Morgunblaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021
Arnar Þór Viðarsson þjálfari ís-
lenska karlalandsliðsins í knattspyrnu
fundaði með Lars Lagerbäck um
helgina varðandi aðkomu Svíans í
þjálfarateymi íslenska karlalandsliðs-
ins um helgina. Þetta staðfesti Arnar í
samtali við 433.is í gær en Eiður
Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari
liðsins sat einnig fundinn. Þá munu
landsliðsþjálfararnir funda á nýjan leik
með Lagerbäck í vikunni en Lagerbäck
þekkir vel til hjá íslenska liðinu eftir að
hafa stýrt því frá 2011 til ársins 2016
með afar góðum árangri.
Hilmar Snær Örvarsson, íþrótta-
maður ársins hjá Íþróttasambandi
fatlaðra, hafnaði í 14. sæti á Evrópu-
bikarmóti í stórsvigi í Sviss í gær.
Hilmar var í 20. sæti eftir fyrri ferðina
og skíðaði þá á 1:05,02 mínútum en
bætti sig um liðlega fimm sekúndur í
síðari ferðinni en fór þá niður brekk-
una á 1:00,67 mínútum. Hilmar keppir
aftur í stórsvigi í dag í heimsbikarnum
og á föstudag og laugardag í svigi,
sinni sterkustu grein.
Þróttur Reykjavík hefur gert samn-
ing við knattspyrnukonuna Guðrúnu
Gyðu Haralz en hún kemur til félags-
ins frá Breiðabliki. Guðrún er 21 árs og
á að baki 17 leiki í efstu deild. Guðrún
spilaði tvo leiki með Breiðabliki á síð-
ustu leiktíð en hún hefur einnig leikið
með KR, HK/Víkingi og Augnabliki.
Þróttur endaði í fimmta sæti Pepsi
Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Guðrún á 24 leiki að baki með yngri
landsliðum Íslands þar sem hún hefur
skorað 14 mörk. Þá hefur hún skorað
sjö mörk í 21 leik í 1. deild.
Knattspyrnumaðurinn David Alaba
mun ganga til liðs við spænska stórlið-
ið Real Madrid þegar samningur hans
við Þýskalandsmeistara Bayern Münc-
hen rennur út næsta sumar. Spænska
íþróttablaðið Marca fullyrðir að sú
verði niðurstaðan og segir Alaba hafa
skrifað undir fjögurra ára samning við
Spánarmeistarana.
Alaba, sem er 28 ára gamall, hefur
verið orðaður við öll stærstu lið Evr-
ópu undanfarnar vikur, en hann til-
kynnti það í desember að hann yrði
ekki áfram í herbúðum Bayern
München á næstu
leiktíð. Alaba er
uppalinn hjá
þýska félaginu
en hann lék
sinn fyrsta
meistaraflokks-
leik fyrir félagið
árið 2010. Alls á
hann að baki 408
leiki fyrir félagið í
öllum keppnum þar
sem hann hefur skor-
að 32 mörk og lagt
upp önnur 49.
Eitt
ogannað
HM 2021
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Ísland mun eiga fjóra fulltrúa á
hliðarlínunni í milliriðlum á HM
karla í handbolta í Egyptalandi eftir
að lærisveinar Dags Sigurðssonar í
Japan fögnuðu 30:29-sigri á Angóla
og lærisveinar Halldórs Jóhanns
Sigfússonar í Barein unnu 34:27-
sigur á Kongó í lokaumferð riðla-
keppninnar í gær. Jin Watanabe var
markahæstur hjá Japan með sjö
mörk og Husain Alsayyad var
drjúgur fyrir Barein með níu mörk.
Verða báðar þjóðir í fyrsta skipti
í milliriðli á HM. Bæði lið fara í
milliriðil 2 og mætast mánudaginn
25. janúar í lokaumferð milliriðl-
anna. Barein mætir auk þess Króat-
íu og Katar í riðlinum á meðan Jap-
an mætir Argentínu og Danmörku.
