Morgunblaðið - 13.01.2021, Síða 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021
✝ Dr. JakobMagnússon
fæddist á Tálkna-
firði 26. júlí 1926.
Hann lést á Hrafn-
istu Hraunvangi 1.
janúar 2021. Hann
var sonur Bjargar
Guðmundsdóttur
ljósmóður, f. 1885,
d. 1962 og Magn-
úsar Péturssonar,
bónda og sjómanns,
f. 1884, d. 1970. Þau eignuðust
sjö börn og komust fimm þeirra
til fullorðinsára. Systkini Jakobs
voru Pétur Magnússon, f. 1916,
d. 2007, Guðmundur Magnússon,
f. 1917, d. 2006, Kristján Magn-
ússon, f. 1920, d. 1922, Gunnar
Magnússon, f. 1922, d. 2016,
Kristján Magnússon, f. 1923, d.
1986, drengur Magnússon, f.
1925, d. 1925 og Sigríður Magn-
úsdóttir, f. 1928, d. 2014.
Hann giftist 30. júní 1956 eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Vil-
helmínu Vilhelmsdóttur fiski-
fræðingi, f. 4. desember 1929 í
Schleswig, Þýskalandi. Börn
þeirra eru: 1) Vilhjálmur Jak-
obsson, f. 7 .desember 1956.
Hann er giftur Penny Jak-
obsson, f. 12. mars 1954 og eiga
þau tvo syni, Paul Jakobsson, f.
9. desember 1988 og Richard
Jakobsson, f. 15. febrúar 1990. 2)
Sigríður Jakobsdóttir, f. 28.
anna, það er frá 1965-1969. Eftir
það og til ársins 1971 var hann
yfirfiskifræðingur hjá FAO í
Mið-Ameríku. Talsvert löngu
síðar fór Jakob svo tímabundið
til starfa við þróunarhjálp á veg-
um Íslendinga á Græn-
höfðaeyjum og síðar í Gíneu-
Bissaú. Árið 1971 kom Jakob til
starfa hjá Hafrannsóknastofnun;
var deildarstjóri þar til 1978 og
aðstoðarforstjóri eftir það til
starfsloka árið 1996. Auk þessa
gegndi Jakob margvíslegum fé-
lags- og trúnaðarstörfum á sviði
hafrannsókna og sjávarútvegs-
mála og eftir hann liggur fjöldi
greina um málefni á hans vís-
indasviði. Riddarakross hinnar
íslensku fálkaorðu fékk Jakob
árið 1980.
Þau hjónin byggðu hús á sjö-
unda áratugnum í Kópavogi og
bjuggu þar árin 1971-2000. Eftir
tólf ára dvöl í Þýskalandi fluttu
þau aftur til Íslands en bjuggu
þá í Breiðuvík 18, Grafarvogi.
Síðustu tvö ár bjó hann á Eir í
Grafarvogi en undanfarna mán-
uði voru þau hjónin, sameinuð að
nýju, á Hrafnistu, Hafnarfirði.
Útförin fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 13. janúar
2021, klukkan 15. Vegna að-
stæðna verða aðeins nánustu
ættingjar viðstaddir en útförinni
verður streymt. Stytt slóð á
streymið:
https://tinyurl.com/y56ttszh/.
Virkan hlekk má einnig finna
á:
https://www.mbl.is/andlat/.
september 1961,
gift Snorra Björns-
syni, f. 18. sept-
ember 1962 og eiga
þau tvo syni, Einar
Snorrason, f. 23.
desember 2000 og
Óskar Snorrason, f.
27. apríl 2004. 3)
Klara Björg Jak-
obsdóttir, f. 26.
mars 1968, gift
Pétri Henry Pet-
ersen, f. 12. maí 1969 og eiga þau
tvo syni, Jakob Alexander Pet-
ersen, f. 25. desember 1999 og
Einar Tryggva Petersen, f. 28.
september 2008.
