Morgunblaðið - 20.01.2021, Page 18

Morgunblaðið - 20.01.2021, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021 Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.8:30-12:30 - Samsöngur kl.13:45 - Kaffi kl.14:30-15:00 - Bókaspjall með Hrafni kl.15:00 - Vegna fjöldatak- markana verður að skrá fyrirfram á viðburði til þess að tryggja fjar- lægðarmörk og fjölda í hverju rými. Við minnum fólk á mikilvægi sóttvarna og að það er grímuskylda í Samfélagshúsinu. Nánari upplýsingar og skráning í síma 411-2701 & 411-2702 - Allir velkomnir Árskógar Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:15-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa 9-16. Tálgað með Valdóri frá kl. 09:15. Morgunkaffi í sal kl.10. Opið kaffihús kl. 14:30. Vegna sóttvarnaregla biðjum við ykkur að skrá ykkur fyrirfram í alla viðburði hjá okkur í síma: 535-2760 Bústaðakirkja Það verður göngutúr frá Bústaðakirkju kl 13:00 á miðvikudaginn. Njótum þess að vera úti og spjalla saman. Hlakka til að sjá ykkur, Hólmfríður djákni. Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13:00. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Málun Smiðja Kirkjuhv kl. 13:00. Zumba í sal í kjallara Vídalínskirkju kl. 16:30 og 17:15. Áfram skal gæta að handþvotti og smitvörnum og virða 2 metra athugið grímuskylda í Jónshúsi og Smiðju Kirkjuhvoli. Hraunsel Dansleikfimi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8:30 og 9:30. Bingó á miðvikudögum kl. 13:00. Handverk á miðvikudögum kl. 13:00. Píla á fimmtudögum kl. 13:00. Línudans á föstudögum kl. 10:00 og 11:00. Grýmuskilda og 2ja metra reglan eru í gildi og nauðsynlegt að skrá sig í allt starf fyrirfram í síma 5550142. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. g p  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmisskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ✝ Jóhann ÓskarSigurðsson fæddist á Stóra- Kálfalæk 9. nóv- ember 1925. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Brákar- hlíð í Borgarnesi 18. desember 2020. Foreldrar hans voru Guðrún Jó- hannsdóttir, f. 23.9. 1888, d. 9.9. 1978 og Sigurður Marís Þorsteinsson, f. 22.11. 1883, d. 27.5. 1962. Maki Jóhanns var Unnur Andrésdóttir, f. 1.5. 1929, d. 24.3. 2018. Þau gengu í hjóna- band 31.7. 1954 og eignuðust 7 börn. 1) Lilja, f. 1951, maki Guð- mundur Þorgilsson, þau eiga þrjú börn. 2) Sigurður, f. 1952, maki Ólöf Anna Guðbrandsdóttir, þau eiga tvær dætur. 3) Andrés Björgvin, f. 1953, maki Hrafnhildur Sigurðar- dóttir, þau eiga fjögur börn. 4) Guðrún, f. 1954, maki Sigur- steinn Sigursteins- son, látinn, þau eiga tvö börn. 5) Steinunn, f. 1959, í sambúð með Sigurði Ingvarssyni, hún á þrjá syni. 6) Jóhann Óskar, f. 1961, í sambúð með Guðrúnu Þorsteinsdóttur, hann á eina dóttur. 7) Helga, f. 1964, maki Ás- björn Kjartan Pálsson, þau eiga þrjú börn. Afkomendurnir fara að nálg- ast eitt hundrað. Útför hans fer fram frá Borg- arneskirkju í dag, 20. janúar 2021, kl. 14. Streymt verður frá útför: https://kvikborg.is Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Elsku afi nú ertu farinn okkur frá, en við munum að sá sem góðan afa á, hann dvelst ætíð okkur hjá, já! (Skerðingarnir) Já margs er að minnast og margs er að sakna. Það er svo skrítið að þegar maður sest niður við tölvuna og ætlar að rifja upp og skrifa niður á blað allar góðu minningarnar um þig elsku afi þá bara vilja þær ekki á blaðið en af nægu er þó að taka. Eitt haustið varst þú í veik- indafríi, þá fékk ég að vera heima hjá þér þegar ég var í fríi í skólanum, það voru dásamlegir dagar, við að hlusta á jólaplöt- urnar ykkar ömmu, þessar í rauðu umslögunum. Heldur fannst nú ömmu þetta snemmt enda rétt kominn nóvember. Alltaf var nú gaman að kíkja á þig í vinnunni niðri í gamla slát- urhúsi, þá fórstu með mann í skoðunarferð um svæðið og sagðir manni hvernig allt virkaði. Þegar maður hugsar til baka kemur upp í hugann þegar þið amma komuð í sumarfríinu ykk- ar og hjálpuðuð til við heyskap- inn, þá varst þú alltaf á gamla massa ýmist að snúa eða keyra heim baggana. Eins líka þegar þú komst með í hestaferðirnar, þar þeystir þú