Morgunblaðið - 13.01.2021, Side 16

Morgunblaðið - 13.01.2021, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021 ✝ Ágúst H. Guð-mundsson fæddist á Patreks- firði 26. ágúst 1967. Hann lést á heimili sínu í Eyja- fjarðarsveit 1. jan- úar 2021. Foreldrar hans voru Ásgerður Ágústsdóttir, fædd 14. apríl 1946 og Guðmundur H. Guðjónsson, fæddur 22. desem- ber 1940. Fósturfaðir Ágústar sem gekk honum í föðurstað var Guðmundur Jón Bergsveinsson, fæddur 24. október 1944. Eiginkona Guðmundar H. Guðjónssonar er Dagný Péturs- dóttir, fædd 20. mars 1949. Uppeldissystur Ágústar sam- mæðra: Ingveldur Guðmunds- dóttir, fædd 15. apríl 1971 og Ingibjörg Berglind Guðmunds- dóttir, fædd 30. september 1977. Systur Ágústar samfeðra: Rósa Guðmundsdóttir, fædd 11. mars 1979 og Védís Vandíta Guðmundsdóttir, fædd 24. maí 1982. Eiginkona Ágústar var Guð- rún Gísladóttir, fædd 21. júní flokka Þórs. Ágúst var formað- ur unglingaráðs körfuknatt- leiksdeildar Þórs í mörg ár og sat í stjórn deildarinnar. Hjónin Guðrún og Ágúst stofnuðu líkamsræktarstöðina Átak á Akureyri 2003 og ráku allt til ársloka 2017. Á Akureyri hélt Ágúst áfram sjómennsku, var kokkur á Harð- bak, en starfaði síðar hjá Ásprenti og Kassagerðinni þangað til hann stofnaði ásamt fleirum fyrirtækið Neptune í því skyni að gera út rannsóknar- skip og þjónusta olíuiðnaðinn. Ágúst var framkvæmdastjóri fyrirtækisins á meðan heilsan leyfði. Fyrir nokkrum árum fékk hann hugmynd að smá- virkjun innst í Eyjafjarðarsveit og lét ekki deigan síga þrátt fyrir erfiða baráttu við MND- sjúkdóminn. Draumur Ágústar rættist er Tjarnarvirkjun var formlega tekin í notkun sum- arið 2020. Útförin fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag, 13. janúar, kl. 13.30. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir við- staddir. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðunni: jarðarfarir í Akureyrarkirkju, beinar út- sendingar. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/y6k47h4a Virkan hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat 1972. Ung felldu þau hugi saman og stóð sambúð þeirra yfir í tæp 30 ár. Börn Ágústar og Guðrúnar eru: Ás- gerður Jana, fædd 1. desember 1996, Júlíus Orri, fæddur 1. september 2001, unnusta: Glódís Edda, fædd 1. mars 2003, og Berglind Eva, fædd 23. september 2009. Ágúst flutti ungur frá Pat- reksfirði til Hafnarfjarðar, allt- af kallaði hann sig þó Patreks- firðing. Á Patreksfirði hóf hann ungur sjómennsku og dvaldi í góðu yfirlæti hjá ömmu Ingveldi og afa Ágústi, öll sumur og há- tíðir fram á unglingsaldur. Körfuboltaferill hans hófst í Hafnarfirði hjá Haukum. Fjöl- skyldan flutti til Akureyrar þeg- ar Ágúst var 16 ára, gekk hann þá strax til liðs við Þór og lék með meistaraflokki félagsins ár- um saman. Hann þjálfaði meist- araflokk Þórs um tíma og yngri flokka félagsins um árabil. Ágúst vann frábært starf, þótti framúrskarandi þjálfari og var mjög sigursæll með yngri Elsku hjartans fallega ástin mín. Nálægð þín Nálægð þín vakti bjartar sveiflur: andrúmsloft hetju með fagrahvel undir brámána sem skoraði sjálfa þjáninguna á hólm. Fingur þínir voru heitir líknstafir er slævðu svaleggjar Dauðans í krafti þess æðruleysis sem helst veitir buguðum styrk og fró. Nú glóir skyndilega ný fastastjarna í bládjúpi næturhiminsins: ástgjöf liðinna stunda sem geislar frá sér lífi minninga. (Jóhannes úr Kötlum) Ég mun ætíð sakna þín og okk- ar ástríka, fallega sambands. Allar dýrmætu minningarnar okkar geymi ég í hjarta mínu um ókomin ár. Takk fyrir allar okkar stundir saman, allt sem þú gerðir fyrir mig og með mér. Ég passa fallegu börnin okkar þrjú, þau eru hetjurnar okkar. Ég elska þig, hvíl í friði. Þín eina, Guðrún. Elsku besti pabbi. Ég man svo vel eftir því þegar við fórum sam- an í Monkey park á Tenerife og við sáum górillu og þú reyndir að æsa þig og lyftir höndum og horfðir lengi í augun á henni og þá stökk górillan á glerið og varð öskureið og við fórum í hláturs- kast á meðan en fólkinu sem var þar fannst þetta ekki jafn fyndið. Við hlógum lengi að þessu. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég elska þig. Þín Berglind Eva. Minn versti ótti varð að veru- leiki þann 1. janúar 2021 þegar elsku fallegi pabbi minn lét lífið. Hann glímdi við MND í fjögur ár og það er ekki hægt að finna mann sem tók þessari erfiðu áskorun með jafn góðu hugarfari og hann. Hann hélt áfram með öll sín verkefni og afrekaði mikið þrátt fyrir sín veikindi. Já- kvæðni, húmor, hugrekki og styrkur skein af þér í þinni bar- áttu og ég horfði á þig með aðdá- unaraugum allan tímann. Ég gæti ekki verið heppnari með pabba en hann er og verður alltaf langbesti vinur minn. Ég er svo ótrúlega þakklátur fyrir allar stundirnar, minningarnar sem við áttum saman og allt sem hann kenndi mér sem er nánast allt sem ég kann. Þú ert fyrirmyndin mín í einu og öllu og efst í huga mér er þakklæti! Ég mun sakna þín endalaust mikið og það vantar stóran part í líf mitt þegar þú ert ekki hér en sama hversu langt þú ert frá mér munt þú alltaf vera fremst í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, þú átt svo sannarlega skil- ið að fá að hvíla þig. Ég veit að þú vakir yfir okkur fjölskyldunni. Við munum öll gera þig stoltan. Ég elska þig, pabbi minn, ég er stoltur og heppinn að vera Ágústsson. Þinn sonur, Júlíus Orri. Elskulegi pabbi minn og besti vinur, lífið er tómlegt án þín. Þú varst tekinn frá okkur allt of fljótt. Ég vildi að ég gæti sagt þér aftur hversu mikið ég hef alltaf dáðst að þér. Styrkinn og baráttuviljann vantaði þig aldrei. Ásamt því að berjast við MND hugðir þú að mörgu, þar á meðal virkjun inni í Eyjafjarðarsveit sem varð að veruleika, enda gastu afrekað allt sem þú ætlaðir þér og varst magnaður leiðtogi. Á sama tíma stóðstu þétt við bak- ið á okkur fjölskyldunni og þér þótti mikilvægast að öllum í kring um þig liði vel. Hugarfar þitt var engu öðru líkt og gat bor- ið þig eins langt og mögulegt var. Ég gæti talið upp svo margt en ég minnist þess hversu hjarta- hlýr, skemmtilegur og traustur faðir þú varst. Dugnaður, já- kvæðni, einlægni og húmor eru einnig orð sem lýsa þér vel. Þú varst mikill húmoristi og ég elsk- aði ekkert meira en þegar þú hlóst. Orð fá því ekki lýst hversu mikið ég sakna þess að hlægja og grínast með þér. Þú lést alla í kringum þig finna að þeir skiptu miklu máli og alltaf varstu tilbú- inn til að hjálpa fólki, sérstaklega þeim sem minna máttu sín. Þú varst besti maður sem ég þekki og einstakur. Þú gafst og kennd- ir mér svo margt í gegnum lífið og fyrir það er ég ævinlega þakk- lát. Allt sem ég hef afrekað og lært, er þér að þakka. Minningarnar eru margar og svo kærar. Ég minnist allra ferðalaganna sem við fórum í. Ég minnist þess þegar þú baðst mig að standa upp í nýja bílnum þín- um og dansa eins mikið og ég gæti á meðan þú keyrðir inn Eyjafjarðarsveit með tónlistina í botni. Ég minnist þegar þú spil- aðir á píanóið og ég söng. Ég minnist þess líka þegar við fórum saman á vélsleðann, hraðbátinn, vespuna og fjórhjólið. Þú áttir mörg áhugamál og varst alltaf opinn fyrir nýjungum. Við skildum hvort annað svo vel og gátum talað um hlutina ná- kvæmlega eins og þeir voru. Þig skorti aldrei þolinmæði og ég vissi að sama hvað var að myndir þú hlusta á mig og ræða málin eins lengi og þurfti. Þú varst minn dyggasti stuðningsmaður og sagðir mér alltaf hvað þú varst stoltur af mér. Þú kenndir mér að gera alltaf mitt besta og að vera sterk þegar á móti blés. Þú varst mín stoð og stytta og gladdist alltaf þegar mér leið vel, eins og ég gladdist þegar þér leið vel. Ég segi eins og þú sagðir við mig. Þú ert stjarnan mín, elsku pabbi. Ég lít upp til þín alla daga eins og ég hef alltaf gert og mun alltaf gera. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn og hugsa því að þú sért hjá mér. Sorgin er mikil og sár en þú sýndir mér hversu miklum styrk er hægt að búa yfir og ég mun alla tíð taka þig til fyr- irmyndar. Ég gæti ekki verið stoltari af þér og er svo ótrúlega þakklát fyrir allar okkar stundir saman. Ég mun sakna þín hvern einasta dag um ókomna tíð. Minning þín mun lifa í hjarta mínu. Ég þakka þér innilega fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég elska þig. Hvíl í friði og guð geymi þig, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Ásgerður Jana Ágústsdóttir. Elsku stóri bróðir okkar hefur kvatt okkur frá þessari jarðvist. Illvígur sjúkdómur, MND, bank- aði upp á hjá honum fyrir fjórum árum og tróð sér inn í líf hans og fjölskyldu, hann tók við verkefn- inu eins og öllu öðru í lífinu, með jákvæðni, dugnaði, styrk og létt- leika. Með ótrúlegum vilja og orku náði hann að vera sá sami jákvæði sprellikarl og hann var alltaf, barðist gegn hverju mót- læti sem lífið færði honum en að lokum gaf hann körfuboltamerki um að leik væri lokið. Eins og Ágúst vissi erum við systur á því að hann sé ekki far- inn, einungis fallega hulstrið sem hann fékk afnot af. Hann gerði óspart grín að okkur systrum hvort sem var um andleg mál að ræða, list eða tónlist. Á sinn hátt var hann sama sinnis, mikill tón- listamaður, elskaði fallega hluti, vandaði til allra verka, leið best í náttúrunni eða úti á sjó. Ágúst bróðir var mikil fyrir- mynd fyrir okkur eins og svo marga aðra. „Hvað myndi Ágúst gera?“, „Hvað ætli Ágúst segi?“ var ofarlega í huga okkar við minnstu pælingar. Við eigum margar góðar minningar saman, hann hafði afskaplega gaman af því að stríða okkur systrum en einnig reyndi hann sem stóri bróðir að fræða okkur um ætt- fræði og hin ýmsu mál. Hann var mjög minnugur og gátum við al- veg fram á síðasta dag sótt í þann banka. Hann var alltaf til staðar og sinnti hlutverkinu „stóri bróð- ir“ mjög vel, áhugi hans og um- hyggja til barna okkar var af- skaplega fallegur og spurði hann alltaf með vissum bendingum, eftir að hann missti málið, um hvert barn fyrir sig, elskaði að heyra sögur af þeim og var mikið umhugað að þau væru öll ham- ingjusöm. Í síðustu heimsókn okkar systra til hans, spurði hann okkur báðar hvort við værum hamingjusamar. Eftirminnileg er falleg sumar- vika sem við áttum saman systk- inin, í miðjum veikindum hans, en þá fengum við það skemmtilega hlutverk að vera hjá bróður okk- ar. Gönguferð í Jólahúsið, bílferð inn að virkjun, góðar spjallstund- ir og eðalnudd frá okkur gladdi hann og okkur. Reglulega sagði hann eins og áður að við værum ruglaðar og hafði gaman af. Við horfðum t.d. á Hangover og Ágúst hló svo mikið að öndunar- gríman fór öll úr kerfi, en ekki séns að hann vildi eitthvað annað og alvarlegra. Á kvöldin lágum við systur uppi í rúmi og spjöll- uðum, gerðum jógaæfingar á meðan við héldum að hann væri sofnaður, en nei, hann var að hlusta og taka okkur upp á sím- ann, skemmti sér vel, „þið eruð ruglaðar“. Síðasta kvöldið spurði hann okkur hvort við ættum silki- blússur. „Farið saman og finnið ykkur vandaðar silkiblússur, pantið flug til Reykjavíkur, ég borga.