Jakob flutti tíu ára ásamt fjöl-
skyldu sinni frá Tálknafirði í
Skerjafjörðinn og lauk grunn-
skólagöngu í Reykjavík. Á
barna- og unglingsárunum fór
hann allmörg sumur í sveit aust-
ur á Sandhól, Ölfusi. Jakob lauk
stúdentsprófi frá Verzl-
unarskóla Íslands árið 1948. Eft-
ir það nam hann dýrafræði við
Óslóarháskóla, fór svo til frek-
ara náms í fiskifræði við háskól-
ann í Kiel í Þýskalandi og lauk
doktorsprófi þaðan árið 1955. Á
árunum 1955-1965 var Jakob
fiskifræðingur hjá Atvinnudeild
Háskóla Íslands. Var svo um
fjögurra ára skeið starfandi á
Filippseyjum hjá FAO, Mat-
vælastofnun Sameinuðu þjóð-
Mig langar að minnast tengda-
föður míns í nokkrum orðum en í
dag kveðjum við dr. Jakob Magn-
ússon fiskifræðing. Kynni okkar
hófust fyrir alvöru þegar ég flutti
með Sigríði dóttir hans til Hol-
lands fyrir um 28 árum síðan.
Fljótlega eftir að við vorum búin
að koma okkur fyrir þar, komu
þau hjónin við hjá okkur í einum af
sínum mörgum ferðum erlendis.
Oft voru það ferðir á vegum vinn-
unnar eða að fara í frí til að kom-
ast í sína elskuðu alpa. Þau komu
þá með troðfullar ferðatöskur af
ýmsu góðgæti frá Íslandi. Var það
allt frá nammi til gómsæts fisks,
að ógleymdum harðfiskinum fyrir
hundinn okkar.
Ekki eingöngu ferðalög drógu
þau utan, heldur tóku þau sig líka
til og fluttu til Þýskalands á full-
orðinsárum. Fyrst til Bremerha-
ven til að vinna. Þegar þau voru
bæði hætt að vinna árið 2000 flutt-
ust þau til Freiburg im Breisgau.
Þetta var þó ekkert nýtt fyrir
hann, eftir að hafa verið í námi í
Noregi og Þýskalandi og búið á
Filippseyjum, í Mið-Ameríku og
víðar á árunum 1955 til 1971.
Ég minnist þessara góðu
stunda saman með miklum hlý-
hug, hvort sem það var í Kópavog-
inum, Hollandi, Þýskalandi, eða
saman í fríi í Austurríki. Var þá
gaman að ræða málin saman eða
hlusta á hans fróðleik. Sögur að
vestan þegar hann var ungur
drengur að ferðast á milli bæja
sumars eða á snjóþungum vetr-
um. Frá föður sínum, bónda og
sjómanni, að fara við allar aðstæð-
ur út á sjó á árabáti, eitthvað sem
við í dag gætum ekki hugsað okk-
ur að gera og þegar hann mátti
einn systkinanna fara til náms er-
lendis. Frásögnum frá samninga-
fundum við erlend ríki um fisk-
veiði og landhelgi Íslands, á þeim
tímum þegar sú umræða var sem
hæst, með háttvirtum mönnum
eins og hann sagði. Hvernig hann
reyndi að vinna leið til samninga,
en hann var góður diplómat. Hann
vildi hafa alla ánægða þar og inn-
an fjölskyldunnar þó að það hafi
ekki alltaf verið hægt. Skemmti-
legt var að heyra frá dvöl þeirra á
Filippseyjum og í Mið-Ameríku.
Eins og ferð þeirra milli tveggja
ríkja þar sem á þeim tíma ríkti
stríð og að þá þurfti að líma aðra
númeraplötu frá réttu landi yfir
þá sem var fyrir á bílnum. Spenn-
andi þegar landamæravörðurinn
sá það líklega en leyfði þeim þó að
halda áfram. Þetta eru allt frá-
sagnir sem maður þekkir bara úr
bókum og kvikmyndum, og því
gaman að heyra.
