Morgunblaðið - 20.01.2021, Side 16

Morgunblaðið - 20.01.2021, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021 ✝ Eyþór Jónssonfæddist í Reykjavík 15. maí 1927. Hann lést á bráðadeild LSH í Fossvogi 9. janúar 2021. Foreldrar Eyþórs voru hjónin Kristín Vigfúsdótt- ir húsmóðir, f. 27.2. 1891 í Vatnsdals- hólum, Austur- Húnavatnssýslu, d. 24.7. 1946, og Jón Pétur Ey- þórsson veðurfræðingur, f. 27.1. 1895 á Þingeyrum, Húnaþingi, d. 6.3. 1968. Eyþór var þriðji í röð sex systkina sem voru: Björg, 17.8. 1922-10.1. 2018; Sverrir, 16.8. 1924-18.1. 1966; Ingibjörg, 22.6. 1928-22.10. 1938; Eiríkur, 12.9. 1931-1.11. 1999 og Kristín 2.6. 1933-11.3. 1999. Eyþór kvæntist 12. desember 1953 Ernu Baldvinsdóttur, f. 7.4. 1930. Foreldrar hennar voru Guðrún Oktavía Jórams- Dyngjuvegi 14. Mörg sumur var Eyþór í sveit vestur í Trostans- firði. Að loknu skyldunámi og viðbættum einum vetri í Ingi- marsskóla fór hann til sjós og sextán ára fór hann að sigla með vopnaða bandaríska kaupskipaflotanum. Það gerði hann til loka heimsstyrjaldar- innar síðari og hélt síðan áfram á erlendum kaupskipum þar til hann kom heim til Íslands í byrj- un árs 1950 eftir nær sjö ára útivist. Þá lærði hann flugum- ferðarstjórn og starfaði við hana um hríð en aftur lá leiðin á sjóinn við strandsiglingar hér heima í nokkur ár. Eftir að Ey- þór kom í land 1958 vann hann við verslunarstörf og rekstur, fyrst hjá Nesti og síðar versl- uninni Ístorgi. Við tók starf hjá byggingavörudeild Sambands- ins og langri starfsævi lauk hjá Olíufélaginu. Eyþór tók á yngri árum virkan þátt í starfi stéttar- félaga og gegndi þar trúnaðar- störfum. Útför Eyþórs fer fram í Foss- vogskirkju 20. janúar 2021 að viðstöddum nánum ættingjum og vinum. dóttir, 13.10. 1899- 20.6. 1982, og Bald- vin Sigmundsson, 20.8. 1894-4.11. 1956. Dóttir Eyþórs og Ernu er Krist- jana G. Eyþórs- dóttir, f. 20.10. 1957, maki Jón Baldursson, f. 28.10. 1956. Börn þeirra eru: 1) Ey- þór Örn, f. 24.2. 1982, maki Ólöf Jóna Elíasdótt- ir, f. 20.8. 1982. Synir þeirra eru Jón Ingvar, Elías Kári og Ari; 2) Baldur Snær, f. 7.8. 1986, sam- býlismaður Búi Hrafn Jónuson, f. 8.12. 1984; 3) Auður Sif, f. 17.5. 1989, unnusti Allan Irik Kogan, f. 22.5. 1993; 4) Jakob, f. 12.5. 1997, unnusta Petra Ósk Guðbjargardóttir, f. 19.5. 1998. Eyþór óst upp í Reykjavík. Fyrstu árin bjó fjölskyldan við Sóleyjargötu og Marargötu en síðan lengstum að Veðramótum í Laugarási sem síðar varð að „Ég verð oft hugsi þegar ég heyri fólk segjast muna eftir sér frá tveggja ára aldri því ég man fyrst eftir mér 15. maí 1933 á sex ára afmælisdegi mínum. Síðdegis þann dag leiddu foreldrar mínir, Jón Pétur Eyþórsson (27.1. 1895- 6.3. 1968) og Kristín Vigfúsdóttir (27.2. 1891-24.7. 1946) mig á milli sín frá Marargötu 3 niður að höfn og um borð í Esju I. Þau sögðu að ég ætti að fara með skipinu til Bíldudals og þaðan til Trostans- fjarðar og vera þar yfir sumarið hjá konu sem héti Filippía.