opnað nú. Það er líka nægur
snjór á göngusvæðinu okkar á Selja-
landsdal,“ segir Hlynur Kristinsson,
formaður Samtaka skíðasvæða á Ís-
landi og forstöðumaður skíðasvæðis
Ísafjarðarbæjar. Öll skíðasvæði
landsins sem eru í rekstri, alls tíu,
eru í Samtökum skíðasvæða á Ís-
landi.
Opna með hálfum afköstum
Helstu takmarkanir eru þær að öll
skíðasvæði verða opnuð með 50% af-
köstum. Útfærsla verður mismun-
andi eftir skíðasvæðum en takmörk-
unin hefur það í för með sér að
gestir geta ekki lengur ákveðið, með
stuttum fyrirvara, að skella sér á
næsta skíðasvæði. „Gestir eru beðn-
ir að kynna sér aðstöðu í fjallinu áð-
ur en lagt er af stað til að ganga úr
skugga um að ekki sé „uppselt“ á
svæðin,“ sagði í tilkynningunni.
Takmarkanirnar verða svolítið
mismunandi eftir aðstæðum á hverj-
um stað. Alls staðar mun gilda að
skíðaskálar verða lokaðir en þó
verða salerni opin. Takmarkaður
fjöldi er leyfður þar samtímis. Hvert
skíðasvæði mun tryggja að fyllstu
sóttvarna verði gætt á salernunum.
Ekki verður um veitingasölu að
ræða, skíðaleiga er lokuð, takmark-
anir verða í stólalyftur og því verður
flutningsgeta þeirra minni en ella.
Stýring verður í miðasölu. Nánari
upplýsingar verður að finna á
heimasíðu hvers skíðasvæðis um sig.
Gestir verði með grímu
Skíðasvæðin óska eftir því að
gestir verði með sóttvarnagrímu eða
tvöfalt buff fyrir vitum sér og virði
tveggja metra regluna. Það er sér-
staklega mikilvægt þar sem mynd-
ast raðir eins og við skála, salerni og
annars staðar þar sem fólk safnast
saman. Nánari upplýsingar verður
að finna á síðunni covid.is.
Gestir skíðasvæðanna eru ábyrgir
fyrir því að tryggja eigin sóttvarnir
og að fylgja leiðbeiningum. „Aðeins
þannig mun okkur takast að eiga
góðan vetur á skíðasvæðunum,“ seg-
ir í tilkynningunni.
Skíðasvæði
landsins verða
opnuð í dag
Verulegar takmarkanir
Mestur snjór í brekkum fyrir norðan
Morgunblaðið/Hari
Skíði Lyftur verða opnaðar. Þær
voru síðast opnar 20. mars 2020. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
Hallur Már Hallsson
Bólusetning með Moderna-bóluefn-
inu hefst á Landspítalanum og
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í
dag. 1.200 skammtar af bóluefninu
komu til landsins í gærmorgun. Af
þeim fara 700 skammtar á Landspít-
alann og 500 á heilsugæsluna og
verða þeir notaðir til að bólusetja
starfsfólk í framlínustörfum. Á það
bæði við um heilbrigðisstarfsfólk en
einnig sjúkraflutningafólk, lögreglu
og starfsmenn farsóttarhúss.
28 dagar á milli bólusetninga
Ferðalag Moderna-bóluefnisins
hófst á Spáni þar sem framleiðslan
fer fram en sendingin kom til Íslands
úr vöruhúsi í Belgíu. Efnið kom með
fragtflugi Icelandair og þar tók
starfsfólk sem hefur verið sérþjálfað
til lyfjaflutninga við keflinu.
Færri skammtar voru í sendingu
Moderna en voru í fyrstu sendingu
Pfizer sem kom til landsins í desem-
ber. Um er að ræða einn kassa af
bóluefni sem inniheldur 1.200
skammta. Bóluefni Moderna er, líkt
og bóluefni Pfizer, gefið í tveimur
skömmtum og eiga að líða 28 dagar á
milli bólusetninga. Efninu er dælt í
tveimur 0,5 ml skömmtum í upp-
handleggsvöðva. Viðbótarmagn er í
hettuglösum með bóluefni Moderna
sem tryggir tíu skammta í hverju
glasi.
