Morgunblaðið - 20.01.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Svo gæti farið að almenningssal-
ernið neðst í Bankastræti, sem í
daglegu tali er kallað Bankastræti
núll, fái sérstaka lóð og þá mögu-
lega nýtt númer, Bankastræti 1.
Framkvæmdasýsla ríkisins
(FSR) fyrir hönd forsætisráðu-
neytis og Ríkissjóðs Íslands hefur
óskað eftir því að lóðin Lækjargata
1 verði deiliskipulögð. Ekkert slíkt
skipulag er í gildi fyrir lóðina en
þar sem til stendur að byggja við-
byggingu við hús Stjórnarráðsins á
lóðinni er þörf á deiliskipulagi.
Í tengslum við þessa vinnu hefur
Framkvæmdasýslan sent inn um-
sókn til skipulagsfulltrúans í
Reykjavík vegna breytinga á lóð-
armörkum Lækjargötu 1.
„Ný lóð mun afmarkast af núver-
andi lóðarmörkum við Bankastræti
og útbrúnum steyptra veggja um-
hverfis tröppu að Núllinu innan lóð-
ar ráðuneytisins, þar sem steyptir
veggir telja með tröppunni. Með
þessu verði til tvær aðgreindar lóð-
ir, sem verða báðar í eignarhaldi
Ríkissjóðs Íslands,“ segir í umsókn-
inni.
Næsta lóð fyrir ofan er Banka-
stræti 3, þar sem verslunin Stella
er til húsa, svo mögulega fær Núllið
því númerið 1 í framtíðinni.
Ekki verður um stóra lóð að
ræða því rýmið sjálft í Núllinu er
ekki nema 37,5 fermetrar.
Í fylgigögnum Framkvæmdasýsl-
unnar til borgarinnar með umsókn
um heimild til gerðar deiliskipulags
á lóð Lækjargötu 1 er að finna um-
sögn Borgarsögusafns Reykjavík-
ur. Þar segir m.a: „Innan núverandi
marka Stjórnarráðshússlóðarinnar
er einnig hluti af mannvirkinu sem
kallað hefur verið Núllið, almenn-
ingssalerni sem byggt var neðst í
Bankastræti árið 1930 og þjónaði
sem slíkt allt til 2006, en hefur síð-
an hýst gallerí, sýningar og Pönk-
safn Íslands. Þetta mannvirki var
ekki tekið fyrir í húsakönnuninni
frá 2001, svo skráning þess og mat
á varðveislugildi liggur ekki fyrir.
Önnur hús eða mannvirki eru ekki
á lóð Stjórnarráðsins í dag.“
Í alfræðiritinu Wikipediu segir að
Núllið sé almenningssalerni í mið-
borg Reykjavíkur. Kallað núllið
fyrst og fremst vegna staðsetningar
sinnar neðst í Bankastrætinu, neð-
an við fyrstu númeruðu lóðirnar.
Um árabil voru þessi salerni mikið
sótt af almenningi en „salern-
isstarfsemi“ var hætt fyrir all-
mörgum árum, eða árið 2006. Árið
2014 ákvað Reykjavíkurborg að
gera tilraun til að hleypa lífi í rýmin
og auglýstu þau laus undir sýn-
ingahald.
Þegar komið er niður Banka-
stræti er karlaklósettið á hægri
hönd og kvennaklósettið á vinstri
hönd. Þar er nú rekið Pönksafn Ís-
lands en listsýningar hafa einnig
verið haldnar á salerninu karla
megin. Næsta lóð fyrir ofan
kvennaklósettið er Bankastræti 2.
Það hús tilheyrir Bernhöfts-
torfunni. Veitingahúsið Lækj-
arbrekka var þar lengi til húsa.
Fær Núllið götunúmerið eitt?
Ósk um að skipta upp lóð Stjórnarráðsins Almenningssalernið Núllið yrði þá á sérstakri lóð
Morgunblaðið/Eggert
Núllið Almenningssalernið við hlið Stjórnarráðsins. Til stendur að afmarka sérstaka lóð undir þetta mannvirki.
grennið. Gaumgæfa skal vel stærð og útlit ný-
bygginga með tilliti til stærðar og aldurs húsa í
næsta nágrenni,“ segir skipulagsfulltrúi.
Kaup á lóðinni Bræðraborgarstíg 1 og að-
liggjandi húsi eru gengin í gegn að sögn Run-
ólfs. Kaupverð er 270 milljónir króna. Kröfu
fyrrverandi íbúa við Bræðraborgarstíg 1 um
kyrrsetningu á eignunum var hafnað í síðustu
viku og því ætti ekki að vera neitt því til fyr-
irstöðu að hefja niðurrif og hreinsun á svæðinu.
