Morgunblaðið - 20.01.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021
Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
Copenhagen Shoes She Patent
Nú 11.994 kr. 19.990 kr.
Útsala
40-60%
afsláttur af
útsöluvörum
SVIÐSLJÓS
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Joe Biden sver í dag eið sem 46.
forseti Bandaríkjanna við athöfn á
tröppum þinghússins í Washington
DC. Kamala Harris sver eið sem
varaforseti en hún er fyrst banda-
rískra kvenna til að gegna því
starfi. Athöfnin hefur verið með
nánast óbreyttu sniði í áratugi en
tekur miklum breytingum nú
vegna kórónuveirufaraldursins og
hryðjuverkaógnar í bandaríska
höfuðstaðnum.
Innsetningarathöfnin verður
mun smærri í sniðum nú en oftast
áður. Hið eina sem kveðið er á um
í lögum að gerast skuli á athöfn-
inni er eiðfesta Bidens og Harris
en eiður forsetans hljóðar svo: „Ég
sárt við sver að ég mun af trúfestu
sinna starfi Bandaríkjaforseta og
mun af minni bestu getu varðveita,
vernda og verja stjórnarskrá
Bandaríkjanna.“
Þegar hann hefur sagt eiðinn er
Biden orðinn forseti Bandaríkj-
anna, hinn 46. í röðinni. Kamala
Harris les sinn eið og venjan er sú
að varaforseti gangist undir sinn
eið rétt á undan sjálfum forset-
anum.
Tilgreint er í lögum að innsetn-
ing nýs forseta skuli eiga sér stað
20. dags janúarmánaðar. Hefst hún
venjulega klukkan 11:30 að stað-
artíma, 16:30 að íslenskum tíma.
Verða Joe Biden og Kamala Harr-
is svarin í embætti um hádegið. Bi-
den flytur svo inn í Hvíta húsið
síðdegis og þar verður heimili hans
næstu fjögur árin.
Höfuðborgin girt af
Venjan er að dregin er upp áætl-
un um öryggisvörslu á innsetning-
unni. Verður gæslan í dag miklu
umfangsmeiri vegna áhlaups skríls
sem styður Donald Trump fráfar-
andi forseta á þinghúsið 6. janúar
sl. Hefur stór hluti borgarinnar
verið girtur af til að draga úr lík-
um á hryðjuverkum. Bandaríska
leyniþjónustan stýrði skipulagi og
undirbúningi gæslunnar sem
25.000 þjóðvarðliðar með alvæpni
munu sinna auk mörg þúsund lög-
reglumanna.
Neyðarástandsreglum hefur ver-
ið lýst yfir í höfuðborginni, Wash-
ington DC, í aðdraganda innsetn-
ingarinnar og verður ekki aflétt
fyrir en eftir að hún hefur farið
fram. Matt Miller, sem stýrir ör-
yggismálunum fyrir hönd leyni-
þjónustunnar, sagði fyrir skömmu
að undirbúningur öryggisráðstaf-
ana hefði staðið yfir í rúmt ár.
Öryggi ógnað
Öryggisógnin hefur breytt at-
höfninni og þrátt fyrir að Biden
hafi knúið á um að sverja sinn eið
utanhúss samkvæmt venju verða
gestir athafnarinnar verulega
færri en áður. Samkvæmt hefð
hefur fráfarandi forseti verið við-
staddur innsetningu arftaka síns.
Annað verður uppi á teningnum í
dag því Trump verður hvergi sjá-
anlegur þar. „Við alla þá sem spurt
hafa þá fer ég ekki til embættis-
tökunnar 20. janúar,“ tísti Trump
á samfélagsmiðlinum Twitter 8.
janúar eða rétt áður en lokað var á
hann.
Samkvæmt fréttum fara Trump
og nánasta fylgdarlið til sveitaset-
ur síns, Mar-a-Lago, í Flórída.
Stuðningsmenn hans hafa sagt að
þeir væru með áform um innsetn-
ingu Trumps í sýndarveruleika á
netinu sem forseta annað kjörtíma-
bil. Rúmlega 68.000 manns hafa
boðað áhorf á sýndarathöfnina til
stuðnings Trump.
Undir venjulegum kringumstæð-
um væri mannmergð á götum úti í
Washington DC innsetningardag-
inn. Krökkt væri á breiðgötunni
National Mall og hvergi hótelgist-
ingu að fá nema hún væri bókuð
með löngum fyrirvara. Áætlað var
t.a.m. að tvær milljónir gesta hafi
komið til borgarinnar til að upplifa
innsetningu Baraks Obama árið
2009.
Fólk hvatt til að vera heima
Umfang viðburða að þessu sinni
er afar þröngt skorið. Hafa for-
svarsmenn framboðs Bidens hvatt
landsmenn til að sleppa því að
ferðast til höfuðborgarinnar. Undir
það hafa borgaryfirvöld tekið, ekki
síst eftir atburðina á þinghúshæð-
inni 6. janúar. Hafa áhorfendapall-
ar meðfram hátíðarleiðinni verið
teknir niður.
Ein hefð sem haldið verður í er
að Biden og Harris munu sverja
embættiseiða framan við þinghús-
ið, þaðan sem sést yfir breiðgöt-
una, National Mall. Sú formfesta
hefur verið við lýði frá því Ronald
Reagan fyrrverandi forseti sór eið
1981. Viðstaddir þá athöfn hafa
verið um 200.000 manns. Í ár verða
þeir aðeins 200 og sitja í sætum
með lágmarksfjarlægð á milli.
