Morgunblaðið - 13.01.2021, Page 14
14 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021
✝ SigurgeirBjarni Guð-
mannsson fæddist
2. maí 1927 í
Reykjavík. Hann
lést á Vífilsstöðum
30. desember 2020.
Foreldrar hans
voru Guðmann
Hróbjartsson vél-
stjóri, f. 10. apríl
1892 í Austurkoti
við Oddgeirshóla,
d. 23. apríl 1970, og Þorgerður
Sigurgeirsdóttir, f. 2. febrúar
1902 á Ísafirði, d. 15. júní 1984.
Sigurgeir var elsta barn for-
eldra sinna en systkini hans eru:
Elín, f. 25.11. 1928, Gunnar, f.
6.6. 1930, d. 27.11. 2014, Hauk-
ur, f. 12.6. 1935, d. 7.3. 1936,
Bára, f. 15.2. 1939, og Alda, f.
3.7. 1941. Hálfbróðir Sigurgeirs
samfeðra var Tryggvi, vélstjóri,
f. 6.3. 1919, d. 17.2. 1998.
Sigurgeir var ókvæntur, en
eignaðist eina dóttur með Maríu
Hildi Guðmundsdóttur, f. 15.11.
1925, d. 24.2. 2018; Rannveigu,
f. 12.11. 1964, eiginmaður henn-
lenskra getrauna 1969-1984.
Knattspyrnufélag Reykjavík-
ur naut krafta Sigurgeirs nán-
ast allt hans líf. Eftir að hafa
leikið fótbolta með yngri flokk-
um KR sneri hann sér að þjálfun
1951 og var þjálfari yngri
flokka félagsins í áratugi. Hann
þjálfaði líka meistaraflokk, sem
vann til allra verðlauna sem í
boði voru með hann sem þjálf-
ara og varð til dæmis Íslands-
og bikarmeistari 1963.
Auk þjálfarastarfa tók Sig-
urgeir að sér ýmis verkefni fyr-
ir KR. Hann var stjórnarmaður
í nokkrum deildum félagsins,
formaður knattspyrnudeildar,
formaður handknattleiksdeild-
ar og fararstjóri í mörgum ferð-
um flokka innanlands og utan,
m.a. til Liverpool, þegar lið fé-
laganna tóku í fyrsta sinn þátt í
Evrópukeppni og mættust á An-
field 1964.
Sigurgeir var sæmdur ýms-
um viðurkenningum. Hann var
meðal annars heiðursfélagi KR
og ÍSÍ, fékk gullstjörnu ÍBR,
gullmerki KSÍ og Knattspyrnu-
þjálfarafélags Íslands og var
sæmdur riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu fyrir störf á
vettvangi íslenskrar íþrótta-
hreyfingar.
Útförin verður í kyrrþey að
ósk hins látna.
ar er Sverrir Jóns-
son, f. 4.1. 1950.
Rannveig og Sverr-
ir eru barnlaus, en
fyrir átti Sverrir
Erlu Jónu, f. 26.8.
1974, og Skarphéð-
in Kristn, f. 25.11.
1981, d. 27.5. 2005.
Sigurgeir ólst
upp í Reykjavík. Að
loknu stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1947
stundaði Sigurgeir nám í verk-
fræði í Glasgow í Skotlandi í
einn vetur, en hugurinn var við
íþróttirnar heima og eftir það
helgaði hann þeim líf sitt. Faðir
hans var einn af stofnendum
Hampiðjunnar og stjórnarmað-
ur í á fjórða áratug. Sigurgeir
tók við af honum og hætti í
stjórn 2013.
Sigurgeir var framkvæmda-
stjóri ÍBR í 42 ár, 1954-1996, og
sinnti síðan ýmsum verkefnum
fyrir bandalagið þar til fyrir
nokkrum árum. Hann var jafn-
framt framkvæmdastjóri Ís-
Frændi okkar, Sigurgeir, sem
ætíð var kallaður Diddi, er látinn
á 94. aldursári. Hann var glettinn
og kankvís í fasi og mikill eldhugi í
öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur.