„Nema það að við þurfum að sækja um starfs-
leyfi til að fá að rífa húsið. Heilbrigðiseftirlitið
þarf að auglýsa þá umsókn og það tekur fjórar
vikur. Fyrr getum við ekki byrjað, segir Run-
ólfur en háværar kröfur hafa verið um niðurrif
brunarústanna til að afstýra slysahættu.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Skipulagsfulltrúi kom með ágætisábendingar
og við munum vinna með borginni í að koma
þessu fyrir og gæta þess að byggingin sé í stíl
við götumyndina,“ segir Runólfur Ágústsson,
einn aðstandenda Þorpsins vistfélags sem
hyggst byggja á brunareitnum við Bræðra-
borgarstíg og á lóðinni við hliðina.
Eins og Morgunblaðið hefur greint frá er
stefnt að því að reisa 26 íbúða hús við Bræðra-
borgarstíg í anda svokallaðra Baba yaga-
systrahúsa. Íbúðirnar eru ætlaðar konum yfir
sextugu sem aðhyllast femínisma og deila sam-
bærilegum lífsviðhorfum. Búið verður þétt og
mikil sameign. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur-
borgar segir í umsögn um byggingaráformin á
Bræðraborgarstíg að núverandi áform Runólfs
og félaga séu „full umfangsmikil að teknu tilliti
til nágrennisins“. Vel er tekið í hugmyndir
hönnuða um að endurbyggja timburhús á lóð
Bræðraborgarstígs 3 í upprunalegri mynd en
lagst er gegn nýrri hornbyggingu sem fyrir-
huguð er á lóðamörkum Bræðraborgarstígs og
Vesturgötu. Segir skipulagsfulltrúi að vel megi
mynda lokaðan bakgarð með nýrri aðstöðu fyr-
ir íbúa og gesti með öðrum hætti en áformað
sé.
„Skoða verður möguleika á minna bygging-
armagni og eins gaumgæfa vel breytingu á
skuggavarpi sem uppbyggingin varpar á ná-
Áform á brunareit „full umfangsmikil“
Skipulagsfulltrúi gerir athugasemd við byggingaráform á Bræðraborgarstíg Niðurrif mun tefjast
Morgunblaðið/Eggert
Rústir Minnst fjórar vikur eru þar til hægt
verður að hefja niðurrif á Bræðraborgarstíg.
Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað
nýbyrjaðan áratug, 2021 til 2030,
endurheimt vistkerfa. Áratugurinn
er „ákall um verndun og endurheimt
vistkerfa um heim allan í þágu fólks
og náttúru og rík áhersla er lögð á
samvinnu og samstarf um að setja
móður jörð alltaf í fyrsta sætið,“ seg-
ir á heimasíðu Landgræðslunnar
(land.is). Opnuð hefur verið heima-
síða, endurheimtvistkerfa.is.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra,
segir í ávarpi á síðunni að í þessu fel-
ist „að stöðva eyðingu vistkerfa, að
öll nýting þeirra sé sjálfbær og að
laga það sem hefur farið úrskeiðis í
gegnum tíðina“. Hann sagði að til
þess að við getum uppfyllt þarfir
okkar og komandi kynslóða þurfi
vistkerfin að vera heilbrigð og með
eðlilega starfsemi.
Þá eru vistkerfin miðpunkturinn í
loftslagsumræðunni. Því þarf að
tryggja aukið vistlæsi og er það ein
ástæðan fyrir þessari áherslu Sam-
einuðu þjóðanna. Eyðing vistkerfa
veldur oft losun gróðurhúsaloftteg-
unda út í andrúmsloftið, ekki síst
jarðvegseyðing. Dýrmætt lífrænt
efni verður jarðvegseyðingu að bráð
og myndar koltvísýring. Þurrkun
votlendis er gott dæmi um slíkt.
Vistkerfin eru líka hluti af lausn-
inni. Þau geta bundið kolefni, sér-
staklega í jarðvegi, og á það m.a. við
um endurheimt eða ræktun skóga og
uppgræðslu lands. Þannig má vega
upp á móti losun af mannavöldum.
„Ísland er mjög gott dæmi um
hvernig vistkerfi hafa eyðst eða
hnignað á stórum hluta landsins. Í
yfir eina öld höfum við unnið að því
að stöðva þessa eyðingu og jafnframt
að endurheimta það sem horfið er.
Jarðvegur hefur eyðst á stórum
hluta landsins. Það getur tekið aldir
að byggja hann upp á nýjan leik.
Stærsti hluti skóga landsins hefur
eyðst og það mun líka taka langan
tíma að byggja þá upp á nýjan leik,“
sagði Guðmundur Ingi.
Hann sagði að um samfélagslegt
verkefni sé að ræða og því mikilvægt
að tengja það við mikilvægt átak eins
og áratug endurheimtar vistkerfa.
gudni@mbl.is
Endurheimt vistkerfa
Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað nýbyrjaðan áratug end-
urheimt vistkerfa Ísland gott dæmi um eyðingu vistkerfa
Morgunblaðið/RAX
Uppblástur Landið hefur víða fokið burt. Snúa þarf við eyðingu vistkerfa.