“ Ekta Bói. Það er mikill missir fyrir okk- ur fjölskylduna að hafa hann ekki lengur hjá okkur en hann lifir í Júlíusi, Ásgerði Jönu og Berg- lindi. Hann lifir líka alltaf í Guð- rúnu þar sem þau voru ótrúlega samstíga, hvort sem var í vinnu, áhugamálum eða glötuðum húm- or þeirra beggja, sem hún mun því miður halda áfram með, en það verður ljúfsárt. Elsku Bói, við erum hamingju- samar en eigum bara eftir að fara suður og kaupa blússurnar. Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir, Ingveldur Guðmundsdóttir. Það er sárt að skrifa um Ágúst frænda í þátíð. Við fæddumst á sama ári með nokkurra vikna millibili en það var ekki fyrr en á unglingsárunum sem við innsigl- uðum eilífa vináttu. Það má segja að það hafi verið mikið lán fyrir mig þegar fjölskylda Ágústs flutti til Akureyrar. Það þýddi að hann gisti hjá okkur þegar hann þurfti að fara suður eða til Pat- reksfjarðar þar sem ekki var beint flug milli Akureyrar og Pat- reksfjarðar. Ég minnist þess sterkt þegar við ræddum um lífið og tilveruna, iðulega fram á miðja nótt eins og ungt fólk gerir. Við áttum svo margt sameiginlegt. Það eina sem við gátum rifumst um var hvor íþróttin væri skemmtilegri, handbolti eða körfubolti. Þau voru ófá skiptin sem ég gisti heima hjá frænda þegar ég kom norður. Ágúst tók mig strax inn í sinn vinahóp sem ég lít á sem vini mína í dag. Seinna þegar ég kom með fjöl- skylduna mína norður í skíða- ferðir passaði Ágúst alltaf upp á að við hefðum gistingu. Þannig var frændi, alltaf að passa upp á aðra. Það er svo margs að minnast. Einn dag fékk ég hringingu: „Frændi, nú förum við á hákarla- veiðar.“ Að sjálfsögðu hlýddi ég kallinu. Ágúst hafði fjárfest í bát og nú átti að sigla. Ágúst skip- stjórinn, Heimir vélstjórinn, Óð- inn kokkur en ég fékk náðarsam- lega að vera messagutti, enda aldrei „migið í saltan sjó“ eins og frændi orðaði það. Það var mikið hlegið. Ég fylgdist stoltur með frænda stofna yndislega fjöl- skyldu. Að fá að kynnast Guð- rúnu og síðan Ásgerði Jönu, Júl- íusi og Berglindi. Það er til eftirbreytni hvað fjölskyldan er samhent í leik og starfi. Svo var það ástríðan, körfuboltinn, fyrst sem leikmaður og síðar sem þjálfari. Ástríðan að byggja upp körfuboltamenn framtíðarinnar eða öllu heldur heilsteyptar manneskjur. Hjá Ágústi var loka- takmarkið alltaf að skila sam- félaginu góðum og gegnum ein- staklingum. Þannig var frændi. Það voru sárar fréttir þegar frændi hringdi til að staðfesta að hann væri með þennan hryllilega sjúkdóm. En orðið uppgjöf var ekki til í orðabókinni. Ágúst og Guðrún stóðu fyrir metsöfnum fyrir MND á Íslandi í maraþon- inu 2018 þegar við „hlupum fyrir Ágúst“. Baráttan við kerfið og lækna um að prófa lyf sem lofa góðu í baráttunni við MND. Að byggja upp Tjarnarvirkjun. Það eru góðar minningar að hafa fengið að fylgjast með framvindu verkefnisins og svo frá þeirri yndislegu stund þegar virkjunin var vígð síðastliðið sumar. Ágúst hafði gaman af lífinu. Það var gott að hlæja með frænda, „prakkarast“ og rök- ræða um lífið. Hann hafði svo margar dygðir. Hann var mikill leiðtogi, réttsýnn, heiðarlegur, trygglyndur og ráðagóður svo dæmi séu tekin. Frændi var ein- faldlega einstaklega falleg mann- eskja. Elsku besti frændi, það verður erfitt að hugsa sér lífið án þín en eftir sitja fallegar minningar sem munu fylgja mér alla ævi. Guð- rún, Ásgerður Jana, Júlíus Orri og Berglind Eva og fjölskylda, ég og Linda vottum ykkur okkar dýpstu samúð og við vitum að minningin um fallegan mann mun styrkja ykkur í ykkar djúpu sorg. Hafsteinn Bragason frændi. Nú hefur hann elsku besti mágur minn kvatt okkur eftir sín erfiðu veikindi en þau eins og allt annað tæklaði hann á ótrúlegan hátt með æðruleysi og dugnaði. Já Ágúst hugsaði svo sannarlega vel um sitt og sína og ávallt gat maður leitað til hans um góð ráð því víðsýnni mann var vart hægt að finna. Ég