Við vorum systkinabörn en
hann var þó mun nær föður okkar
í aldri og þeir voru miklir mátar í
gegnum tíðina, báðir fæddir 2.
maí en með sex ára millibili. Þeg-
ar Ísak, faðir okkar, kom ungur
frá Ísafirði til náms í Menntaskól-
anum í Reykjavík bjó hann um
tíma á Sólvallagötu 24 hjá Þor-
gerði elstu systur sinni, móður
Didda.
Sem kunnugt er hafði Diddi
ætíð mikinn áhuga á íþróttum,
ekki síst knattspyrnu, sem hann
stundaði hjá KR ásamt Gunnari
(Nunna) bróður sínum sem lést
fyrir nokkrum árum.
Diddi var einnig mikill frum-
kvöðull og eldhugi í ýmsu íþrótta-
starfi, sem hann tengdist og vann
við alla tíð. Skíðaíþróttin heillaði
Didda líka og hann stóð ásamt
fleirum í sinni fjölskyldu fyrir
skíðaferðum til Austurríkis á átt-
unda áratugnum.
Var þá flogið til Lúxemborgar
og síðan ekið á stórum bílaleigubíl
til skíðasvæðanna í Austurríki, oft
með viðkomu í Þýskalandi.
Hann bauð ýmsum vinum og
vandamönnum að vera með í sam-
floti í þessar ferðir og meðal ann-
arra bauð hann foreldrum okkar,
sem komin voru hátt á sextugs-
aldur, að fara með í slíka ferð
seint á áttunda áratugnum. Þetta
varð kveikjan að ólæknandi áhuga
þeirra á skíðaferðum eftir að þau
lærðu réttu tilburðina í sinni
fyrstu ferð. Eftir það fóru þau ár-
lega í slíkar skíðaferðir í 13 ár, allt
fram að sjötugsaldri. Óhætt er að
fullyrða að upphaflegur eldmóður
Didda hafi ráðið miklu um hvern-
ig þetta áhugamál þróaðist.
Við systkinin vottum Rann-
veigu og fjölskyldu, systrum hans
og öðrum aðstandendum innilega
samúð okkar. Blessuð sé minning
Didda frænda.
Árni, Jón, Bryndís
og Ragnheiður Ísaksbörn.
Kveðja frá Knattspyrnu-
félagi Reykjavíkur
Í yfir 120 ára sögu KR hafa
margir lagt hönd á plóginn við að
byggja upp eitt öflugasta íþrótta-
félag landsins, Sigurgeir Guð-
mannsson heiðursfélagi KR er
einn þeirra. Hann hafði mikil
áhrif á starf og uppbyggingu fé-
lagsins upp úr miðri síðustu öld.
Sigurgeir vann ómetanlegt starf
fyrir KR. Hann þjálfaði yngri
flokka KR með frábærum árangri
og margir af bestu knattspyrnu-
mönnum KR og Íslands nutu leið-
sagnar hans. Þekkt er samstarf
þeirra Atla Helgasonar. Þeir
þjálfuðu til dæmis þriðja flokk KR
árið 1956 með einstæðum árangri
en liðið vann alla leiki sumarsins
með markatölunni 53-4. Sigurgeir
þálfaði meistaraflokk KR árin
1956, 1957, 1962-63 og gerði hann
félagið að Íslandsmeisturum 1963
og bikarmeisturum 1962 og 1963.
