Morgunblaðið - 13.01.2021, Page 11
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Þegar kórónuveiran fór að breiðast út
var reynt að tefja hana, yfirleitt með
flatneskjum um „kúrfuna“, sem áttu
að gera heilbrigðiskerfum kleift að
fást við sjúklingana. Þá þegar lá hins
vegar fyrir að bóluefni væri eina svar-
ið við sjúkdómnum, þótt menn vissu
ekki vel hvenær eða hvort þess gæti
verið von. Það gengur því kraftaverki
næst að innan við ári frá því að heims-
faraldurinn gaus upp skuli bóluefni
vera komin í notkun. Mjög misjafnlega
þó.
Líkt og sjá má til hægri má skipta
þeim 46 löndum, þar sem bólusetning
er á annað borð hafin, í fjóra flokka. Í
fyrsta lagi eru heimsmeistararnir í Ísr-
ael í algerum sérflokki, en þar þegar
búið að bólusetja ríflega fimmtung
íbúa landsins. Í 2. flokki eru Samein-
uðu arabísku furstadæmin og Barein, í
3. flokki Bretland, Bandaríkin og Dan-
mörk, sem hafa náð að bólusetja yfir
2% íbúa, en svo er afgangurinn með Ís-
land fremst meðal jafningja, en hér
hafa 1,34% íbúa verið bólusett.
Skipulagsvandi og seinagangur
Evrópu í bólusetningu er vel þekktur,
en forskot Breta og Bandaríkjanna má
að miklu leyti rekja til skilvirkara lyfja-
eftirlits og snaggaralegri leyfisveiting-
ar en í Evrópusambandinu, sem Ísland
lýtur í þessu samhengi. En hvað liggur
að baki þessum ótrúlega árangri Ísr-
aels, furstadæmanna og Bareins?
Smá og kná
Fyrir utan að vera í Mið-Austur-
löndum eiga þau sameiginlegt að vera
tiltölulega lítil en vel stæð ríki með við-
ráðanlegan íbúafjölda, langflestir í
þéttbýli. Þau njóta auk þess öll ágætra,
blandaðra heilbrigðiskerfa og góðra
samgangna.
Þær aðstæður gerðu það raunar að
verkum, að öll urðu löndin þrjú fremur
harkalega fyrir barðinu á kórónuveir-
unni á liðnu ári. En þessar sömu að-
stæður reyndust afar vel til bólusetn-
inga í akkorði.
Þéttbýlið og smæð landanna valda
því að lítið þarf að flytja vandmeðfarið
bóluefnið og stutt fyrir flesta að koma
í sprautu. Það er þó ekki aðeins land-
fræðileg og lýðfræðileg heppni sem
ræður. Hið blandaða heilbrigðiskerfi
gerir það að verkum að heilbrigðis-
upplýsingar eru staðlaðar og allir íbú-
ar eiga til heilsugæslu að venda. Sam-
keppni á heilbrigðissviði – bæði í
tryggingum og heilbrigðisþjónustu,
þótt ríkisvaldið sé þar einnig stór
þátttakandi og helsti eða eini greið-
andi – ýtti undir samkeppni um bólu-
efni innanlands.
Það sakaði ekki að öll eru löndin til-
tölulega auðug, þótt það virðist ekki
hafa riðið baggamun (enda kostnað-
urinn klink í samanburði við kostn-
aðinn af efnahagslífi í lamasessi),
heldur fyrrnefnt frumkvæði, öll voru
fljót að afgreiða leyfisumsóknir fyrir
bóluefnum og voru ekki að bíða eftir
leyfinu til þess að hefja innkaup á
bóluefni og áttu því töluverðar birgðir
þegar leyfið kom.
Öll höfðu þau einnig notað tímann
vel til þess að undirbúa sig og íbúana,
en víða um heim gætir enn tortryggni
í garð bóluefna. Þar var bæði stjórn-
málamönnum, trúarleiðtogum og
frægðarfólki beitt óspart. Þá var ekki
meira reynt á heilbrigðiskerfið en
þurfti, m.a. með því að kalla eftir að-
stoð heilbrigðisstarfsfólks á eftirlaun-
um og sjálfboðaliða. Þá var mikil
vinna lögð í einföld en öflug upplýs-
ingakerfi, sem virkað gætu í rauntíma
um snjallsíma.
Vitaskuld er munur á framkvæmd-
inni í löndunum þremur, en þar fundu
menn í grófum dráttum sömu eða
svipaðar lausnir á verkefni, sem var
alls staðar hið sama.
Vandinn er þó ekki að baki hjá
þessum fyrirmyndarríkjum í bólu-
setningu. Til þessa hefur áherslan
verið á viðkvæma hópa og lykilstarfs-
menn, sem nokkuð auðvelt er að
ganga að eða stefna til bólusetningar.
Almenn bólusetning kann að reynast
torveldari þegar á reynir, en fyrstu
skrefin í Ísrael lofa góðu.
Af öllu því geta aðrir lært.
