Morgunblaðið - 13.01.2021, Síða 23
HM 2021
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik æfði í
fyrsta sinn í gær eftir komuna til Egyptalands
en fyrsti leikur liðsins á heimsmeistaramótinu
verður annað kvöld gegn Portúgal. Allir leik-
menn tóku þátt í æfingunni, þar á meðal Alex-
ander Petersson, sem fékk höfuðhögg í síðustu
viku.
„Við tókum klukkutíma æfingu í höllinni í dag
og náðum að fara yfir það sem við ætluðum
okkur. Vörnin var tekin fyrir og sóknin verður
tekin fyrir á morgun [í dag]. Það eru allir vel
stemmdir,“ sagði fyrirliðinn Arnór Þór Gunn-
arsson þegar Morgunblaðið náði tali af honum í
gær. Arnór sat þá úti á verönd fyrir utan hót-
elið í Kaíró eftir að liðið hafði snætt kvöldverð
en janúarmánuður virðist ekki beinlínis kulda-
legur í norðurhluta Afríku.
„Það voru 23 til 24 gráður í dag og sól. Á
kvöldin virðist hitinn vera um 15 gráður. Veðrið
er gott, hótelið flott og maturinn góður. Það er
ekki hægt að segja annað en að mjög vel hafi
verið tekið á móti okkur hérna. Hér er allt upp
á tíu.“
Keppnishöllin þar sem Ísland mun spila á
næstunni heitir New Capital Sports Hall og er í
um korters akstursfjarlægð frá liðshótelinu.
Höllin er splunkuný og var opnuð á síðasta ári.
„Þetta var svolítið eins og að koma inn í nýj-
an bíl. Lyktin í höllinni var eiginlega þannig.
Þetta er rosalega flott höll og hefði verið
skemmtilegt að spila í henni troðfullri vegna
þess að þetta er gryfja. En út af heims-
faraldrinum er eðlilegt að engir áhorfendur séu
leyfðir. Bæði fyrir okkur leikmennina sem og
áhorfendur. Við tökum því bara. Margir hafa
spilað víða í Evrópu í allan vetur án áhorfenda
og eru farnir að venjast því. Hvort sem það er-
um við Íslendingarnir eða leikmenn annarra
liða.“
Tímafrekt ferðalag
Ferðalagið til Egyptalands gekk vel að sögn
Arnórs þótt það hafi tekið sinn tíma en íslenski
hópurinn fór utan á mánudagsmorgun eða
morguninn eftir að liðið lagði Portúgal að velli í
undankeppni EM á Ásvöllum 32:23.
„Þetta var langur dagur. Við vöknuðum um
klukkan 4:30 og vorum komnir upp á hótel í
Egyptalandi klukkan 23 að staðartíma eða
klukkan 21 að íslenskum tíma. Ferðalagið sjálft
gekk samt mjög vel fyrir sig. Við flugum til
Kaupmannahafnar og þaðan vorum við fjóra
tíma til Egyptalands. Þegar þangað var komið
gátum við farið beint úr vélinni út í okkar eigin
rútu og aksturinn á hótelið var um klukkutími.
Þá gátum við borðað og vorum líklega sofnaðir
um tvöleytið um nóttina. Þótt þetta væri langur
dagur var alla vega ekkert vesen á leiðinni,“
sagði Arnór en hann og aðrir í íslenska hópnum
voru prófaðir tvívegis vegna kórónuveirunnar
við komuna til Egyptalands.
„Fyrst fórum við í próf á sunnudaginn vegna
þess að ekki er hægt að fara til Danmerkur
nema geta sýnt fram á að hafa verið neikvæður
í skimun innan við sólarhring áður en farið var
af stað. Þegar við vorum lentir í Egyptalandi
fórum við allir í hraðpróf vegna veirunnar. Við
biðum innan við klukkutíma eftir niðurstöðu úr
því. Við reyndumst allir neikvæðir og gátum
haldið áfram inn í borgina en þá var annað próf
við komuna á hótelið sem var í raun hið hefð-
bundna PCR-próf. Enginn er smitaður í ís-
lenska hópnum og það er bara gott að vel sé
skoðað hvort upp komi smit á móti sem þessu.
Við förum aftur í skimun á morgun [í dag] og
verður það gert reglulega út mótið. Auðvitað er
þetta óþægilegt en er nauðsynlegt.“
Spurður hvaða væntingar hann hafi gert sér
um árangur á HM segir Arnór ekki heppilegt
að horfa langt fram í tímann og velta fyrir sér
mögulegri niðurstöðu.