Sigurgeir sinnti fjölmörgum
ábyrgðarstörfum fyrir KR. Hann
var formaður knattspyrnudeildar
1954-55 og formaður handknatt-
leiksdeildar 1959-64. Sigurgeir
var í ritnefnd veglegs afmælis-
blaðs KR sem kom út á 60 ára af-
mæli félagsins árið 1959. Hann
kom einnig að vinnslu og útgáfu
bókarinnar „Fyrsta öldin: Saga
KR í 100 ár“. Sigurgeir var haf-
sjór af þekkingu og fróðleik þegar
kom að sögu KR og var það alltaf
auðsótt mál að leita til hans þegar
á þurfti að halda. Minnið óbrigð-
ult og maður kom aldrei að tóm-
um kofunum hjá Sigurgeiri þegar
maður þurfti að leita til hans með
upplýsingar um menn og málefni
tengt KR. Sigurgeir var sæmdur
ýmsum viðurkenningum fyrir
störf sín innan íþróttahreyfingar-
innar en hann var handhafi
Stjörnu KR og gerður að heiðurs-
félaga KR árið 2017. Sigurgeir
var mikill frumkvöðull, sá um sér-
stakar knattþrautir fyrir unga
knattspyrnumenn, stóð að fyrstu
æfingaferð knattspyrnumanna
þegar hann ásamt Sigurði Hall-
dórssyni, þáverandi formanni
knattspyrnudeildar, fór með unga
KR inga í æfingaferð í Skíðaskála
KR um verslunarmannahelgi árið
1962. Sigurgeir var blátt áfram og
kom til dyranna eins og hann var
klæddur, hann var ekki að miklast
yfir afrekum sínum fyrir íþrótta-
hreyfinguna. Þegar ég var nýtek-
inn við sem formaður KR hitti ég
Sigurgeir í KR-heimilinu, hann
spurði mig hvort ég væri ekki orð-
inn formaður KR? Jú sagði ég, þá
svaraði hann: „Þú ert ekki nægi-
lega snyrtilegur til fara.“ Það var
ekki nægilegt í hans huga að for-
maður KR væri í gallabuxum og
skyrtu, hann ætti að vera í jakka-
fötum með bindi. Þegar hann var
inntur eftir því hvort það væri
ekki mikill heiður að vera gerður
að heiðursfélaga KR sagði hann:
„Jú vissulega, en fyrir hvað?“ Við
KR-ingar þökkum Sigurgeiri fyr-
ir allt sem hann gerði fyrir gamla
góða KR og minnumst hans með
hlýhug og af virðingu og þökkum
honum samfylgdina í gegnum tíð-
ina og vottum aðstandendum inni-
lega samúð.
Gylfi Dalmann
Aðalsteinsson,
formaður KR.
„Það er næsta víst,“ eins og
Bjarni bróðir segir, að dauðinn
kemur til okkar allra en hann vitj-
aði Sigurgeirs Guðmannssonar á
næstsíðasta degi nýliðins árs eftir
langa og gifturíka ævi.
Enginn vafi er á því að við
komu Sigurgeirs til þjálfunar
yngri flokka KR upp úr 1950
breyttust allar áherslur í knatt-
spyrnuþjálfun félagsins. Allar æf-
ingar voru vel undirbúnar og
áhersla á knattleikni, aga og
skipulag í boltanum meira en áður
hafði verið. Sigurgeir beitti sér
fyrir fyrstu keppnisferðum yngri
flokka KR til útlanda á árunum
1954 og 1955 og var fararstjórn
hans í þessum ferðum ógleyman-
leg. Hann var óþreytandi við að
miðla til okkar ekki aðeins þekk-
ingu sinni á fótbolta heldur einnig
og ekki síður af yfirgripsmikilli
kunnáttu sinni á sögu og menn-
ingu þeirra staða sem heimsóttir
voru. Hann skipulagði endalausar
skoðunarferðir ýmist í kastala,
kirkjur eða söfn af ýmsum toga
svo okkur þótti á sínum tíma nóg
um en kunnum síðar meir betur
að meta.