“ Þannig hefjast endurminningar föður míns sem hann skrifaði fyr- ir nánustu fjölskyldu og frænd- fólk. Þegar faðir minn hætti að vinna í september 1997, fjóra mánuði yfir sjötugt, gaf ég hon- um bók og penna og bað hann rita æviminningar sínar. Í rúman ára- tug gerðist ekkert í minninga- skrifunum en þegar hann skipti bókinni og pennanum út fyrir spjaldtölvu komst skriður á mál- ið. Á níræðisafmæli pabba 15. maí 2017 fékk hann afhenta frumútgáfu af endurminningum sínum. Á þeim tíma lá hann á sjúkrahúsi að jafna sig eftir erfið veikindi. Hann komst heim um sumarið. Frumútgáfan var betrumbætt og búin til prentunar á haust- mánuðum 2017. Faðir minn hélt skýrum kolli fram til síðustu stundar svo minningabrotin eru á köflum skemmtilega nákvæm og góð samtímaheimild. Hann lýsir þar meðal annars vistinni og samferðafólkinu í Trostansfirði, uppvaxtarárunum í Laugarásn- um og siglingum sínum á frakt- skipum um heimsins höf á stríðs- árunum. Ég er óendanlega þakklát föð- ur mínum fyrir endurminning- arnar, svo og fyrir samfylgd gegnum lífið með óeigingjörnum stuðningi við mig og fjölskyldu mína. Pabbi las mikið og var grúsk- ari í eðli sínu. Hann kenndi okkur meðal annars að efast um hluti og kanna sannleiksgildi þeirra eftir föngum. Oft áttum við samræður um það sem var efst á baugi eða um gamla daga. Með þakklæti í huga gef ég honum orðið að lok- um: „Frá unga aldri hafa hlutir æxlast á ýmsan hátt en ég er sátt- ur með farinn veg, hef upplifað margt og er þakklátur fyrir allt það góða sem ég hef öðlast. Kristjana G. Eyþórsdóttir. Hann Eyþór föðurbróðir okk- ar er látinn á nítugasta og fjórða aldursári sínu. Þá eru þau öll far- in systkinin sex á Veðramóti. Við systur og mamma minnumst hans með innilegu þakklæti og væntumþykju. Eyþór skipaði stórt hlutverk í lífi okkar eftir fráfall bróður síns og föður okk- ar. Hann og Erna ásamt föður- og móðurfólki okkar héldu fast utan um okkur, en þar var hann í far- arbroddi og ekki síst eftir að móðir okkar veiktist. Þórhildur leit á Eyþór sem staðgengil pabba, enda var hún aðeins fjög- urra ára þegar hann dó. Í Sól- heimum var vel tekið á móti henni þegar erfitt var heima. Við minnumst allra heimsókn- anna þar sem hann kom til að at- huga hvernig við hefðum það og við gleymdum okkur í spjalli, því spjallari var hann mikill. Það var endalaust rökrætt um allt milli himins og jarðar en pólitíkin var honum mjög hugleikin og æfði hann okkur í að hugsa um hana á gagnrýnan hátt. Það var oft erfitt en líka mjög fjörlegt. Hann var alla tíð mikill lestrarhestur þar sem veraldarsagan var í uppá- haldi og las helstu erlendu blöðin til að fylgjast með heimspólitík- inni og smitaði Sveineyju systur af þeim áhuga. Síðustu árin nýtti hann sér google og youtube til að fræðast áfram. Þau Erna og Kristjana dóttir þeirra voru mikið hjá okkur og héldu jól og áramót með okkur á Dyngjuveginum í mörg ár. Á stórum stundum í lífi okkar systra var Eyþór til staðar. Margar ljúfar minningar líða gegnum hugann. Eyþór fylgdi þremur okkar upp að altarinu þegar við gengum í það heilaga. Og hann tók því vel, þegar Olga bað um að fá að nefna son sinn í höfuðið á honum. Eyþóri var mjög annt um okk- ur systur. Við minnumst þess þegar illa gekk að koma Olgu á fætur á morgnana svo við lá að hún missti vinnuna, þá mætti Ey- þór með vítamín til að hrista svefndrungann af stúlkunni. Hann tók að sér að vera fjár- haldsmaður mömmu þegar afi féll frá, og var boðinn og búinn að hjálpa til ef eitthvað þarfnaðist lagfæringar. Eyþór var traustur, tryggur og hjálpfús. Síðustu árin höfum við notið