Jakob hafði alltaf yndi af því
þegar afabörnin komu í heimsókn
til Freiborgar. Stundum með svo-
lítið formlegu „jæja þá, hvað segið
þið gott, hvernig gengur í skólan-
um eða fótboltanum?“ en líka að
leika við þá á stóru svölunum
þeirra í Freiburg. Festast inni í
litla indíánatjaldinu sem keypt var
fyrir þá. Fara út á róló og klifra á
eftir þeim í klifurkastalanum.
Hafði ég þá tíma til að vinna úr
litlu minnismiðunum hans, með
verkefnum fyrir mig, sem biðu mín
alltaf, til dæmis að kíkja á prent-
arann, skipta um peru og þess
háttar.
Hann var mikill dýravinur. Áttu
þau sjálf hunda lengi. Gjarnan
passaði hann líka hundana okkar.
Þrátt fyrir margar og góðar
gönguferðir sem hann fór í með
þeim, þurfti oft að setja þá í megr-
un þegar þeir komu til baka, lík-
lega fengið aðeins of mikinn harð-
fisk.
Í dag kveðjum við háttvirtan
mann. Elsku Vilhelmína, Sigga,
Klara, og aðrir aðstandendur, inni-
legar samúðarkveðjur. Það er erf-
itt, vegna aðstæðna, að geta ekki
verið með ykkur á þessum degi.
Minning góðs manns lifir ætíð með
okkur. Hvíldu í friði elsku Jakob.
Snorri Björnsson.
Dr. Jakob Magnússon braust til
mennta, í orðsins fyllstu merk-
ingu, því hann vann á unglings-
aldri í bretavinnu við steinbrot í
Öskjuhlíð. Sú vinna lagði grunninn
að því að hann gæti menntað sig og
lifað því sem vart er hægt að lýsa
öðruvísi en ævintýralegu lífi, jafn-
vel glæstu. Hann var fæddur á
Tálknafirði, barn sinna tíma og
tækifærin takmörkuð, en flutti á
barnsaldri í Skerjafjörðinn, sem í
þá daga var meira eins og sjáv-
arþorp en borgarhverfi. Öldin var
önnur í öllum skilningi. Hann nam
dýrafræði við háskólann í Osló og
svo fiskifræði við háskólann í Kiel.
Í þeim síðari kynntist hann eigin-
konu sinni Vilhelmínu Vilhelms-
dóttur, sem starfaði við hlið Jak-
obs alla tíð, heima og að heiman, í
gleði og í sorg. Jakob var mjög
stoltur af menntun sinni, án nokk-
urs hroka og ávaxtaði hana vel.
Jakob starfaði sem fiskifræðingur
við Hafrannsóknastofnun og einn-
ig dvaldi fjölskyldan árum saman
erlendis á vegum Sameinuðu þjóð-
anna, við að byggja upp fiskveiðar
m.a. á Filippseyjum og í Mið-Am-
eríku. Eftir að heim kom - frum-
byggi í Kópavogi með fjós og
hlöðu og hversdaglíf. Fiskifræðin
var og er ein mikilvægasta stoðin í
þjóðarbúskapnum og Jakob
byggði upp með öðrum, faglegt
starf í þjóðarhag og tók þátt í því
að skipa Íslandi í fremstu röð í
rannsóknum í sjávarlíffræði. Jak-
ob starfaði lengi sem aðstoðarfor-
stjóri Hafrannsóknastofnunar og
sat að hluta sem forstjóri hennar.
Jakob, að öðrum ólöstuðum, átti
stóran hlut í að finna gjöful fiski-
mið og skipuleggja nýtingu
þeirra. Það er freistandi að telja
saman þau hundruð eða þúsundir
milljarða sem nýting þessara
fiskistofna hefur aflað, en eðli-
legra að hugsa til þeirra óteljandi
máltíða sem til urðu og lífsviður-
væri ótal margra. Það er gott ævi-
starf sonar útvegsbónda að vest-
an.