Meðal margra flokka sem Sig-
urgeir þjálfaði var þriðji flokkur
KR sem hann og Atli Helgason
þjálfuðu með slíkum árangri að
liðið vann alla leiki sumarsins með
markatölunni 53-4. Sigurgeir
lagði grunninn að þessum árangri
með natni og þrotlausum æfing-
um við að auka getu okkar til ná-
kvæmra sendinga til samherja
frekar en mótherja. Í framhaldi af
þessu sigursæla sumri ákváðum
við strákarnir að stofna félags-
skap sem hlaut nafnið KR-56.
Markmiðið var að halda hópinn og
minnast þessa skemmtilega sum-
ars og óhugsandi var annað en að
Sigurgeir og Atli yrðu hluti af
hópnum. Ákveðið var að félagarn-
ir kæmu saman einu sinni á ári og
ræddu málefni knattspyrnunnar
á hverjum tíma og þá sérstaklega
okkar gamla góða félags KR. Frá
stofnun félagsins hittist þessi
hópur árlega í yfir 50 ár og
skemmti sér saman. Mikil sam-
heldni hefur einkennt þennan hóp
og allir höfum við haft ómælda
ánægju af samverustundum okk-
ar. Oftast voru fundir okkar
haldnir í Reykjavík en einnig voru
farnar nokkrar ferðir innanlands
og einu sinni til útlanda. Á öllum
þessum fundum og ferðum var
Sigurgeir höfðingi hópsins og
miðlaði til lærisveina sinna enda-
lausum fróðleik og visku. Við sem
eftir lifum af þessum hópi munum
minnast Sigurgeirs sem einstaks
manns sem okkur þykir vænt um
að hafa átt að vini og leiðbeinanda
í lífinu.
Við sendum Rannveigu dóttur
Sigurgeirs og öðrum aðstandend-
um hugheilar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd KR-56,
Gunnar Felixson.
Á nýliðnu ári tók ég saman
endurminningar mínar sem komu
svo út á bók nú fyrir jólin. Þar
stikla ég á því helsta sem á dag-
ana hefur drifið í einkalífi, íþrótt-
um, pólitík og blaðamennsku. Á
einum stað í þessu riti er ég að
minnast á og telja upp helstu
kempurnar sem gerðu KR að því
stórveldi sem félagið er. Þetta er
löng upptalning sem hefst á ýms-
um máttarstólpum félagsins fyrir
meira en mannsaldri og nær til
formanna félagsins í seinni tíð. En
síðan segi ég: „Ég enda þessa
upptalningu á Sigurgeiri Guð-
mannssyni, sem varð níræður árið
2018. Hann varð aldrei formaður
(KR) en sinnti þjálfun og hvers
konar störfum fyrir félagið og var
starfsmaður hjá Íþróttabandalagi
Reykjavíkur í áratugi. Mikill
dánumaður.“
Nú er þessi heiðursmaður horf-
inn á braut. Hann kvaddi okkur á
næstsíðasta degi ársins eftir erfið
veikindi. Mér er ljúft að staldra
við, líta um öxl, veifa þessum kæra
vini í hinsta sinn og rifja upp
hvers vegna það er svo notalegt
að ylja sér við þær minningar sem
honum tengjast.
Sigurgeir var alla tíð einhleyp-
ur en dóttir hans er Rannveig.
Hann var hins vegar elstur sjö
systkina. Mörg þeirra og þeirra
afkomendur mynda nú orðið fjöl-
mennan hóp dyggra KR-inga í
þrjá til fjóra ættliði. Bróðir Sig-
urgeirs var Gunnar Guðmanns-
son (Nunni) sem lést árið 2014.
Hann var landsliðsmaður og einn
snjallasti og leikreyndasti liðs-
maður gullaldarliðs minnar kyn-
slóðar í KR. Þeir bræður bjuggu
lengi á Ljósvallagötunni og ég
man enn hvað við félagarnir öf-
unduðum þá af því að eiga heima
einungis steinsnar frá Melavellin-
um. En þá var líka Melavöllurinn
miðja alheimsins: Þar gerðist allt
það sem lífið snerist um.
