Morgunblaðið - 20.01.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS
Þverun Þorskafjarðar í Reykhóla-
hreppi er mikið verk, landfylling og
brú. Útboð verksins hefur nú verið
auglýst á Evrópska efnahagssvæð-
inu.
Nýi vegurinn frá Kinnarstöðum að
Þórisstöðum er alls 2,7 kílómetrar að
lengd og styttir Vestfjarðaveg um
rúma níu kílómetra. Áætlað er að
350 þúsund rúmmetrar af efni fari í
fergingu á botni fjarðarins og fyll-
ingu og 37 þúsund rúmmetrar í
grjótvörn þar utan á, auk styrktar-
lags, burðarlags og klæðingar.
Brúin verður steinsteypt, 260
metrar að lengd. Hún verður eftir-
spennt bitabrú í sex höfum. Tvö höf-
in eru 38 metrar að lengd en fjögur
46 metrar.
Stöplar brúarinnar verða steyptir
og grundaðir á niðurreknum steypt-
um staurum sem áætlað er að verði
allt að 23 metra langir. Verða 25
staurar undir hvorum landstöpli en
46 undir hverjum millistöpli.
Brúin verður tíu metra breið og
þar af er akbrautin níu metrar.
Ljúka skal verkinu fyrir 30. júní
2024.
Þverun Þorskafjarðar er liður í
lagningu nýs Vestfjarðavegar frá
Þorskafirði að Skálanesi.
helgi@mbl.is
Nýja brúin verður í sex höfum
Nýr vegur um Þorskafjörð á 2,7 km kafla Áætlað að 350 þúsund rúmmetrar
efnis fari í fergingu á botni og fyllingu og 37 þúsund rúmmetrar í grjótvörn
Tölvuteikning/Vegagerðin
Þorskafjörður Meginhluti vegarins liggur á landfyllingu en brúin er 260 metra löng í sex höfum.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ísafjarðarbær hefur auglýst tillögu
að deiliskipulagi við Vallargötu á
Þingeyri vegna Sólsetursins. Um er
að ræða manngengt listaverk, skúlp-
túr, sem verður að hámarki 600 fer-
metrar að flatarmáli á um 3.000 fer-
metra lóð. Þar mun allur
almenningur geta notið náttúru stað-
arins og samspils landsins, fjör-
unnar, hafsins og sólarinnar.
Listaverkið Sólsetrið mun einnig
ramma inn sólarlagið í Dýrafirði.
Gert er ráð fyrir að bílastæði og sal-
ernisaðstaða sem þjóna m.a. Vík-
ingasvæðinu á Þingeyri þjóni einnig
þessu svæði. Bæjarstjórn Ísafjarð-
arbæjar samþykkti einróma á liðnu
hausti samstarfssamning bæjarins
og Pálmars Kristmundssonar, arki-
tekts og Dýrfirðings, vegna verkefn-
isins.
„Hugmyndin var að þetta yrði
komið upp á árunum 2022-2023 og
það er enn stefnt að því. Það veltur
þó allt á fjármögnun en það er ekki
búið að fjármagna verkefnið,“ sagði
Pálmar. Hann sagði að hópur sé á
bak við hugmyndina þótt ekki sé enn
búið að stofna formlegan félagsskap.
Fá þurfi leyfi fyrir staðsetningu áður
en lengra er haldið. Komin er hug-
mynd að listaverkinu, hvað á að vera
í því og hvernig það á að virka. Fulln-
aðarhönnun er ekki lokið.
Heimkynni sólarlagsins
Bæjarins besta á Ísafirði sagði frá
því í haust að verkefnið sé komið inn í
áfangastaðaáætlun fyrir Vestfirði
sem Vestfjarðastofa vinnur að.
Kostnaður við verkefnið er áætlaður
um 150 milljónir, að sögn Pálmars.