Á eftirlaunaaldri stóð Jakob við
sanngjarnt loforð til brúðar sinn-
ar, sem flutti með honum frá
Þýskalandi til Íslands árið 1956, í
samfélag og vöruframboð sem
fæst okkar myndu þekkja eða
samþykkja í dag. Þau fluttu því
saman til Suður-Þýskalands, í ná-
grenni Svartaskógar. Þangað var
gaman að sækja þau heim, og víst
eru þar góðar tertur og mannlífið
fjölbreytt. Þar bjuggu þau meðan
heilsan leyfði, nýttu tímann til
ferðalaga og nutu lífsins. Jakob
var einstaklega vænn maður,
elskaði dýr og var elskaður af
þeim. Hann var einn þeirra sem
síðast hugsa um eigin hag og jafn-
vel aldrei að því er manni virtist.
Því er stundum haldið fram að
góðu fólki vegni ekki sérlega vel í
lífinu og betra sé að hugsa fyrst
og fremst um sjálfan sig, jafnvel
þótt það sé á kostnað annarra.
Lífshlaup Jakobs Magnússonar
sýnir að hið gagnstæða getur allt
eins átt við og ætti það að vera
mörgum hvatning til að geta horft
til baka og sjá að þeir hafi gengið
til góðs langan veg.
Pétur Henry Petersen
Elsku afi. Þú varst alltaf svo
glaður og skemmtilegur þegar við
hittumst. Afi gat gert venjulega
hluti fyndna eins og við hátíðar-
matarborð, að gera eitthvað snið-
ugt sem aðrir tóku kannski ekki
eftir en fékk okkur til að flissa.
Þegar hann í úrhellisrigningu á
heitum eftirmiðdegi í Austurríki
fór út á pall til að sturta og sagði
að þetta væri bara eins og í tróp-
unum. Eða þegar hann var hér í
Hollandi ásamt Klöru og strákun-
um hennar, Jakobi og Einari
Tryggva, heitur dagur og allir í
sundlauginni, hann kemur út og
hoppar út í með miklum gusu-
gangi. Við hrópuðum afi hvað ertu
að gera, hann sagði bara, ég hélt
að hún væri dýpri.
Það var alltaf gaman með þér,
þú varst ljúfur og áhugasamur um
allt sem við vorum að gera í skóla,
íþróttum eða öðrum áhugamálum
okkar.
Lieve opa we houden van je en
we zullen je heel erg missen.
(Elsku afi, við elskum þig og mun-
um sakna þín mjög mikið).
Einar og Óskar.
Mig langar að minnast í nokkr-
um orðum fyrrverandi samstarfs-
félaga míns, Jakobs Magnússon-
ar. Í byrjun árs 1988 réð Jakob
mig sem rannsóknarmann á Haf-
rannsóknastofnun og hef ég starf-
að þar síðan. Fyrstu átta árin
starfaði ég við verkefni sem Jakob
eða Jutta konan hans höfðu um-
sjón með og var gott að vinna með
þeim.
Þau eru ótalin vísindaafrekin
sem Jakob vann og minnist ég hér
aðeins á rannsóknir hans á úthafs-
karfa. Hann var fyrstur til að
byrja að rannsaka úthafskarfa.
Þær rannsóknir leiddu m.a. til
þess að hann kom með þá tilgátu
árið 1990 að ekki væri um einn
stofn af úthafskarfa að ræða held-
ur tvo. Þessi tilgáta mætti vægast
sagt mikilli mótspyrnu á alþjóð-
legum vettvangi, en var síðan
staðfest með erfðarannsóknum
árið 2009.
Það sem mér fannst mest til
koma í fari Jakobs var hversu
heiðarlegur, traustur og heill hann
var. Hann kom ætíð til dyranna
eins og hann var klæddur og var
óhræddur við að segja skoðanir
sínar.
Af þeim mörgu öðrum kostum
sem Jakob hafði nefni ég að hann
var sáttfús og var ekki að erfa
hlutina. Einnig dugnað, því þó að
Jakob gerði miklar kröfur til sam-
starfsmanna sinna gerði hann
ætíð mestar kröfur til sjálfs sín. Í
lokin þakka ég þér fyrir samfylgd-
ina, Jakob. Ég votta eiginkonu og
börnum Jakobs sem og öðrum að-
standendum hans mína dýpstu
samúð.