Japan og Barein taka ekki með sér
stig í milliriðilinn. Besti árangur
Japana á HM til þessa kom árið
1970 er liðið varð í 10. sæti. Barein
hefur aðeins þrisvar áður tekið þátt
á lokamóti HM og kom besti árang-
urinn fyrir tveimur árum er liðið
endaði í 20. sæti undir stjórn Arons
Kristjánssonar.
Fyrsta tap Alfreðs
Áður hafði Þýskaland undir
stjórn Alfreðs Gíslasonar tryggt sér
sæti í milliriðlum og þá þjálfar
Guðmundur Guðmundsson ís-
lenska landsliðið. Alfreð tapaði
sínum fyrsta leik sem þjálfari
þýska liðsins er það mætti Ung-
verjalandi í spennandi leik en loka-
tölur urðu 29:28, Ungverjum í vil.
Mate Lekai tryggði Ungverjum
sigurinn og toppsæti A-riðils með
sigurmarkinu á lokasekúndunum.
Marcel Schiller var markahæstur í
þýska liðinu með sjö mörk en þeir
Bence Banhidi og Dominik Mathe
gerðu átta mörk hvor fyrir Ung-
verja.
Ungverjaland fer með fjögur
stig í milliriðil 1 og Þýskaland tvö.
Þar mæta þjóðirnar Spánverjum,
Pólverjum og Brasilíumönnum.
Spánverjar sterkir
Spánn tryggði sér toppsæti B-
riðils með 36:30-sigri á Túnis, þar
sem Ángel Pérez skoraði tíu mörk
fyrir Spán. Spánverjar fara með
þrjú stig í milliriðil og Pólland fer
með tvö eftir sigur á Brasilíu,
33:23, en Brasilía fer með eitt stig í
milliriðil. Arkadiusz Moryto og
Szymon Sicko skoruðu sex mörk
hvor fyrir Pólland. Króatía fer
sömuleiðis með þrjú stig í milliriðil
eftir 26:24-sigur á Katar í C-riðli.
Manuel Strlek skoraði sex mörk
fyrir Króatíu og Frankis Marzo sjö
fyrir Katar. Katar fer með tvö stig
í riðilinn.
Danir líklegir
Ríkjandi heimsmeistarar Dana
hafa leikið vel á mótinu til þessa og
eru líklegir til að ná í verðlaun en
danska liðið vann öruggan 31:20-
sigur á Argentínu og fer í milliriðil
með fullt hús stiga. Danir unnu
alla þrjá leiki sína í D-riðlinum
með samtals 45 mörkum. Mikkel
Hansen var eins og oft áður drjúg-
ur hjá danska liðinu en hann skor-
aði sjö mörk. Danir mæta Króatíu,
Katar og Japan í milliriðli.
Fjórir íslenskir þjálfarar á
hliðarlínunni í milliriðlunum
Barein og Japan í milliriðla í fyrsta skipti Fyrsta tap Alfreðs með Þýskaland
AFP
Barein Halldór Jóhann Sigfússon er
kominn í milliriðla með Barein.
AFP
Þýskaland Alfreð Gíslason stýrir
þýska liðinu í fyrsta sinn á stórmóti.
Ljósmynd/IHF
Japan Dagur Sigurðsson hefur
stýrt Japan með góðum árangri.
Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðs-
kona í knattspyrnu, hefur samið við
þýska 1. deildar liðið Eintracht
Frankfurt en hún hefur leikið með
Breiðabliki undanfarin þrjú keppn-
istímabil og unnið Íslandsmótið og
bikarkeppnina með liðinu.
Hún verður þriðji leikmaðurinn
sem lék með Íslandsmeisturum
Breiðabliks á síðustu leiktíð sem
semur við lið í Þýskalandi í vetur en
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er
gengin til liðs við Bayern München
og Sveindís Jane Jónsdóttir samdi
við Wolfsburg milli jóla og nýárs.