um á klárunum þínum, þeim Faxa og Glófaxa. Það var ákveð- in upphefð þegar maður fékk loksins að prufa þá því það var nú ekki sama hvernig farið var að þeim gæðingum. Mikið var nú gott að koma í afa- og ömmuhús á Borgarbraut- inni, þá varst þú ýmist að lesa bók eða frammi í þvottahúsi að dunda við að gera við reiðtygi eða smíða ný. En þú gafst þér þó alltaf tíma til að setjast niður í hornið þitt og spyrja frétta að vestan og fara yfir það hvernig sauðburður gekk, hvernig heyfengur væri, hvort meðalvigtin væri svipuð og fyrri ár og hvort kusurnar mjólk- uðu eitthvað. Eins þurftir þú alltaf að vita hvernig gengi hjá krökkunum. Já, þú varst alltaf með puttann á púlsinum varðandi hvað við af- komendur þínir værum að bar- dúsa. Alltaf var það nú gaman eftir að við fluttum vestur og þið fé- lagarnir Árni frá Beigalda voruð að grúska eitthvað sem þið fé- lagar gerðuð æði oft og þurftuð að vita um eitthvað sem gerðist hér í Dölum eða tengdist Döl- unum. Þá hringduð þið, skipti ekki máli hvort það var eitthvað sem gerðist í dag eða löngu fyrir okk- ar daga, sem oftast var raunin en við fórum alltaf í það að finna út úr þessum hugleiðingum ykkar. Verst er nú samt að hafa ekki verið búin að finna út úr síðustu spurningunni þinni sem þú varst að velta fyrir þér, síðast þegar ég heyrði í þér, en vonandi verðum við bara komin með svar við henni næst þegar við hittumst. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku afi, takk fyrir allt sam- an Hvíl í friði. Bjargey, Jón Egill, Alexandra Rut, Ragnheiður Hulda, Sigurdís Katla og Ólafur Oddur. Jóhann Óskar Sigurðsson ✝ Sigríður Bene-diktsdóttir fæddist á Brúará í Kaldrananeshreppi á Ströndum 1. des- ember 1922. Hún lést á hjúkrunar- heimili Hrafnistu Hraunvangi í Hafn- arfirði 12. janúar 2021. Sigríður giftist árið 1943 Einari Jó- hannssyni, f. 4. febrúar 1915, d. 16. ágúst 2002. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Valgerður, f. 25. nóv- ember 1940, d. 3. febrúar 2000, maki Jón Sigurbjörnsson, f. 6. maí 1937, d. 23. desember 1990. ember 1960, maki Ásrún Guð- mundsdóttir, f. 19. apríl 1963. Þau eiga tvo syni. Afkomendur þeirra hjóna eru nú 58 talsins. Sigríður ólst upp á Brúará ásamt foreldrum sínum, Bene- dikt Sigurðssyni og Guðríði Ás- kelsdóttur, alls urðu alsystkinin átta. Móðir hennar lést af völdum berkla 1935 en faðir hennar kvæntist aftur og eignaðist með seinni konu sinni 13 börn. Sigríður og Einar hófu búskap á Bakka í Bjarnarfirði árið 1940 og bjuggu þar til 1971 að þau brugðu búi og fluttu til Keflavík- ur. Árið 1987 fluttu þau í Garð- inn og bjó Sigríður þar þar til í mars 2020 að hún flutti á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Útför Sigríðar verður gerð frá Keflavíkurkirkju 20. janúar 2021 kl. 13. Streymt verður frá útför- inni, stytt slóð: https://tinyurl.com/y5ygkbrk Virkan hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Þau eignuðust fjög- ur börn. 2) Guð- mundur, f. 18. jan- úar 1943, d. 30. ágúst 1988, maki, Fanney Jóhanns- dóttir, f. 15. júní 1948. Þau eignuðust þrjú börn. 3) Ólafur, f. 15. ágúst 1944, maki Anna Magn- úsdóttir, f. 12. júní 1946. Þau eiga fjög- ur börn. 4) Laufey, f. 24. ágúst 1947, d. 6.12. 2009, maki Hannes Ólafsson, f. 26. febrúar 1944. Þau eiga þrjú börn. 5) Guðveig, f. 1. ágúst 1954, maki Árni Pétursson, f. 13. júní 1953. Þau eiga tvö börn. 6) Jóhann Karl, f. 29. sept- Þá hefur amma Sigga loksins fengið hvíldina. Komin í sumarlandið, samein- uð afa, börnum og tengdasyni á ný. Amma Sigga var alltaf, að manni fannst, „pínuponsulítil“. Alveg frá því við munum eftir okkur. En þótt hún hafi verið í litlum umbúðum þá hafði hún risafaðm og enn stærra hjarta. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa, og síðar meir ömmu eftir að afi dó. Ávallt eitthvað gómsætt á borðum og yfirleitt var sú gamla búin að baka pönnukökur. Hún t.d. reyndi alltaf að baka pönnu- kökur ef hún vissi að pabbi ætlaði að kíkja til hennar: „Því Hannesi finnast pönnu- kökur svo góðar.