Andlitsgrímur verða í boði fyrir
alla gestina á sviðinu og þeir þurfa
að hafa undirgengist skimun fyrir
kórónuveirunni í gær og fyrradag.
Biden hefur sagst munu taka
grímu sína niður er hann sver eið.
Í stað hinnar hefðbundnu heið-
ursfarar niður Pennsylvania
Avenue til Hvíta hússins í lok at-
hafnarinnar verður efnt til „sýnd-
argöngu“ þvert yfir Bandaríkin í
sýndarveruleika á netinu.
Athöfninni lýkur með því að Bi-
den skoðar heiðursvörð hersins en
að því loknu fylgja fulltrúar banda-
ríska hersins og herhljómsveit for-
setanum og varaforsetanum og
mökum þeirra til Hvíta hússins.
Kunnir bandarískir listamenn
munu koma fram við athöfnina.
Fremst í flokki er Lady Gaga,
ákafur stuðningsmaður Bidens,
sem syngur þjóðsönginn. Auk
hennar mun m.a. Jennifer Lopez
syngja við athöfnina. Hefð er fyrir
því að halda dansleiki um kvöldið,
en þeim hefur öllum verið frestað
vegna faraldursins.
Joe Biden sver forsetaeið
Öryggisógnin hefur breytt athöfninni Biden knúði á um að fá að sverja eið utanhúss eins og verið
hefur Gestir athafnarinnar verða margfalt færri en áður vegna mun skarpari öryggisráðstafana
500 m
Öryggisfulltrúar vara við því, að vopnaðir öfgamenn séu ógn við öryggi í Washingtonborg og einnig í höfuðborgum
annarra ríkja í Bandaríkjunum
Washington DC, mikill viðbúnaður vegna embættistöku
Heimild: Bandaríska leyniþjónustan, National Park Service, lögreglan, fjölmiðlar
Embættistaka
Joe Biden og
Kamala Harris
við þing-
húsið
Biden
kemur í Hvíta
húsið
3
2
1
Potomac-áin
Girðingar með
gaddavír, steinsteypu-
blokkir
Akstursbann
Jarðlestar-
stöðvar lokaðar
Gistirými takmarkað;
AirBnB tekur ekki við
bókunum
Washington
minnismerkið
Lincoln
minnismerkið
Allt að 21 þúsund
þjóðvarðliðar
kallaðir út
Mótmæli takmörkuð,
almenningi ráðlagt
að halda sig fjarri
þinghúsinu og fylgjast
með á netinu
Pennsylvania Ave.
5 km
WASHINGTON DC
Blómsveigur
lagður í Arlington
þjóðargraf-
reitnum
Fjöldi gesta tak-
markaður við 1.000
Engin hátíðar-
móttaka
National
Mall
Alríkissaksóknarar í Virginíu-ríki
ákærðu í gær Thomas Edward Cald-
well fyrir að hafa leitt samsæri um
glæpi gegn Bandaríkjunum, en Cald-
well er sagður leiðtogi öfgahóps, sem
kallar sig „Oath Keepers“. Um átta
til tíu manns sem tilheyrðu hópnum
tóku þátt í árásinni á þinghús Banda-
ríkjanna 6. janúar síðastliðinn, og
voru þeir með hjálma og í hlífðarfatn-
aði fyrir hermenn.
Samsæri um að fremja afbrot eru
litin ómildum augum í bandarísku
réttarfari, en Caldwell er að auki
ákærður fyrir að hafa truflað op-
inberar athafnir og ofbeldisfullt hús-
brot. Rúmlega 100 manns hafa verið
ákærðir vegna árásarinnar til þessa,
en ákærurnar hafa flestar lotið að
minni háttar afbrotum í tengslum við
hana. Bandaríska alríkislögreglan
FBI hóf hins vegar um helgina hand-
tökuaðgerðir gegn öfgahópum, sem
sagðir eru hafa undirbúið sig fyrir
árásina og skipulagt í þaula.
Alríkissaksóknarar í Arizona-ríki
héldu því fram fyrir helgi að sterk rök
bentu til þess að hluti þeirra sem réð-
ust á þinghúsið hafi ætlað sér að
handsama og myrða kjörna fulltrúa.
Michael Sherwin, alríkissaksóknari
Washington-borg, sagði hins vegar á
föstudaginn að engin bein sönn-
unargögn væru á þessari stundu fyrir
því að slíkar aftökusveitir hefðu verið
á meðal þeirra sem réðust á þing-
húsið.
Útskýrði Sherwin „misræmið“ á
milli sín og saksóknaranna í Arizona
sem svo að rannsóknin væri viðamikil
og víðfeðm, og að mögulega hefðu
þeir upplýsingar sem tengdust ekki
beint þeim gögnum sem saksóknarar
í Washington-borg hefðu undir hönd-
um. sgs@mbl.is
Fyrsta ákæran fyrir samsæri
Rúmlega 100 manns hafa verið ákærðir vegna árásarinn-
ar á þinghúsið Ekki beinar sannanir fyrir aftökusveitum
AFP
Árásin Rúmlega 100 hafa verið
ákærðir fyrir árásina á þinghúsið.