held að hann hafi náð að afreka allt í lífinu sem hann ætlaði sér nema kannski að verða kúabóndi, en ef ég þekki Gústa rétt þá er hann örugglega að spjalla við gamla kúabændur hin- um megin. Góðar stundir áttum við saman á rjúpnaveiðum, en þá list kunnir þú vel, enda áhugasvið þín mörg, sjómennska, þ.e. trillan þín, landbúnaður, virkjunin, íþróttamennska og nánast var hvergi hægt að koma að tómum Ágúst H. Guðmundsson ✝ Gunnar Odds-son fæddist í Reykjavík 20. mars 1932. Hann andaðist á líknardeild Land- spítala í Kópavogi þann 6. janúar 2021. Foreldrar Gunn- ars voru Oddur Ein- ar Kristinsson skip- stjóri, f. 22. septem- ber 1905 í Reykjavík, d. 10. desember 1985, og Stefanía Ósk Jósafatsdóttir húsmóðir, f. 1. júní 1906 í Reykjavík, d. 14. mars 1986. Synir þeirra auk Gunnars voru; Kristinn, f. 1933, d. 2011, Þórir Sigurður, f. 1934, d. 1993, og Hafsteinn, f. 1941. Þann 16. maí 1957 kvæntist Gunnar Guðrúnu Ólafsdóttur, Dúnu, f. 12. ágúst 1933, d. 17. janúar 2015. Börn þeirra eru; 1) Sif Gunnarsdóttir, f. 31. janúar 1954, búsett í Suður-Karólínu í anum að Núpi í Dýrafirði og raf- virkjanámi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Gunnar starfaði lengst af sem rafvirkjameistari og sjálfstæður rafverktaki. Hann rak rafmagnsverkstæði sem ann- aðist viðgerðir og viðhald heim- ilistækja auk þess sem hann sá um nýlagnir og viðgerðir fyrir Ísbjörninn hf. á Seltjarnarnesi og fyrir starfsstöðvar Sölu- sambands íslenskra fiskframleið- enda. Gunnar og Dúna bjuggu lengst af á Seltjarnarnesi, til að byrja með á Melabraut 30 (nú 2) og í rúm 35 ár á Vallarbraut 5. Frá árinu 2000 bjuggu þau að Básbryggu 5 í Reykjavík. Gunn- ar fluttist að Suðurlandsbraut 68B í Reykjavík haustið 2018. Útför Gunnars fer fram frá Grafarvogskirkju 13. janúar 2021 og hefst athöfnin kl. 15 (at- hugið fjöldatakmarkanir). Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/y3phg39r Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Bandaríkjunum, gift William A. Bur- hans jr., öryggis- stjóra, f. 1957. Börn Sifjar af fyrra hjónabandi með Hirti Aðalsteins- syni, f. 1953, eru Gunnar Örn Hjart- arson, f. 1976, Anna Elísabet Hjart- ardóttir, f. 1982, og Ágúst Heiðar Hjart- arson, f. 1984. 2) Oddur Gunn- arsson lögfræðingur, f. 8. desem- ber 1957, kvæntur Guðnýju Kristínu Erlingsdóttur viðskipta- fræðingi, f. 1960. Börn þeirra eru Marta Katrín, f. 1992, Margrét Dúna, f. 1993, og fósturdóttir Odds, Ásta Axelsdóttir, f. 1981, dóttir Guðnýjar af fyrra hjóna- bandi. Gunnar ólst upp í foreldra- húsum í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðanámi frá Héraðsskól- Innilegar þakkir fyrir sam- ferðina kæri afi og nafni í þessi 44 ár sem við áttum saman. Ég mun minnast þín í hjarta mínu alla tíð. Við áttum margar minnisstæðar stundir í sum- arbústað ykkar ömmu þegar ég var yngri, ég átti það til að grallarast mikið og án efa reyndi það talsvert á þolrifin hjá ykkur en ég verð alltaf þakk- látur fyrir þá ást og umhyggju sem þið sýnduð svona virkum ungum manni eins og mér, sama hvað gekk á. Eins og ég minnist þín þá var áhugi þinn á skógrækt algjör- lega óbilandi, enda enn þá að setja niður fræ í potta alveg fram á síðasta dag. Það tókst því miður ekki eins vel að vekja áhuga minn á trjárækt á þessum árum sem við áttum saman, en mögulega er það í undirmeðvit- undinni og einn daginn fara hendur mínar að grænka. Ég er þess alviss að þú ert kominn í fað ömmu núna og þér líður vel. Við Helga erum ykkur óend- anlega þakklát fyrir allt sem þið hafið gert fyrir okkur þann tíma sem við áttum saman. Megi guð geyma ykkur sam- an um ókomin ár. Gunnar Örn Hjartarson. Gunnar Oddsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.