Sigurgeir æfði og keppti í
knattspyrnu með KR á unglings-
árunum. En ólíkt Nunna bróður
fólust afrek Sigurgeirs í knatt-
spyrnuþjálfun. Hann hafði
óvenjunæman skilning á góðri
knattspyrnu og vissi upp á hár
hvernig ætti að gera KR-liðin
miklu betri og þar með á endan-
um íslenska knattspyrnu í heild –
ekki með einspili heldur samspili,
ekki með glórulausu puði heldur
með því að lesa leikinn, ekki með
fautaskap heldur léttleika. Í þess-
um efnum var Sigurgeir langt á
undan sinni samtíð, enda lögðu
hann og Atli Helgason grunninn
að því gullaldarævintýri KR sem
ég var svo heppinn að fá að taka
þátt í.
Það var gott að eiga Sigurgeir
að sem þjálfara og fararstjóra.
Hann var t.d. fararstjóri í fyrstu
utanlandsferð okkar strákanna í
3. flokki þegar okkur var boðið til
Kaupmannahafnar sumarið 1954.
Þar var keppt við lið frá öllum
Norðurlöndunum og auðvitað
unnum við á mótinu. Auk þess að
þjálfa unglingaflokkana í áratugi
var hann þjálfari meistaraflokks
KR er við urðum Íslands- og bik-
armeistarar árið 1963.
En Sigurgeir var þjálfari minn,
fararstjóri og leiðsögumaður í víð-
tækari skilningi. Hann hafði
feykimikil áhrif á þróun íþrótta í
höfuðborginni sem framkvæmda-
stjóri Íþróttabandalags Reykja-
víkur á árunum 1954-96. Ég átti
eftir að verða formaður KSÍ og
forseti ÍSÍ. Þá átti ég ætíð greiðan
aðgang að þessum góða vini með
margvíslegan vanda og álitamál
er vörðuðu íþróttastarfið í
Reykjavík. Hann var þá alltaf ráð-
hollur, með lausnir á takteinum.
Sigurgeir var svo sannarlega
ein af KR-kempunum. En það
kom ekki niður á því hlutverki
hans að vera málsvari reykvískr-
ar íþróttaæsku allra Reykjavíkur-
félaganna. Því ævistarfi sinnti
hann frábærlega enda maður
sportsins í orðsins bestu merk-
ingu.
Sigurgeir var bráðskarpur,
margfróður, minnugur og
skemmtilegur. Hann var heiðar-
legur, hreinskiptinn, hraðmæltur,
hugsaði í lausnum og kom sér
beint að efninu. En hann bjó einn-
ig yfir mikilli hlýju í mannlegum
samskiptum, ómetanlegri kímni
og breiðu brosi sem lýsti upp
menn og málefni. Ég þakka mín-
um kæra vini fyrir alla hans þjálf-
un, fararstjórn og leiðsögn í næst-
um sjö áratugi. Vinátta hans
hefur verið mér mikil gæfa á lífs-
leiðinni.
Ellert B. Schram.
Við strákarnir í 4. flokki í
knattspyrnu í KR vorum í KR-
skálanum í Skálafelli nokkra
haustdaga árið 1964. Þjálfarinn
okkar, Sigurgeir Guðmannsson,
hafði gert meistaraflokk KR að
Íslands- og bikarmeisturum árið
áður. Nú hafði hann fengið Svein
Jónsson, Örn Steinsen og nokkrar
fleiri gullaldarstjörnur til að koma
upp í KR-skála, einn af öðrum,
part úr degi, og þjálfa okkur í
boltameðferð. Þegar við höfðum
pissað, burstað tennur og vorum
komnir í kojur í stóra svefnsaln-
um á efri hæðinni vildi Sigurgeir
slá á svefngalsann og koma okkur
í ró. Hann kom því upp með bók í
hönd og las fyrir okkur öll kvöld-
in. Það gaf auga leið, fyrsta kvöld-
ið, að 12-14 ára knattspyrnukapp-
ar, á þriðja tug talsins, voru ekki
alveg á því að láta svæfa sig með
upplestri, eins og smábörn. En
eftir að Sigurgeir hóf lesturinn
mátti heyra saumnál detta, og síð-
an hlátrasköll, eftir því sem við
átti. Fyrir okkur varð þetta
ógleymanlegur lestur úr óborgan-
legri strákabók: Percival Keene,
eftir enska sjóliðsforingjann Fre-
derick Marryat, gefin fyrst út árið
1842. Valið á lesefni og sefjandi
áhrif upplesarans var hvort
tveggja svo dæmigert fyrir Sig-
urgeir: stjórn hans á hópnum,
frumleika hans, menntun og
smekk.