„Þetta er útsýnisstaður og hugs-
aður út frá sólsetrinu í mynni fjarð-
arins. Síðan verður tenging við sól-
setur á 24 stöðum í heiminum, í
hverju tímabelti, í rauntíma,“ sagði
Pálmar. Búið er að velja staði þar
sem myndavélarnar verða settar
upp. Skipt verður um útsending-
arstað á klukkustundar fresti allan
sólarhringinn. Þannig munu gestir
Sólsetursins alltaf geta horft á sól-
setrið einhvers staðar í heiminum.
Pálmar vissi ekki til þess að þetta
verk eigi sér nokkra hliðstæðu í
heiminum.
Verði deiliskipulagsbreytingin
samþykkt fer hönnunarvinna á fullt
samhliða fjármögnun, að sögn Pálm-
ars.
„Það hafa margir sýnt þessu
áhuga en maður veit aldrei fyrr en á
hólminn er komið með fjármögnun.
Við erum bjartsýnir á að það verði
hægt að gera þetta á 2-3 árum,“
sagði Pálmar. En er sólarlagið nokk-
urs staðar fallegra en í Dýrafirði?
„Við Dýrfirðingar höldum því fram
að þar séu heimkynni sólsetursins og
að sé hvergi fallegra en í Dýrafirði. Í
byrjun maí og í september sest sólin
alveg í miðjan fjörðinn. Það eru há-
punktar ársins,“ sagði Pálmar.
Skúlptúr til heiðurs sólarlaginu
Sólsetrið á Þingeyri manngengt
listaverk 24 sólsetur á sólarhring
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fegurð Litadýrð sólarlagsins getur verið ólýsanleg, eins og flestir vita. Í
Sólsetrinu á Þingeyri verður sýnt sólarlag um allan heim í rauntíma.
Hafrannsóknastofnun stefnir að
mælingu á loðnu fyrir norðan land
og úti af Vestfjörðum í næstu viku
þegar brælan sem er í kortunum
gengur niður. Líkur eru taldar á að
hafís í Grænlandssundi gefi sig á
næstu dögum og hann hörfi í stífri
norðaustanáttinni sem er fram und-
an. Miðað er við að nokkur skip fari í
þennan leiðangur, þ.e. veiðiskip
ásamt rannsóknaskipum Hafrann-
sóknastofnunar.
Polar Amaroq og Ásgrímur Hall-
dórsson voru að mælingum úti fyrir
Austfjörðum um miðjan dag í gær.
Bjarni Ólafsson AK hefur jafnframt
tekið þátt í verkefninu með það hlut-
verk að afmarka dreifingu loðnunn-
ar. Verkefni skipanna lýkur vænt-
anlega í dag og fljótlega ætti að
liggja fyrir hve mikið er af loðnu á
ferðinni þar.
Nokkur skip
til mælinga
í næstu viku
Vertíð Óvissa er með loðnuveiðar.
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Þrjár verslanir í strjálbýli hafa
fengið úthlutað styrkjum, samtals
að upphæð tólf milljónum króna.
Alls bárust fimm umsóknir og var
sótt um samtals tæplega 35 millj-
ónir fyrir þetta ár.
Hríseyjarbúðin fær eina milljón
króna í styrk. Verslun á Reykhól-
um hlýtur styrk að upphæð 5,8
milljónir vegna stofnkostnaðar
við opnun og reksturs. Kauptún í
Vopnafirði fær 5,2 milljónir í
styrk.
Styrkirnir eru veittir á grund-
velli stefnumótandi byggðaáætl-
unar fyrir árin 2018-2024 og hef-
ur samgöngu- og
sveitarstjórnaráðherra staðfest
tillögur valnefndar um úthlutun-
ina. Markmið með framlögunum
er að styðja verslun í skilgreindu
strjálbýli fjarri stórum þjónustu-
kjörnum, þar sem verslun hefur
átt erfitt uppdráttar. Framlögin
eiga að bæta rekstur verslana og
skjóta frekari stoðum undir hann,
segir m.a. á heimasíðu Byggða-
stofnunar.
Tólf milljónir til
verslana í strjálbýli