gestrisni þeirra Ernu og Eyþórs og horft á fallegt samband þeirra hjóna og lífsviðhorf sem fyrir- mynd. Þau elskuðu að ferðast meðan heilsan leyfði, fljúga á heitar slóð- ir og njóta sólar. Þau nutu þess líka að vera með okkur systrum og fjölskyldum síðustu árin á gamlárskvöld og við ýmis merkistækifæri. Við kveðjum kæran frænda og vin. Elsku Erna, Kristjana og fjölskylda, mikill er missir ykkar. Við erum vissar um að Eyþóri hefur verið vel tekið af systkinum og ættingjum sem gengnir eru yfir móðuna miklu. Jafnframt hlökkum við til að hitta hann þar í góðra vina hópi þegar tími okkar kemur. Hvíl í friði, elsku Eyþór frændi. Olga, Kristín, Þórhildur og Sólveig. Ég á eftir að sakna afa Eyþórs. Bæði afi og amma Erna hafa frá því ég man eftir mér haft mikinn og einlægan áhuga á því að fylgj- ast með því hvernig ég og systk- ini mín höfum haft það og hvað við höfum haft fyrir stafni. Þau hafa viljað styðja okkur og fjöl- skylduna og aðstoða. Ég á ýmsar minningar um afa og sumar þeirra fyrstu tengjast verklegum framkvæmdum sem mér fannst sem litlum strák vera mjög spennandi. Afi leyfði mér gjarnan að vera með og þó að ég fengi vatn í fötuna mína til að mála með þá gerði það ekkert til, ég var mjög ánægður að fá að vera með og gera gagn. Afi gaf mér líka alvöruhamar sem mér þótti merkur gripur. Fyrstu mánuðina eftir að við fjölskyldan fluttum frá Bandaríkjunum árið 1991 bjuggum við hjá ömmu og afa og það var verðmætur tími. Á unglingsárum sótti afi mig oft á sundæfingar og keyrði mig í skólann í Réttarholtsskóla þegar við bjuggum um tíma í Álfheim- unum meðan verið var að gera upp húsið okkar í smáíbúðahverf- inu. Í bílnum ræddum við margt sem var gagnlegt fyrir mig. Hvort sem það var þá eða áður þá sagði hann mér frá því þegar hann sem ungur drengur bar út Morgunblaðið á Réttarholtinu. Ég er nokkuð viss um að þetta var sterkur innblástur fyrir að ég fetaði í fótspor hans og bar út Morgunblaðið líka um það bil 60 árum síðar. Blaðaútburðurinn minn hafði trúlega líka með það að gera að afi innrætti mér að maður ætti að vera duglegur og fara skynsam- lega með peninga – sem ég bý að enn í dag. Stundum snerust umræðurnar um alþjóðleg stjórnmál sem afi hafði mikinn áhuga á. Áhuga sem átti trúlega rætur að rekja til ferða hans um heiminn sem áhafnarmaður á skipum um miðja síðustu öld. Það er nokkuð víst að sá áhugi sem ég hef sjálfur á fréttum og því sem er að gerast í heiminum sé að miklu leyti frá afa kominn. Á síðari árum var gott að eiga afa að til að ræða stórar ákvarðanir við, svo sem fyrstu bíla- og íbúðarkaupin. Ég er þakklátur fyrir að við afi áttum samtal fyrir nokkru síðan þar sem ég þakkaði honum fyrir margt af því sem ég hef nefnt hér. Okkur fjölskyldunni þykir leitt að vera ekki viðstödd útförina en við Óla og strákarnir okkar, Jón Ingvar, Elías Kári og Ari, sem hefur fundist mjög skemmtilegt að heimsækja ömmu og afa, eig- um eftir að minnast afa með hlý- hug. Eyþór Örn Jónsson. Eyþór Jónsson Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA H. GUÐJÓNSDÓTTIR handavinnukennari, lést á líknardeild Landspítalans 12. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 22. janúar klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Blindrafélagið. Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat Agnar Guðnason Anna Lillian Björgvinsdóttir Halldór Þorsteinsson Sverrir Agnarsson Eyrún Antonsdóttir Guðni Rúnar Agnarsson Sofie Wränghede Hilmar Örn Agnarsson Björg Þórhallsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU BRÍETAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Bíbí, frá Vestmannaeyjum, áður til heimilis í Fögrukinn 14, Hafnarfirði, sem lést í faðmi fjölskyldunnar á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi miðvikudaginn 16. desember. Guðjón Guðvarðarson Ásdís Sigurðardóttir Guðbjörg Guðvarðardóttir Ólafur Einar Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær amma, langamma, langalangamma, tengdamamma og systir, GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 11. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 25. janúar klukkan 15. Karen Rakel Óskarsdóttir Stefán Þór Helgason Guðríður Svava Óskarsdóttir Halldór Benjamín Guðjónsson Alvar Óskarsson Eydís Örk Sævarsdóttir Edith Ósk Óskarsdóttir Kristinn Dan Guðmundsson Kristín Eva Óskarsdóttir Ágúst Birgisson Rebekka Alvarsdóttir Elín Sigurbjörg Magnúsdóttir barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elsku bróðir minn, mágur og frændi okkar, ÁSMUNDUR VALDEMARSSON brúarsmiður frá Halldórsstöðum I í Bárðardal, lést á hjúkrunarheimilinu Dalbæ 9. janúar. Útför hans fer fram í Dalvíkurkirkju laugardaginn 23. janúar klukkan 13:30 að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Streymt verður frá athöfninni á facebook-síðunni Jarðarfarir í Dalvíkurkirkju. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dalbæjar fyrir hlýja og góða umönnun. Aðstandendur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, HREINS GUNNARSSONAR, Þórarinsstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Fossheima, Selfossi, fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Fyrir hönd aðstandenda, Steinunn Þorsteinsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, FINNBOGI G. KRISTJÁNSSON, Vogatungu 47, Mosfellsbæ, lést föstudaginn 18. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnhild Ólafsdóttir Elín Rósa Finnbogadóttir og fjölskylda Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HAFSTEINSDÓTTIR kennari, Bjarkarholti 1, Mosfellsbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum, Mosfellsbæ, sunnudaginn 10. janúar. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 22. janúar klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Landgræðslusjóð. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá athöfninni á https://youtu.be/VwpCIYGNS1g og hlekk á streymi er hægt að nálgast á www.mbl.is/andlat. Hafsteinn Pálsson Lára Torfadóttir Bjarnveig Pálsdóttir Björk Pálsdóttir Páll Valdimarsson Hrönn Pálsdóttir Magnús Alexíusson Aðalsteinn Pálsson Helga Grímsdóttir Steinþór Pálsson Áslaug Guðjónsdóttir Gunnar Páll Pálsson Ásta Pálsdóttir Snæbjörn Pálsson Þórdís Gísladóttir barnabörn, makar og barnabarnabörn Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, HRÓBJARTUR HRÓBJARTSSON arkitekt, andaðist sunnudaginn 17. janúar á Droplaugarstöðum. Karin Hróbjartsson Stuart Úlfur Helgi Hróbjartsson Sjöfn Evertsdóttir Ólafur Evert Úlfsson Karin Sigríður Úlfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.