Vill sjá stöðugar framfarir
„Persónulega held ég að best sé að hugsa um
einn leik í einu og ég reikna með að þjálfararnir
séu sammála því. Það hefur virkað best fyrir ís-
lensku landsliðin, hvort heldur sem er í hand-
bolta, fótbolta eða körfubolta. Það eina sem við
getum gert er að bæta leik liðsins í hverjum
leik og verða betri og betri í mótinu. Okkur
tókst það gegn Portúgal á dögunum. Þótt fyrstu
tuttugu mínúturnar í seinni leiknum hafi ekki
verið góðar þá vorum við í síðari leiknum góðir
á heildina litið. Við erum með ungt lið og margir
eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu.
Það tekur tíma að koma sér inn í hlutina jafnvel
þótt menn hafi komið eitthvað áður við sögu á
stórmótum,“ sagði fyrirliðinn.
Undirbúningur landsliðsins fyrir mótið var
með óhefðbundnum hætti enda hefur hið hefð-
bundna fyrirkomulag undankeppna raskast í
faraldrinum. Ísland mætti Portúgal tvívegis í
undankeppni EM í aðdraganda HM í stað þess
að hópurinn undirbyggi sig fyrir mótið með vin-
áttuleikjum. Tilviljun réð því svo að Portúgal
verður einnig fyrsti andstæðingur Íslands á
HM.
Svipað og í úrslitakeppninni
„Ég hugsa þetta þannig að ég sé að spila aft-
ur í úrslitakeppni Íslandsmótsins eins og ég
gerði með Val síðast árið 2010. Þetta er þannig
séð svipað því þetta eru þrír leikir gegn sama
andstæðingi á stuttum tíma og allir mikilvægir.
Það gefur visst sjálfstraust að hafa spilað vel í
seinni hálfeik á sunnudag en þetta er nýr leikur
og fyrsti leikur á HM. Við höfum nú horft á
leikina tvo á móti þeim. Um leið og við skoðum
þeirra leik reynum við einnig að átta okkur á
okkar styrkleikum og veikleikum.
Við erum staðráðnir í að vinna leikinn en
þetta er ekki slakt lið og þeir hafa heldur betur
sýnt það; höfnuðu í 6. sæti á EM og náðu inn í
forkeppni Ólympíuleikanna. Margir þeirra spila
saman hjá Porto og maður finnur fyrir því þeg-
ar maður spilar á móti þeim að þeir eru mjög
vel æfðir.
Undir eðlilegum kringumstæðum hefðum við
kannski tekið þrjá til fjóra vináttuleiki fyrir
mótið. Þetta var því öðruvísi en við höfum van-
ist. En undirbúningurinn hefur gengið vel.
Menn eru einbeittir og meðtaka það sem
Gummi hefur að segja. Við erum auðvitað bara
sáttir við að geta spilað handbolta og erum
þakklátir. Það er ekki sjálfgefið enda hefur ekki
verið spilað heima Íslandi í marga mánuði,“
sagði Arnór í samtali við Morgunblaðið í gær.
Landsliðsmennirnir
rækilega skimaðir
Þrjár skimanir vegna ferðalagsins til Egyptalands Alexander æfði í gær
Morgunblaðið/Eggert
Alsæll Arnór fagnar góðum úrslitum gegn Portúgal á sunnudag ásamt Elvari Erni og Magnúsi Óla.
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2021
Tinna Brá Magnúsdóttir, sextán ára
markvörður úr Gróttu, hefur skrifað
undir þriggja ára samning við knatt-
spyrnudeild Fylkis. Þrátt fyrir ungan
aldur var hún aðalmarkvörður Gróttu í
1. deildinni á síðasta ári og lék alla
sautján leiki liðsins. Tinnu er væntan-
lega ætlað að taka við af Cecilíu Rán
Rúnarsdóttur, markverði Fylkis síð-
ustu tvö árin, en hún er að öllum lík-
indum á leið í atvinnumennsku á
næstunni.
Annar markvörður úr 1. deildinni er
á leið í úrvalsdeildina en samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins mun
Chanté Sandiford ganga til liðs við
Stjörnuna á næstu dögum. Hún hefur
verið fyrirliði Hauka undanfarin tvö ár
en lék áður eitt ár með Avaldsnes í
Noregi og þrjú ár með Selfyssingum.
Sandiford á að baki fimm landsleiki
fyrir Gvæana.