Þessi ógleymanlegu haust-
kvöld hafði ég ekki enn áttað mig
á því að Sigurgeir var einstakur
þjálfari. Þjálfun hans var í raun
ekkert síður siðmenntun í knatt-
spyrnu sem ég hef búið að síðan.
Hann sætti sig aldrei við það sem
síðar var kallað „kick and run“.
Knattspyrna á að vera augnayndi
eins og rússneskur ballett, á að
opinbera leikskilning og fléttur
eins og falleg skák og vera til
marks um skipulag, samhæfingu
og samvinnu. Þetta þykir sjálf-
sagt í dag en þótti fullkomin latína
fyrir 56 árum. En Sigurgeir lærði
latínu í MR. Samtímis lagði hann
mikla áherslu á þrotlausar æfing-
ar í boltameðferð og tækni. Ég er
sannfærður um að hann var í hópi
okkar bestu þjálfara og hefur átt
mikinn þátt í framförum í ís-
lenskri knattspyrnu á sinni tíð.
Nú er Sigurgeir allur, í hárri
elli, eftir óvenjulangt, óeigin-
gjarnt og heilladrjúgt ævistarf
fyrir íþróttahreyfinguna. Þar ber
hæst framkvæmdastjórn hans hjá
ÍBR í rúm 40 ár og margra ára-
tuga knattspyrnuþjálfun. Fáum
er ljóst hve mikilvægt framlag
hans var í þessum efnum, en hann
var hógvær og forðaðist sviðsljós-
ið. Ég sá lengi um afmælis- og
ættfræðiskrif DV og síðar í Morg-
unblaðinu. Sigurgeir gaf mér
aldrei kost á því að skrifa um sig
afmælisgrein. Hann var þó með
afbrigðum ættfróður og fylgdist
vel með þessum skrifum mínum.
Ef eitthvað bar út af fékk ég að
heyra í honum, rétt eins og þegar
hann þjálfaði mig forðum. Símtöl-
in voru örstutt og gagnorð:
„Blessaður.
Það er villa í blaðinu í dag. Ell-
ert ritstjóri og Páll útvarpsstjóri
voru ekki skyldir svona. Þú
slepptir einum ættlið, Magnúsi á
Hrauni. – Blessaður.“ Hann var
svo beinskeyttur og hraðmæltur
að maður mátti hafa sig allan við
að meðtaka upplýsingarnar. Þá
var hann afburðasagnfræðingur
og heilt alfræðisafn um íslenska
íþrótta- og knattspyrnusögu.
Hann þekkti sögu KR miklu betur
en nokkur annar, enda ómetan-
legur okkur sem skráðum hundr-
að ára sögu félagsins.
Fátt var skemmtilegra en að
skrafa við Sigurgeir á kúttmaga-
kvöldum KR. Hann var flug-
greindur, frumlegur og fróður um
hin ólíklegustu málefni, glaður í
góðra vina hópi, trygglyndur og
gat verið skemmtilega stríðinn.
Ég sendi Sigurgeiri kæra KR-
kveðju með þakklæti fyrir ómet-
anlega vináttu í öll þessi ár.