Alexandra til
Frankfurt
Morgunblaðið/Eggert
Þýskaland Vinsælt land hjá
knattspyrnukonum þessa dagana.
Lionel Messi var í gær úrskurðaður
í tveggja leikja bann fyrir rauða
spjaldið sem hann fékk gegn Athle-
tic Bilbao í úrslitum spænska Meist-
arabikarsins í knattspyrnu á sunnu-
dag. Messi fékk beint rautt spjald
fyrir að slá til Asier Villalibre í upp-
bótartíma framlengingarinnar en
Athletic Bilbao vann 3:2 í drama-
tískum leik.
Rauða spjaldið var það fyrsta
sem Messi fær hjá Barcelona í 753
leikjum. Messi missir af leikjum
gegn Cornella í spænska bikarnum
og svo Elche í spænsku A-deildinni.
Tveggja leikja
bann hjá Messi
AFP
Bann Lionel Messi beygir sig yfir
Asier Villalibre eftir atvikið.
Leicester fór upp í toppsæti ensku
úrvalsdeildarinnar í fótbolta með
sanngjörnum 2:0-heimasigri á
Chelsea í gærkvöldi. Wilfred Ndidi
og James Maddison skoruðu mörk
Leicester en sigurinn hefði getað
orðið enn stærri gegn bitlausu liði
Chelsea. Leicester er nú með 38
stig, stigi meira en Manchester
United sem á leik til góða en liðið
hefur aðeins tapað einum leik af síð-
ustu ellefu í öllum keppnum.
Chelsea hefur hins vegar aðeins
unnið þrjá af síðustu tíu og er stjóra-
sætið hjá Frank Lampard orðið ansi
heitt eftir að félagið eyddi meira en
200 milljónum punda í leikmenn fyr-
ir tímabilið.
AFP
Mark Wilfred Ndidi fagnar marki sínu gegn Chelsea í gærkvöldi.
Leicester á toppinn en
Lampard í miklu basli
HANDBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Valur náði tveggja stiga forskoti á
toppi Olísdeildar kvenna í handbolta
með auðveldum 37:15-útisigri á ný-
liðum FH í Kaplakrika í gærkvöldi.
Valur hefur unnið fjóra leiki og tap-
að einum af fyrstu fimm en Fram á
leik til góða og getur jafnað Valsliðið
á stigum. Hin 18 ára gamla Elín
Rósa Magnúsdóttir stal senunni hjá
Val og skoraði sjö mörk og fiskaði
auk þess þrjú víti. FH, sem er stiga-
laust á botninum, lék án síns besta
leikmanns Britney Cotts og var ljóst
að verkefnið gegn Val yrði ærið.
Skoraði 13 mörk úr 13 skotum
Ásdís Guðmundsdóttir átti magn-
aðan leik fyrir KA/Þór og skoraði 13
mörk í 13 skotum í öruggum 31:19-
sigri á HK á Akureyri. Meta Lonac
varði 17 skot í marki norðankvenna.
Sigríður Hauksdóttir var marka-
hæst hjá HK með sex mörk. KA/Þór
er í öðru sæti með sjö stig með þrjá
sigra, eitt jafntefli og eitt tap. HK er
með fjögur stig í fimmta sæti með
tvo sigra og tvö töp.
Valur og KA/Þór
fögnuðu stórsigrum
Valur með tvö stig
í forskot á toppnum
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Þrettán Ásdís Guðmundsdóttir
skoraði 13 mörk fyrir KA/Þór.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Smárinn: Breiðablik – Skallagrímur ...18:15
Dalhús: Fjölnir – KR ............................19:15
Origo-höllin: Valur – Snæfell ...............19:15
Ásvellir: Haukar – Keflavík .................20:15
Í KVÖLD!
Meistaradeild Evrópu
Zaragoza – Lublin ............................... 94:82
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 8 stig,
tók 8 fráköst og varði 2 skot hjá Zaragoza á
21 mínútu.