Bestu lönd í bólusetningu
Ísrael, Furstadæmin og Barein í fremstu röð Lítil, þróuð ríki með forskot á
stórveldin Stuttar boðleiðir, skjótar ákvarðanir og samkeppni skiptu sköpum
Bólusetning við kórónuveirunni í heiminum
Bólusetningar á hverja 100 íbúa eftir löndum Heimildir: OurWorldinData.org og Landlæknisembættið
Ísrael
Sameinuðu
arabísku
furstadæmin
Bahrein
0 1 2 4 8 16 32
Bólusettir af hverjum 100 íbúum
0%
2%
4%
6%
8%
10%
12%
14%
16%
18%
20%
22%
24%
SpánnSlóveníaÍtalíaÍslandDanmörkBandaríkinBretlandBahreinS.A.F.Ísrael
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Útsalan
er hafin
30-50%
afsláttur
Donald Trump Bandaríkjaforseti
neitaði í gær ásökunum þess efnis
að hann hefði æst upp stuðnings-
menn sína til þess að ráðast á þing-
hús Bandaríkjanna í síðustu viku.
Sagði Trump við fjölmiðla að ræða
sín á mótmæla-
fundi fyrir átökin
hefði verið „al-
gjörlega viðeig-
andi“.
Trump for-
dæmdi jafnframt
tilraunir demó-
krata á þinginu
til þess að bola
sér úr embætti,
en þeir hafa
þrýst á Mike Pence varaforseta um
að virkja 25. viðauka stjórnarskrár-
innar til þess að lýsa Trump óhæfan
til að gegna embættinu.
Ummæli Trumps voru þau fyrstu
frá því á fimmtudaginn, en hann
hefur mestmegnis haldið sig til hlés
eftir áhlaupið, en samfélagsmiðill-
inn Twitter lokaði varanlega fyrir
aðgang forsetans á föstudaginn.
Forsetinn er sagður hafa ein-
angrast á síðustu dögum sínum í
embætti, en Chad Wolf, sitjandi
ráðherra heimavarnarmála, sagði af
sér embætti í fyrrinótt. Er hann
þriðji ráðherrann sem yfirgefur rík-
isstjórnina í kjölfar mótmælanna.
Alex Azar heilbrigðisráðherra
sagði í samtali við ABC-sjónvarps-
stöðina í gær að ummæli Trumps í
aðdraganda árásarinnar hefðu verið
óviðunandi, en vildi ekki segja hvort
hann hefði rætt um 25. viðaukann
við Pence eða aðra í ríkisstjórninni.
Fyrirtæki halda
að sér höndum
Nokkur stórfyrirtæki í Banda-
ríkjunum tilkynntu í gær og fyrri-
nótt að þau hygðust hætta að veita
fjármagn til þeirra 147 þingmanna
repúblíkana sem neituðu að stað-
festa kjör Joes Biden, verðandi for-
seta, í kjölfar upphlaupsins í síðustu
viku.
Þar á meðal eru kortafyrirtækin
American Express og Mastercard,
fjarskiptafyrirtækið AT&T, Marr-
iott-hótelkeðjan og Amazon.
Þá hafa nokkur önnur fyrirtæki,
þar á meðal Facebook, Coca-Cola
og Goldman Sachs, tilkynnt að þau
hafi alfarið stöðvað fjárveitingar
sínar til stjórnmálamanna í bili, og
að meta þurfi stöðuna vel.
sgs@mbl.is
Trump gagnrýn-
ir málshöfðunina
Chad Wolf sá þriðji sem segir af sér
Chad Wolf heima-
varnarráðherra.
Kafarar í Indónesíu fundu í gær-
morgun annan af flugritum vél-
arinnar sem hrapaði um helgina, en
vonast er til að hann geti veitt frek-
ari upplýsingar um hvers vegna
vélin fórst. Enn stendur yfir leit að
hinum flugritanum, en sá tekur upp
öll samskipti í flugstjórnarklef-
anum.
Flugvélin, sem var af gerðinni
Boeing 737-500, var í mjög góðu
ásigkomulagi, en hún var framleidd
fyrir 26 árum. Vélin er ekki af svo-
nefndri MAX-gerð sem reyndust
gallaðar árið 2018.
INDÓNESÍA
AFP
Slys Annar flugritinn er fundinn.
Annar flugriti vél-
arinnar fundinn
Recep Tayyip
Erdogan Tyrk-
landsforseti
sagðist í gær
vilja bæta sam-
skipti lands síns
við Evrópusam-
bandið. Ummæli
Erdogans féllu á
fundi hans með
sendiherrum
aðildarríkja sam-
bandsins í Ankara í gær, en til-
gangur fundarins var meðal annars
að undirbúa viðræður milli Tyrk-
lands og Grikklands um auðlinda-
deilur ríkjanna í Austur-Miðjarð-
arhafi. Sagðist Erdogan trúa því að
þær viðræður myndu marka upp-
haf nýrra tíma í samskiptum
ríkjanna.
Þá sagði Erdogan einnig að hann
vildi bæta samskipti Tyrkja og
Frakka, en hann og Emmanuel
Macron Frakklandsforseti hafa
deilt harkalega um ýmis mál und-
anfarin misseri.
TYRKLAND
Vill bæta samskipti
Tyrkja við ESB-ríkin
Recep Tayyip
Erdogan