Lifir, blómgast, löndin vinnur,
lýsigull og sólskin spinnur
ofar brotsjó atburðanna
endurminning góðra manna.
(G.Fr.)
Ásgeir Gunnarsson.
Jakob Magnússon
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR
frá Ljótunnarstöðum,
lést í faðmi fjölskyldunnar á sjúkrahúsinu
á Akranesi 5. janúar.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju 15. janúar klukkan 13.
Vegna fjöldatakmarkana verða eingöngu nánustu aðstandendur
viðstaddir útförina, en streymt verður frá athöfninni á
Akraneskirkja.is.
Björgvin Skúlason
Þuríður Ósk Björgvinsdóttir Ólafur Magnússon
Ólafur Skúli Björgvinsson
Svanur Þór Björgvinsson Svava Ólafsdóttir
Lýður Óskar Björgvinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Sambýlismaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
EMIL GUNNLAUGSSON,
garðyrkjubóndi Laugalandi,
síðar Suðurbrún 6, Flúðum,
lést á Fossheimum á Selfossi 8. janúar.
Jarðsungið verður í Hrunakirkju laugardaginn 16. janúar
klukkan 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis
nánustu ættingjar viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á
facebook.com/hrunaprestakall//.
Elín Hannibalsdóttir
Margrét Emilsdóttir Vilberg Þór Jónsson
Gunnlaugur Emilsson Else Nielsen
Magnús Emilsson
Rafn Emilsson Dóra Mjöll Stefánsdóttir
og fjölskyldur þeirra
Ástkæra móðir, amma og tengdamamma,
ÓLAFÍA MAGNÚSDÓTTIR,
Kötlufelli 1,
Reykjavík,
lést laugardaginn 19. desember.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Kristín Óskarsdóttir
Berta Óskarsd. Potts Michael Potts
Ester Óskarsdóttir
Engilbert Ágúst Óskarsson Guðrún Dagný Pétursdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRUNN GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR,
Kópaskeri,
lést á Hvammi 4. janúar.
Útförin fer fram frá Snartarstaðakirkju
laugardaginn 16. janúar klukkan 14.
Vegna aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd.
Útförinni verður streymt og má finna upplýsingar um slóðina á
mbl.is/andlat.
Hugrún Óladóttir Guðmundur Bárðarson
Gunnar Páll Ólason Anna Lára Jónsdóttir
Jón Kristján Ólason Þorbjörg Dóra Gunnarsdóttir
Lovísa Óladóttir Kári Halldórsson
Kristveig Óladóttir Dagbjartur G. Halldórsson
Hildur Óladóttir Sigþór Heimisson
Halla Óladóttir Friðrik Már Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN HAFSTEINSDÓTTIR
kennari,
Bjarkarholti 1, Mosfellsbæ,
lést á Hjúkrunarheimilinu Hömrum,
Mosfellsbæ, sunnudaginn 10. janúar.
Hafsteinn Pálsson Lára Torfadóttir
Bjarnveig Pálsdóttir
Björk Pálsdóttir Páll Valdimarsson
Hrönn Pálsdóttir Magnús Alexíusson
Aðalsteinn Pálsson Helga Grímsdóttir
Steinþór Pálsson Áslaug Guðjónsdóttir
Gunnar Páll Pálsson Ásta Pálsdóttir
Snæbjörn Pálsson Þórdís Gísladóttir
barnabörn, makar og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi
og langafi,
ÓLAFUR GUNNARSSON,
Boðaþingi 10,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 7. janúar.
Útförin fer fram fimmtudaginn 14. janúar
klukkan 15.00 frá Kópavogskirkju.
Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu aðstandendur
viðstaddir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Guðríður H. Jónsdóttir
Jóna Ólafsdóttir Hildigerður M. Gunnarsdóttir
Hafdís Ólafsdóttir Hannes Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn