Morgunblaðið - 20.01.2021, Síða 14
14 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021
✝ Erlingur Ragn-ar Lúðvíksson
húsasmíðameistari
og slökkviliðsmað-
ur fæddist í Reykja-
vík 6. júní 1939.
Hann lést á lungna-
deild Landsspít-
alans 7. janúar
2021.
Foreldrar Er-
lings voru hjónin
Björg Einarsdóttir,
f. 21. september 1905, d. 19.
mars 1993, starfsmaður á til-
raunastöðinni Keldum og Lúð-
vík G. Gestsson, f. 22. febrúar
1897, d. 27. maí 1985, bókbind-
ari. Bróðir Erlings var Einar
Guðgeir Þorbjörn, f. 9. janúar
1934, lést af slysförum 27. mars
1955, kona hans var Inga Her-
bertsdóttir, f. 6. nóvember 1935,
og áttu þau soninn Einar Ingþór,
f. 14. desember 1954.
Erlingur kvæntist 21. apríl
1962 Jakobínu Ragnheiði Inga-
dóttur f. 1. febrúar 1942, ritara,
dóttur hjónanna Guðrúnar
Gísladóttur, f. 26. desember
1918, d. 17. febrúar 1988, og
Inga Gests Sveinssonar, f. 4.
nóvember 1919, d. 12. maí 2000.
Börn þeirra eru: 1) Ingi Einar,
3) Björg Ragna, f. 9. nóv-
ember 1967, löggiltur endur-
skoðandi. Eiginmaður hennar
var Matthías Bjarki Guðmunds-
son tæknifræðingur, f. 25. apríl
1967, hann lést 26. janúar 2011.
Synir þeirra: a) Lúðvík Már, f. 2.
september 1996, nemi í sjúkra-
þjálfun. b) Máni, f. 19. maí 1999,
atvinnumaður í blaki í Þýska-
landi. c) Markús Ingi, f. 25. febr-
úar 2001, nemi í HÍ.
Erlingur hóf húsasmíðanám
15 ára hjá Bjarna Ólafssyni,
smíðakennaranum sínum í
Laugarnesskóla, og urðu Bjarni
og KFUM hans klettar á erfiðum
tímum er Erlingur missti bróður
sinn. Alla tíð var KFUM honum
mjög kært og Vatnaskógur þar
sem hann var heilt sumar.
Ungur æfði hann fótbolta og
handbolta með Fram og síðar
ÍR. Erlingur vann mikið í fé-
lagsmálum íþróttafélaganna.
Hann vann um tíma sem vall-
arstjóri í Kópavogi.
Erlingur tók sveinspróf í
húsasmíði 1958 og síðar fékk
hann meistararéttindi.
Erlingur gekk til liðs við
Slökkvilið Reykjavíkur 1968 og
vann þar í 35 ár til 2003.
Útför Erlings verður gerð frá
Digraneskirkju 20. janúar 2021
og hefst kl. 11. Streymt verður
frá heimasíðu Digraneskirkju:
https://www.digraneskirkja.is
Virkan hlekk á streymi má
finna:
https://www.mbl.is/andlat
f. 8. maí 1963, rekur
rútufyrirtæki og
húsasmiður. Kona
hans var Ragnheið-
ur Sigurðardóttir,
f. 7. júlí 1959, þau
skildu. Fyrir átti
Ragnheiður dótt-
urina Steinunni
Vigdísi, f. 14. maí
1983. Synir þeirra:
a) Erlingur, f. 7.
apríl 1991, sambýl-
iskona Heiðrún Hafþórsdóttir, f.
19. janúar 1986, sálfræðingur,
sonur Lúkas Atli, f. 23. júní
2015. b) Jakob Ingason, f. 17.
desember 1992, báðir starfandi
við rútufyrirtæki Inga.
2) Elvar Örn, f. 28. júni 1965,
íþrótta- og ökukennari. Eig-
inkona hans er Sólveig Valgeirs-
dóttir, f. 10. janúar 1964,
íþróttafræðingur og starfs-
maður ITR. Dætur þeirra a)
Kara, f. 26. september 1991,
sjúkraþjálfari, hún er gift Kára
Árnasyni, f. 9. júní 1988, sjúkra-
þjálfara. Dóttir Kría, f. 27. júlí
2017.
b) Marín, f. 31. desember
1996, lögreglumaður í sambúð
með Finnboga Sigurðssyni, f. 14.
október 1992, lögreglumanni.
Pabbi ólst upp með foreldrum
sínum og bróður sem lést af
slysförum aðeins 21 árs gamall
en þá var pabbi 16 ára. Þetta
mótaði pabba þannig að hann
þurfti ungur að axla mikla
ábyrgð vegna fjölskylduað-
stæðna. Hann var duglegur,
ósérhlífinn og lagði sig fram um
að tryggja góðan hag síns fólks,
allt sitt líf. Pabbi talaði ekki illa
um nokkurn mann né niður til,
hann kenndi okkur réttsýni,
vinnusemi, hjálpsemi, dugnað
og ekki síst seiglu. Pabbi var
sterkur karakter sem gott var
að treysta á og hafa í sínu liði.
Pabbi byrjaði að læra smíði
15 ára gamall hjá Bjarna Ólafs-
syni og fékk þar gott veganesti
út í lífið. Hann smíðaði mörg
hús, stór sem smá og allt þar á
milli. Pabbi gekk ávallt til verka
með jákvæðu hugafari og sýndi
mikla fagmennsku og metnað,
að kasta til hendinni var ekki
hans stíll. Pabbi var meistara-
smiður og náðum við bræður
ekki að verða föðurbetrungar á
því sviði. Við systkinin fengum
góða hjálp og leiðsögn í okkar
húsbyggingum sem við erum af-
ar þakklát fyrir. Pabbi hóf störf
hjá Slökkviliði Reykjavíkur
1968 og vann þar í 35 ár. Það
voru ófáar ferðirnar sem farnar
voru á hjólum úr Kópavogi í
Öskjuhlíðina til að sprikla í
íþróttasalnum á stöðinni og ekki
var verra að fá kók og prins í
sjoppunni á eftir. Pabbi var far-
sæll slökkviliðsmaður, öflugur
reykkafari og sinnti jafnframt
þjálfun á því sviði hjá slökkvilið-
inu, síðar varð hann varðstjóri.
Hann skipulagði verk, undirbjó,
hélt mannskap að verki og vann
alltaf á fullu sjálfur bæði í
slökkviliðinu og smíðinni. Við
minnumst þess vel hve einbeitt-
ur hann var og tilbúinn að takast
á við hver þau verkefni sem biðu
á komandi vakt.
Þrátt fyrir mikla vinnu í
gegnum tíðina þá gafst tími til
samverustunda með fjölskyld-
unni eins og tjaldferðalög, heim-
sóknir til vinafólks í Múlakot,
margar heimsóknir á Sauðár-
krók þar sem móðurleggurinn
býr, hringferðir með hjólhýsi,
tjaldvagn og tjald, skíði í Blá-
fjöll og snjósleðaferðir. Síðar
byggði fjölskyldan saman sum-
arbústað þar sem við áttum
saman ófáar stundirnar við al-
menn sumarbústaðarstörf í
sveitasælunni.
Pabbi fylgdi okkur systkinun-
um vel eftir í okkar íþróttum og
áhugamálum sem m.a. tengdust
KFUM og K enda hafði hann
sterka tengingu þangað, mikill
Skógarmaður og vel liðtækur
íþróttamaður. Hann spilaði fót-
bolta með Fram og handbolta
með ÍR, var þar meistaraflokks-
maður og fór m.a. á Heims-
meistaramót með landsliði Ís-
lands í handbolta. Fyrir 20 árum
veiktist pabbi og tókst á við það
verkefni af miklu æðruleysi og
dugnaði. Eftir hetjulega baráttu
og mjög erfið síðustu tvö árin þá
er hann eflaust hvíldinni feginn
og líður betur þar sem hann hef-
ur sjálfsagt hitt foreldra og
bróður eftir langan aðskilnað.
Pabbi og mamma voru samstiga
í sínu lífshlaupi og þökkum við
allt það sem þau gerðu fyrir
okkur og okkar fjölskyldur.
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Ingi, Elvar og Björg.
Nýtt ár gengið í garð, fréttir
af fjölgun í fjölskyldunni og til-
hlökkun fyrir árinu 2021 en þá
knýr sorgin dyra og náinn ást-
vinur fellur frá. Ég fór að venja
komur mínar í Hrauntunguna
sumarið 1988 og í fyrstu heim-
sókninni, með smá hnút í maga,
kemur Erlingur (Elli) til dyra
brosandi og hlýr og býður mig
velkomna. Það voru góðar mót-
tökur og alltaf var gott að koma
í Hrauntunguna til þeirra Ella
og Bínu. Maður varð fljótt var
við vinnusemi hans og elju,
sama hvaða verkefni hann tók sé
fyrir hendur eða fékk upp í
hendurnar. Hann var af þeirri
kynslóð þar sem lokað var á erf-
iða reynslu og haldið áfram. Þau
áföll sem hann varð fyrir mót-
uðu hann eflaust að einhverju
leyti og hann vann alla tíð að því
að tryggja hag sinna nánustu,
fyrst foreldra sinna og síðar
Bínu og barnanna. Hann var út-
sjónarsamur og gott að leita
ráða við hinar ýmsu fram-
kvæmdir og fylgdist hann af
áhuga með gangi mála og leið-
beindi. Það voru ófáar stundirn-
ar sem við áttum með Ella og
Bínu í sumarbústaðnum og oftar
en ekki var Elli búinn að rífa bút
af pappakassa og skrifa það sem
þurfti að koma með vegna fram-
kvæmda í næstu ferð. Ekki man
ég eftir því að eitthvað hafi
gleymst. Hann hafði alltaf eitt-
hvað fyrir stafni í bústaðnum,
þar leið honum og Bínu vel og
stelpurnar okkar eiga góðar
minningar með ömmu og afa í
sveitinni. Hann hafði mikinn
áhuga á öllu því sem var að ger-
ast í þjóðfélaginu, hlustaði og
horfði á alla fréttatíma, veður-
fréttir, íþróttir og las fréttir og
greinar í blöðunum. Þegar við
fjölskyldan fórum í ferðalög um
landið var frekar hringt í
tengdapabba og spurt um veður,
færð og framkvæmdir á vegum
úti en að kynna sér það á heima-
síðum. Hann var vel lesinn og þú
komst aldrei að tómum kofunum
þegar eitthvað bar á góma.
Hann fylgdi sínum börnum vel
eftir í þeirra tómstundum sem
ekki var algengt í þá daga og
síðar með barnabörnunum og
það voru ófáir boltaleikirnir sem
hann mætti á. Elli og Bína voru
mjög samstiga í sínum verkefn-
um og var fjölskyldan þeirra
stærsta verkefni sem gekk fyrir
öllu öðru. Fyrir 20 árum veiktist
Elli og vann hann það verkefni
eins og öll önnur með samvisku-
semi og elju og naut aðstoðar
Bínu sem tók á fullu þátt í því
með honum. Síðustu mánuðir
voru barátta og þá kom vel í ljós
seiglan sem hann bjó yfir. Ég
kveð tengdapabba með þakklæti
í huga. Hvíl í friði, elsku Elli.
Sólveig.
Dugnaður Ella frænda kom
snemma í ljós. Tíu ára gamall
var hann sendur einn með
strandferðaskipinu Esju hring-
inn í kringum landið til að heim-
sækja afa sinn og ömmu á
Stöðvarfirði. Ella fannst afi Ein-
ar vera mjög gamall og einsetti
sér að vera duglegur að hjálpa
honum við heyskapinn. Fyrsta
morguninn í sveitinni vaknaði
hann við að útidyrunum var lok-
að varlega. Hann flýtti sér í föt-
in og sá út um eldhúsgluggann
afa sinn haltra upp túnið með
orfið í annarri hendi. Elli dreif
sig í stígvélin og flýtti sér upp
brekkuna þar sem afi hans stóð
gleiður og sveiflaði orfinu. Hann
hlustaði á hvininn og horfði dá-
leiddur á grasið falla um koll.
Afi hans hætti að slá og bað
hann að setjast hjá sér. „Afi, ég
er kominn til að hjálpa þér!“
„Þakka þér fyrir það, Elli minn,
en þetta er nú bara eins manns
verk. Viltu ekki fara aftur heim
og leggja þig gæskurinn, þang-
að til amma þín vaknar og gefur
þér hafragraut? Ég skal síðan
finna eitthvað handa þér að
gera.“ Elli kunni ekki við að
nefna það að hann borðaði ekki
graut.
Í eldhúsinu var amma hans
Erlingur Ragnar
Lúðvíksson
Það voru
margir sem sáu
sjálfa sig í Ára-
mótaskaupinu,
þar sem sam-
skipti með hjálp
fjarfundaforrits
fóru fyrir ofan
garð og neðan.
Þegar forritið
hökti gjörbreytt-
ist útkoman í
setningunum og í
þessu tilfelli varð hún bráð-
fyndin enda ætlunin með
skaupinu að vekja hlátur. Þó
er engum sem lifir með heyrn-
arskerðingu hlátur í huga þeg-
ar þessar aðstæður verða dag-
legt brauð. Heyrnarskerðing
veldur því að samskipti verða
erfið sem orsakar það að fólk
fer að forðast að lenda í að-
stæðum þar sem er krefjandi
hljóðumhverfi. Félagsleg ein-
angrun er ein afleiðing heyrn-
arskerðingar. Heyrnarskerð-
ing veldur því að það vantar
inn í talhljóðin og erfitt verður
að túlka talið. Nú þegar grím-
unotkun er orðin almenn
vandast málið enn frekar því
að ekki er lengur hægt að
styðjast við varalestur né
túlka svipbrigði fólks. Heyrn-
arskertir eru
háðir því að sjá
hvað er verið að
segja. (Stacey et
al. Hearing
research)
Í rannsókn
sem skrifuð var
af Wienstein et
al. og birtist í
Hearing review
segir að grímur
virki eins og
hljóðdeyfir fyrir
tal og að demp-
unin sé 3-4 dB
með einföldum bréfgrímum en
grímur sem gerðar eru fyrir
sjúkrahús séu með dempun
allt að 12 dB. 2 En hvað er þá
til ráða? Þeir sem nota heyrn-
artæki geta látið forrita tækin
sín með nýrri stillingu fyrir
þessar aðstæður eða nýtt sér
þráðlausa hljóðnema sem ein-
falt er að nota í samtölum og
streyma hljóði úr a.m.k. 20
metra fjarlægð milli manna.
Þá verður auðvelt að halda
tveggja metra fjarlægð og
óþarfi er að hækka róminn
sem mælt hefur verið á móti
því að þá eykst dropamyndun.
Það er mikilvægt að passa vel
upp á að böndin á grímunum
flækist ekki í heyrnartækin
því að þá geta þau týnst.
Nú sem aldrei fyrr er kom-
inn tími til að allir tileinki sér
betri samskipti sem auðvelda
heyrnarskertum og okkur öll-
um lífið.
Talaðu skýrt og eðlilega,
með eðlilegum raddstyrk. Að
öskra veldur því að mörg orð
heyrast verr.
Snúðu að þeim sem þú
talar við og haltu augn-
sambandi.
Notaðu líkamstjáningu til
að leggja áherslu á tilfinn-
ingar.
Endurtaktu og umorðaðu
ef þú ert misskilinn.
Eyddu eða minnkaðu há-
vaða þar sem þú ert.
Heyrn og grímunotkun
Eftir Ellisif K.
Björnsdóttur »Heyrnarskerð-
ing veldur því
að samskipti verða
erfið sem orsakar
það að fólk fer að
forðast að lenda í
aðstæðum þar sem
er krefjandi hljóð-
umhverfi.