Bóluefni Moderna er ekki ætlað
börnum yngri en 18 ára, bóluefni Pfi-
zer er miðað við 16 ára aldur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tímamót Bóluefnis Moderna var vel gætt við komuna hingað í gær. Framlínustarfsfólk verður bólusett í dag.
Byrja að bólusetja
fólk í framlínustörfum
1.200 skammtar af bóluefni Moderna komnir til landsins
Tveir greindust með kórónuveirusmit innanlands í fyrradag og var annar í
sóttkví. Á landamærunum greindust níu virk smit en einn var með mót-
efni. Fimm biðu í gær niðurstöðu mótefnamælingar. Nú eru 149 í ein-
angrun og fjölgaði þeim um sex á milli daga. Aftur á móti fækkaði á
sjúkrahúsi þar sem þeir eru nú 19 en voru 20 á mánudag. Enginn þeirra
var með virkt Covid 19-smit. Í sóttkví innanlands eru 320 og 2.018 í
skimunarsóttkví. Tæplega 1.100 sýni voru tekin innanlands en tæplega
900 á landamærunum.
Tvö ný smit – annar í sóttkví
NÍU VIRK SMIT GREINDUST Á LANDAMÆRUNUM Á MÁNUDAG
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Heilbrigðisráðuneytið skoðar nú
hvort lagagrundvöllur sé fyrir því að
skylda fólk sem neitar að fara í
sýnatöku við
komuna til lands-
ins til að sæta 14
daga sóttkví í far-
sóttarhúsi, að
sögn Svandísar
Svavarsdóttur
heilbrigðisráð-
herra. Þórólfur
Guðnason lagði
fyrirkomulagið til
vegna uppgangs
kórónuveirufar-
aldursins í nágrannalöndum Íslands.
Svandís segir að ákvörðun um þetta
verði tekin í vikunni.
20 manna samkomubann
Í dag tók ný reglugerð um sótt-
varnareglur innanlands gildi. Þann-
ig hafa samkomutakmarkanir verið
rýmkaðar og mega nú 20 koma sam-
an í stað 10 áður. Þá er líkamsrækt-
arstöðvum heimilt að bjóða upp á
hóptíma með ströngum sóttvarna-
ráðstöfunum. Sviðslistir eru aftur
heimilar með allt að 50 manns á sviði
og 100 áhorfendum í merktum sæt-
um. Sömuleiðis hefur verið opnað á
íþróttaæfingar og keppnir fyrir alla
aldurshópa.
– Er útlit fyrir að þeir sem neita
að fara í sýnatöku við komuna til
landsins verði skyldaðir í farsóttar-
hús?
„Við erum að skoða lagagrund-
völlinn fyrir því. Það er auðvitað
mikilvægt að hann sé skýr. Svo er
verið að skoða fleiri útfærslumögu-
leika eins og að gera kröfu um nei-
kvætt Covid-sýni sem er þá tekið í
landinu sem viðkomandi kemur frá,
áður en hann leggur af stað,“ segir
Svandís. Ákvörðunin verður tekin í
þessari viku.
– Er þetta flókið í útfærslu?
„Já, það er það. Ekki bara laga-
lega, framkvæmdin er ekki einföld
og við þurfum bara að vera búin að
botna það til enda en það þurfum við
að gera í þessari viku.“
Þá segir Svandís aðspurð að ef
frumvarp um breytingar á sótt-
varnalögum sem nú er til meðferðar
í þinginu hefði þegar náð fram að
ganga hefðu fyrirhugaðar aðgerðir á
landamærunum tvímælalaust verið
löglegar.
Skoða lögmæti
aðgerðarinnar
Lagalegur grundvöllur enn ekki skýr
Svandís
Svavarsdóttir