Morgunblaðið - 20.01.2021, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.01.2021, Qupperneq 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI THE HOLLYWOOD REPORTER CHICAGO SUN-TIMES LOS ANGELES TIMES INDIEWIRE ROGEREBERT.COM Ástralska leikkonan Nicole Kidman leikur drottningu af íslenskum ætt- um og bandaríski leikarinn Ethan Hawke leikur konung í kvikmynd Robert Eggers, The Northman, sem Sjón skrifar handritið að ásamt leik- stjóranum. Kidman ræddi við grín- istann og leikarann Marc Maron í hlaðvarpi hans, WTF, á dögunum og leysti þá örlítið frá skjóðunni hvað varðar þetta dularfulla verkefni. Leynd hefur hvílt yfir kvikmynd- inni, eins og gjarnan er með kvik- myndir í vinnslu, en Kidman stað- festi þó að hún léki í henni drottningu og Ethan Hawke konung og eiginmann hennar. „Og nú er ég alveg vitlaus í Ethan. Mér hefur alltaf þótt hann frábær leikari en hann er líka frábær gaur,“ sagði Kidman í hlaðvarpsþættinum við Maron. „Og hann er svo fróður! Svo mikill listamaður og leikari. Hann er endurreisnarmaður,“ hélt hún áfram, augljóslega heilluð af Hawke. Víkingar og hefnd Litlar upplýsingar hafa verið gefnar um kvikmyndina en henni þó lýst sem „víkingahefndarsögu“ sem eigi sér stað undir lok tíundu aldar. Alexandar Skarsgård hinn sænski fer með aðalhlutverk myndarinnar en Kidman og Hawke eru í minni hlutverkum. Í öðrum hlutvekum eru Anya Taylor-Joy og Claes Bang, Willem Dafoe, Björk Guðmunds- dóttir og dóttir þeirra Matthews Barney, Ísadóra Bjarkardóttir Bar- ney, að því er fram kemur á vef Int- ernet Movie Database og leikur Björk norn í myndinni. Ingvar Sig- urðsson er einnig á lista yfir leikara. „Hún er mjög skrítin, hvernig gastu upp á því?“ sagði Kidman við Maron um myndina sem tekin er upp á Írlandi. Sagðist hún hafa sagt við leikstjórann, Eggers, að hún væri dauðhrædd við verkefnið vegna farsóttarinnar en líka hreims- ins sem hún þurfti að vera með í myndinni, sem er íslenskur þar sem Kidman á að leika íslenska drottn- ingu. Sagði Kidman mikilvægt fyrir leikara að takast á við miklar áskor- anir og því hafi hún tekið hlutverkið að sér. Hún hafi viljað starfa með þessu fólki sem að myndinni kemur og fyrst hægt var að gera það hættulaust á farsóttartímum hafi hún slegið til. Tökum er lokið á myndinni, að sögn Kidman sem ber mikið lof á Eggers. The Northman er þriðja kvikmynd leikstjórans sem vakið hefur mikla athygli og hlotið mikið lof fyrir þær fyrri, þ.e. The Witch og The Lighthouse. Ekki liggur fyrir hvenær The Northman verður frumsýnd. AFP Drottning Nicole Kidman leikur íslenska drottningu í The Northman. Kidman segist hafa ótt- ast íslenska hreiminn  Leikkonan segir frá The Northman sem Sjón skrifar handritið að  Björk og dóttir hennar í aukahlutverkum Konungur Ethan Hawke. Söguhetjan Alexander Skarsgård. Sýning á útskriftarverkum nem- enda Ljósmyndaskólans hefur verið opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavík- ur á 6. hæð Grófarhússins. Á sýningunni má sjá verk þrettán nemenda í Námsbraut í skapandi ljósmyndun við skólann. Útskriftar- verk þeirra eru fjölbreytt enda spanna viðfangsefni og aðferðir vítt svið. Í verkum sínum takast þau á við ólík málefni út frá ólíkum for- sendum, mismunandi nálgun, list- rænni sýn og fagurfræði. Endur- spegla verkin á sýningunni þannig gróskuna í samtímaljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem í ljós- myndamiðlinum felast. Sýningin stendur til 31. janúar og er aðgangur ókeypis. Nemendurnir eru Bergdís Guðnadóttir, Dóra Dúna, Eva Schram, Elín Ósk Jóhannsdóttir, Hlín Arngrímsdóttir, Hjördís Ingv- arsdóttir, Hrafnkell Jónsson, Kaja Sigvaldadóttir, Kata Jóhanness, Nicolas Grange, Stephan Adam, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir og Þórkatla Sif Albertsdóttir. Fjölbreytileg Hluti ljósmyndaverksins Afdrif eftir Elínu Ósk Jóhannsdóttur. Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari kemur á næstu vikum fram á nokkrum tónleikum með Fílharm- óníuhljómsveitinni í Bergen í Nor- egi. Fyrst verða tónleikar í Concertgebouw í Amsterdam á sunnudaginn kemur þar sem Vík- ingur leikur hinn þekkta píanó- konsert Edvards Griegs með hljóm- sveitinni. Á tvennum tónleikum í Bergen í næstu viku, undir stjórn aðalhljómsveitastjóra hljómsveitar- innar, Edwards Gardners, verður meðal annars frumflutt ný umritun Víkings Heiðars fyrir píanó og strengi á Adagio úr Fiðlusónötu J.S. Bachs númer 5 í f-moll BWV 1018. Á sömu tónleikum flytur Vík- ingur Opening eftir Philip Glass ásamt strengjasveit og síðan Píanó- konsert númer 24 eftir Mozart. Á tvennum tónleikum viku síðar kemur Víkingur aftur fram í Berg- en með Fílharmóníunni og flytur píanókonsert Griegs. Píanóleikarinn Víkingur Heiðar leikur á næstunni á nokkrum tóneikum með Fílmarmóníuhljómsveitinni í Bergen. Frumflytur umrit- un á verki Bachs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.