Höfundur er löggiltur
heyrnarfræðingur hjá Heyrn
í Kópavogi.
heyrn@heyrn.is
Ellisif Katrín
Björnsdóttir
Mannvirkja-
gerð getur haft
mikil áhrif á um-
hverfið. Mest
eru þau þegar
stórfram-
kvæmdir eiga
sér stað. Árin
1920-1921 voru
Elliðaárnar
virkjaðar til raf-
orkuframleiðslu
fyrir Reykvíkinga. Stíflan
var síðar stækkuð og árin
1924-1928 var gerð stífla í
Dimmu sem féll úr Elliða-
vatni og við það hækkaði yf-
irborð þess og Vatns-
endavatn varð ekki lengur
afmarkað af Þingnesi frá El-
liðavatni. Yfirborð nýja
vatnsins tvöfaldaðist að flat-
armáli við þessa stíflugerð
og Bugða rann eftir það í
vatnið, en hafði áður samein-
ast Dimmu norðan vatnsins
og myndað Elliðaárnar. Nú
er raforkuframleiðslu hætt í
Elliðaárvirkjun og því er
ekki lengur þörf á þessum
stíflum.
Endurheimt vistkerfa fer í
vöxt víða um heim. Sér-
staklega hafa augu manna
beinst að ám sem hefur verið
raskað vegna raforkufram-
leiðslu, áveitna og breytinga
á farvegum. Upphaflega var
verið að færa ár nærri upp-
runalegri mynd til að bæta
fiskgengd en núna er litið
heildstætt á líf-
ríki þeirra og
þá aðallega
botnlífvera sem
þrífast þar og
eru undirstaða
fisksældar.
Mikil áhersla er
á endurheimt
vistkerfa vatns-
falla um allan
heim og hafa í
Bandaríkjunum
einum verið
unnin um 40
þúsund slík verkefni síðan
1990 og fleiri áform eru uppi
um enn fleiri slíkar aðgerðir.
Borgarráð samþykkti 5.
september 1995 tillögu um
úttekt á lífríki Elliðaánna til
að meta „áhrif vatnstöku,
orkuframleiðslu, aukinnar
byggðar og röskunar um-
hverfis á lífríki ánna og leita
leiða til að skapa upp-
runalegu lífi í ánum öryggi
og viðgang“.
Það er því fagnaðarefni að
Orka náttúrunnar hefur
ákveðið að tæma endanlega
inntakslón Elliðaárvirkj-
unarinnar í þessum tilgangi
og „skapa upprunalegu lífi í
ánum öryggi og viðgang“.
Orka náttúrunnar gerir
þetta í fullu samráði við vís-
indamenn Hafrann-
sóknastofnunar, sem hafa
fylgst með laxagengd í ánum
í áratugi. Einnig skapar
þetta tækifæri til að fylgjast
með hvernig botndýralíf tek-
ur við sér þegar vatnsborðs-
sveiflur hætta og vatns-
bakkar árinnar verða aftur
eðlilegir.
Umræðan um þessa end-
urheimt Elliðaánna er á villi-
götum. Alveg er horft fram
hjá fyrri samþykkt borg-
arráðs um að „skapa upp-
runalegu lífi í ánum öryggi
og viðgang“ og þeirri al-
mennu þróun um allan heim
að endurheimta upprunaleg
vistkerfi. Ekkert er veðmæt-
ara en óröskuð náttúra og er
þetta fyrsta skrefið í að end-
urheimta vistkerfi Elliða-
ánna. Elliðaárdalurinn verð-
ur meiri náttúruparadís fyrir
bragðið.
Ég vil hvetja Orku náttúr-
unnar til að halda áfram á
sömu braut og fjarlægja
stífluna við Elliðavatn, þann-
ig að vatnið verði aftur í upp-
runalegri stærð. Eflaust þarf
að gera breytingar á farvegi
Bugðu vegna mannvirkja í
Víðidal og færa hana í farveg
Dimmu ofarlega í dalnum.
Enn er jarðvegur á botni El-
liðavatns þar sem Elliða-
vatnsengjarnar voru, en ég
geri ráð fyrir að gróður á
Engjunum mun færast í
fyrra horf á tiltölulega
skömmum tíma.
Eftir Gísla
Má Gíslason
Gísli Már Gíslason
»Umræðan um
þessa endur-
heimt Elliðaánna er
á villigötum. Horft
fram hjá samþykkt
borgarráðs um að
„skapa uppruna-
legu lífi í ánum ör-
yggi og viðgang“.
Höfundur er prófessor
emeritus í vatnalíffræði
við Háskóla Íslands.
gmg@hi.is
Tímabært framtak
Orku náttúrunnar
sem ber að þakka
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?