Kjartan Gunnar Kjartansson.
Heiðursmaðurinn Sigurgeir
Guðmannsson er nú genginn á vit
feðra sinna eftir langt og farsælt
lífshlaup. Á langri ævi átti tvennt
hug hans allan og bar þar íþrótta-
hreyfinguna hæst með KR sem
þungamiðju og Hampiðjuna sem
faðir hans hafði stofnað ásamt 12
öðrum árið 1934.
Þegar Guðmann Hróbjartsson
vélstjóri, faðir hans, tók þátt í
stofnun Hampiðjunnar var Sigur-
geir rétt um 8 ára gamall. Hann
fylgdist því með fyrirtækinu frá
fyrstu tíð þegar lítið verksmiðju-
húsnæði á tveim hæðum var
byggt rétt ofan við Hlemm við
götu sem fékk nafnið Stakkholt.
Þetta var á árunum milli stríða og
ástæðan fyrir stofnun félagsins
var skortur á garni til veiðarfæra-
gerðar.
Keyptar voru spunavélar frá
Írlandi til að spinna þætti úr sísal
og hampi og snúa saman í garn og
voru vélarnar á neðri hæðinni og á
efri hæðinni var sett upp neta-
stofa þar sem net voru handhnýtt.
Þessu fylgdist Sigurgeir með því
þegar Guðmann faðir hans var í
landi þá nýtti hann tíma sinn til að
sinna Hampiðjunni og var Sigur-
geir þá oft með í för. Eftir
menntaskólanám fór Sigurgeir til
Skotlands að læra skipaverk-
fræði, enda hafði hann alist upp
við útgerð og umgengni við vélar,
en íþróttaáhuginn varð síðan öllu
öðru yfirsterkari og til gæfu fyrir
íþróttastarf á Íslandi ákvað hann
að helga sig því og sneri aftur
heim til föðurlandsins.
Minni Sigurgeirs á fólk og at-
burði var alla tíð afar gott og sagði
hann oft frá þessum fyrstu árum
enda hafði hann yndi af því að
segja sögur og rifja upp gamla tíð
og þá gjarnan sögur í skemmti-
legri kantinum. Guðmann faðir
hans var í stjórn Hampiðjunnar
til dauðadags en hann lést í kjöl-
far slyss árið 1970, þá 78 ára gam-
all. Sigurgeir kom síðan inn í
stjórn fyrirtækisins rúmum ára-
tug síðar árið 1984 en það var ári
áður en ég hóf störf hjá fyrir-
tækinu. Sigurgeir var trúr sinni
arfleifð og sat samfellt í stjórn fé-
lagsins til 2011 en þá ákvað hann
að draga sig í hlé frá stjórnar-
störfum eftir 28 ár, þá orðinn 85
ára að aldri.
Á þessum árum þróaðist
Hampiðjan úr því að vera efnis-
framleiðandi í alþjóðlegt fyrir-
tæki með starfsstöðvar víða um
heim. Hann nefndi það stundum
þegar hann kom á aðalfundi fé-
lagsins seinni árin að stofnendur
fyrirtækisins hefðu aldrei látið
sér það til hugar koma að litla
framleiðslufyrirtækið þeirra
myndi vaxa og dafna á þennan
hátt.
Að leiðarlokum viljum við
starfsmenn og stjórn Hampiðj-
unnar þakka Sigurgeiri fyrir hans
óbilandi áhuga á fyrirtækinu og
stuðning allt hans líf.
Rannveigu dóttur hans, systr-
unum Báru, Öldu og Elínu og fjöl-
skyldum þeirra allra sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Missir ykkar er mikill en megi
minningin um heiðursmanninn
Sigurgeir styrkja ykkur og efla.
Hjörtur Erlendsson.
Sigurgeir Bjarni
Guðmannsson
Fleiri minningargreinar
um Sigurgeir Bjarna Guð-
mannsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.