Kian Paul Williams hefur framlengt
samning sinn við knattspyrnudeild
Keflavíkur út tímabilið 2022 en Kefla-
vík leikur í úrvalsdeildinni, Pepsi Max-
deildinni, á komandi keppnistímabili.
Leikmaðurinn gekk til liðs við Keflavík
frá Magna á Grenivík fyrir síðasta
keppnistímabil en hann skoraði fimm
mörk í fjórtán leikjum fyrir Keflavík í 1.
deildinni, Lengjudeildinni, síðasta
sumar. Alls á Williams að baki 24
meistaraflokksleiki hér á landi fyrir
Magna og Keflavík þar sem hann hefur
skorað átta mörk en hann er uppalinn
hjá Leicester á Englandi.
Ísak Gústafsson hefur framlengt
samning sinn við handknattleikslið
Selfoss til næstu tveggja ára. Ísak er á
meðal efnilegustu leikmanna félagsins
en hann er einungis 17 ára gamall. Ísak
lék sínar fyrstu mínútur með meist-
araflokki félagsins tímabilið 2018-19
þegar liðið var Íslandsmeistari í fyrsta
sinn. Ísak á að baki landsleiki með öll-
um yngri landsliðum Íslands.
Íþróttafélagið Barcelona er skuld-
um vafið þessa dagana en kórónu-
veirufaraldurinn hefur reynst félaginu
afar erfiður. La Vanguardia greinir frá
því að félagið skuldi 420 milljónir evra
sem eru á eindaga á árinu en takist fé-
laginu ekki að greiða þessar skuldir á
það á hættu að verða gjaldþrota. Þá
eru heildarskuldir félagsins í kringum
900 milljónir evra eftir því sem La
Vanguardia kemst næst en leikmenn
félagsins í öllum greinum tóku á sig
mikla launalækkun í vetur.
Paul Tierney mun dæma stórleik
Liverpool og Manchester United í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á
Anfield í Liverpool á sunnudaginn
kemur. Þetta staðfesti enska úrvals-
deildin í gær en Tierney hefur dæmt
tvo leiki hjá Liverpool til þessa á tíma-
bilinu. Annars vegar 2:0-
sigurinn gegn Chelsea á
Stamford Bridge í upphafi
tímabils og 0:0-jafnteflið
gegn Newcastle á útivelli í
lok árs. Þá hefur Tier-
ney dæmt einn leik
United á tímabilinu en
það var 3:1-sigur Unit-
ed gegn Everton í
Liverpool í nóv-
ember. United er í
efsta sæti deild-
arinnar með 36
stig eftir sautján
umferðir en Liv-
erpool kemur þar
á eftir með 33 stig í
öðru sæti deild-
arinnar.
Eitt
ogannað
Nýliðar Fjölnis komu skemmtilega
á óvart í haust með því að vinna
þrjá fyrstu leiki sína í Dominos-
deild kvenna. Liðið hefur verið efst
frá þeim tíma en spilar loksins aft-
ur í kvöld þegar fyrsta umferð síð-
an í byrjun október er leikin. Fjöln-
ir fær þá Hauka í heimsókn í fyrsta
leik kvöldsins en Skallagrímur, sem
vann tvo fyrstu leiki sína, heimsæk-
ir Val í síðasta leik kvöldsins. Snæ-
fell og KR, sem eru án stiga eins og
Breiðablik, mætast í Stykkishólmi
og Keflavík með einn sigur sækir
Blika heim í Smárann.
Fyrstu leikir
í þrjá mánuði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Efstar Fjölniskonur hefja keppni á
ný á toppi deildarinnar.
Sigtryggur Arnar Björnsson, lands-
liðsbakvörður í körfuknattleik, hef-
ur yfirgefið Grindvíkinga og er bú-
inn að semja við spænska
B-deildarfélagið Real Canoe frá
Madríd. Þetta er mikið áfall fyrir
Grindvíkinga sem hefja keppni á ný
á föstudagskvöldið eftir þriggja
mánaða hlé á Íslandsmótinu. Sig-
tryggur Arnar er 27 ára og lék áð-
ur með Tindastóli og Skallagrími.
Nýja liðið, Real Canoe, er neðst í
öðrum tveggja riðla B-deild-
arinnar, næst á eftir Girona, liði
Kára Jónssonar.
Sigtryggur Arnar
fer til Spánar
Ljósmynd/FIBA
Spánn Sigtryggur Arnar leikur
með Real Canoe næstu mánuði.