“ Þá bakaði hún pönnukökur fyrir skírn langömmubarns 92ja ára gömul og fannst það svo sem ekkert tiltökumál. Amma var óendanlega nægjusöm, bað aldrei um neitt og fannst t.d. allt of mik- ið vesen að verið væri að renna suður með sjó að sækja hana fyrir afmæli eða kaffiboð. En hún var alltaf óskaplega þakklát. Hún var líka ótrúlega heilsuhraust, enda kannski sést það best á því að hún komst ekki inn á elliheimili fyrr en 97 ára gömul, þá orðin lögblind og frek- ar mikið heyrnarskert. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann hjá okk- ur systkinunum. Hjalti og Ómar muna eftir sumardögum á Bakka. Leika sér á traktornum úti í bragga, labba út að heitu lauginni og leika „yfir“ með eldri frænd- systkinunum. Þeir muna síðan vel eftir því þegar Hvammur var byggður og öll munum við eftir læknum við Hvamm þar sem ófáum dögum og kvöldum var eytt í þar að búa til stíflur og veiða síli, rennandi blaut upp að hnjám. Gasljósið í stofunni í Hvammi, olíulamparnir í herbergjunum, spilað, tína ber, njóta. Sumarkvöldin í Hvammi voru ómetanleg. Amma og afi fluttu suður með sjó, fyrst á Sólvallagötuna í Keflavík og síðar í Eyjaholtið í Garðinum. Helsta minning Siggu af Sól- vallagötunni var fataskápur á ganginum og er hún handviss um að það hafi verið hægt að fara inn í annað herbergi í gegnum þenn- an fataskáp þar sem var frysti- kista. Það er hverju orði sannara að sumir þurfa að yfirstíga meira en aðrir og það átti við hana ömmu Siggu. Fyrir utan það að missa mömmu sína á unglingsárum hef- ur amma þurft að kveðja þrjú af börnunum sínum, einn tengdason og eiginmann. En þrátt fyrir allt þetta þá varð maður aldrei var við reiði út í lífið eða einhver æðri máttar- völd. Amma sagði alltaf: „Svona er þetta bara.“ Svona var bara líf- ið. Við erum þess þó fullviss að nú þegar amma hefur farið yfir í sumarlandið hafi þar verið stór- kostlegir fagnaðarfundir. Mynd- in í huga okkar er að minnsta kosti þannig, grátur og hlátur, kossar og knús hjá þeim öllum. Loksins er hún sameinuð þeim aftur. Núna sitja þau öll saman með kaffi og bakkelsi, grípa í spil og spjalla. Njóta þess að eiga tímann saman á þessum fallega stað sem við viljum trúa að þau séu á. Við trúum því og treystum að enn einn verndarengillinn okkar hafi nú bæst í hópinn og að þau muni öll passa upp á okkur sem eftir erum, þar til okkar tími kemur. Elsku amma Sigga, kysstu mömmu, afa og alla hina frá okk- ur. Hjalti, Ómar og Sigríður Harpa (Sigga). Sigríður Benediktsdóttir ✝ Gréta Aðal-steinsdóttir fæddist 12. nóv- ember 1943 á Akureyri. Hún lést á Landspítalanum 12. janúar 2021. Gréta ólst upp á Akureyri. Fór snemma til Reykja- víkur þar sem hún kynntist manni sín- um, Hilmari Þór Aðalsteinssyni, f. 16.6. 1943, d. 5.4. 2009. Þau bjuggu allan sinn búskap í Hafn- arfirði. Þau eignuðust 4 börn og láta eftir sig 12 barna- börn og 9 barna- barnabörn. Útför Grétu fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði 20. janúar 2021 klukkan 13. Við kveðjum okkar besta vin, hana Grétu ömmu. Hún vakti yfir okkur öllum sem vorum hluti af hennar hóp. Allir áttu þar jafnan sess. Var óþreytandi að spila við okkur unga fólkið og segja sögur frá í gamla daga. Henni gekk illa að vinna yngstu börnin í spilum en gekk betur þegar þau náðu unglingsárum. Margar sögur gerðust á Akureyri þar sem hún ólst upp og hugur hennar dvaldi oft hjá fólkinu þar. Einnig átti hún það til að sýna okkur töfra- brögð og þegar við kvöddumst, eftir notalega stund, gaukaði hún gjarnan að okkur lítilli gjöf. Við biðjum þess að guð og Himmi afi taki vel á móti ömmu og aldrei að vita nema þau setjist að spilum. Sendum afkomendum ömmu, ættingjum og vinum kær- leikskveðju. Erum sannfærðar um að fallegar minningar létti sorg og veiti styrk. Ösp og Yrsa. Gréta Aðalsteinsdóttir Kærar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, J. SÆVARS GUÐMUNDSSONAR, Ástjörn 2c, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarfólki og starfsfólki öllu á lyflækninga- og göngudeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Þóra Björg Ögmundsdóttir Valgerður Sævarsdóttir Halldór Páll Halldórsson V. Helga Valgeirsdóttir Brynjar Hallmannsson barnabörn og fjölskyldur þeirra Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.